Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19. janúar 2023 Mál nr. S - 5159/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Sigmund i Þóri Jón ssyni (Þorgeir Þorgeirsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 16. janúar 2023 , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu , á hendur Sigmundi Þóri Jónssyni, kt . [...] , fyrir kynferðisbrot með því að hafa, um nokkurt skeið fram til föstudagsins 8. nóvember 2019 aflað sér og haft í vörslum sínum á Samsung Galaxy farsíma (munur 502469) og Toshiba Satelite fartölvu (munur 502468), samtals 2.230 teiknaðar myndir og 42 teiknuð myndskeið sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn h átt, en myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða að Hverfisgötu 83 í Reykjavík. Mál nr. 007 - 2019 - 67910 Telst þetta varða við 1. mgr. 210. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsing ar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt er gerð sú krafa að ákærða verði gert að sæta upptöku á framangreindu myndefni, Samsung Galaxy farsíma (munur 502469) og Toshiba Satelite fartölvu (munur 502468), samkvæmt 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a. al mennra hegningarlaga. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegra r málsvarnar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án freka ri sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá [...] 2020 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunar semisbrot. Sakaferill hans h efur að öðru leyti ekki þýðingu við úrlausn málsins . Brot ákærða nú er framið fyrir uppkvaðningu framangreinds dóms og verður honum því dæmdur hegningarauki sem samsvari þeirri þynging u hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brot in í fyrra málinu, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar er litið til greið r ar játningar ákærða sem horfir til mildunar. Til refsiþyngingar horfir að um er að ræða alvarlegt brot sem telst til kynferðisbrota. Þrátt fyrir að um sé að ræða teiknaðar myndir og myndskeið ber að líta til þess að markmið refsinga fyrir vörslur á efni af þessu tagi, sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, er að styrkja vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun, m.a. í tengslum við gerð slíks efn i s . Er sérstaklega að því vikið í athugasemdum með 210. gr. a almennra hegningarlaga, í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 58/2012, að efni af þessu tagi geti verið fallið til þess að hvetja til brota gegn börnum þótt brotið sem slíkt beinist í reynd ekki gegn barni. Efnið sem um ræðir í máli þessu er af afar grófu tagi. Þá er við ákvörðun refsingar litið til þess að meðferð málsins hefur dregist óhóflega hjá ákæruvaldinu af ástæðum sem ákærða verður ekki kennt um, en rannsókn stóð yfir með hléum frá októb er 2019 til janúar 2021 er seinni fram b urðarskýrsla ákærða var tekin. Ákæra var gefin út 8. nóvember 2022. Samkvæmt framansögðu og með vísan til 1., 5. og 8. tl. 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir hæfileg refsing ákærða ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærð i kvaðst hafa leitað sálfræðilegrar aðstoðar á sínum tíma og sé fús til frekari meðferðarvinnu. Telur dómurinn rétt að binda frestun á fullnustu refsingar ákærða jafnframt skilyrði 1. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga, og skal hann sæta sérstakri umsjón og meðferð hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Þá skal ákærði hlíta fyrirmælum umsjónaraðila samkvæmt 2. tl. 3. mgr. 57. gr. sömu laga. Ákærði skal, með vísan til lagaákvæða í ákæru, sæta uppt öku á myndefni og munum sem í ákæru greinir, er lögreglan lagði hald á við rannsókn málsins og nánar er tilgreint í dómsorði. Ákærða ber, með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008, að greiða allan sakar - kostnað málsins, sem er málsvarnarþóknun skipað s verjanda, Þorgeirs Þorgeirssonar 3 lögmanns , og þóknun Páls Bergþórssonar lögmanns vegna vinnu hans á rannsóknarstigi, eins og nánar greinir í dómsorði. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Sigmundur Þór ir Jónsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði skal einnig á skilorðstímanum sæta umsjón o g fyrirmælum hjá úrræðinu Taktu skrefið eins og ástæða þykir til og ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári , sbr. 1. og 2. tl. 3. mgr. 57. gr. sömu laga. Ákærði sæti upptöku á 2.230 teikn uðum mynd um, 42 teiknu ðum myndskeið um, Samsung Galaxy farsíma (munur 502 469) og Toshiba Sate l lite fartölvu (munur 502468) . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað s verjanda síns, Þorgeir s Þorgeirsson ar lögmanns, 223.200 krónur , og þóknun Páls Bergþórssonar lögmanns , 83.700 krónur. Sigríður Hjaltested