Héraðsdómur Suðurlands Dómur 22. nóvember 2022 Mál nr. S - 459/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Ólafur Hallgrímsson fulltrúi ) g egn Önnu Egilsdótt u r ( enginn ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 17. nóvember sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 13. október sl., á hendur Önnu Egilsdóttur, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, að kvöldi mánudagsins 6. júní 2022, ekið bifreiðinni suður Laugarvatnsveg í Bláskógabyggð, þaðan suður Biskupstungnabraut í Grímsnes - og Grafningshreppi og því næst austur Suðurlandsveg og að bifreiðastæði við Hörðuvelli 1 á Selfossi, óhæf til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 680 ng/ml). Telst brot ákærðu varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til að sæta sviptingu ökuréttar samk væmt 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærð a mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 26. október sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærð u fjarst a dd ri . Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærð a hefur gerst sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til r efsiákvæða. Ákærð a hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærð a sjö sinnum áður sætt refsingu, þar af þrisvar sinnum vegna akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þann 30. ágúst 2016 var ákærðu gerð sek t, meðal annars vegna 2 ölvunaraksturs. Þá var ákærðu þann 26. mars 2019, gerð sekt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Með vísan til 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, hefur sakaferill ákærðu að öðru leyti ekki áhrif á ákvörðun refsinga r í máli þessu. Refsing ákærð u er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 99. og 10 1 . gr., þó einkum 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, ber að svipta ákærðu ökurétti ævilangt. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , með síðari breytingum , ber að dæma ákærð u til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 61.645 kr. Sólveig Ingadóttir, lö glærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærð a, Anna Egilsdóttir, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt. Ákærði greiði allan sakarkostnað, 61.645 krónur. Sólveig Ingadóttir.