Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 25. maí 2020 Mál nr. S - 2519/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Sigrún I. Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Evaldas Medeikis () Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 7. apríl 2020, á hendur Evaldas Medeikis, Hólmgarði 34, Reykjavík, fyrir eftirtalin umferðarlagabrot með því að hafa: 1. Mánudaginn 21. október 2 019 ekið bifreiðinni TK - 729 sviptur ökuréttindum með 70 km hraða á klukkustund til vesturs að Krikatorgi í Reykjavík þar sem leyfður hámarkshraði var 50 km á klukkustund. Telst þetta varða við 2. mgr. 37 . gr. og 1. mgr. 58. gr. , sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Laugardaginn 14. desember 2019 ekið bifreiðinni AO - 856 sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist um Langholtsveg í Reykjavík þar sem lögregla stövaði akstu r hans við Skeiðavog. Telst þetta varða við 1., sbr. 3 . mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr. , sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og sviptingar ökuréttar skv. 101. umferðarlaga nr. 77 / 2019 . Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. 2 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/200 8 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gög num málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í júlí 1989 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 31. mars 2020 gekkst ákærði undir greiðslu sekta með þremur lögreglustjórasáttum dagsettum 17. mars 2017 fyrir akstur undir áhrifum áfengis og akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Þá gekkst hann aftur undir greiðslu sekta með tveimur lögreglustjórasáttum dagsettum 20. september 2018 fyrir sömu sakargif tir. Við ákvörðun refsingar verður við það miðað að ákærði hafi með brotum sínum nú gerst sekur um akstur undir áhrifum áfengis í þriðja sinn og akstur sviptur ökuréttindum í annað sinn, sbr. ítrekunarramma 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga. Með hli ðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í ævilang t . Ákærði greiði 24.598 kr ónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigrún I. Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Evaldas Medeikis, sæti fangelsi í 45 daga. Ákærði er sviptur ökurétti í ævilangt . Ákærði greiði 24.598 krónur í annan sakarkostnað. Símon Sigvaldason