Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 22. júní 2022 Mál nr. S - 2392/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Brynjar i Kristjánss yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðin u 24. maí 2022, á hendur Brynjari Kristjánssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 18. maí 202 1 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti vestur Sæbraut á vegkafla við Dalbraut í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði ver ið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsing verði skilorðsbundin . Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er s ekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 17. maí 2022, var ákærða gert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 21. a príl 2015 m eðal annars fyrir akstur sviptur ökurétti. Þá var ákærða gert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 5. o któber 2016 meðal annars fyrir akstur sviptur ökurétti. Þá var ákærða gert að sæta fangelsi í 60 daga með dómi Héraðsdómi Reykjavíkur 28. nóvember 2018 meðal annars 2 fyrir akstur sviptur ökurétti. Á kærða var síðan gert að sæta fangelsi í 60 daga með dómi Héraðsdómi Reykjavíkur 20 . maí 20 20 fyrir akstur sviptur ökurétti. Þ ví næst var ákærða gert að sæta fangelsi í 3 0 daga með dómi Héraðsdómi Reykjavíkur 15. júní 20 20 fyrir akstur sviptur ökurétti , en dómurinn var hegningarauki við dóminn frá 20. maí 20 20 . Loks var ákærða gert að sæta fangelsi í 90 daga með dómi Héraðsdómi Reykjavíkur 12. nóvember 2020 fyrir akstur sviptur ökurétti, en dómurinn var hegningara uki við dóminn frá 15. júní 20 20 . Að öðru leyti kemur sakarferill ákærða ekki til skoðunar við ákvörðun refsingar nú. Verður því miðað við það að ákærða sé nú sjötta sinni, innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, gerð r efsing fyrir akstur sviptur ökurétti . Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 4 mánaða fangelsi. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari. Samúel Gunnarsson , aðstoðarmaður dómara , kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Brynjar Kristjánsson, sæti fangelsi í 4 mánuð i. Samúel Gunnarsson