Héraðsdómur Austurlands Úrskurður 30 . desember 2020 Mál nr. E - 28/2014 Sterna Travel ehf., Bílar og fólk ehf. (Bjarki Þór Sveinsson lögmaður) gegn Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi (Hilmar Gunnlaugsson lögmaður) Úrskurður: Mál þetta, sem höfðað var 28. febrúar 2014 og þingfest 18. mars sama ár, var tekið til úrskurðar að lokinni aðalmeðferð, um form - og efniskröfur, þann 15. desember 2020. Stefnendur eru Sterna Travel ehf., Hafnarstræti 77, Akureyri, og Bílar og fólk ehf., Krókhálsi 12, Reykjavík. Stefndi er Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Tjarnarbraut 39e, Múlaþingi. Endanlegar dómkröfur stefnenda, sem eru tíundaðar í stefnu, en einnig í stefnu í framhalds sök, sem lögð var fram á dómþingi þann 19. janúar 2016, og loks við flutning málsins, eru eftirfarandi: Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnendum 589.000.000 króna, auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001; af 475.471.821 krónu frá 18. júlí 2012 til 19. janúar 2016, en af 589.000.000 króna frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda að mati réttarins, sbr. ákvæði 1. mgr. 130 gr. laga nr. 91/1991. Endanlegar dómkröfur stefnda sam kvæmt greinargerð, framhaldsgreinargerð og við flutning málsins eru eftirfarandi: Aðallega að kröfum stefnenda samkvæmt stefnu og framhaldsstefnu verði vísað frá dómi. Til vara að hann verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnenda. Til þrautavara að kröfur s tefnenda verði lækkaðar og að vextir verði í fyrsta lagi dæmdir frá þingfestingardegi. Loks krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnenda og til þrautavara að málskostnaður verði felldur niður. 2 Með úrskurðum dómsins þann 3. nóvember 2014 og 10. júní 2016 var frávísunarkröfum sem stefndi hafði uppi í aðalsök og framhaldssök hafnað. Með sakaukastefnu, sem stefndi höfðaði þann 2. desember 2014, sbr. ákvæði 21. gr. laga nr. 91/1991, stefndi hann Vegagerðinni, Borgartúni 5 - 7, 105 Reykjavík, til réttargæs lu í málinu, það er til þess að veita stefnda styrk í málinu og gæta þar annars réttar síns. Réttargæslustefndi hefur ekki látið málið til sín taka við meðferð málsins. I. 1. Mál þetta, sem varðar kröfur stefnenda á hendur stefnda um skaðabætur, á rót sína að rekja til lögbanns sem stefndi fékk lagt á akstur stefnandans Sterna Travel ehf. á akstursleiðinni milli Hafnar og Egilsstaða þann 18. júlí 2012. Stefnandinn Sterna Trave l ehf. var stofnað af KPMG Legal ehf. þann 3. október 2011 en tilgangur félagsins er rekstur ferðaskrifstofu, hópferðabifreiða, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Stefnandinn Bílar og fólk ehf. var stofnað af fjórum einstaklingum þann 17. desember 20 02. Tilgangur félagsins er rekstur hópferðabifreiða, lánastarfsemi og annar skyldur reksur. Samkvæmt gögnum og því sem fram kom við aðalmeðferð málsins var Sterna Travel ehf. alfarið í eigu Bíla og fólks ehf. þegar mál þetta var höfðað. Þá er stjórnarform aður beggja félaganna Benedikt Gísli Guðmundsson en hann er einnig aðaleigandi þeirra. Stefndi er Samband sveitarfélaga á Austurlandi, landshlutasamtök, sem rekin eru með stoð í 97. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. 2. Helstu málavextir eru þeir að þ ann 22. desember 2011 gerði Vegagerðin samning við stefnda um almenningssamgöngur á Austurlandi. Var um einkaleyfi að ræða til handa stefnda, sbr. ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 73/2001 um fólksflutninga og farmflutninga á landi, og þá til að skipuleggja o g sjá um samgöngur á starfssvæði hans, en þá gegn árlegum greiðslustyrk að fjárhæð 45.000.000 króna. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. nefndra laga fól nefnt einkaleyfi í sér að öðrum en einkaleyfishafa, í þessu tilfelli stefnda, var óheimilt, nema með samþykki hans , að stunda reglubundna fólksflutninga á starfssvæðinu. 3 Óumdeilt er að í kjölfar undirritunar nefnds samnings bauð stefndi á vormánuðum 2012 út tilteknar akstursleiðir á starfssvæði sínu á Austurlandi en þar á meðal var akstursleiðin á milli Hafnar í Horn afirði og Egilsstaða og til baka. Leiddi þetta til þess að stefndi samdi við tiltekið hópferðabifreiðafyrirtæki til þess að aka reglulega þessa akstursleið sumarið 2012. 3. Samkvæmt gögnum hafði stefnandi Bílar og fólk ehf. á árum áður ekið hópferðabifrei ðum sínum samkvæmt sérstökum samningum fyrir Vegagerðina og þ. á m. á tilteknum sérleiðum á Vesturlandi en einnig á Austurlandi. Er atvik máls þessa gerðust höfðu fyrirsvarsmenn félagsins afráðið að leggja af slíkan akstur en einbeita sér í þess stað að ak stri með erlenda ferðamenn og þá m.a. í tilteknum hringferðum um landið. Einnig liggur fyrir að í kjölfar þessarar stefnubreytingar ákváðu fyrirsvarsmennirnir að stofna fyrrnefnt félag, Sterna Travel ehf., til þess að styrkja reksturinn og samkeppnisstöðu sína varðandi ferðir erlendra ferðalanga hér á landi. Samkvæmt gögnum málsins afréðu fyrirsvarsmenn Sterna Travel ehf. að félagið auglýsti, m.a. á heimasíðu sinni, tilteknar akstursleiðir og hringferðir fyrir ferðamenn um landið, en þar á meðal var dagle gur akstur frá 15. maí til 15. september 2012 á leið sem nefnd var leið 9, þ.e. Höfn - Egilsstaðir, og leið 9a Egilsstaðir - Höfn. Fyrir liggur að forráðamenn stefnda töldu að með ofangreindum áformum og auglýsingum væri stefnandinn Sterna Travel ehf. að brjó ta gegn fyrrnefndu einkaleyfi þeirra. Verður ráðið af gögnum að vegna þessa hafi forráðamenn málsaðila átt í samskiptum í maímánuði 2012. Einnig liggur fyrir að þann 5. júní sama ár lagði stefndi fram lögbannsbeiðni hjá sýslumanninum á Höfn vegna ágreining s málsaðila um akstur Sterna Travel ehf. á fyrrnefndri akstursleið. Samkvæmt gögnum andmæltu forráðamenn Sterna Travel ehf. lögbannskröfunni við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni en að auki breyttu þeir fyrrgreindri auglýsingu sinni og þá helst þannig að f yrrnefndar ökuferðir sem félagið stæði fyrir væru aðeins fyrir handhafa hringferðamiða. Í gerðabók sýslumanns er skráð að forráðamenn stefnandans Sterna Travel ehf. hafi staðhæft að tekjur félagsins vegna aksturs á umræddri akstursleið hefðu verið um 70.0 00.000 króna og jafnframt að þeir hafi boðist til að leggja fram tryggingu til að afstýra lögbanninu og að forráðamenn stefnda hafi af því tilefni krafist 7.000.000 króna, sem hinir fyrrnefndu hafi hafnað. 4 Samkvæmt gögnum lauk nefndri gerð hjá sýslumanni með því að hann setti lögbann á margnefnda akstursleið Sterna Travel ehf., gegn tryggingu stefnda að fjárhæð 7.000.000 króna. Í kjölfarið höfðaði stefndi staðfestingarmál með réttarstefnu, dagsettri 23. júlí 2012. Óumdeilt er að stefnandinn Sterna Travel ehf. hélt áfram akstri sínum á umræddri akstursleið síðsumars 2012 eftir að lögbannið hafði verið sett á og að stefndi brást við með því að leita liðsinnis lögreglu, sem þá stöðvaði akstur tveggja hópferðabifreiða, sem báru merki Sterna Travel ehf., en vo ru í raun í eigu stefnandans Bíla og fólks ehf. Samkvæmt gögnum og málatilbúnaði málsaðila varð af þessum aðgerðum nokkur fjölmiðlaumfjöllun, þ. á m. þann 1. og 17. ágúst nefnt ár. 4. Með dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. nóvember 2013 í máli nr. 333/2013 var staðfest niðurstaða héraðsdóms frá 6. maí sama árs um að fyrrgreindur akstur sem stefnandinn Sterna Travel ehf. hafði staðið fyrir sumarið 2012 bryti ekki gegn einkaleyfi stefnda samkvæmt samningi hans við Vegagerðina. Var Sterna Travel ehf. því sýknað af dómkröfum stefnda í fyrrnefndu staðfestingarmáli, sem laut að því að viðurkennt yrði að aksturinn væri óheimill og að lögbannið yrði staðfest. II. 1. Í málarekstri sínum í því máli sem hér er til umfjöllunar, sbr. efni stefnu sem þingfest var þann 18. mars 2014, vísa stefnendur til framangreindra málsatvika. Þeir byggja efnislega á því að með hinni tilhæfulausu lögbannsgerð stefnda á akstur Sterna Travel ehf. á nefndri akstursleið hafi þeir báðir orðið fyrir gífurlegu tjóni. Þeir árétta að annar stefna ndinn, félagið Sterna Travel ehf., hafi er atvik gerðust alfarið verið í eigu stefnandans Bíla og fólks ehf., og staðhæfa að sölustarfsemi síðarnefnda félagsins hafi fallið niður í kjölfar þess að akstur fyrrnefndra hópferðabifreiða hafði verið stöðvaður a f lögreglu eftir að lögbannið hafði verið sett á Sterna Travel ehf. sumarið 2012. Um málsaðild sína vísa stefnendur til 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og rökstyðja hana m.a. á þann þátt að ómögulegt hafi verið fyrir þá að aðskilja t jón nefndra félaga, Sterna Travel ehf. og Bíla og fólks ehf., í sundur með fullnægjandi hætti. Í nefndri stefnu rökstyðja þeir sameiginlegt tjón sitt með svofelldum hætti og útreikningi: 5 A. Hagnaðarmissir árið 2012 75.471.821 kr. B. Hagnaðarmissir árið 2013 100.000.000 kr. C. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón 300.000.000 kr. Samtals 475.471.821 kr. Stefnendur vísa um framangreindan hagnaðarmissi til samstæðureiknings stefnandans Bíla og fólks ehf. vegna ársins 2012. Fyrir dómi hafa, á síð ari stigum, verið lagðir fram sambærilegir reikningar félagsins vegna áranna 2011 og 2013 - 2018. Um lagarök fyrir kröfu sinni vísa stefnendur til 1. mgr. 42. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. en hún er svohljóðandi: g, löggeymsla eða lögbann niður vegna sýknu af þeirri kröfu sem gerðinni var ætlað að tryggja og skal þá gerðarbeiðandi bæta þann miska og það fjártjón, þar á meðal spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem telja má að gerðin hafi valdið. Heimilt er að dæma skaðabætur eftir álitum ef ljóst þykir að fjárhagslegt tjón hafi orðið en ekki er unnt Um bótagrundvöllinn vísa stefnendur jafnframt til almennu sakarreglunnar. Í fyrrnefndri stefnu, þingfestri 18. mars 2014, áskildu stefn endur sér rétt til þess að óska eftir dómkvaðningu matsmanns og þá til þess að leggja mat á tjón félaganna Sterna Travel ehf. og Bíla og fólks ehf. Gekk þetta eftir eins og síðar verður að nokkru vikið að. 2. Stefndi byggir sýknu - og frávísunarkröfur sína r á því að málsókn stefnenda sé vanreifuð og að fyrrnefnd stefna þeirra uppfylli ekki skilyrði d - og e - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Enn fremur byggir stefndi á því að þó svo að stefnendur séu tengdir séu þeir aðgreindir lögaðilar og af þeim sök um geti samaðild í skilningi 1. mgr. 18. gr. nefndra laga ekki verið til staðar í máli þessu. Því beri að vísa málinu frá dómi. Stefndi andmælir jafnframt alfarið efnislega röksemdum stefnenda, svo og bótagrundvelli og endanlegri stefnufjárhæð þeirra, og k refst hann sýknu, líkt og áður hefur verið rakið. Í upphafi málareksturs máls þessa beindi stefndi m.a. þeirri áskorun til stefnenda að þeir upplýstu m.a. um fjölda starfsmanna sem óku fyrir þá á fyrrnefndri akstursleið. Einnig krafðist hann þess að stefn endur upplýstu um fjölda farþega, um fjölda seldra 6 hringmiða á árunum 2012 og 2013 og um fjölda afpantana. Loks krafðist stefndi þess að stefnendur legðu fram upplýsingar um heildartekjur sínar vegna aksturs á sérleyfum samkvæmt samningum við Vegagerðina á árunum 2011 og 2012. 3. Með úrskurði dómsins 3. nóvember 2014, eftir málflutning lögmanna málsaðila, var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Í úrskurðinum segir m.a. að augljóslega verði ráðið af gögnum og af dómkröfu stefnenda, líkt og hún hafi verið fram s ett, og af efni hennar í heild, að stefnendur krefjist stefnufjárhæðarinnar sameiginlega (in solidum). Þá segir í sinn í þann farveg sem gert er, þ.e. að krefjast óskip t skaðabóta á grundvelli samaðildar skv. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991, í stað þess að byggja á samlagsaðild skv. 1. mgr. 19. gr. sömu laga og sundurgreina kröfur sínar. Ekki verður á það fallist að það hvernig háttað var aðild að lögbannsmáli því sem v ar til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar í máli nr. 333/2013 útiloki að stefnendur geti átt samaðild að máli því sem hér er til umfjöllunar. Miðað við þær skýringar stefnenda sem fram eru komnar og í ljósi þess að gagnaöflun hefur ekki verið lýst lokið, álítu r dómurinn að ekki sé unnt á þessu stigi málsins að útiloka að aðild stefnenda að málinu kunni að vera réttilega reist á þeim grunni sem stefnendur halda fram. Takist stefnendum ekki undir rekstri málsins að undirbyggja nægjanlega staðhæfingu um að þeir ei gi óskipt réttindi, sbr. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991, kann það að leiða til þess að málinu verði vísað frá dómi án kröfu á síðari stigum. Að svo komnu þykja ekki efni til þess að verða við frávísunarkröfu stefnda að því leyti sem hún byggist á framang 4. Í þinghaldi þann 18. nóvember 2014 lögðu stefnendur fram matsbeiðni og eru matsspurningar efnislega í samræmi við þá kröfuliði sem þeir reisa fjárkröfur sínar á, sbr. það sem áður var rakið í kafla II.1 hér að framan, þ.e. um áætlaðan hagnaðarmissi áranna 2012 og 2013 og um ímyndarskaða og framtíðartjón. Stefnendur endurnýjuðu matsbeiðnina og lögðu hana fram á dómþingi þann 16. desember nefnt ár, með nær samhljóða efni og spurningum. Þar kom m.a. fram að stefnendur væru í félagasamsteyp u með þriðja félaginu, Bílum og þjónustu ehf. Í nefndri matsbeiðni fjalla matsspurningar stefnenda m.a. um álitaefni sem varða rekstur félaganna Sterna Travel ehf., Bíla og fólks ehf. og Bíla og þjónustu ehf., og þá um hvort hagnaður (EBITDA) félagasamstæ ðunnar, og þá með eða án síðastnefnda 7 félagsins, hefði lækkað vegna lögbanns stefnda, um áhrif fjölmiðlaumfjöllunar um lögbannið fyrir stefnendur, þ. á m. að því er varðaði ímyndarskaða til framtíðar, og þá með eða án Bíla og þjónustu ehf., um áhrif þess f yrir félagasamsteypuna að akstur hópferðabifreiða stefnandans Bíla og fólks ehf. hafði verið stöðvaður síðsumars 2012, og um áætlaðan hagnaðarmissi stefnenda vegna lögbannsins á árunum 2012 og 2013. Loks er því álitaefni hreyft hvort unnt sé að aðgreina tj ón stefnendanna, Sterna Travel ehf. og Bíla og fólks ehf. Spurningar stefnenda eru nánar sundurliðaðar í matsbeiðninni. Á dómþingi þann 20. janúar 2015 var Einar Steinþórsson rekstrartæknifræðingur dómkvaddur til að svara ofangreindum álitaefnum og matsspurningum. Matsgerð hans var lögð fram á dómþingi þann 19. janúar 2016. Í öðrum kafla matsgerðarinnar, sem ber hann telji tjón matsbeiðenda vegna hagnaðarmissis umræddra tveggja ára og ímyndarskaða til framtíðar litið nema samtals 589.000.000 króna. Matsgerðin er að nokkru rökstudd en þar k emur m.a. fram að matsmaðurinn telji að eigi sé mögulegt að sundurliða tjón vegna lögbannsins fyrir annars vegar Sterna Travel ehf. og hins vegar Bíla og fólk ehf. og segir hann að ástæðan sé sú að rekstur félaganna sé mjög samtvinnaður og að Sterna Travel ehf. sé 100% í eigu Bíla og fólks ehf. og að Sterna Travel ehf. sé markaðshluti fyrirtækisins þó svo að það hafi verið rekið á sér kennitölu. Jafnframt segir matsmaðurinn að í þeim gögnum sem hann hafi haft undir höndum hafi ekkert komið fram um hver hafi verið þáttur félagsins Bíla og þjónustu ehf. í starfsemi samstæðunnar en af þeim sökum telji hann ekki gerlegt að gefa sundurliðað svar með og án tilkomu þess félags. Matsmaðurinn segir að eigi sé unnt að segja til um hversu mikið hagnaður (EBITDA) félaga samstæðunnar hafi lækkað sérstaklega vegna lögbannsins og hversu mikið tjón hafi hlotist sérstaklega af fjölmiðlaumfjöllun um félagasamstæðuna og því að akstur rútu Bíla og fólks ehf. var stöðvaður en tekur fram að hann áætli að hagnaðarmissir stefnenda (E BITDA) fyrir árið 2012 hafi verið 132,6 milljónir króna en 156,4 milljónir króna fyrir árið 2013. Eigi er ástæða til að rekja efni matsgerðarinnar frekar en matsmaðurinn fer þá leið að meta tjón stefnenda heildstætt og þá með þeirri aðferð að bera saman n iðurstöður ársreikninga samstæðunnar og einstakra hluta hennar við niðurstöður ársreikninga ferðaþjónustu. 8 Á nefndu dómþingi, þann 20. janúar 2015, lögðu stefnendur fram áðu rnefnda framhaldsstefnu og þá á grundvelli ofangreindrar matsgerðar, sbr. ákvæði 27. gr. og 29. gr. laga nr. 91/1991. Með framhaldsstefnunni hækkuðu stefnendur fyrrnefnda kröfuliði, þ.e. um ætlaðan hagnaðarmissi stefnenda ársins 2012 um 57.128.196 krónur o g vegna ársins 2013 um 56.400.000 krónur. Í ljósi þessa var heildartjón stefnenda eftirleiðis talið vera 589.000.000 króna, sbr. hina endanlegu dómkröfu þeirra í máli þessu. Í nefndri framhaldsstefnu er áréttað að þriðja félagið, Bílar og þjónusta ehf., h afi tilheyrt samstæðunni en þar er og staðhæft að félagið hafi aðeins sinnt viðhaldsverkefnum og því ekki haft aðkomu að rekstrartekjum samstæðunnar en af þeim sökum hefði lögbann stefnda ekki haft áhrif á rekstur þess. Af gögnum verður ráðið að nefnt féla g hafi verið stofnað á árinu 2006 og að það hafi alfarið verið í eigu stefnandans Bíla og fólks ehf. 5. Með úrskurði dómsins hinn 10. júní 2016 var kröfu stefnda, um að hinum dómkvadda matsmanni, Einari Steinþórssyni rekstrartæknifræðingi, yrði gert að e ndurskoða og endurmeta matsgerðina, hafnað. 6. Með úrskurði dómsins hinn 10. júní 2016 var kröfu stefnda um frávísun framhaldsstefnu á þeim grunni að skilyrðum 29. gr. og d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 væri eigi fullnægt, en einnig sökum vanreif unar, hafnað. 7. Í þinghaldi þann 5. júlí 2016 lagði stefndi fram yfirmatsbeiðni og þá um þau álitaefni sem stefnendur byggja fjárkröfur sínar á, þ.e. hagnaðarmissi áranna 2012 og 2013 og ímyndarskaða og framtíðartjón, sbr. það sem rakið var hér að framan í kafla II.1 og 4. Í þinghaldi þann 19. september 2017 var matsgerð yfirmatsmanna, þeirra Jóns Atla Kristjánssonar, hagfræðings og rekstrarráðgjafa, og Jóhanns Unnsteinssonar, löggilts endurskoðanda, lögð fram. Í rökstuddri niðurstöðu segja yfirmatsmennir nir að tjón stefnenda hafi ekki verið neitt á árinu 2012. Hins vegar telja þeir að tjón stefnenda á árinu 2013 hafi verið 46.000.000 króna og á árinu 2014 hafi það verið 18.000.000 króna og því hafi heildartjón þeirra vegna lögbannsins verið 64.000.000 kró na. Yfirmatsmennirnir taka fram að lögbannið hafi ekki haft áhrif á hagnað annarra ára en þar um vísa þeir m.a. til þess að tekjur stefnenda af akstri hafi aukist með eðlilegum hætti 9 og í góðu samræmi við þróun markaðarins og tekjur samkeppnisaðila, þ.e. e ftir árið 2014. Jafnframt staðhæfa yfirmatsmennirnir að lögbann stefnda hafi haft óveruleg áhrif á Bíla og þjónustu ehf. Þá er það niðurstaða yfirmatsmanna að tímabundin áhrif á ímyndarskaða vegna fjölmiðlaumfjöllunar hafi komið fram í niðurstöðu þeirra um heildartjón stefnenda og hið sama eigi við um áhrif akstursstöðvunar hópferðabifreiða síðsumars 2012. 8. Á dómþingi þann 5. júlí 2016 lagði stefndi fram eigin matsbeiðni en þar um vísaði hann m.a. til fyrrnefndra áskorana og spurninga sem hann hafði áðu r beint til stefnenda, sbr. kafla II.2 hér að framan, þ.e. að þeir legðu fram nánari upplýsingar um rekstur sinn og um áhrif lögbannsins. Matsspurningar stefnda tóku þannig til atriða sem vörðuðu ráðstafanir stefnenda við að takmarka hið ætlaða tjón þeirra , þ. á m. með aðkeyptri akstursþjónustu annarra hópferðafyrirtækja. Þá vörðuðu spurningar stefnda álitaefni sem tóku til sölu og endurgreiðslu hringmiða, um mánaðarlega veltu stefnenda, hvors um sig, en einnig um stærstu viðskiptavini þeirra. Þá óskaði ste fndi eftir því að metið yrði hvert hafi verið verðmæti ímyndar stefnenda, hvors um sig, á árunum 2006 til 2013, og loks hver hafi verið áhrif þess að samningur stefnandans Bíla og fólks ehf. og Vegagerðarinnar rann út á árinu 2011. Á dómþingi þann 7. mars 2017 og eftir að úrskurðað hafði verið um hluta nefndra spurninga stefnda, þann 22. nóvember 2016, var Kjartan Arnfinnsson, löggiltur endurskoðandi, dómkvaddur til að svara umræddum matsspurningum stefnda. Matsgerð hans var lögð fram á dómþingi 14. mars 20 18. Á dómþingi þann 23. apríl 2018 lögðu stefnendur fram yfirmatsbeiðni um framangreind álitaefni. Voru þeir Vignir Þór Gíslason, löggiltur endurskoðandi, og Þórður Jónsson viðskiptafræðingur dómkvaddir til starfans. Á dómþingi þann 5. september 2018 var yfirmatsgerð yfirmatsmanna lögð fram. Í nefndum matsgerðum svara undir - og yfirmatsmenn áðurgreindum spurningum að nokkru, en þá helst um rekstrarkostnað hópferðabifreiða að gefnum tilteknum forsendum, en einnig um sölutekjur stefnenda, hvors um sig. Einni g svara þeir spurningum sem varða stærstu viðskiptavini stefnenda samkvæmt framlögðum bókhaldsgögnum en í því samhengi benda þeir á að Sterna Travel ehf. hafi fyrst verið stofnað á árinu 2011. Um verðmæti ímyndar vörumerkis Sterna Travel ehf. segir fyrrne fndur matsmaður, Kjartan Arnfinnsson endurskoðandi, m.a. að á árunum 2006 til 2014 hafi það 10 verið á bilinu frá 25.800.000 til 34.300.000 krónur en á árinu 2012 hafi það verið 41.900.000 krónur. Það var hins vegar niðurstaða matsmannsins að ekki hefðu verið sérstök verðmæti í vörumerkinu Bílar og fólk ehf. á nefndu árabili. Í matsgerð fyrrnefndra yfirmatsmanna segir m.a. að þeir telji að verðmæti ímyndar vörumerkis Sterna Travel ehf. sé lítið sem ekkert og að vörumerki Bíla og fólks ehf. sé lítils eða einsk is virði. Það var niðurstaða áðurnefnds undirmatsmanns að EBITDA (hagnaður án afskrifta og vaxta) Bíla og fólks ehf. hefði lækkað um á bilinu 41.700.000 krónur til 72.600.000 krónur á árinu 2012 vegna uppsagnar samnings við Vegagerðina en að uppsögnin hefð i hins vegar ekki haft áhrif á rekstur Sterna Travel ehf. Í svari yfirmatsmanna um áhrif uppsagnar nefnds samnings stefnenda við Vegagerðina segir að þeir hafi miðað við sætanýtingu stefnandans Bíla og fólks ehf., þ.e. 60% til 100% nýtingu. Miðað við hina lægri tölu hafi neikvæð EBITDA félagsins verið 74.271.840 krónur en miðað við hina hærri tölu hafi EBITDA félagsins verið jákvæð um 15.347.249 krónur. Að þessu leyti vísa yfirmatsmennirnir til þeirra bókhaldsgagna og ársreikninga, sem þeir hefðu fengið í hendur frá stefnendum. Í báðum ofangreindum matsgerðum er skýrt tekið fram að matsmönnum hafi ekki reynst unnt að svara tilteknum matsspurningum en þá helst varðandi selda hringmiða og endurgreiðslu seldra miða, þar sem fullnægjandi bókhaldsgögn þar um hef ðu ekki borist þeim frá stefnendum. Þá greina yfirmatsmennirnir frá því að fyrirsvarsmaður stefnandans Bíla og fólks ehf. hefði upplýst í fylgibréfi til þeirra, að bókhaldsgögnum félagsins hefði að hluta til verið fargað. Yfirmatsmennirnir greina loks frá því að ársreikningar nefnds félags hafi ekki verið endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, þ.e. á þeim árum sem fallið hafi undir áðurnefndar matsspurningar. 9. Með úrskurði dómsins uppkveðnum 6. maí 2020 var kröfu stefnda um að stefnendum yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar hafnað. III. 1. Eins og fyrr var rakið krefst stefndi þess aðallega að máli þessu verði vísað frá dómi. Krafan var áréttuð og rökstudd við aðalmeðferð málsins en henni var andmælt af hálfu stefnenda. 11 2. Stefndi reisir frávísunarkröfu sína helst á því að í máli þessu liggi það fyrir að stefnendur, Sterna Travel ehf. og Bílar og fólk ehf., séu tveir lögaðilar en að algerlega skorti á að í stefnu og framhaldsstefnu sé gerð sé grein fyrir kröfum hvors þeirra um sig. Þá sé málavöxtum, málsástæðum og lagarökum eigi lýst svo skýrt að mögulegt sé að greina á hverju hvor aðilinn fyrir sig byggi kröfur sínar. Stefndi byggir á því að þetta sé sérstaklega brýnt þar sem ljóst sé að ómögulegt sé að báðir aðilarnir hafi starfað saman frá 2006 að markaðssetningu á pakkaferðum og hringmiðum um landið, eins og segir í stefnu, þar sem annar stefnanda, Sterna Travel ehf., sé einkahlutafélag, sem stofnað hafi verið sumarið 2011 af KPMG hf. Stefndi bendir á að í málatilbúnaði s tefnenda sé að mestu leyti fjallað um báða stefnendur eins og þeim megi algerlega jafna til hvors annars og áréttar hann að slík samsömun sé ekki tæk, jafnvel þó að um tengd félög sé að ræða, enda um tvo aðskilda lögaðila að ræða. Þá samræmist það eigi ísl enskum rétti að dómsniðurstaða hljóði á um að báðir stefnendur eigi dómkröfu þá sem endanlega hafi verið lýst, að fjárhæð 590.000.000 króna. Stefndi byggir á því að augljóst verði að telja að samaðild í máli þessu geti ekki verið með stefnendum, sbr. 1. m gr. 18. gr. laga nr. 91/1991, eins og þeir byggi á. Ef svo hafi verið, þá hefði verið réttarfarsleg nauðsyn til að stefnendur hefðu átt samaðild að lögbannsmáli því sem lauk með dómi Hæstaréttar þann 28. nóvember 2013 í máli nr. 333/2013. Stefndi ítrekar að þó svo að stefnendur séu tengdir aðilar, þá séu þeir tveir lögaðilar og því hefði hvor þeirra um sig átt að gera sjálfstæða kröfu í stefnu og framhaldsstefnu og rökstyðja þær með sjálfstæðum hætti. Sú staðreynd að stefnendur hafi lagt fram samstæðureikn ing breyti að þessu leyti engu. Báðir stefnendur séu bókhaldsskyldir og beri að gera ársreikninga þó að heimilt sé, og stundum skylt, að gera einnig samstæðureikning. Þá bendir stefndi á að við skýrslutöku af fyrirsvarsmanni stefnanda Sterna Travel ehf. í margnefndu lögbannsmáli hafi komið fram að það hafi verið fleiri en einn og fleiri en tveir aðilar sem hefðu ekið fyrir félagið um land allt. Hið sama hafi og skýrlega komið fram við aðalmeðferð máls þessa. Loks byggir stefndi á því að málatilbúnaður stefn enda í máli þessu sé í innbyrðis ósamræmi við þann málatilbúnað stefnanda, að Sterna Travel ehf. hafi verið gerðarþoli og orðið fyrir tjóni sem slíkur aðili en að bótakrafa stefnandans Bíla og fólks ehf. byggist á því að hann teljist til annars aðila sem n jóti skaðabótaverndar skv. 1. mgr. 42. gr. laga 12 nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Bótakrafa þeirra byggist þannig ekki á sama grunni og geti því ekki farið um hana eftir ákvæðum 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. 2. Stefnendur andmæla framangrein dum rökum stefnda og árétta að þeir byggi aðild sína í málinu á ákvæði 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnendur byggja á því að lögbann stefnda hafi valdið þeim báðum tjóni og hafi m.a. viðskiptahagsmunir þeirra skaddast. Stefnend ur vísa og til þess að krafa um bætur nýtt. Af þessum sökum sé m.a. ómögulegt að sundurgreina tjón þeirra, sbr. að því leyti matsgerðir hinna dómkvöddu matsmanna. Vegna þessa hafi þeir sett fram fjárkröfuna sameiginlega í máli þessu. Stefnendur benda á að þeir hafi í málarekstri þessum a.m.k. leitt líkur að tjóni sínu og þá m.a. með framlagningu matsgerða dómkvaddra matsmanna og þá ekki síst Einars Steinþórssonar rekstra rtæknifræðings. Stefnendur benda loks á að félög þeirra hafi lagt fram samstæðureikninga og árétta að ómögulegt sé að aðskilja tjón þeirra með fullnægjandi hætti, og því eigi bæði félögin óskipt réttindi til bóta úr hendi stefnda. IV. 1. Samkvæmt framans ögðu á mál þetta rót sína að rekja til lögbanns sem stefndi, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, fékk lagt á akstur Sterna Travel ehf., sem er annar stefnenda í máli þessu, á nánar tilgreindri akstursleið, þann 18. júlí 2012. Á síðari stigum var nefnt fél ag sýknað í staðfestingarmáli, sem stefndi hafði höfðað fyrir Héraðsdómi Austurlands, þann 6. maí 2013, og var sú niðurstaða staðfest með dómi Hæstaréttar Íslands þann 28. nóvember sama ár. Stefnendur máls þessa krefjast báðir bóta á grundvelli V. kafla l aga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. en fyrir liggur að ákvæði 42. gr. og 43. gr. laganna mæla fyrir um bótarétt gerðarþola, hér stefnanda Sterna Travel ehf., í lögbannsmáli, en einnig annarra aðila sem kunna að hafa beðið tjón vegna beiðni um ge rð eða framkvæmd hennar. Af hálfu stefnenda, Sterna Travel ehf. og Bíla og fólks ehf., er um bótagrundvöll enn fremur byggt á almennu sakarreglunni. 13 Í máli þessu krefjast stefnendur stefnufjárhæðarinnar 590.000.000 króna sameiginlega (in solidum), og er það augljóst af málatilbúnaði þeirra í öndverðu, sbr. og af síðar framlagðri yfirlýsingu þeirra í málinu. Stefnendur, Sterna Travel ehf. og Bílar og fólk ehf., eru samkvæmt meginreglum félagaréttar, hvor um sig, sjálfstæðir lög - og skattaðilar, sbr. m.a. 2 . gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 og 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003 með síðari breytingum. 2. Líkt og hér að framan hefur verið rakið var frávísunarkröfu stefnda bæði í aðalsök og í framhaldssök hafnað með úrskurðum 3. nóvember 2014 og 10. júní 2016. Í þeim fyrrgreinda lét dómari þess þó sérstaklega getið í tilefni af málsástæðum stefnda varðandi formhlið málsins og þá sérstaklega varðandi þá nálgun stefnenda að grundvalla kröfugerð sína í málinu á samað ild félaganna, sbr. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991, að miðað við þær skýringar stefnenda sem fram væru komnar og í ljósi þess að gagnaöflun hefði ekki verið lýst lokið, áliti dómurinn að ekki væri unnt á því stigi málsins að útiloka að aðild stefnenda að málinu kynni að vera réttilega reist á þeim grunni sem stefnendur lögðu fram í öndverðu. Í úrskurði þessum sagði enn fremur að tækist stefnendum ekki undir rekstri málsins að undirbyggja nægjanlega staðhæfingu sína um að þeir ættu óskipt réttindi, sbr. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991, kynni það að leiða til þess að málinu yrði vísað frá dómi án kröfu á síðari stigum. Fyrir liggur að málsaðilar eiga jafnan forræði á sakarefni í einkamáli og er því ljóst að það stóð í ljósi framangreinds sérstaklega upp á stefnendur að undirbyggja ásamt með öðru þann þátt málsins sem lýtur að þeirri framsetningu þeirra að sækja hér kröfur á hendur stefnda óskipt fyrir hönd beggja stefnenda, sbr. fyrrnefnt ákvæði einkamálalaganna. Hvað varðar samaðild til sóknar í einkamáli , sbr. greint lagaákvæði, þá má telja ljóst að málsókn á þeim grunni er ekki valkvæð fyrir stefnendur í hagræðingarskyni líkt og gildir til að mynda um aðilasamlag, sbr. 19. gr. sömu laga, heldur þarf samaðild jafnan að helgast af nauðsyn til þess að höfða mál með þeim hætti. Hvenær slík samaðild getur síðan átt við í mismunandi réttarsamböndum ræðst af eðli þeirra og reglum þess efnisréttar sem um ræðir hverju sinni. Álitaefnið snýr þá jafnan að því hvort gerlegt sé með góðu móti að greina á milli þeirra k rafna og ætluðu réttinda sem í húfi eru fyrir þá viðkomandi aðila sem þannig sækja málið. Verði hins vegar ekki sýnt fram á að sækja 14 hafi þurft mál í skjóli samaðildar kann slík framsetning að leiða til frávísunar máls enda verður að ætla að það teldist ót ækt fyrir stefnda ef stefnendur gætu nýtt slíkt úrræði að vild. Líkt og stefndi hefur bent á þá er í kröfugerð og málatilbúnaði stefnenda að mestu fjallað um bæði hin tengdu félög, Sterna Travel ehf. og Bíla og fólk ehf., eins og í þessu tilliti, þannig að því sem næst megi samsama þau með hvort öðru þótt þau séu tveir aðskildir og sjálfstæðir lögaðilar, sbr. það sem áður var rakið um meginreglur félagaréttar. Til þess er að líta að stefnendur hafa í málatilbúnaði sínum vísað til þess að þeir hafi mynd að svokallaða samstæðu, sem móður - og dótturfélag, og að þeir byggi áðurgreinda samaðild sína á þeim grunni. Samstæða félaga nýtur sem slík ekki að lögum rétthæfis sem sjálfstæð lögpersóna. Í því samhengi er til þess að líta að almennt verður ekki litið sv o á að verði móðurfélag fyrir tapi vegna tjóns dótturfélags, eða þá sjálfstætt, leiði slíkt ótvírætt til samaðildar ef unnt er að aðgreina ætlað tjón aðilanna og hagsmuni hvors félagsins um sig. Í ofangreindu samhengi vísar stefndi til þess að einungis St erna Travel ehf. hafi verið gerðarþoli í umræddu lögbannsmáli en ætlað tjón móðurfélagsins Bíla og fólks ehf., hljóti þá að vera reist á öðrum grunni, sbr. 1. mgr. 42. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann, o.fl. Einnig að þótt stefnendur hafi lagt fram samstæðureikning frá árinu 2011 og fyrir umræddan tíma sem þeir voru móður - og dótturfélag og umræddir atburðir málsins áttu sér stað, þá hafi bæði félögin jafnan verið bókhaldsskyld hvort um sig og hafi því borið að gera aðgreinda ársreikninga, sbr. lög nr. 3/2006. Að mati dómsins verður í ljósi ofangreinds að líta til þess að gögn málsins gefa ekki til kynna að stefnendur, Bílar og fólk ehf. og Sterna Travel ehf., hafi verið samsköttuð félög á árunum 2011 2014, sbr. ákvæði IV. kafla áðurnefndra tekj uskattslaga, en ársreikningar fyrir Sterna Travel ehf. fyrir árin 2011 - 2014 hafa ekki verið lagðir hér fram. Enn fremur liggur heldur ekkert fyrir um það að umræddur akstur og sala ferða á vegum félaganna tveggja hafi falið í sér samrekstur þeirra um þetta tiltekna afmarkaða verkefni. Í ljósi framangreinds þá verður dómurinn að álykta að það að móðurfélagið Bílar og fólk ehf. hafi gert samstæðureikning, sem innihélt reikningsskil dótturfélagsins Sterna Travel ehf., geti ekki talist vera fullnægjandi forsend a þess að félögin geti átt hér 15 samaðild. Samning samstæðureiknings hefur lítið ef nokkuð að gera með það hvort tvö félög geti talist eiga óskipt réttindi. Og að því er varðar hið ætlaða tjón móðurfélags vegna dótturfélags þá leiðir hin takmarkaða ábyrgð St erna Travel ehf. að áliti dómsins til þess að tjón móðurfélagsins vegna þess takmarkist í raun við það hlutafé sem það hefur lagt til þess og er því ekki tækt að byggja hér samaðild félaganna á slíkum rökum. Loks er til þess að líta að samstæða nefndra fél aga virðist að öðru leyti hafa verið sveiflukennd á liðnum árum og má þar nefna að gögn málsins gefa til kynna að tengsl þeirra hafi um tíma rofnað en þau svo að nýju orðið dótturfélög sama móðurfélags. Er það mat dómsins að þau vandkvæði sem virðast vera á því að aðgreina kröfugerð stefnenda í málinu leiði helst af framsetningu og gagnaframlagningu af þeirra hálfu og hefur að mati dómsins ekki verið úr því bætt þrátt fyrir ábendingar þar um á fyrri stigum. Það kann að vera til þess fallið að skerða mögulei ka stefnda til þess að taka til fullra varna og er slíkur annmarki að vísa verður málinu frá dómi án kröfu. Að ofangreindu virtu, en einnig fyrri dómaframkvæmd, er það því niðurstaða dómsins að stefnendum hafi borið, hvorum um sig, að gera sjálfstæða dómkr öfu um sína hagsmuni. Með hliðsjón af framangreindu, svo og röksemdum stefnda, verður að áliti dómsins ekki talið að aðrar fram komnar röksemdir eða málsástæður hafi við svo búið sérstaka þýðingu í málinu eða geti hér leitt til annarrar niðurstöðu, sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, en að vísa verði máli þessu frá dómi. Með hliðsjón af ofangreindri niðurstöðu verður stefnendum gert að greiða stefnda málskostnað, sem ákvarðast eftir atvikum eins og segir í úrskurðarorði, og þá að meðtöldum virðisa ukaskatti. Málið fluttu Bjarki Þór Sveinsson lögmaður fyrir stefnendur en Hilmar Gunnlaugsson lögmaður fyrir stefnda. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan sem dómsformaður í fjölskipuðum dómi ásamt með þeim Pétri Dam Leifssyni héraðsdóm ara og dr. Hersi Sigurgeirssyni, stærðfræðingi og dósent í viðskiptafræði. Dómsformaður tók við meðferð málsins í byrjun árs 2018 en hafði fram til þess ekki haft afskipti af meðferð þess. Að auki var dómsformaðurinn í leyfi á tímabilinu frá 1. desember 20 19 til 30. júní 2020. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. 16 Stefnendur, Sterna Travel ehf. og Bílar og fólk ehf., greiði stefnda, Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, óskipt 2.800.000 krónur í málskostnað.