Héraðsdómur Reykjaness Dómur 22. júní 2022. Málið nr. S - 1073/2022: Ákæruvaldið (Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Þorgils Þorgilsson lögmaður) Dómur: Mál þetta var þingfest 16. júní 2022 og dómtekið sama dag. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 7. júní 2022 á hendur ákærða, X , kt. [...] , fyrir eftirtalin brot framin á tímabilinu 1. september 2021 til 10. maí 2022: I. Fyrir eft irtalin þjófnaðarbrot með því að hafa: 1. Fimmtudaginn 14. október 2021, í verslun Bónus í Skipholti 11 - 13 í Reykjavík, stolið fjórum stykkjum af Osram Led 2,5w ljósaperum, samtals að verðmæti 1.516 krónur. 2. Þriðjudaginn 2. nóvember 2021, í verslun Bónus að Ögurhvarfi 3 í Kópavogi, stolið fimm stykkjum af Osram Led 2,5w ljósaperum og tveim Chupachups sleikjóum, samtals að verðmæti 2.033 krónur. 3. Þriðjudaginn 23. nóvember 2021, í verslun Heimilistækja að Suðurlandsbraut 26 í Reykjavík, stolið KitchenAid hræri vél að verðmæti 109.995 krónur. 4. Miðvikudaginn 1. desember 2021, í verslun ÁTVR að Dalvegi 2 í Kópavogi, stolið tveimur flöskum af Glenfiddich Solera Reserve og flösku af Bombay Sapphire, samtals að verðmæti kr. 38.097 krónur. 5. Sama dag, í verslun ÁTVR að Dalvegi 2 í Kópavogi, stolið tveimur flöskum af Glenfiddich, samtals að verðmæti 18.398 krónur. 6. Sama dag, í verslun ÁTVR að Hagasmára 1 í Kópavogi, stolið tveimur flöskum af Remy Martin VSOP og flösku af Baccardi Razz, samtals að verðmæti 26.097 krónur. 7. Sama dag, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið tveimur flöskum af Powerade og sex stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum, samtals að verðmæti 2.572 krónur. 2 8. Fimmtudaginn 2. desember 2021, í verslun ÁTVR að Dalvegi 2 í Kópavogi, stolið tveimur f löskum af Dalmore og tveimur flöskum af Malibu, samtals að verðmæti 39.196 krónur. 9. Sama dag, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið sex stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum, tveimur flöskum af Powerade og poka af Bónus kasjúhnetum , samtals að verðmæti 3.070 krónur. 10. Föstudaginn 3. desember 2021, í verslun ÁTVR að Kauptúni 3 í Garðabæ, stolið tveimur flöskum af Ramos Pinto og tveimur flöskum af Malibu, samtals að verðmæti 40.838 krónur. 11. Sama dag, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kó pavogi, stolið tveimur flöskum af Powerade, átta stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum og poka af M&M, samtals að verðmæti 3.683 krónur. 12. Laugardaginn 4. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið fjórum stykkjum af Osram Led 2,8w ljós aperum, samtals að verðmæti 1.516 krónur. 13. Mánudaginn 6. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið tveimur flöskum af Powerade, sex stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum og Kinder Maxi, Sport lunch og Milka Oreo súkkulaðistykkjum, sam tals að verðmæti 2.988 krónur. 14. Fimmtudaginn 9. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið tveimur flöskum af Powerade, átta stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum, poka af M&M og Kinder Joy súkkulaði, samtals að verðmæti 3.881 krónur. 15. Föstudaginn 10. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið Osram led 2,8w ljósaperum og flösku af Fun þykkni, samtals að verðmæti 2.948 krónur. 16. Laugardaginn 11. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið tveimur flöskum af Powerade og fjórum stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum, samtals að verðmæti 1.814 krónur. 17. Sunnudaginn 12. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið flösku af Powerade og sjö stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum, samta ls að verðmæti 2.802 krónur. 18. Mánudaginn 13. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið tveimur flöskum af Powerade, átta stykkjum af Osram led 2,8w og poka af M&M, samtals að verðmæti 3.683 krónur. 3 19. Þriðjudaginn 14. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið sex stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum, samtals að verðmæti 2.274 krónur. 20. Sama dag, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið pakka af Oreo kexi, sjö stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum og tveimur stykkjum af MS Smámáli, samtals að verðmæti 3.051 krónur. 21. Miðvikudaginn 15. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið flösku af Powerade, níu stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum og poka af M&M, samtals að verðmæti 3.913 krónur. 22. Fimmtudaginn 16. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið tveimur flöskum af Powerade, átta stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum og poka af M&M, samtals að verðmæti 3.683 krónur. 23. Föstudaginn 17. desember 2021, í verslun Bónus að Sm áratorgi í Kópavogi, stolið flösku af Powerade, sjö stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum og poka af M&M, samtals að verðmæti 3.155 krónur. 24. Laugardaginn 18. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið þremur stykkjum af Osram led 4w lj ósaperum og tveimur Kinder páskaeggjum, samtals að verðmæti 2.655 krónur. 25. Mánudaginn 20. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið tveimur flöskum af Powerade, sex stykkjum af Osram led 2,8w ljósaperum og poka af M&M, samtals að verð mæti 3.104 krónur. 26. Miðvikudaginn 22. desember 2021, í verslun Bónus að Smáratorgi í Kópavogi, stolið 18 stykkjum af Osram led 4w ljósaperum og þremur bókum, samtals að verðmæti 17.678 krónur. 27. Mánudaginn 3. janúar 2022, í verslun Lyfju í Skeifunni 11B í R eykjavík, stolið þremur Calvin Klein ilmvötnum, samtals að verðmæti 26.667 krónur. 28. Sunnudaginn 23. janúar 2022, í verslun Bauhaus að Lambhagavegi 2 í Reykjavík, stolið sverðsagarblaðasetti, bitasetti og stingsög, samtals að verðmæti 78.485 krónur. 29. Þriðj udaginn 25. janúar 2022, í verslun Bauhaus að Lambhagavegi 2 í Reykjavík, stolið verkfærakassa að andvirði 159.995 krónur. 30. Sunnudaginn 30. janúar 2022, í verslun Nettó í Mjódd í Reykjavík, stolið ýmsum varningi, samtals að verðmæti 18.916 krónur. 4 31. Þriðjuda ginn 8. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið sex stykkjum af Osram Led retro ljósaperum, handryksugu af gerðinni Mi Cleaner light og ryksuguvélmenni af gerðinni Mi Roborock S7, samtals að verðmæti 149.420 krónur. 32. Fimmtudaginn 10. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið sex stykkjum af Osram Led retro ljósaperum, ryksuguvélmenni af gerðinni Dreame D9, KitchenAid hrærivél og Bosch nagara, samtals að verðmæti 272.415 krónur. 33. Laugardaginn 12. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið tveimur ryksuguvélmennum af gerðinni Mi Roborock S7, KitchenAid hrærivél, tveimur Tesa einangrunarrúllum, fimm stykkjum af Osram Led retro ljósaperum og búðarkerru, samtals að verðmæti 391.900 krónur. 34. Þ riðjudaginn 15. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið sex stykkjum af Osram Led retro ljósaperum, KitchenAid hrærivél, ryksuguvélmenni af gerðinni Mi Roborock S7, tveimur Bosch skaftryksugum og búðarkerru, samtals að verðmæti 356 .210 krónur. 35. Fimmtudaginn 17. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið KitchenAid hrærivél, ryksuguvélmenni af gerðinni Dreame D9 og búðarkerru, samtals að verðmæti 264.990 krónur. 36. Föstudaginn 18. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið sex stykkjum af Osram Led 4w ljósaperum og tveimur ryksuguvélmennum af gerðinni Mi Roborock S7, samtals að verðmæti 245.420 krónur. 37. Laugardaginn 19. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið rafm agnshlaupahjóli af gerðinni Mi Pro2, tveimur ryksuguvélmennum af gerðinni Mi Roborock S7, sjö stykkjum af Osram Led 4w ljósaperum og búðarkerru, samtals að verðmæti 371.320 krónur. 38. Sunnudaginn 20. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið sex stykkjum af Osram Led 4w ljósaperum og tveimur ryksuguvélmennum af gerðinni Roborock S7, samtals að verðmæti 245.420 krónur. 39. Mánudaginn 21. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið fimm stykkjum af Osram Led 4w ljósaperu m og tveimur ryksuguvélmennum af gerðinni Roborock S7, samtals að verðmæti 244.515 krónur. 40. Þriðjudaginn 22. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið kassa af innbyggðu Grohe sturtusetti og þremur stykkjum af Osram Led 4w ljósaperum , samtals að verðmæti 239.110 krónur. 5 41. Fimmtudaginn 24. febrúar 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið kassa af innbyggðu Grohe sturtusetti, sex stykkjum af Osram Led 4w ljósaperum, ryksuguvélmenni af gerðinni Roborock S7 og búðarkerru, s amtals að verðmæti 411.820 krónur. 42. Sama dag, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið tveimur kössum af eldhústækjum af gerðinni Grohe essence dl, Grohe tempesta 210 sturtusetti, samtals að verðmæti 233.785 krónur. 43. Sama dag, í verslun Byko að S kemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið tveimur kössum af Grohe essence dl eldhústækjum, samtals að verðmæti 156.390 krónur. 44. Sunnudaginn 13. mars 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið fjórum ryksuguvélmennum af gerðinni Mi Roborock V2 S7 og átt a stykkjum af Osram Led 4w ljósaperum, samtals að verðmæti 487.220 krónur. 45. Fimmtudaginn 17. mars 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið 14 stykkjum af Osram Led 4w ljósaperum og tveimur ryksuguvélmennum af gerðinni Mi Roborock S7, samtal s að verðmæti 252.660 krónur. 46. Sama dag, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið Tesa einangrunarlímbandi og ryksuguvélmenni af gerðinni Mi Roborock S7, samtals að verðmæti 121.190 krónur. 47. Föstudaginn 18. mars 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið Ryobi höggborvél, tveimur ryksuguvélmennum af gerðinni Mi Roborock S7, þremur stykkjum af Aqara Hub M2 Black snjallbúnaði og kassa af matarstelli, samtals að verðmæti 340.965 krónur. 48. Sama dag, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópav ogi, stolið ryksuguvélmenni af gerðinni Mi Roborock S7, ryksuguvélmenni af gerðinni Dreame D9 og sjö stykkjum af Osram Led 4w ljósaperum, samtals að verðmæti 206.325 krónur. 49. Laugardaginn 19. mars 2022, í verslun Byko að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið ryksuguvélmenni af gerðinni Mi Roborock S7, tveimur ryksuguvélmennum af gerðinni Dreame D9 og níu stykkjum af Osram Led 4w ljósaperum, samtals að verðmæti 288.130 krónur. 50. Þriðjudaginn 22. mars 2022, í verslun Byko að S kemmuvegi 2a í Kópavogi, stolið þremur ryksuguvélmennum af gerðinni Mi Roborock S7, fjórum stykkjum af Osram Led 4w ljósaperum og búðarkerru, samtals að verðmæti 413.605 krónur. 51. Sama dag, í verslun Byko að Skemmuvegi 2A í Kópavogi, stolið níu stykkjum af O sram Led retro ljósaperum og þremur ryksuguvélmennum af gerðinni Dreame D9, samtals að verðmæti 248.130 krónur. 6 52. Fimmtudaginn 24. mars 2022, í verslun Hagkaups að Hagasmára 1 í Kópavogi, stolið fjórum Armani ilmvötnum, samtals að verðmæti 66.396 krónur. 53. Laugardaginn 7. maí 2022, í verslun Elko að Skógarlind 2 í Kópavogi, stolið ryksuguvélmenni af gerðinni Roborock S7, að verðmæti 119.990 krónur. 54. Þriðjudaginn 10. maí 2022, í verslun Elko að Skógarlind 2 í Kópavogi, stolið ryksuguvélmenni af gerðinni Robo rock S6 Max og Dyson Corrale sléttujárni, samtals að verðmæti 224.990 krónur. Er framangreind háttsemi samkvæmt 1. - 54. ákærulið talin varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir eftirtalin hegningarlaga - og umferðarlagabrot: 55. Skjalabrot, með því að hafa miðvikudaginn 1. september 2021 ekið svartri bifreið af gerðinni Skoda Superb með skráningarmerkjunum [...] að framan og [...] að aftan, en merkin tilheyrðu dökkgrárri Toyota Rav4 bifreið og svartri Toyota Aygo bifreið og ekið Skoda bifreiðinni þannig í blekkingarskyni á röngum skráningarmerkjum, en hún átti að bera skráningarmerkin [...] , um Miðhraun 2 í Garðabæ, við Crossfit XY, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 157. g r. almennra hegningarlaga. 56. Skjalabrot, með því að hafa föstudaginn 1. október 2021 ekið sömu Skoda bifreið með skráningarmerkjunum [...] að framan og [...] að aftan, en merkin tilheyrðu hvítri Toyota Yaris bifreið og svartri Toyota Corolla bifreið og ekið Skoda bifreiðinni þannig í blekkingarskyni á röngum skráningarmerkjum, en hún átti að bera skráningarmerkin [...] , um Fiskislóð í Reykjavík, við Elko, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 157. g r. almennra hegningarlaga. 57. Skjalabrot og umferðarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 31. október 2021 ekið sömu Skoda bifreið með skráningarmerkjunum [...] að framan og [...] að aftan, en merkin tilheyrðu hvítri Suzuki Swift bifreið og grárri Hyundai I1 0 bifreið og ekið bifreiðinni þannig í blekkingarskyni á röngum skráningarmerkjum, en hún átti að bera skráningarmerkin [...] , ekki gætt þess að farþegi undir 15 ára væri með öryggisbelti og án þess að hafa ökuskírteini meðferðis, um Bústaðaveg í Reykjavík , við Orkuna, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. 7 Er greind háttsemi talin varða við 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga, 8. mgr. 58. gr. og 5. mgr. 77. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 58. Skjalabrot, með því að ha fa laugardaginn 6. nóvember 2021 ekið sömu Skoda bif r eið með skráningarmerkjunum [...] , en merkin tilheyrðu svartri Renault Clio bifreið og ekið Skoda bifreiðinni þannig í blekkingarskyni á röngum skráningarmerkjum, en hún átti að bera skráningarmerkin [.. .] , um Amtmannsstíg í Reykjavík, við Skólastræti, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga. 59. Skjalabrot og umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 18. nóvember 2021 ekið sömu Skoda b ifreið með skráningarmerkjunum [...] að framan og [...] að aftan, en merkin tilheyrðu Subaru Legacy bifreið og óþekktri bifreið og ekið Skoda bifreiðinni þannig í blekkingarskyni á röngum skráningarmerkjum, en hún átti að bera skráningarmerkin [...] og eki ð bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist óxýkódon 265 ng/ml) um Stekkjarbakka í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Er greind háttsemi talin varða við 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarl aga og 2. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga. 60. Skjalabrot og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 20. nóvember 2021 ekið sömu Skoda bifreið með skráningarmerkjunum [...] að framan og [...] að aftan, en merkin tilheyrðu rauðri og sva rtri Nissan Leaf bifreið og rauðri Mazda CX - 3 bifreið og ekið Skoda bifreiðinni þannig í blekkingarskyni á röngum skráningarmerkjum, en hún átti að bera skráningarmerkin [...] og ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist óxýkódon 140 ng/ml) um Ártúnshöfða í Reykjavík, við N1, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Er greind háttsemi talin varða við 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga og 2. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga. 61. Fjársvik, með því að hafa föstudaginn 28. janúar 2022, í blekkingarskyni, fengið A , kt. [...] , til að millifæra 25.000 krónur inn á reikning ákærða með því að telja A trú um að ákærði myndi senda honum Focusrite Scarlett 4i4 OG Focusariett 2i2 hljóðupptöku búnað í pósti. Er háttsemin talin varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. 8 Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. umferðarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur. Í ákæru eru teknar upp eftirgreindar einkaréttarkröfur ÁTVR (A), Elko ehf. (B), Haga hf. (C) og Lyfju hf. (D): A. Skúli Bjarnason lögmaður krefst þess f.h. Áfengis - og tóbaksverslunar ríkisins, ÁTVR, kt. [...] , að ákærði verði dæmdur ti l greiðslu skaðabóta vegna ákæruliða I.4, I.5., I.6 og I.8. með almennum vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, sem hér segir: Vegna I.4., kr. 38.097 með almennum v öxtum frá 1. desember 2021 til 8. janúar 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Vegna I.5., kr. 18.398 með almennum vöxtum frá 1. desember 2021 til 8. janúar 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Vegna I.6., kr. 26.0 97 með almennum vöxtum frá 1. desember 2021 til 8. janúar 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Vegna I.8., kr. 12.999 með almennum vöxtum frá 2. desember 2021 til 8. janúar 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Þá e r í öllum tilvikum krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins. B. Af hálfu Elko ehf., kt. [...] , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta vegna ákæruliða I.53. og I.54. með almennum vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, sem hér segir: Vegna I.53., kr . 119.990 með almennum vöxtum frá 7. mars til 13. júní 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Vegna I.54., kr . 224.990 með alme nnum vöxtum frá 10 maí til 13. júní 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. 9 C. Y , kt. [...] , forstjóri Haga hf., kt. [...] , krefst þess f.h. félagsins, vegna verslana Bónus og Hagkaups, að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta vegn a ákæruliða I.1., I.2., I.7., I.9., I.11. - I.26. og I.52. með almennum vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, sem hér segir: Vegna I.1., kr . 1.516 með almennum vöxtu m frá 14. október 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.2., kr . 2.033 með almennum vöxtum frá 2. nóvember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakr öfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.7., kr . 2.572 með almennum vöxtum frá 1. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.9., kr . 3.070 með almennum vöxtum frá 2. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.11., kr . 3.683 með almennum vöxtum frá 3. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.12., kr . 1.516 með almennum vöxtum frá 4. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.13., kr . 2.988 með almennum vöxtum frá 6. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til gr eiðsludags. Vegna I.14., kr . 3.381 með almennum vöxtum frá 9. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.15., kr . 1.814 með almennum vöxtum frá 11. desember 202 1 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. 10 Vegna I.16., kr . 2.948 með almennum vöxtum frá 10. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með drát tarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.17., kr . 2.802 með almennum vöxtum frá 12. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.18., kr . 3.683 með almen num vöxtum frá 13. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.19., kr . 2.274 með almennum vöxtum frá 14. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá bir tingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.20., kr . 3.051 með almennum vöxtum frá 14. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. V egna I.21., kr . 3.913 með almennum vöxtum frá 15. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.22., kr . 3.683 með almennum vöxtum frá 16. desember 2021 til þess da gs er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.23., kr . 3.155 með almennum vöxtum frá 17. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.24., kr . 2.655 með almennum vöxtum frá 18. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.25., kr . 3.104 með almennum vöxtum fr á 20. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vegna I.26., kr . 17.678 með almennum vöxtum frá 22. desember 2021 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakr öfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. 11 Vegna I.52., kr. 66.396 með almennum vöxtum frá 24. mars 2022 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Í öllum tilvikum er að auki krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. D. Z , kt. [...] , framkvæmdastjóri Lyfju hf., kt. [...] , krefst þess f.h. félagsins að ákærði verði dæmdur til greiðslu 26.6 67 kr. skaðabóta vegna ákæruliðar I.27. með almennum vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. janúar 2022 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr . sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafis t málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Afstaða ákærða til sakargifta og bótakrafna. Ákærði játar sök samkvæmt ákæru, krefst vægustu refsingar og sviptingar ökuréttar sem lög leyfa og að til frádráttar dæmdri refsingu komi óslitið gæsluvarðhald frá 13. maí 2022 til dómsuppsögu. Þá viðurkennir ákærði bótaskyldu í málinu og samþykkir þær bótakröfur sem teknar eru upp í ákæ ru. Verjandi ákærða krefst hæfilegrar þóknunar sér til handa vegna verjandastarfa við rannsókn og meðferð málsins. Niðurstöður dómsins: Fyrir dómi játaði ákærði undanbragðalaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Var því farið með málið að hætti 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi, verjandi og lögmaður bótakrefjanda Haga hf. tjáðu sig stuttlega um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist framburði hans hjá lögreglu og öðrum rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir í öllum tilvikum rétt færð til refsiákvæða. 12 Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 24. nóvember 2021 var ákærði sakfelldur fyrir 45 þjófnaðarbrot og dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið tvö ár. Sá dómur var birtur ákærða samdægurs. Önnur bro t er ekki að finna á sakavottorði ákærða. Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir 54 þjófnaðarbrot, sex skjalabrot, eitt fjársvikabrot og tvö umferðarlagabrot, framin á tímabilinu 1. september 2021 til 10. maí 2022. Brot ákærða samkvæmt ákæruliðum I.1. - I.3 . og II.55. - II.60. voru framin fyrir uppkvaðningu dómsins 24. nóvember 2021 og teljast hegningarauki við hann, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Með öðrum þeim brotum sem ákærði er nú sakfelldur fyrir rauf hann skilorð sama dóms. Ber því að taka upp fim m mánaða fangelsisrefsingu samkvæmt þeim dómi og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningar laga. Verður refsing ákærða samkvæmt því tiltekin eftir reglum 77. og 78. gr. gr. sömu laga. Það horfir ákærða til mikilla málsbóta að hann ját aði meira og minna sök hjá lögreglu og játaði skýlaust alla sök fyrir dómi, sbr. 8. töluliður 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Á móti kemur að hér er um ítrekuð þjófnaðarbrot að ræða í skilningi 71. og 255. gr., sbr. og 2. mgr. 244. gr. laganna. Þá verður ekki framhjá því litið að andlag hins stolna nemur tæpum sjö milljónum króna og komst þýfið að óverulegu leyti til skila, sbr. 2. töluliður 1. mgr. 70. gr. Þótt ekki réttlæti það brot ákærða á nokkurn hátt skal þess getið að fyrir dómi kvaðst ákærði hafa notað þýfið í vöruskiptum fyrir ávana - og fíknilyfið Oxycontin en hann hafi á greindum tíma verið forfallinn neytandi þessa lyfs og sú neysla kostað skildinginn. Ákæruvaldið krefst 10 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Að gættri greiðri já tningu ákærða fyrir dómi og því að hann samþykkti allar bótakröfur í málinu þykir með hliðsjón af öllu framansögðu mega una við þá kröfu ákæruvaldsins og dæmist ákærði því í 10 mánaða fangelsi. Til frádráttar þeirri refsingu skal koma gæsluvarðhald ákærða frá 13. maí til dómsuppsögu, samtals 41 dagur, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur unnið til sviptingar ökuréttar vegna brota samkvæmt ákæruliðum II.59. og II.60. Að því gættu og með vísan til 101. gr. umferðarlaga þykir sú svipting hæfi lega ákveðin 9 mánuðir frá dómsbirtingu að telja. Samkvæmt greindum málsúrslitum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Til hans telst 176.583 króna útlagður kostnaður ákæruvaldsins og þóknun Þorgils Þorgilssonar verjanda ákærða á rannsóknars tigi máls og hér fyrir dómi. 13 Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu verjanda þykir sú þóknun hæfilega ákveðin 1.116.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Í málinu liggja fyrir 28 skaðabótakröfur sem ákærði hefur samþyk kt án athugasemda og er hann dæmdur til að greiða þær með almennum vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá tjónsdegi hverju sinni, svo sem nánar greinir í dómsorði. Að gættri 1. mgr. 6. gr., sbr. og 9. gr. sömu laga, þ ykir rétt að upphaf dráttarvaxta miðist í öllum tilvikum við 12. júlí 2022, þá er liðinn er mánuður frá því að ákærða voru sannanlega birtar allar bótakröfur í málinu. Bótakröfur ÁTVR eru settar fram af lögmanni bótakrefjanda og ber því að dæma ÁTVR hæfil egan málskostnað, svo sem nánar greinir í dómsorði. Af hálfu Elko er ekki krafist málskostnaðar. Y forstjóri Haga krefst málskostnaðar vegna þeirra skaðabótakrafna sem frá honum stafa í málinu. Verður ekki á þær kröfur fallist nema að því leyti sem viðkemu r þjónustu Arnars Heimis Lárussonar lögmanns félagsins vegna undirbúnings dómsmeðferðar og fyrirtöku máls hér fyrir dómi, svo sem nánar greinir í dómsorði. Ekki verður séð að lögmannskostnað hafi leitt af kröfugerð Lyfju og kemur því ekki til álita að dæma félaginu málskostnað. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 10 mánuði. Til frádráttar þeirri refsingu komi 41 dags gæsluvarðhald ákærða frá 13. maí 2022 til dómsuppsögu. Ákærði er sviptur ökurétti í 9 mánuði frá dómsbirtingu að telja. Ákærði greiði 1.292.583 krónur í sakarkostnað, þar með talda 1.116.000 þóknun Þorgils Þorgilssonar verjanda síns. Ákærði greiði eftirtaldar skaðabótakröfur: ÁTVR 38.097 krónur með almennum vöxtum frá 1. desember 2021 til 1 2. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. ÁTVR 18.398 krónur með almennum vöxtum frá 1. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. ÁTVR 26.097 krónur með almennum vöxtum frá 1. desember 202 1 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. ÁTVR 12.999 krónur með almennum vöxtum frá 2. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. 14 Elko ehf. 119.990 krónur með almennum vöxtum frá 7. mars til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Elko ehf. 224.990 krónur með almennum vöxtum frá 10 maí 2022 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 1.516 krónur með almennum vöxtum frá 14. október 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 2.033 krónur með almennum vöxtum frá 2. nóvember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 2.572 krónur með almen num vöxtum frá 1. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 3.070 krónur með almennum vöxtum frá 2. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 3.683 kr ónur með almennum vöxtum frá 3. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 1.516 krónur með almennum vöxtum frá 4. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 2.988 krónur með almennum vöxtum frá 6. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 3.381 krónu með almennum vöxtum frá 9. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til g reiðsludags. Högum hf. 1.814 krónur með almennum vöxtum frá 11. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 2.948 krónur með almennum vöxtum frá 10. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með drá ttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 2.802 krónur með almennum vöxtum frá 12. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 3.683 krónur með almennum vöxtum frá 13. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þ eim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 2.274 krónur með almennum vöxtum frá 14. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 3.051 krónu með almennum vöxtum frá 14. desember 2021 til 12. júl í 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. 15 Högum hf. 3.913 krónur með almennum vöxtum frá 15. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 3.683 krónur með almennum vöxtum frá 16. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 3.155 krónur með almennum vöxtum frá 17. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 2.655 krónur með almennum vöxtum f rá 18. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 3.104 krónur með almennum vöxtum frá 20. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 17.687 krónur með almennum vöxtum frá 22. desember 2021 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Högum hf. 66.396 krónur með almennum vöxtum frá 24. mars 2022 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Lyfju hf. 26.6 67 krónur með almennum vöxtum frá 3. janúar 2022 til 12. júlí 2022 en frá þeim degi með dráttarvöxtum til greiðsludags. Ákærði greiði ÁTVR 200.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði Högum hf. 100.000 krónur í málskostnað. Jónas Jóhannsson