Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 18. nóvember 2022 Mál nr. S - 164/2022 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Sindr a Hólm Jóhannss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 21. október sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 10. júní 2022, á hendur Sindra Hólm Jóhannssyni, kt. , , Akureyri, Y , kt. , þar sem þeir voru staddir á Hamarskotstúninu/útivistarsvæði á Akureyri eftir að ágreiningur kom upp á milli þeirra um bekk sem ákærði hafði flutt til ásamt öðrum manni og sett á göngustíg sem liggur um svæðið. Brotaþoli sem er þroskaskertur, gerði athugasemd við þetta og ýtti við ákærða þannig að hann féll á bekkinn, en ákærði stóð strax upp og réðist gegn brotaþola með því að kýla hann í andlitið og sparka undan honum lö ppunum þegar brotaþoli var að reyna að forða sér af vettvangi, með þeim afleiðingum að hann féll á jörðina/malbikið og hlaut þá af þessu öllu þá áverka sem hér greinir: Beinbrot á efsta hluta hægri upphandleggs (axlabrot) sem þurfti að laga með því að set ja í hann gerviliðkúlu, skrámur og áverki á neðri vör og hliðarframtönn vinstra megin í efri góm er brotin. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsing Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði viðurkenni bótaskyldu en mótmæli fjárhæð. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Við fyrirtöku málsins þann 21. október sl. kvaðst ákærandi breyta ákæru á þann veg að tekið væri út að ákærði hafi kýlt brotaþola í andlitið. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru svo breyttri . Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum máls ins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í svo breyttri 2 ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Sakaferi ll ákærða, að því er hér skiptir máli, er sá að þann 31. maí 2022 gekkst ákærði undir sátt fyrir vörslur fíkniefna. Var ákærða gert að greiða 114.000 krónur í sekt. Brot það sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir var framið fyrir áðurnefnda sátt. Verðu r honum því ákveðinn hegningarauki er samsvari þeirri þyngingu refsingarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um bæði brotin í fyrra málinu, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður litið til aðstæðna, ungs aldurs ákærða og að hann hefur ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot . Á hinn bóginn voru afleiðingar miklar. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Brotaþ oli á rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Við ákvörðun bóta er litið til þeirra afleiðinga sem fá stoð í gögnum málsins. Þykja miskabætur hæfilega ákvarðaðar 600.000 krónur auk vaxta sem í dómsorði greinir. Ákæ rði greiði brotaþola einnig skaðabætur vegna fjártjóns að fjárhæð 212.238 krónur . Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ. m . t. þóknun skipaðs verjanda síns , á rannsóknarstigi og fyrir dómi, og þóknun réttargæslumanns brotaþola , eins og þær ákveð a st í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Sindri Hólm Jóhannsson, sæti fangelsi í þrjá mánuði. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði brotaþola, Y , 812.238 krónur með vöxtum sk v. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 30. júní 2021 til 28. mars 2022 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 581.580 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 279.000 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Friðriks Smárasonar lögmanns, 237.150 krónur.