Héraðsdómur Reykjaness Dómur 14. september 2022 Mál nr. S - 1540/2022 : Ákæruvaldið ( Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) g egn Hákon i Má Jósepss yni ( Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fyrr í dag , er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum dags. 29. ágúst 2022 á hendur ákærða Hákoni Má Jósepssyni, kt. 000000 - 0000 , . Málið er höfðað gegn ákærð a fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 5. júlí 2022, staðið að innflutningi á samtals 127,89 grömmum af kókaíni (að styrkleika 80%, sem samsvarar 90% af kókaínklóríði), ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin flutti ák ærði til landsins sem farþegi með flugi OG0481 frá Brussel, Belgíu, falin innvortis í samtals 10 pakkningum. Telst háttsemi þessi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur ef tirlitsskyld efni nr. 233/2001. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Jafnframt er þess krafist að ge rð verði upptæk framangreind 127,89 g af kókaíni , samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 68/2001, sbr. 2. mgr. 14. gr. r eglugerðar nr. 233/2001 . 2 Verjandi ákærða gerir þá kröfu að hann verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög frekast heimila og þá gerir verjandinn kröfu til málsvarnarlauna samkvæmt málskostnaðarreikningi. II Fyrir dómi játaði ákærða afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu. Dómari telur ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við rannsóknargögn málsins. Var því f arið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. M álið var því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærðu h afði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum málsins, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til refsingar samkvæmt því. II I Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann frá árinu 2016 sex sinnum gengist undir sátt og hlotið sjö refsidóma fyrir umferðarlagabrot. Í de sember 2016 gekkst ákærði undir sektargreiðslu fyrir fíkniefnaakstur og fíkniefnalagabrot. Á árinu 2017 gekkst ákærði fimm sinnum undir sektargreiðslur og sviptingu ökuréttar hjá lögreglustjóra fyrir umferðarlagabrot og þá aðallega fyrir akstur undir áhrif um áfengis og fíkniefna og akstur sviptur ökurétti. Í febrúar 2018 var ákærði dæmdur í 60 daga fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir fíkniefnaakstur og akstur sviptur ökurétti. Í desember sama ár var ákærði dæmdur í 90 daga fangelsi og sviptur ökurét ti ævilangt fyrir sömu brot. Í febrúar 2019 var ákærði dæmdur í sex mánaða fangelsi og ævilöng ökuréttarsvipting áréttuð fyrir fíkniefnaakstur og fleiri umferðarlagabrot. Í apríl 2019 var ákærði dæmdur í 15 daga fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti en um var að ræða hegningarauka. Í september 2019 var ákærði dæmdur í 60 daga fangelsi og ævilöng ökuréttarsvipting áréttuð fyrir akstur sviptur ökurétti. Í október 2020 var ákærði dæmdur í níu mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir ölvunarakstur og fleiri umferðarlagabrot. Loks var ákærði dæmdur 3 í nóvember 2020 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti en um var að ræða hegningarauka. Ákærði flutti hingað til lands 127,89 grömm af kókaíni (með 80% styrkleika, sem samsvarar 90% af k ókaínklóríði) ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ekkert hefur komið fram um það að ákærði hafi verið eigandi efnisins né tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þess til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja ef nin til landsins gegn greiðslu. Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar sem og til greiðrar játningar ákærða hjá lögreglu og fyrir dómi. Að þessu virtu og með hliðsjón af dómaframkvæmd þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en til frádráttar refsivistinni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 6. til 11. júlí 2022. Samkvæmt ofangreindri niðurstöðu er fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins eins og hún er sett fram í ákæru. Ákærði skal því sæta upptöku á 127,89 grömmum af kókaíni, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Ákærði skal greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Halldóru A ðalsteinsdóttur lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu verjandans og umfangi málsins 683.550 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærða greiði aksturskostnað verjandans 20.160 krónur og annan sakarkostnað 184.820 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ákærði, Hákon Már Jósepsson, sæti fangelsi í fjóra m ánuði en til frádráttar refsivistinni komi með fullri dagatölu gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 6. til 11. júlí 2022. Ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á 127,89 grömmum af kókaíni. 4 Ák ærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalstein sdóttur lögmanns,683.550 krónur , aksturskostnað verjandans 20.160 krónur og annan sakarksotnað 184.820 krónur. Ingi Tryggvason