Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 4. nóvember 2019 Mál nr. S - 41/2019 : Héraðssaksóknari ( Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Brynjar i Log a Barkars y n i Dómur I Mál þetta, sem dómtekið var föstudaginn 1 . nóvember sl., er höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 23. maí sl., á hendur Brynjari Loga Barkarsyni, kennitala , , , fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 13. september 2018 utandyra á Skutulsfjarðarbraut í Ísafjarðarbæ, slegið lögreglumanninn X , sem var við skyldustörf, hnefahöggi hægra megin í andlit með þeim afleiðingum að X hlaut ból gu og eymsli í kringum hægra auga. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. II Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 25. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæru skjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. 2 Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði , dagsettu 20. maí 2019 , á ákærði að baki nokkurn sakaferil , meðal annars vegna ofbeldisbrota . Ákærða var veitt reynslulausn á afplánun refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár þann 18. maí 2016. Það brot sem ákærði er nú sakfelldur fyrir var framið 13. september 2018 og því in nan ítrekunartíma skv. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að ofanrituðu virtu og að teknu tilliti til 1., 5. og 6. tl. 1 mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga er r efsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Með hliðsjón af 235. gr. laga um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar málsins sem samkvæmt yfirliti lögreglu nemur 4 . 900 krónum. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði , Brynjar Logi Barkarson sæti fangelsi í sex mánuði. Ákærði greiði 4.900 krónur í sakarkostnað. Bergþóra Ingólfsdóttir