Héraðsdómur Reykjaness Dómur 24. nóvember 2021 Mál nr. S - 1972/2021 : Héraðssaksóknari (Elimar Hauksson saksóknarfulltrúi) g egn Radoslav Cabák ( Einar Oddur Sigurðsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 19. nóvember sl., að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með ákæru útgefinni 30. september 2021 á hendur Radoslav Cabák, kt. 000000 - 0000 , [...] . Málið er höfðað á hendur ákærða fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti: A. Með því að hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einkahlutafélagsins Grindslov, kt. 000000 - 0000 , (nú gjaldþrota): 1. Eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum einkahlutafé lagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma greiðslutímabilin maí, júní, júlí, september, nóvember og desember rekstrarárið 2017, mars, apríl, maí, júní, september, október og desember rekstrarárið 2018 og janúar rekstrarárið 2019, og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins greiðslutímabilin maí til og með desember rekstrarárið 2017, febrúar, mars, apríl, maí, 2 júní, ágúst, september, október, nóvember og desember rekstrarárið 2018 og janúar rekstrarárið 2019, samtals að fjárhæð kr. 7.565.330, sem sundurliðast sem hér greinir: Árið 2017 maí kr. 489.825 júní kr. 883.804 júlí kr. 105.697 ágúst kr. 71.559 september kr. 431.271 október kr. 268.137 nóvember kr. 286.745 desember kr. 242.890 2.779.928 Árið 2018 febrúar kr. 175.108 mars kr. 305.981 apríl kr. 212.780 maí kr. 316.556 júní kr. 363.639 ágúst kr. 467.794 september kr. 569.101 október kr. 700.432 nóvember kr. 744.209 desember kr. 888.577 4.744.177 Árið 2019 janúar kr. 41.225 41.225 Samtals 7.565.330 2. Eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma uppgjörstímabilin júlí ágúst, september október og nóvember desember rekstrarárið 2017 og janúar febrúar, mars apríl og maí júní rekstrarárið 2018, og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri félagsins uppgjörstímabilin maí júní rekstrarárið 2017 til og með júlí ágúst rekstrarárið 2018, í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, að fjárhæð kr . 13.621.261, sem sundurliðast sem hér greinir: 3 Árið 2017 maí - júní kr. 1.121.380 júlí - ágúst kr. 700.645 september - október kr. 1.024.140 nóvember - desember kr. 515.397 3.361.562 Árið 2018 janúar - febrúar kr. 1.133.717 mars - apríl kr. 1.382.743 maí - júní kr. 5.376.244 júlí - ágúst kr. 2.366.995 10.259.699 Samtals 13.621.261 3. Aflað Grindslov ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölulið A. kafla ákæru samtals að fjárhæð kr. 21.186.591 og nýtt ávinninginn í þágu einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu. B. Með því að hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einkahlutafélagsins Langhóls, kt. 000000 - 0000 , (nú gjaldþrota): 1. Eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum einkahlutafélagsins ve gna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma greiðslutímabilin janúar, júní, júlí, ágúst, október og desember rekstrarárið 2019 og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, í samræmi við fyrirmæli III. kafla laga nr. 45/1987 u m staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins greiðslutímabilin janúar, febrúar, maí, júní, júlí, ágúst, september, október og desember rekstrarárið 2019, samtals að fjárhæð kr. 1.437.019 sem sundurliðast sem hér gre inir: Árið 2019 janúar kr. 72.481 febrúar kr. 72.481 4 maí kr. 217.443 júní kr. 217.602 júlí kr. 638.287 ágúst kr. 72.534 September kr. 72.583 október kr. 3.232 desember kr. 70.376 1.437.019 2. Eigi staðið skil á virðisaukaskattskýrslum einkahlutafélagsins á lögmæltum tíma uppgjörstímabilin september október og nóvember desember rekstrarárið 2018 og júlí ágúst rekstrarárið 2019, og hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti, sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins, uppgjörstímabilin september október og nóvember desember rekstrarárið 2018 og janúar febrúar, mars apríl, maí júní, júlí ágúst og nóvember desember rekstrarárið 2019, í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, að fjárhæð 13.137.166, sem sundurliðast sem hér greinir: Árið 2018 september - október kr. 1.385.359 nóvember - desember kr. 5.832.397 7.217.756 Árið 2019 janúar - febrúar kr. 2.749.007 mars - apríl kr. 368.567 maí - júní kr. 854.327 júlí - ágúst kr. 1.190.018 nóvember - desember kr. 757.491 5.919.410 Samtals 13.137.166 3. Aflað Langhóli ehf. ávinnings af brotum samkvæmt 1. og 2. tölulið B. kafla ákæru samtals að fjárhæð kr. 14.574.185 og nýtt ávinninginn í þágu einkahlutafélagsins og eftir atvikum í eigin þágu. 5 C. Framangreind brot ákærða samkvæmt 1. tölulið A og B kafla ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Framangreind brot ákærða samkvæmt 2. tölulið A og B kafla ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Framangreind bro t ákærða samkvæmt 3. tölulið A og B kafla ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Verjandi ákærða gerir aðallega þá kröfu að hann verði sýknaður ákæruliðum A.3. og B.3. þ.e. brotum gegn 1. sbr. 2. mgr. 264. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er varðar peningaþvætti. Komi til sakfellingar fyrir þau brot er krafist vægustu refsingar sem lög frekast heimila og verði dæ md fangelsis refsing að þá verði hún skilorðsbundin. Þá er krafist vægustu refsingar fyrir þau brot sem ákærði hefur viðurkennt þ.e. skattalagabrot og verði dæmd fangelsisrefsing að hún verði þá skilorðsbundin. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður v erði lagður á ríkissjóð þ.m.t málsvarnarlaun verjandans samkvæmt málskostnaðarreikningi . II Málavextir: Skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf rannsókn á skilum afdreginnar staðgreiðslu og virðisaukaskatts Grindslov ehf. og Langhóls ehf. 12. febrúar 2020 en félögin eru bæði gjaldþrota og ákærði var forsvarsmaður þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fé lögin höfðu vanrækt skýrsluskil og að standa skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda og innheimtum virðisaukaskatti á tilskildum tíma. Grindslov ehf. hafði vænrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda innan lögboðin frests til ríkissjóðs fyrir greiðslutímabilin maí til og með desember 2017, febrúar - júní og ágúst til desember 2018 og janúar 2019. Félagið hafði einnig vanrækt að standa skil á virðisaukaskatti innan 6 lögboðins frests fyrir uppgjörstímabilin maí - júní til og með nóvember - desemb er 2017 og janúar - febrúar til og með júlí - ágúst 2018. Einnig hafði félagið vanrækt að standa skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu á réttum tíma til innheimtumanns ríkissjóðs vegna greiðslutímabilanna maí, júní, júlí, september, nóvember og desember 2017, mars, apríl, maí, júní, september, október og desember 2018 og janúar 2019. Þá hafði félagið ekki skilað virðisaukaskattskýrslum vegna uppgjörstímabilanna júlí - ágúst, september - október og nóvember - desember 2017 og janúar - febrúar, mars - apríl og maí - júní 20 18. Vangoldin afdregin staðgreiðsla var talin samtals 8.823.994 kr. og vangoldinn innheimtur virðisaukaskattur var talinn samtals 13.209.206 kr. að teknu tilliti til virðisaukaskatts af töpuðum kröfum, auk álags, dráttarvaxta og kostnaðar. Afdregin staðgre iðsla af launum fyrrum forsvarsmanns skattaðila, ákærða í máli þessu, hafði numið 1.258.664 kr. Langhóll ehf. hafði vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda innan lögboðins frests til ríkissjóðs fyrir greiðslutímabilin janúar, febrúar, maí, j úní, júlí, ágúst, september, október og desember 2019. Þá hafði félagið vanrækt að standa skil á virðisaukaskatti innan lögboðins frests til ríkissjóðs fyrir uppgjörstímabilin september - október og nóvember - desember 2018 og janúar - febrúar, mars - apríl, maí - j úní, júlí - ágúst og nóvember - desember 2019. Félagið hafði einnig vanrækt að standa skil á tilskildum tíma á skilagreinum vegna staðgreiðslu vegna greiðslutímabilanna janúar, júní, júlí, ágúst, október og desember 2019 og virðisaukaskattskýrslum vegna uppgjö rstímabilanna september - október og nóvember - desember 2018 og júlí - ágúst 2019. Vangoldin afdregin staðgreiðsla var talin 1.893.379 kr. og vangoldinn innheimtur virðisaukaskattur var talinn 13.137.166 kr. auk álags, dráttarvaxta og kostnaðar. Afdregin staðgr eiðsla af launum fyrrum forsvarsmanns félagsins, ákærða í máli þessu, var talin 456.360 kr. Með bréfi dags. 24. júní 2020 vísaði skattrannsóknarstjóri málinu til héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og eftir atvikum á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Niðurstaða rannsóknar héraðssaksóknara var sú að ógreidd staðgreiðsla Grindslov ehf. fyrir maí - desember 2017 væri 2.779.928 kr. en fyrir febrúar - júní og ágúst - de sember 2018 væri ógreidd staðgreiðsla 4.744.177 kr. og fyrir janúar 2019 væri ógreidd staðgreiðsla 7 41.225. Samtals væri ógreidd staðgreiðsla fyrir Grindslov vegna áranna 2017 - 2019 alls 7.565.330 kr. Vangoldinn virðisaukaskattur Grindslov ehf. vegna maí - d esember 2017 var talinn vera 3.361.562 kr. og vegna janúar - ágúst 2018 10.259.699 kr. eða alls 13.621.261 kr. Niðurstaða rannsóknar héraðssaksóknara varðandi Langhól ehf. var sú að ógreidd staðgreiðsla félagsins fyrir janúar, febrúar, maí - október og desem ber 2019 væri 1.437.019 kr. Vangoldinn virðisaukaskattur fyrir september - desember 2018 væri 7.217.756 kr. og fyrir janúar - ágúst og nóvember - desember 2019 5.919.410 kr. Samtals væri því vangoldinn virðisaukaskattur fyrir Langhól ehf. árin 2018 og 2019 13.13 7.166 kr. O fangreindar fjárhæðir úr rannsókn héraðssaksóknara eru í samræmi við ákæru. Við skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í apríl 2021 gaf ákærði litlar sem engar skýringar varðandi hin meintu brot. En varðandi skil á staðgreiðslu fyrir Grindslov ehf . sagði ákærði að bókhaldið hafi verið í höndum bókhaldara og hann hafi verið ábyrgur hvað staðgreiðsluna varðaði. Þá sagði ákærði erfitt að segja til um fjárhæðir þar sem um væri að ræða nokkurra ára gamalt mál. En ákærði sagði að það hafi farið eftir gre iðslugetu hverju sinni hvenær skilagreinum vegna staðgreiðslu hafi verið skilað en síðan hafi verið greitt þegar peningar hafi komið inn. Ákærði kvaðst ekkert geta staðfest varðandi skil á virðisaukaskattskýrslum og fjárhæðir á þeim. Til þess að geta það Varðandi Langhól ehf. kvaðst ákærði hafa yfirtekið félagið frá öðrum aðila. Varðandi skilagreinar vegna staðgreiðslu sagði ákærði að hann hafi farið með gögn til bókara sem hafi gert skilagreinar sem ákærði hafi síðan skrifað undir. Varðandi virðisaukaskatt þ.e. skýrslugerð og skil á skattinum gat ákærði litlu svarað. III Niðurstaða: 8 Ákærði gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins en við þingfestingu játaði ákærði sök samkvæmt ákæruliðum A.1., A.2., B.1. og B.2. þ .e. skattalagabrot. En hann neitaði sök samkvæmt ákæruliðum A.3. og B.3. varðandi peningaþvætti. Hann sagði að þeir fjármunir sem félögin hefðu ekki staðið ríkissjóði skil á vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatts fyrir félögin Grindslov eh f. og Langhól ehf hefði ekki verið haldið aðskildum frá öðrum fjármunum félaganna. Ekki þykir ástæða til að draga í efa að játning ákærða varðandi skattalagabrot sé sannleikanum samkvæm enda er hún í samræmi við rannsóknargögn málsins. Þykir því sannað a ð ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðum A.1., A.2., B.1. og B.2. og þar með gerst brotlegur gegn 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskat t. Samkvæmt ákæru hefur ákærði, sem var í forsvari fyrir Grindslov ehf. og Langhól ehf., ekki staðið ríkissjóði skil á 35.760.776 kr. vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatts á árunum 2017 - 2019 vegna nefndra félaga. Rétt þykir þó að líta svo á að inn á skuldina hafi verið greiddar 912.055 kr. vegna virðisaukaskatts þannig að vanskilin/undandregin fjárhæð séu 34.848.721 kr. Brot ákærða eru því stórfelld og varða jafnframt við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga kemur fram að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti á lögunum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða m.a. umbreytir slíkum ávinningi, flytur, sendir, geymir, aðstoðar við afhendin gu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Í 2. mgr. 264. gr. segir að sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot samkvæmt 1. mgr. skuli sæta sömu refsi ngu og þar greinir. Ákvæði 77. gr. hegningarlaganana gildi þá eftir því sem við á. Með lögum nr. 149/2009, sem tóku gildi 1. janúar 2009, voru framangreind ákvæði 264. gr. hegningarlaganna lögfest í núverandi mynd. Í skýringum við 1. mgr. 264. gr. í gr einargerð með því frumvarpi, sem varð að lögum nr. 149/2009, segir m.a. að við túlkun einstakra verknaðarþátta verði sem fyrr að horfa til þess að peningaþvætti sé í megindráttum hver sú starfsemi sem lúti að því ,,að fela uppruna og eiganda fjár sem er áv 9 Í ákæruliðum A.3. og B.3. er háttsemi ákærða lýst þannig að hann hafi aflað Grindslov ehf. og Langhóli ehf. ávinnings af brotum sem lýst er í töluliðum A.1., A.2., B.1. og B.2. og nýtt ávinninginn í þágu félaganna og eftir at vikum í eigin þágu. Af hálfu ákæruvaldsins hefur því ekki verið lýst nánar hvernig þetta hafi nákvæmlega gerst heldur virðist vera látið við það sitja í málatilbúnaði þess að refsivert sjálfsþvætti leiði með beinum hætti af broti samkvæmt tilvitnuðum ákæru liðum. Því virðist ákæruvaldið líta þannig á að refsiábyrgð vegna peningaþvættisbrotanna hafi alla vega að hluta til stofnast á sama augnabliki og frumbrotin. Ekki verður fallist á að það hafi verið ætlun löggjafans að refsiframkvæmd yrði með þeim hætti sem ákæruvaldið krefst í máli þessu. Enda gerir orðalag 1. málsliðar 2. mgr. 264. gr. hegningarlaganna ekki ráð fyrir því að frumbrot feli alltaf í sér brot gegn 264. 1. mgr. Í 2. málslið 2. mgr. 264. gr. er ekki gert ráð fyrir því að ákvæði 77. gr. hegningarlaganna um brotasamsteypu gildi alltaf þegar fyrir liggja bæði frumbrot og brot Þá er og að líta til þess að reglur 77. gr. eiga samkvæmt eðli brotasamsteypu ekki við þegar verknaðarlýsing tveggja refsiákvæða taka til eins og sama afbrotsins þ.e. þegar um árekstur refsiákvæða er að ræða, heldur lúta að því þegar maður hefur orðið uppv ís að því að hafa framið fleiri brot en eitt. Samkvæmt ofanrituðu fer það ekki á milli mála að þegar sá sem framið hefur frumbrot aðhefst frekar til að nýta ávinninginn af brotinu, umbreyta honum, flytja, senda, geyma, aðstoða við afhendingu hans, leyna h onum eða upplýsingum um uppruna hans, felur það í sér sjálfstætt brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga og skal þá refsa fyrir bæði brotin samkvæmt 77. gr. laganna um brotasamsteypu. Þegar hins vegar brotið gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegning arlaga fellur saman við frumbrotið og ekkert liggur fyrir um viðbótarathafnir af hálfu ákærða verður að telja að frumbrotið tæmi sök gagnvart broti gegn 264. gr. almennra hegningarlaga. Ákæruvaldið hefur ekki í máli þessu sýnt fram á viðbótarathafnir af hálfu ákærða í kjölfar skattalagabrotanna í því skyni af nýta ávinninginn af brotunum, umbreyta honum, flytja, 10 senda, geyma, aðstoða við afhendingu hans, leyna honum eða upplýsingum um uppruna hans. Verður því talið að frumbrot ákærða þ.e. gegn 1. mgr. 262 . almennra hegningarlaga tæmi sök gagnvart broti gegn 264. gr. laganna. Í þessu sambandi er og að líta til þeirrar meginreglu í refsirétti að vafa um túlkun refsiákvæða beri að túlka sakborningi í hag. Um þetta er og vísað til dóma Landsréttar í málum nr. 331, 332 og 333/2020. Ákærði hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu og refsing hans verður ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga sem og því að ákærði játaði greiðlega þau brot sem hann hefur verið sakfelldur fyrir. Með vísan til þess þykir hæfilegt að ákærði sæti fangelsi í t íu mánuði en fresta skal fullnustu þess hluta refsingarinnar í tvö ár frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði skal jafnframt greiða sekt til ríkissjóðs að fjárhæð 69.700.000 kr. og greiðist sekti n ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja skal ákærði sæta fangelsi í tólf mánuði. Brot ákærða gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 var talið tæma sök gagnvart 1. sbr. 2. mgr. 264. gr. laganna. Með vísan til þess þyki r rétt að ákærði greiði 2/3 hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 900.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði því 600.000 kr. en 300.000 kr. greiðist úr ríkissjóði. Verjandi nn sinnti einnig verjendastörfum fyrir ákærða á rannsóknarstigi málsins og tekur ákvörðuð þóknun mið af því. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, Radoslav Cabák, sæti fangelsi í tíu mánuði en fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 69.700.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og verði sektin ekki greidd in nan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja skal ákærði sæta fangelsi í tólf mánuði. 11 Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, eru 900.000 krónur og skal ákærði greiða 600.000 krónur en 300.000 krónur en greiðist ú r ríkissjóði. Ingi Tryggvason