Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9. apríl 2021 Mál nr. S - 350 8/2020: Héraðssaksóknari (Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Árna Gunnari Sveinssyni og (Grétar Dór Sigurðsson lögmaður) Guðmundi Óla Helgasyni (Páll Kristjánsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 12. mars sl., var höfðað með ákæru, útgefinni af , , og Guðmundi Óla Helgasyni, kt. , , Reykjavík fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins Fjölin Trésmiðja, kt. , nú gjaldþrota, Árna Gunnari sem stjórnarformanni og daglegum stjórnanda félagsins me ð prókúru og Guðmundi Óla sem daglegum stjórnanda félagsins með prókúru, með því að hafa: 1. Eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins fyrir uppgjörstímabilin júlí ágúst, september október og nóvember desember rekstrarárið 201 7 á lögmæltum tíma og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins, vegna uppgjörstímabilanna nóvember desember rekstrarárið 2016 til og með nóvember desember rekstrarárið 2017, í samræm i við IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð 9.205.522 krónur, sem sundurliðast sem hér greinir: Árið 2016 nóvember - desember kr. 1.741.279 2 Árið 2017 janúar febrúar kr. 1.599.767 mars apríl kr. 1.276.212 maí júní kr. 1.603.578 júlí ágúst kr. 1.635.214 september október kr. 838.167 nóvember desember kr. 511.305 kr. 7.464.243 Alls kr. 9.205.522 2. Eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna greiðslutímabilanna febrúar rekstrarári ð 2017 til og með febrúar rekstrarárið 2018, samtals að fjárhæð 3.321.142 krónur að því er varðar ákærða Guðmund Óla og samtals að fjárhæð 2.736.899 krónur að því er varðar ákærða Árna Gunnar, sem sundurliðast sem hér greinir: 2017 Hvað varðar Guðmund 2017 Hvað varðar Árna Febrúar kr. 229.040 febrúar kr. 176.133 Mars kr. 285.201 mars kr. 232.294 Apríl kr. 285.201 apríl kr. 232.294 Maí kr. 317.494 maí kr. 264.587 Júní kr. 209.180 júní kr. 156.273 Júlí kr. 209.180 júlí kr. 261.797 Ágúst kr. 134.298 ágúst kr. 81.391 september kr. 238.647 september kr. 185.740 Október kr. 246.135 október kr. 193.228 nóvember kr. 344.925 nóvember kr. 292.018 desember kr. 285.201 desember kr. 232.294 kr. 2.784.502 kr. 2.308.049 2018 Hvað varðar Guðmund 2018 Hvað varðar Árna 3 janúar kr. 253.415 janúar kr. 199.520 Febrúar kr. 283.225 febrúar kr. 229.330 kr. 536.640 kr. 428.850 Samtals kr. 3.321.142 Samtals kr. 2.736.899 3. Fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Fjölinni Trésmiðju ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru, samtals að fjárhæð 12.526.664 krónur að því er varðar ákærða Guðmund Óla og samtals að fjárhæð 11.942.421 króna að því er varðar ákærða Á rna Gunnar, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar félagsins og eftir atvikum í eigin þágu. ________________________________________ Framangreind brot ákærðu samkvæmt 1. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sb r. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Framangreind brot ákærðu samkvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda . Fr amangreind brot ákærðu samkvæmt 3. tölulið ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. I Af hálfu ákærða Árna var l ögð fram greinargerð, sbr. 1. mgr. 165. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins er greiðist úr ríkissjóði. Ákærði byggir sýknukröfu sína aðallega á því að hann hafi hvorki haft með höndum bókhald né fjárreiður félagsins heldur farið með daglega stjórn trésmiðjunnar 4 og komið takmarkað að fjármálum. Bókhald ið hefði verið fært af vitninu A á bókhaldsstofu hans og ákærði Guðmundur kom ið gögnum til hans auk þess að greiða reikninga og laun. Ákærða hefði verið ókunnugt um skuldastöðu og ekki virkjað aðgang að netbanka fyrr en tveimur dögum áður en félagið var úrskurðað gjaldþrota. Ákærði Guðmundur krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, til vara að ákærði verði sýknaður af öllu m kröfum ákæruvaldsins en til þrautavara að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna , að mati dómsins , er greiðist úr ríkissjóði. Ákærði byggir frávísunarkröfu sína aðallega á því að rannsókn málsins sé verulega ábótavant. Ekki liggi fyrir gögn um sölu tækja félag sins og uppgjör þrotabúsins og er sérstaklega vísað til þess að framburður ákærðu var samhljóða um að verðmæti tækjanna væri um 20 milljónir króna. Þá hefði skiptastjóri ekki gefið skýrslu við aðalmeðferð málsins og engin rannsókn farið fram á útistandandi kröfum búsins. Hvað varðar vara - og þrautavarakröfu þá byggir ákærði m.a. á því að ábyrgð hans geti í mesta lagi náð til september 2017 þegar hann hætti sem daglegur stjórnandi félagsins en eftir það hefði hann lítið komið að starfseminni. Hann hefði veri ð settur á launaskrá aftur vegna vinnuslyss en ekki komið aftur til starfa hjá félaginu. Geti hann a.m.k. enga ábyrgð borið á atvikum eftir að hann hætti í stjórn félagsins í desember 2017. Þá mótmælir ákærði því að 262. gr. almennra hegningarlaga eigi við um brot hans á grundvelli fjárhæða vangoldins virðisaukaskatts og staðgreiðslu. Einnig beri við mat á þessu að líta til þess að greitt var inn á skattskuld félagsins eftir að það varð gjaldþrota og verðlagsþróun eigi að leiða til þess að hærri fjárhæðir e n áður þurfi að vera í vanskilum til að brot verði heimfært undir ákvæðið. II Málsatvik M eð bréfi skattrannsóknarstjóra ríkisins, hér eftir SRS, dagsettu 6. september 2018, var embætti héraðssaksóknara sent til rannsóknar mál vegna meintra brota ákærðu á lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og eftir atvikum einnig gegn almennum hegningarlögum. Til grundvallar lá rannsókn SRS á skilum Fjalarinnar trésmiðju ehf., sem nú er gjaldþrota, á afdreginni staðgreið slu og innheimtum virðisaukaskatti vegna rekstraráranna 2016 og 2018 og lá fyrir skýrsla SRS vegna framangreinds frá 22. júní 2018. Þann 27. júní 2018 var ákærðu 5 tilkynnt með bréfi SRS um fyrirhugaða ákvarðanatöku hvað varðar refsimeðferð málsins og þeim v eittur 15 daga frestur til að tjá sig um það áður en ákvörðun um ákærumeðferð yrði tekin. Athugasemdir bárust ekki frá ákærðu og var málinu vísað til rannsóknar hjá héraðssaksóknara 6. september 2018. Samkvæmt skýrslu SRS, 21. mars 2018, höfðu ákærðu vanræ kt að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda félagsins vegna greiðslutímabilanna febrúar til og með desember rekstrarárið 2017 og janúar og febrúar 2018. Nam vangoldin afdregin staðgreiðsla opinberra gjalda vegna f ramangreindra greiðslutímabila samtals 5.368.250 krónum , auk álags, dráttarvaxta og kostnaðar. Enn fremur h efði verið leitt í ljós að vanrækt hafði verið að standa innheimtumanni ríkissjóðs skil á innheimtum virðisaukaskatti í starfsemi félagsins vegna upp gjörstímabilan n a nóvember desember rekstrarárið 2016 og janúar febrúar til og með nóvember desember rekstrarárið 2017. Þá hafi verið vanrækt að standa innheim tu manni ríkissjóðs skil, á lögmæltum tíma, á virðisaukaskatt s skýrslum vegna uppgjörstímabilanna jú lí ágúst, september október og nóvember desember rekstrarárið 2017. Samkvæmt skýrslu SRS nam vangoldinn virðisaukaskattur vegna framangreindra uppgjörstímabila 9.205.522 krónum, auk álags, dráttarvaxta og kostnaðar. Ákærði Guðmundur var prókúruhafi skattað ila en ákærði Árni stjórnarmaður og prókúruhafi. Af hálfu SRS var talið að framangreind háttsemi kynni að varða ákærða Guðmund refsingu , sem daglegum stjórnanda og prókúruhafa skattaðila , og ákærða Árna einnig , sem daglegum s tjórnanda, stjórnarmann i og prókúruhafa. Við meðferð málsins hjá embætti héraðssaksóknara var tekin skýrsla af ákærðu. Var framburður þeirra samhljóða hvað það varðar að B , sem skráður var í varastjórn , hefði verið starfsmaður félagsins en ekkert komið að stjórn þess. Ákærði Árn i kvaðst ekki hafi haft aðgang að reikningi félagsins og aldrei greitt reikninga . Hann hefði verið með debetkort en þurft að tala við Guðmund ef hann vildi vita stöðuna á því. Sjálfur hefði hann unnið á gólfinu í trésmiðjunni en Guðmundur séð um allt annað . Hefði hann ekki vitað að félagið væri komið í þrot þegar skiptastjóri kom þangað. Kvaðst hann ekki geta svarað því hvort bókhald félagsins gæfi rétta mynd af rekstrinum. Skilagreinar vegna staðgreiðslu og virðisaukaskatt s skýrslur hefðu verið unnar á vegu m sem sá um bókhald félagsins og hefði hann engar athugasemdar við þau gögn. Kvaðst hann telja að það væri á ábyrgð hans og Guðmundar að standa skil á skýrslum og opinberum gjöldum. Guðmundur hefði átt að sjá um að greiða þetta en sjálfur hafi hann ekk i fylgst nógu vel 6 með. Kvaðst hann ekki hafa tölulegar athugasemdir við niðurstöðu skattrannsóknar en sagði að ekki hefðu verið til fjármunir til að greiða skattskuldir. Ákærði Guðmundur sagði hann og Árna hafa rekið félagið saman og bera jafna ábyrgð á þv í. Þeir hefðu safnað saman reikningum og farið með til sem sá um bókhald félagsins. Sjálfur hefði hann greitt reikninga og laun og farið með gögnin til . Þá taldi hann bókhaldsgögn gefa rétta mynd af rekstri félagsins og skilagreinar vegna staðgreið slu og virðisaukaskatt s skýrslur ve r a réttar. Þeim virðisaukaskatt s skýrslum sem hefði verið skilað eftir eindaga hefði væntanlega verið skilað seint af því að þeir hefðu farið of seint með gögnin til . Þeir hefðu báðir borið ábyrgð á því að koma gögnunum þangað. Kvaðst hann ekki hafa tölulegar athugasemdir við niðurstöðu skattrannsóknar en sagði að ekki hefðu verið til fjármunir til að greiða skattskuldir. Meðal framlagðra gagna er upplýsingaskýrsla lögreglu um rannsókn á töpuðum kröfum félagsins ásamt s kuldalista vegna útistandandi skulda við gjaldþrot, tölvupóstur frá starfsmann i Arion - banka, dagsettur 8. september 2020, þar sem fram kemur að ákærði Árni skráði sig fyrst inn á bankareikning félagsins 19. mars 20 18 . III Framburður ákærð u og vitna fyrir dómi Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærð u og vitna fyrir dómi að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins . Ákærði Árni kvaðst hafa verið helmingseigandi Fjalarinnar trésmiðju ehf. á móti ákærða Guðmundi. átti trésmiðjun a áður og höfðu ákærðu verið búnir að vinna þar saman í mörg ár þegar þeir keyptu hana. Hann hefði verið vinnslustjóri og tekið á móti hráefni, séð um alla vinnslu og framleiðslu og haldið trésmiðjunni gangandi. Þessi hefði hann haldið áfram eftir kaupin e n ákærði Guðmundur tekið að sér að sjá um fjármálin. Kvaðst hann hafa komið að fjármálum í samráði við Guðmund sem hann hefði rætt við ef hann þurfti að kaupa eitthvað til starfseminnar. Almennt hefðu þeir ekki rætt fjárhagsleg málefni eða stöðu félagins e n ákærði Guðmundur séð um fjármálin og reksturinn . Sjálfur hefði hann undir lokin vitað að staða félagsins var erfið en ekki að félagið væri skuldugt. Þeir hefðu enga stjórnarfundi haldið og hefði sé ð um bókhald félagsins en ákærði Guðmundur séð um að koma gögnum þangað og útbjó A virðisaukaskattsskýrslur og skilagreinar staðgreiðslu . Einnig hefði Guðmundur séð um 7 að greiða laun og reikninga og gefa út reikninga. Sjálfur hefði hann ekkert komið að þess u nema um fimm dögum áður en félagið varð gjaldþrota . Þá hefðu reikningar verið farnir að hrúgast upp og hann ekki náð í Guðmund og því virkjað heimabanka sinn. Þá kvaðst ákærði hafa verið með debetkort en ákærði Guðmundur greitt notkunina á því. Kvaðst hann ekki vita hvert innheimtubréf til félagsins hefðu verið send. Sjálfur hefði hann aldrei fengið rukkanir utan einu sinni bréf sem stefnuvottur afhenti honum og var það frá lífeyrissjóði. Hann hefði farið með það bréf til Guðmundar og beðið hann um að , 2016 til 2018 , hefði hann ekki verið í aðstöðu til að greiða neitt nema að virkja heimabankann fyrst og setja sig inn í þetta en gat beðið Guðmund um að greiða reikninga. Hann hefði aldrei rætt við Guðmund um það hvaða reikninga ætti að greiða en Guðmundur hefði hverju sinni ákveði ð það . Þeir reikningar sem þeir gáfu út voru sendir í banka til innheimtu. Þá staðfesti ákærði það sem hann hafði sagt hjá lögreglu að þeir hefðu báðir borið ábyrgð á félaginu en Guðmundur hefði átt að greiða skatta na en hann sjálfur ekki fylgst nógu vel m eð. Borið var undir ákærða yfirlit yfir vangoldin n virðisaukaskatt tímabilið nóvember - desember árin 2016 og 2017. Kvaðst ákærði ekkert vita um þetta og kæmi skuldin honum á óvart. Sagði ákærði að væntanlega hefðu ekki verið til peningar til að greiða þetta og að vangoldnum virðisaukaskatti hefði væntanleg a verið ráðstafað í þágu félagsins , m.a. til greiðslu launa. Hann og Guðmundur hefðu aldrei rætt það sín á milli að virðisaukaskattur væri í vanskilum. Þá var borið undir ákærða yfirlit yfir afdregna staðgreiðslu félagsins árið 2017 og 2018 og kynnt að þa r væri búið að draga frá staðgreiðslu vegna hans persónulega. Sagði ákærði að hér ætti það sama við og hvað varðar virðisaukaskattinn og að þetta hefði komið honum á óvart en hann hefði ekki haft neina hugmynd um að ekki hefðu verið staðin skil á staðgreið slu launa. Starfsmenn fengu yfirleitt laun sín greidd. Þeir töldu sig góða ef þeir gátu greitt laun , sem var þeirra markmið þegar þeir hófu starfsemina. Sagði ákærði að Guðmundur hefði borið ábyrgð á að skila staðgreiðslunni og kvaðst ekki vita hvernig því fé var ráðstafað sem átti að fara í staðgreiðslu. hefði einnig séð um gerð stofnskjala og hefði ákærði Guðmundur verið í samskiptum við þá. Tilviljun hefði ráðið því að hann var stjórnarformaður en þeir hefðu verið að ganga frá skjölum í Arion - banka o g tilviljun ráðið því hvor skrifaði á undan á skjalið. Ákærði kvaðst ekki muna eftir því að hafa skoðað ársreikninga og ekki hafa fylgst með fjármálunum og talið það gott ef peningur var á kortinu hans og reksturinn í gangi. Stundum var staðan erfið og han n 8 þurfti að spyrja hvort peningar væru til á korti , t.d. þegar hann þurfti að kaupa varahluti og stundum fékk hann launin seint en taldi þó ekki ástæðu til að skoða það frekar. Sjálfur hefði hann einungis hitt bókara félagsins einu sinni. Sagði ákærði að r eksturinn hefði gengið vel í upphafi en síðan hefði róðurinn farið að þyngjast á árinu 2017 og verkefni þeirra breyst og þá hefðu vanskil in byrjað. Sagði ákærði að ef hann hefði vitað af vanskilunum hefði hann stöðvað reksturinn. Þeir áttu tæki að verðmæti um 20 milljónir króna sem voru óveðsett og dugðu fyrir skuldum. Þá sagði ákærði að Guðmundur hefði verið í fríi um sumarið 2017 og síðan slasast um haustið . Hann hefði sagst engu að síður ætla að sjá um bókhaldið en ekkert verið í vinnu annars. Guðmundur kom reglulega eftir að hann slasaðist og gaf út reikninga, greiddi laun og reikninga og kom bókhaldinu til . Hann ætlaði síðan að fara í sérverkefni um áramótin en sjá áfram um bókhaldið en í febrúar hefði ekki verið hægt að ná í hann. Guðmundur skráði sig úr stjórn félagsins og sagði st þ urfa að fara úr stjórn í þrjár vikur af því að hann væri að endurfjármagna hjá sér lán. Hann skilaði þeirri breytingu á stjórn inn og fékk verkamann sem vann hjá þeim til að votta undirritun og komst ákærði síðar að því að sá var skráður varamaður í stjórn án þess að vita það en hann skildi ekki íslensku. Ákærði kvaðst í kringum 15. mars 2018 hafa virkjað heimabankann sinn. Þá hafði honum ekki tekist að ná sambandi við Guðmund og það þurfi að skila reikningum til viðski ptavina til að fá pening a inn í félagið. Hann virk j aði þá bankann og fékk flýtinámskeið í bankanum um það hvernig ætti að útbúa reikninga. Um viku síðar kom skiptas t jóri og sagði honum að hætta að vinna og hefði það komið honum á óvart. Ákærði kvaðst ekki hafa þekkt til skyldna stjórnarmanna í félagi og ekkert kynnt sér þær . Sjálfir hefðu þeir ekk i reynt að selja tækin en rætt það í tengslum við umræðu um það hvort þeir ættu að fara að minnka við sig. Trésmiðjan var of stór fyrir þá og markaður farinn að mi nnka fyrir þá vinnslu sem þeir voru með. Ákærði kvaðst hafa haft óbreytt laun allan þann tíma sem ákæra tekur til en Guðmundur hefði hækkað aðeins . Hann viti ekki hvers vegna. Ákærði Guðmundur kvaðst hafa verið helmingseigandi félagsins. Verkaskipting mill i þeirra í trésmiðjunni hefði í upphafi verið þannig að þeir héldu áfram að gera það sem þeir gerðu áður þegar átti trésmiðjuna. Sjálfur hefði hann unnið í sérvinnslu, borðplötum og þess háttar en einnig verið í almennum störfum eins og sögun. Sá þeirr a sem afgreiddi viðskiptavin gaf almennt út reikning vegna viðskiptan n a sem síðan var 9 settur í bakka og svo færður í exel - skjal í tölvu. Hann hefði oftast séð um að greiða reikning a og laun. Það hefði ekki verið fyrir fram ákveðið. Þetta hefði þróast svona af því að Árni kunni ekki eins vel og hann á exel. Þeir hefðu báðir fengið aðgang að netbanka á sama tíma . Hann viti ekki hvort Árni notaði hann en þeir gátu báðir greitt reikninga. Þá hefðu þeir rætt stöðu félagsins en þegar gjaldeyrishöft in voru afnumin hrundi reksturinn þegar ódýrara varð að flytja allt inn. Þeir hefðu talað um að þeir yrðu að gera breytingar, t.d. að selja vélar og taldi ákærði að rætt hefði verið við aðila vegna þess. Hefði Árni m.a. verið í samba ndi við aðila vegna hugsanlegrar sölu stærstu vélarinnar úr landi og var það í tengslum við að þá vantaði fé. Þá kvaðst hann hafa talað við Árna um vanskil á skatti en þeir hefðu samið við skattinn og greitt inn á skattskuldina eftir því sem þeir gátu. Þet ta hefði Árni vitað. Einnig hefði Árni, oftar en einu sinni, komið með innheimtubréf til hans sem Árni hafði fengið heim til sín og þeir reynt að leysa úr því. Það sé rangt að Árni hefði ekkert komið að fjármálum félagins. Þeir hefðu t.d. lent í vandræðum með að borga leigu og þá rætt saman um það. Sagðist hann ekki geta svarað því hvor þeirra tók ákvörðun um það hvaða reikningar yrðu greiddir en þeir hefðu oftast greitt það sem var mest aðkallandi. Félagið var með einn bankareikning og voru þeir báðir með kort tengt reikningnum og lagði hann því ekki inn á reikning Árna nema hann hefði lagt út fyrir einhverju. Hann hefði sjálfur sent tölvupóst á skattinn þegar þeir sömdu um skattskuldina en Árni vissi af því. Þeir voru helmingseigendur og beri hann því ekki meiri ábyrgð á skattskilum en Árni þó að hann hefði ekið mánaðarlega með reikningana til bókarans. Borið var undir ákærða yfirlit yfir vangoldin n virðisaukaskatt tímabilið nóvember - desember árin 2016 og 2017. Kvaðst ákærði ekki hafa þekkingu til að tjá s ig um þetta en taldi að þetta hlyti að gefa rétta mynd af stöðu félagsins. Var ákærða kynnt að yfirlitin byggðust á skýrslum sem kæmu frá vegna félagsins og sagði ákærði að hann hefði almennt afhent bókhaldsgögn en einnig Guðmundur í einhverjum til vikum. Þá sagði ákærði að ekki hefðu verið til fjármunir til að greiða skattinn. Þá var borið undir ákærða yfirlit yfir afdregna staðgreiðslu félagsins árin 2017 og 2018 og kynnt að þar væri búið að draga frá staðgreiðslu vegna hans persónulega. Kvaðst ákæ rði ekki hafa þekkingu til að tjá sig um yfirlitið og vilji ekki tjá sig sérstaklega um það. Kvaðst hann halda að launþegar hjá félaginu hefðu alltaf fengið greidd laun. Hvað varðar staðgreiðslu eigi það sama við, ekki voru til fjármunir til að greiða hana . 10 Ákærði kvaðst hafa hætt daglegri aðkomu að félaginu í lok ágúst 2017 þegar hann stofnað sjálfur virðisaukaskattsnúmer eftir að hafa rætt það áður við Árna. Að hluta til hverju. Borin var undir ákærða staðgreiðsluskrá vegna áranna 2017 og 2018. Kvaðst ákærði hafa um tíma verið samhliða á launaskrá hjá félaginu eða fram á árið 2018. Á þessum tíma hefði hann einnig verið að hjálpa til hjá félaginu, t.d. þegar Árni óskaði eft ir því. Hann hefði svo lent í vinnuslysi í starfi hjá félaginu og verið frá í þrjá til fjóra mánuði en að ráðleggingu stéttarfélags hefði hann sett sig aftur á launaskrá hjá félaginu. Á þessum tíma, nóvember 2017 til febrúar 2018, hefði hann verið óvinnufæ r heima í gipsi og á morfíni og erfitt hefði verið að ná í hann. Kvaðst ákærði halda að á þessum tíma hefði hann eitthvað séð um greiðslu launa og millifærslur í heimabanka. Þá sagði ákærði að alltaf hefði verið reynt að greiða inn á skuldir ef hægt var , þ. á m. opinber gjöld. Þeir hefðu ekkert hagnast á því að greiða ekki þessi gjöld og engan ávinning hlotið vegna vanskilanna. Sagði ákærði að almennt hefðu verið góðar heimtur á útistandandi kröfum. Helstu verðmæti félagsins hefðu verið lyftari og tæki sem hann telji að hefðu átt að duga fyrir öllum skuldum. Geti það staðist að verðmæti þessara tækja hefðu verið um 20 milljónir króna en þau kosti ný 50 - 60 milljónir króna. Þá sagði ákærði að hann hefði hækkað laun sín sem nemi orlofi til að standast greiðslu mat en þetta hefði hann rætt áður við Árna. Hvað varðar breytingu á stjórnarsetu hans þá sagði ákærði að hann hefði viljað fara út úr þessu af því að félagið gekk illa en einnig hefði bankinn krafist þess og þetta hefði hann einnig rætt við Árna. Þá hefðu þeir rætt stöðu félagsins en einnig hefðu þeir rætt hana vorið 2017. Vitnið A kveðst reka bókahaldsstofuna . Hann hefði séð um bókhald Fjalarinnar trésmiðju ehf. og gert virðisaukaskattsskýrslur, skilagreinar vegna staðgreiðslu og ársreikninga fyrir fél agið. Hefði þetta verið byggt á þeim fylgigögnum sem honum voru afhent og bankayfirlitum. Yfirleitt hefði það verið Guðmundur sem var í sambandi við hann og kom með gögnin. Hvað varðar virðisaukaskatt vegna áranna 2016 og 2017 þá hefði þremur skýrslum veri ð skilað of seint en hann hefði fengið gögn vegna þessara tímabila of seint. Undir lokin hefði hann oft þurft að hringja til að ýta eftir gögnum. Þá kvaðst hann hafa aðstoðað við stofnun félagsins og útbúið stofngögn. Hann muni ekki hver leitaði upphaflega til hans né heldur hvers vegna stjórnin var skipuð eins og raunin varð. Sagðist vitnið ekki vita hvernig stjórn félagsins var háttað. Hann hefði eitthvað verið í samskiptum við Árna og telji að hann hefði komið með gögn til hans í 11 einhver skipti þegar Guð mundur gat það ekki. Ársreikningur félagsins sýndi að þeir voru að safna skuldum , sérstaklega við hið opinbera. Þetta hefði hann rætt, líklega við Guðmund, og sagt að þeir yrðu að standa skil á þessu. IV Niðurstaða Ákærðu er í máli þessu gefin að sök meir i háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti á árunum 2016 til 2018. Eru brot þeirra talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 4 5/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda , hvað varðar fyrsta og annan tölulið ákæru. Þá eru brot ákærðu samkvæmt þriðja tölulið ákæru talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. laga nr. 19/1940. Ákærðu hafa báðir alfarið neitað sök í málinu. Ákærði Guðmundur byggir frávísunarkröfu sína aðallega á því að rannsókn málsins hafi verið verulega ábótavant, m.a. skorti gögn um uppgjör þrotabúsins og tapaðar viðskiptakröfur. Brot ákærðu eru fullframin á eindaga skilaskildu hvað varðar bæði virðisaukaskatt og staðgreiðslu. Fyrir liggur upplýsingaskýrsla lögreglu frá 8. mars 2021 um rannsókn vegna tapaðra viðskiptakrafna. Af dómafordæmum verður ráðið að einungis er heimilt að draga frá kröfu sem tapaða við uppgjör skattskyldrar veltu , að fyrir liggi að bú skuld ara hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta eða árangurslaust fjárnám gert hjá honum. Af framangreindri upplýsingaskýrslu verður ekki ráðið að slíkt eigi við um þá aðila sem voru í skuld við félagið þegar það var úrskurðað gjaldþrota 23. mars 2018 . Verður ek ki talið að rannsókn málsins sé áfátt hvað þetta varðar eða önnur atriði þannig að frávísun málsins varði. Þá haf i gögn um uppgjör þrotabúsins ekki þýðingu við mat á refsinæmi verknaðar ákærðu eins og atvikum er háttað. Með vísan til framangreinds verður k röfu ákærða um frávísun málsins hafnað. Töluleg niðurstaða ákæru er í samræmi við málsgögn. Ekki er tölulegur ágreiningur í málinu hvað varðar niðurstöðu ákæru um fjárhæð vangoldins virðisaukaskatts og staðgreiðslu en vörnum ákærða Guðmundar sem reistar er u á töpuðum viðskiptakröfum er hafnað í samræmi við framangreint. Þá byggja ákærðu varnir sínar á því að greitt hafi verið inn á skattskuldir félagsins og að teknu tilliti til þess sé skuld félagsins svo lág að ekki verið talið að um meiri háttar brot gegn skattalögum sé að ræða. Því beri að sýkna þá af broti gegn 262. gr. laga nr. 12 19/1940 . Fyrir liggur að innborganir fór u inn á eldri tímabil sem ekki er getið um í ákæru og engar greiðslur hafa borist eftir eindaga þeirra tímabila er greinir í ákæru. Verður ekki litið til þeirra við mat á umfangi brots ákærða enda ekki ákært fyrir þau tímabil og endurmetur dómurinn ekki mat ákæruvalds hvað þetta varðar. Samkvæmt gögnum frá fyrirtækjaskrá var ákærði Árni stjórnarformaður félagsins þann tíma sem ákæra málsins tekur til. Ákærði Guðmundur var í varastjórn félagsins til 20. desember 2017. Báðir voru ákærðu með prókúru vegna félagsins allt tímabilið. Ákærðu störfuðu báðir í trésmiðju á vegum sem þeir síðan keyptu í sameiningu. Fyrir liggur að ákærðu stofnuðu o g áttu félagið saman, helming þess hvor, og ráku Fjölina trésmiðju ehf. undir merkjum einkahlutafélagsins. Af framburði beggja ákærðu má ráða að halla fór undan fæti í rekstrinum þegar komið var fram á árið 2017 a.m.k. Af framburði ákærðu má ráða að þeir skiptu að einhverju leyti með sér verkum í trésmiðjunni þar sem ákærði Árni hefði verið vinnslustjóri en ákærði Guðmundur séð um að fara með bókhaldsgögn til bókara félagsins, vitnisins A , og séð um greiðslu reikninga og launa auk þess að starfa í trésmiðj unni stóran hluta tímabilsins . Bar ákærði Árni um að Guðmundur hefði séð um útgáfu reikninga en Guðmundur sagði þann sem afgreiddi viðskiptavin almennt hafa gert það. Óumdeilt er að A sá um að útbúa skilagreinar vegna staðgreiðslu og virðisaukaskattsskýrsl ur á grundvelli þeirra gagna sem komu frá félaginu. Þá liggur fyrir staðfesting á því að ákærði Árni hafi ekki virkjað heimabanka félagsins fyrr en 19. mars 2018 sem er nokkrum dögum áður en félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig liggur fyrir að frá því í september 2017, þegar ákærði Guðmundur kvaðst hafa verið hættur störfum hjá félaginu, sinnti hann greiðslu reikninga og launa eins og áður. Hann slasaðist við störf hjá félaginu eftir þann tíma og var skráður aftur á launaskrá þar skömmu síðar. Er alfari ð hafnað vörnum ákærða Guðmundar á því byggðar að afskipti hans að félaginu hefðu hætt í september 2017. Þá er ekkert fram komið um það að sk r áning ákærða Guðmundar úr stjórn félagsins hafi haf t í för með sér breytt verkefni eða verkaskiptingu milli ákærða þó að af framburði beggja ákærðu megi ráða að afskipti hans af framleiðslunni væru minni vegna slyssins. Af framangreindu má ráða að ákærði Guðmundur fór með fjármálastjórn félagsins hvað varðar greiðslu útgjalda og launa og tryggði bókara félagsins gögn. Ákærði Árni byggir á því að hann hafi enga vitneskju haft um stöðu félagsins á þeim tíma sem ákæra tekur til. Af framburði beggja ákærðu fyrir dómi má ráða að ákærði Árni fékk innheimtubréf heim til sín sem þeir ræddu saman um. Hann bar um að hafa 13 þurft að sp y rja ákærða hvort innstæða væri á korti hans þegar hann þurfti að versla fyrir félagið og einnig bar hann um að oft hefði dregist að hann fengi laun sín greidd. Þá nefndi hann fyrir dómi að umræða hefði átt sér stað um að draga starfsemina saman og um innheimtubréf sem bárust vegna félagins. Ákærði Guðmundur kvaðst oft hafa rætt við ákærða um stöðu félagsins við ákærða Árna, m.a. um sölu eigna, um að hafa samið við skattinn vegna skulda og að hafa rætt við hann um aðrar skuldir félagsins. Ákærðu störfu ðu í trésmiðjunni auk eins starfsmanns. Í ljósi alls framangreinds er því alfarið hafnað að ákærði Árni hafi ekki haft vitneskju um stöðu fjármála eða aðstöðu til að hafa áhrif á þau. Hann var í stjórn félagsins og með prókúru og gat hvenær sem er virkjað aðgang sinn að bankareikningi félagsins en gerði það ekki fyrr en undir lokin. Verður að líta svo á að fram að þeim tíma hafi hann treyst meðákærða til að annast um fjármál félagsins þrátt fyrir að vera ljóst hver staða félagsins var og er það í samræmi vi ð framburð hans hjá lögreglu , sem hann staðfesti fyrir dómi , að hann hefði átt að fylgjast betur með. Í samræmi við framangreint er það mat dómsins að ákærðu hafi báðir verið daglegir stjórnendur félagsins eins og ákæruvaldið byggir á. Í 1. mgr. 40. gr. la ga nr. 50/1988 er mælt fyrir um að skýri skattskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um virðisaukaskatt sinn , eða afhendi hann eigi á lögmæltum tíma virðisaukaskattsskýrslu eða virðisauka skatt sem hann hefur innheimt eða honum bar að innheimta , skuli hann greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin, vanrækt var greiðsla á eða endurgreidd var um of og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri þessari skattfjárhæð. F ésektarlágmark samkvæmt þessari málsgrein á ekki við hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindum virðisaukaskatti samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur verið m iklar. Samkvæmt málsgögnum var virðisaukaskattsskýrslu vegna júlí - ágúst, september - október og nóvember - desember 2017 ekki skilað á lögmæltum tíma og eigi staðin skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var fyrir uppgjörstímabilin nóvember - desember 2016 til o g með nóvember - desember rekstrarárið 2017, samtals 9.205.522 krónur. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1087 skal hver sá launagreiðandi sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrir rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um staðgreið sluskil sín, hefur ekki haldið eftir fé af launagreiðslum eins og honum bar, hefur ekki afhent skilagreinar á lögmæltum tíma eða ekki innt af hendi þær greiðslur 14 vegna launamanna sem hann hefur haldið eftir eða honum bar að halda eftir , greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem hann vanrækti að halda eftir eða standa skil á og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skattfjárhæðinni nema þyngri refsing liggi við brotinu eftir 247. gr. laga nr. 19/1940 . Fésektarlágmark samkvæmt þessari málsgrein á ekki við hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindri staðgreiðslu samkvæmt skilagrein staðgreiðslu, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar . Stórfellt brot gegn ák væðinu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt málsgögnum voru ekki staðin skil á staðgreiðslu sem haldið var eftir af launum starfsmanna greiðslutímabilin febrúar til desember 2017 og janúar og febrúar rekstrarárið 2018. Telst fjárhæð vangoldinnar staðgreiðslu hvað varðar ákærða Guðmund vera 3.321.142 krónur og hvað ákærða Árna varðar 2.736.899 krónur. Stjórnarmenn einkahlutafélaga bera almennt ábyrgð á því að skipulag félags og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi, sbr. 1. og 3. mgr. 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, þar á meðal að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Fyrir liggur að félagið var í jafnri eigu ákærðu sem skiptu með sér verkum í starfseminni án þess að sannað verði að slí kt hafi verið fyrir fram ákveðið. Er ekki annað fram komi ð en tilviljun hafi ráðið því hver staða þeirra var í stjórn félagsins. Af því sem fram er komið í málinu verður ráðið að þeir voru báðir meðvitaðir um að staða félagsins færi versnandi , ekki síst í ljósi smæðar fyrirtækisins og vegna versnandi stöðu sem m.a. leiddi til þess að dráttur varð ítrekað á því að ákærði Árni fengi laun sín greidd. Verður ekki á það fallist að ábyrgð ákærða Guðmundar á skattskilum félagsins hafi verið meiri í ljósi þess að h ann greiddi reikninga og laun. Ákærði Árni haf ð i fullt tækifæri til að fylgjast með fjárhagsstöðu félagsins. Bera ákærðu báðir fulla ábyrgð á skattskilum félagsins sem eigendur félagsins, stjórnarmenn og daglegir stjórnendur. Loks er því alfarið hafnað að ábyrgð ákærða Guðmundar takmarkist við styttra tímabil eins og að framan er rakið. Með vísan til þess sem rakið hefur verið máttu báðir ákærðu vita hver skuldastaða þeirra var gagnvart innheimtumanni ríkissjóðs. Þá hirtu þeir ekki um þær skyldur sem á þeim hvíldu samkvæmt lögum nr. 138/1994 sem stjórnarmenn í félaginu. Sannað þykir að ákærðu hafi borið sameiginlega ábyrgð á rekstri félagsins á því tímabili sem ákæra tekur til. Í ljósi framgreinds telur dómurinn sannað að ákærðu hafi ekki staðið skil á virði sauka skatts skýrslum og innheimtum virðisaukaskatti og afdre gin ni staðgreiðslu í 15 samræmi við það sem greinir í 1. og 2. ákæru lið . Geta ákærðu ekki borið fyrir sig varnir byggðar á skorti á greiðslugetu eða því að hafa notið sérfræðiaðstoðar við gerð skýrsln a og skilagreina. Brot þessi voru fullframin með því að lögboðnar greiðslur voru ekki inntar af hendi á eindaga. Hér að framan eru raktar þær fjárhæðir sem skattundanskot ákærðu varðar. Samkvæmt þessu verða saknæmisskilyrði 1. mgr. 262. gr. almennra hegnin garlaga um ásetning og stórfellt gáleysi, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 og 2. mgr. 30 gr. laga nr. 45/1987, talin uppfyllt hvað báða ákærðu varðar og talið að þeir hafi sýnt af sér stórkostleg hirðuleysi . Þá teljast brot þeirra meiri háttar í skilningi 1. mgr. 262. gr. laga nr. 19/1940 þegar litið er til þeirrar fjárhæða sem um ræðir . Þ á er hafnað vörnum á því byggðum að hafa beri hliðsjón af verðlagsþróun við mat á því hvenær skilyrði ákvæðisins hvað þetta varðar eru uppfyllt með vísa n til þess að niðurstaða dómsins um heimfærsl u brota ákærða til 262. gr. laga nr. 19/1940 byggist á dómafordæmum og g r undvallast á málsatvikum . Þá eru ákærðu í 3. ákærulið ákærðir fyrir peningaþvætti samkvæmt 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. laga nr. 19/1940. Er ekki annað fram komið en að það fé sem ekki voru staðin skil á til innheimtumanns ríkissjóðs , skilaði sér inn í rekstur félagsins. Innheimtur virðisaukaskattur og staðgreiðsla , sem ekki voru staðin skil á og ákærðu ráðstöfuðu þannig , er ávinningur af broti í skilningi 1. mgr. 264. gr. laga nr. 19/1940. Í ljósi framangreindrar niðurstöðu hvað varðar 1. og 2. ákærulið telst vera um að ræða ávinning af refsiverðu broti og verða ákærðu því sakfelldir fyrir brot gegn ákvæðinu, í samræmi við verknaðarlýsingu í ák æru. Með vísan til alls framangreinds telur dómurinn nægilega sannað, þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , að ákærðu hafi gerst sekir um þau brot sem lýst er í ákæru og eru þau þar rétt heim færð til refsiákvæða. Verða ákærðu því sakfelldir samkvæmt ákæru. IV Ákærði Árni er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 26. maí 2020, hefur hann ekki verið dæmdur til refsingar. Ákærði Guðmundur er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 26. maí 2020, hefur hann ekki verið dæmdur til refsingar. Við ákvörðun refsingar ákærðu er til þyngingar litið til þeirra fjárhæða sem brot ákærðu varða og þess að ákærðu eiga sér engar málsbætur. Ákærðu frömdu þau frumbrot 16 sem rak in eru í ákæru en jafnframt þau brot sem þar eru talin varða við 1. mgr. 264. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940 sem peningaþvætti. Er því við ákvörðun refsingar höfð hliðsjón af 77. gr. sömu laga, sbr. 2. mgr. 264. gr. laganna. Samkvæmt framangreindu þykir refsing ákærðu hvors um sig vera hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Með vísan til málsatvika og dómafordæma þykir rétt að fresta fullnustu refsingar beggja ákærðu og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Brot ákærðu voru stórfelld, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, og einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, þegar litið er til fjárhæða. Verður við ákvörðun sektar miðað við tvöf alda fjárhæð vanskila. Ákærðu eru ákærðir fyrir sömu brot utan þess að þeir eru ekki ákærðir vegna vanskila á staðgreiðslu vegna eigin launa. Í samræmi við dómaframkvæmd verður þeim gert að greiða er nemur um helming af sekt sem ákvörðuð hefur verið í samr æmi við framangreint. Verður ákærði Árni því jafnframt dæmdur til að greiða 11.9 00 .000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæta ella fangelsi í 180 daga og ákærði Guðmundur jafnframt dæmdur til að greiða 13.1 00 .000 sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæta ella fangelsi í 210 daga. Ákærðu ber að greiða málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna eins og greinir í dómsorði og hefur við ákvörðun málsvarnarlauna verið tekið tillit til virðis aukaskatts. Annan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Árni Gunnar S veinsson, sæti fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði greiði jafnframt 11.9 00 .000 króna sekt í ríkis sjóð en sæti ella fangelsi í 180 daga . Ákærði, Guðmundur Óli Helgason, sæti fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði greiði jafnframt 13.1 00 .000 króna sekt í ríkissjóð en sæti ella fangelsi í 210 daga. 17 Ákærði Árni greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Grétars Dór Sigurðssonar lögmanns, 1.000.000 króna. Ákærði Guðmundur greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Páls Kristjánssonar lögmanns, 1.000.000 króna. Sigríður Elsa Kjartansdóttir (sign.)