Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9 . október 2019 Mál nr. S - 4701/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari g egn Guðmund i Þ . Brynjólfss yni Snorri Sturluson lögmaður Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 17. september 2019, á hendur Guðmundi Þ. Brynjólfssyni, f yrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 5. apríl 2018, haft í vörslum sínum 194,3 g af maríhúana, en lögreglan fann efnin við leit í bifreiðinni við gatnamót Leifsgötu og Barónsstígs í Reykjavík . Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði ve rði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 194,3 g af maríhúana, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Fyrirkall ásamt ákæru var birt fyrir ákærða sjálfum 26. september 2019. Þingsókn féll hins vegar niður af hálfu ákærða og verjanda hans við fyrirtöku málsins 9. október 2019 , án þess að boðað hafi verið til lögmætra forfalla. Verður málið því dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkalli vegna málsins að þannig gæti farið um meðferð þess kæmi til útivistar af hálfu ákærða . Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rét t heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í apríl 1983 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 6. september 2019 var ákærða, me ð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 6. janúar 2016 , gerð 30 daga fangelsisrefsing, skilorðsbund ið til tveggja ára fyrir vörslur ávana - og fíkniefna. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1. mars 2017 var sú skilorðsbundna refsing dæmd upp og hlaut ákærði þá 60 daga fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára , 2 meðal annars fyrir vörslur fíkniefna í sölu - og dreifingarskyni. Þá gekkst ákærði undir sektarrefsingu hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir vörslur fíkniefna þann 20. desember 2017. Sú refsing, sem ákærða var gerð með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 1. mars 2017 var dæmd upp með dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 2 6. apríl 2018 og var ákærði þá dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbund ið til tveggja ára fyrir vörslur ávana - og fíkniefna í sölu - og dreifingarskyni , en auk þess var honum gerð sektarrefsing fyrir umferðarlagabrot. Nú ber að dæma ákærða hegningarau ka, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga, en refsing ákærða er jafnframt ákvörðuð með hliðsjón af 77. og 60. gr. sömu laga og er 3 mánaða skilorðsdómurinn frá 26. apríl 2018 dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Með hliðsjón af sakarefni málsins þ ykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 4 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 194,3 g af maríhúana sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 84.320 krónur, að meðtöldu m virðisaukaskatti . Engan annan sakarkostnað leiddi af málinu. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Kristínu Jónsdóttur aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn . D Ó M S O R Ð: Ákærði, Guðmundur Þ. Brynjólfsson, sæti fangelsi í 4 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegning arlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði sæti upptöku á 194,3 g af maríhúana. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 84.320 krónur . Björg Valgeirsdóttir (sign.)