Héraðsdómur Reykjaness Dómur 20 . júní 2022. Mál ið nr. S - 1041/2022 : Ákæruvaldið (Dröfn Kjærnested aðstoðarsaksóknari) g egn X ( Ólöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaður ) Dómur : Mál þetta var þingfest 20 . júní 202 2 og dómtekið sama dag . Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru útgefinni 2 . júní 202 2 á hendur ákærð u , X , ríkisborgara [...] , fæddri [...] , fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa mánudaginn 25. apríl 2022 sta ðið að innflutningi á samtals 1.091,18 g römmum af kókaíni (með 65 - 73% styrkleika, sem samsvarar 73 - 82% af kókaínklóríði), ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkni efnin flutti ákærða sem farþegi með flugi TO4446 frá París í Frakklandi til Íslands, falin innvortis við komu til landsins. Er háttsemin talin varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á haldlögðum 1.091,18 g römmum af kókaíni á grundvelli 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sbr. og reglugerð nr. 808/2018. Fyrir dómi ját aði ákærða afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins . Var því farið með málið að hætti 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verj andi höfðu tjáð sig stutt lega um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Af hálfu ákærðu er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og a ð gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 25. apríl 2022 komi til frádráttar dæmdri refsingu. Þá krefst verj andi hæfilegrar þóknunar sér til handa . M eð skýlausri játningu ákærðu fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hún hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefið í ákæru og þar þykir rétt heimfærð til refsiákvæða. 2 Ákærð a hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverð ri háttsemi svo kunnugt sé. Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að hún hafi verið eig andi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðsl u. Verður litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, sem og til greiðrar játningar ákærðu hjá lögreglu og fyrir dómi . Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærð a flutt i til landsins umtalsvert magn af fremur sterku kókaíni, sem ætlað var ti l söludreifingar hér á landi. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærð u hæfilega ákveðin fangelsi í 1 5 mánuði . Til frádráttar þeirri refsingu komi gæsluvarðhald ákærðu frá 2 5 . apríl 20 22 að fullri dagatölu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt g reindri niðurstöðu er fallist á upptökukröfu ákæruvalds eins og hún er sett fram í ákæru. Þá verð ur ákærð a dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar en til hans telst 657.926 króna útlagður kostnaðar samkvæmt yfirliti ákæruvalds ins og þóknun Ólafar Heiðu Guðmu ndsdóttur verjanda ákærðu við rannsókn og meðferð málsins . Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu verjenda þykir þóknun hans hæfilega ákveðin 976.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jónas Jóhannsso n héraðsdómari k veður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærð a, X , sæti fangelsi í 1 5 mánuði . Til frádráttar þeirri refsingu komi gæsluvarðhald ákærðu frá 2 5 . apríl 20 22 , að fullri dagatölu. Ákærð a sæti upptöku á haldlögðum 1.091,18 grömmum af kókaíni. Ákærð a greiði 1.634.426 krónur í sakarkostnað , þar með talda 976.500 króna þóknun Ólafar Heiðu Guðmunds dóttur verjanda síns. Jónas Jóhannsson