Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 25. maí 2020 Mál nr. S - 1035/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Herði Einar i Einars syni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 11. febrúar 2020, á hendur Herði Einari Einarssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir fíkniefna - og vopnalagabrot með því að hafa, föstudaginn 2. mars 2018, í [...] í [...] , í [...] , h aft í vörslum sínum 736,71 g af kannabislaufum og 37 kannabisplöntur , og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur , og einnig fyrir að hafa haft í vörslum sínum útdraganlega kylfu sem ekki er ætluð til íþróttaiðkunar sem fannst við leit lögreglu í íbúðinni og hald var lagt á. Telst þessi háttsemi varða við 2. gr., sbr. 4. gr., 4. gr. a, 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 6 5/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 og c - lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er kraf ist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 736,71 g af kannabislaufum og 37 kannabisplöntum, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 . Þá er krafist upptöku á fimm gróðurhúsalömpum, fjórum viftum, loftsíu, fimm spennubreytum, sex tímarofum, vatnsdælu, þremur loftblásurum, tveimur straumbreytum og tveimur ljósaperum sem lögregla lagði hald á samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga um ávan a - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og til að sæta upptöku á útdraganlegri kylfu samkvæmt heimild í 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. 2 Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknar gagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Á kærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 6. febrúar 2020 , hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 736,71 g af kannabislaufum , 37 kannabisplöntu r, 5 gróðurhúsal ampar , 4 viftu r , loftsí a , 5 spennubreyt ar , 6 tímarof ar , vatnsdæl a , 3 loftblás a rar , 2 straumbreyt ar, 2 ljósaperu r og útdraganleg kyl fa sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði 162.246 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknar - fulltrúi. Harpa Sólveig Björnsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Hörður Einar Einarsson , sæti fangelsi í 3 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 736,71 g af kannabislaufum, 37 kannabisplöntur, 5 gróðurhúsalampar, 4 viftur, loftsía, 5 spennubreytar, 6 tímarofar, vatnsdæla, 3 loftblásarar, 2 straumbreytar, 2 ljósaperur og útdraganleg kylfa . Ákærði greiði 162.246 krónur í sakarkostnað. Harpa Sólveig Björnsdóttir