Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9 . júní 2022 Mál nr. E - 392/2022 : Björn Kristjánsson Arnarson (Þórður Heimir Sveinsson lögmaður) g egn Lífeyrissjóði ver z lunarmanna ( Grétar Már Ólafsson lögmaður ) Dómur I. Mál þetta er þingfest 25. janúar 2022 en tekið til dóms 19. maí 2022 að lokinni að a lmeðferð. Stefnandi er Björn Kristján sson Arnarson, [...] , en stefndi er Lífeyrissjóður ver z lunarmanna, [...] í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Að viðurkennt verði að stefnda sé skylt að endurreikna lán stefnanda vegna fasteignaveðbréfs nr. 41742, verðtryggt, sem útgefið var 7. maí 2002, með hliðsjón af því að vextir afborgana og verðbóta sem v oru eldri en fjögurra ára þann 7. desember 2016 væru fyrndir. Jafnframt að viðurkennt verði að eftirstöðvar skuldar stefnanda við stefnda vegna fasteignaveðbréfs nr. 41742, verðtryggt, sem útgefið var 7. maí 2002, hafi hinn 7. desember 2016, numið 2.054.1 35 krónum. 2. Að viðurkennt verði með dómi að stefnda sé skylt að endurreikna lán stefnanda vegna fasteignaveðbréfs nr. 51056, sem útgefið var 12. ágúst 2008, með hliðsjón af því að vextir og verðbætur afborgana sem voru eldri en fjögurra ára þann 12. desemb er 2016 væru fyrndir. Jafnframt að viðurkennt verði að eftirstöðvar skuldar stefnanda við stefnda vegna fasteignaveðbréfs nr. 51056, sem útgefið var 12. ágúst 2008, hafi hinn 12. desember 2016, numið 21.626.008 krónum. Auk þess krefst stefndi málskostnað ar. 2 Stefndi, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, krefst þess að sjóðurinn verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda , auk málskostnaðar. II. Atvik málsins eru þau að stefnandi gaf 7. maí 2002 út veðskuldabréf nr. 41742 til stefnda að fjárhæð 2.000.000 kr., tryg gt með veði í fasteigninni Núpalind 2, íbúð 01 - 0503, með fastanúmerinu 223 - 568 , í Kópavogi . Skuldabréfið átti að endurgreiðast mánaðarlega með 240 jöfnum afborgunum og var fyrsti gjalddagi þess 7. júní 2002. Í skuldabréfinu var kveðið á um að ef vanskil yr ðu á greiðslu afborgana eða vaxta af skuld eða skuldum, sem bréfinu væri ætlað að tryggja, væri skuldin öll fallin í gjalddaga án fyrirvara. G reiðsluskilmálum veðskuldabréfsins var breytt 8. apríl 2005 þannig að afborganir yrðu 444 í stað 240 eins og uppha flega hafði verið samið um. Skuldabréfið var að öðru leyti óbreytt en í samkomulagi um breytingu á skilmálum kemur fram að skuldabréfið hafi verið í skilum. Stefnandi gaf út annað veðskuldabréf til stefnda 12. ágúst 2008, upphaflega að fjárhæð 17.500.000 kr., tryggt með veði í fasteigninni Álaþing i 8, með fastanúmerinu 230 - 1474/230 - 1475, í Kópavogi . Átti skuldabréfið að greiðast með 160 jöfnum afborg - unum og var fyrsti gjalddagi 12. nóvember 2008. Í skuldabréfinu var einnig kveðið á um að ef vanskil yrðu á greiðslu afborgana eða vaxta af skuld eða skuldum, sem bréfinu væri ætlað að tryggja, væri skuldin öll fallin í gjalddaga án fyrirvara G reiðsluskilmálum þessa veðskuldabréfs var breytt 1. október 20 08 þannig að afborgunum af höfuðstól var frestað í eitt ár frá 12. nóvember 2008 til 12. nóvember 2009, en greiða átti vexti með verðbótum á tímabilinu . S kuldabréfið var þá í skilum . Skilmálunum var svo aftur breytt 21. apríl 2009 þannig að vanskilum var b ætt við höfuðstól og næsti gjalddagi ákveðinn 12. maí 2010 . Við þá breytingu fékk veðskulda - bréfið númerið 51056 í kerfum stefnda og verður eftirleiðis vísað til skuldabréfsins undir þessu númeri. Héraðsdómur Reykjaness samþykkti 8. febrúar 2010 nauðasamni ng stef nanda til greiðsluaðlögunar, en krafa stefnda samkvæmt veðskuldabréfi nr. 41742 féll þar undir . Þegar nauðasamningurinn var samþykktur voru engar greiðslur af veðskuldabréfinu fallnar í gjalddaga eða ógreiddar. Samkvæmt nauðasamningnum átti greiðslu aðlögun að gilda í fimm ár. Nokkru síðar, eða 26. febrúar 2010 , komst á tímabundin greiðsluaðlögun fast - eignaveðkrafna á íbúðarhúsnæðinu í Álaþingi 8 . Greiðsluaðlögunin átti að gilda til 60 mánaða og féll krafa stefnda samkvæmt veðskuldabréfi nr. 51056 þa r undir. Þegar greiðsluaðlögunin komst á voru engar greiðslur af bréfinu fallnar í gjalddaga eða ógreiddar. Í nóvember 2011 sótti stefnandi um og fékk samþykkta hjá stefnda svokallaða 110% leið vegna veðskuldabréfs nr. 51056. 3 Þann 28. mars 2012 samþykkti umboðsmaður skuldara nýja umsókn stefnanda um greiðsluaðlögun. Umleitanir stefnanda um greiðsluaðlögun voru felldar niður með ákvörðun umboðsmanns skuldara 1. ágúst 2013. Stefnandi kærði þá ákvörðun til kæru - nefndar greiðsluaðl ögunarmála og með úrskurði 5. nóvember 2015 var ákvörðun umboðsmanns skuldara felld úr gildi. Í kjölfar úrskurðarins tók u mboðsmaður skuldara mál stefnanda til efnislegrar meðferðar á ný. Með bréfi til stefnanda 8. júlí 2016 felldi umboðsmaður skuldara ni ður umleitanir stefnanda til greiðsluaðlögunar . Stefnandi kærði þessa ákvörðun til úrskurðar - nefndar velferðarmála . Með úrskurði 23. nóvember 2016 staðfesti nefndin ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður umleitanir stefnanda til greiðsluaðlögunar . Ágreiningslaust er að stefnandi var í greiðsluskjóli fram til þess að nefndin k vað upp úrskur ð sinn , en af því leiddi að stefnda var óheimilt að krefjast greiðslu eða taka við greiðslu á kröfum sínum á hendur stefnanda, sem og að gjaldfella skuldir samkv æmt samningsbundnum heimild - um, gera fjárnám, kyrrsetningu eða löggeymslu í eigum stefnanda eða fá þær seldar nauðungarsölu, eða fá bú stefnanda tekið til gjaldþrotaskipta, sbr. a - til d - lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010, um greiðsluaðlögun einstakling a. Auk þess var stefnda óheimilt að að ráðast í hvers konar aðgerðir til innheimtu kröfu, sbr. f - lið 1. mgr. 11. g r. Í 2. mgr. 11. gr. sömu laga var einnig sérstaklega kveðið á um að vextir féllu á skuldir meðan á frestun greiðslna stæði en þeir væru ekki gjaldkræfir. Vextir af kröfum sem tryggðar væru með veði í eign sem skuldari fengi að halda gjaldféllu þó í samræmi við samninga þar um, að því marki sem veð svaraði til verðmætis hinnar veðsettu eignar. Samkvæmt gögnum málsins liggur fyrir að stefnandi var í sambandi við stefnda í desember 2016 um að fá stöðu lána sinna uppreiknaða. Af tölvupóstsamskiptum stefnanda við starfsmann stefnda 12. desember 2016 verður ráðið að stefnand i hafi fengið gögn um uppreiknuð lán sín afhent frá stefnda þann dag. Í kjö lfarið sendi stefnandi tölvupóst til starfsmanns stefnda 12. desember 2016 þar sem hann greindi frá því að komin væri heimab og greindi jafnframt frá því að hann myndi óska eftir skuldaraskiptum á lánunum, en hann hefði fengið þær upplýsingar að þau væru möguleg eftir að lán væri komið í skil. Starfsmaður stefnda svaraði þessari fyrirspurn um hæl og g reindi stefnanda frá því að lán 41742 væri á gjalddaga 7. janúar 2017 og lán 51056 væri á gjalddaga 12. janúar 2017. Ágreiningslaust er að í janúar 2017 hóf stefnandi aftur að greiða af lánum sínum samkvæmt veðskuldabréfum nr. 41742 og 51056 og innti af he ndi þær greiðslur innan gjalddaga. Þá er ekki ágreiningur um að stefnandi hefur upp frá því greitt reglulega 4 inn á lán sín hjá stefnda og án fyrirvara, nú síðast 21. janúar 2022 vegna veðskuldabréfs nr. 41742 og 1. febrúar 2022 vegna veðskuldabréfs nr. 510 56. Stefnandi hafði aftur samband við sama starfsmann stefnda með tölvupósti 8. janúar 2017 og óskaði þá eftir útreikningi á láni sínu. Greindi stefnandi frá því að hann gæti ekki engan veginn fundið út þá tölu sem stefndi hefði sent honum og hann óskaði því eftir að sjá útreikninginn í Excel - skjali. Stefndi sendi stefnanda umbeðinn útreikning 13. janúa r 2017. Sama dag beindi stefnandi tveimur spurningum til stefnda um forsendur útreikningsins í tölvupósti. Spurningarnar vörðuðu meðalvexti tímabils annar s vegar og útreikning á verðbótum hins vegar . Stefndi svaraði þeim tölvupósti 27. janúar 2017. Stefnandi sendi síðan annan tölvupóst til stefnda 8. febrúar 2017 þar sem hann kvaðst mun d u svara pósti stefnda frá 27. janúar 2017 ítarlega seinna í sömu viku. Þann 5. apríl 2018 hafði stefnandi samband við stefnda og óskaði eftir skilyrtu veðleyfi er varðaði veðskuldabréf nr. 51056 vegna samkomulags við Arion banka hf., nýrrar lántöku í tengslum við það samkomulag og yfirvofandi nauðungarsölu á fasteigninni Ála þing i 8, Kópavogi. Stefndi samþykkti umsókn stefnanda 9. apríl 2018. Sama dag, 9. apríl 2018, undirritaði stefnandi veðleyfið án fyrirvara og athugasemda en skilmálar og fjárhæð skuldar stefnanda við stefnda er u tilgreind á veðleyfinu . Þann 4. maí 2018 sendi stefnandi tölvupóst til stefnda þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að vextir af framangreindum veðskuldabréfum fyrir gjalddaga þeirra 23. nóvember 2012 væru fyrndir og óskaði eftir endurreikningi þeirra. Í bréfi stefnda til stef nanda 8. júní 2018 er rakið að þegar stefnandi hafi síðast greitt af lánunum 4. júní 2018 hafi nýr fyrningarfrestur byrjað að líða, sbr. 14. og 20. gr. laga nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda. Í bréfinu sagði jafnframt að fyrningar - frestur á báðum lán unum hefði fyrst verið rofinn í janúar 2017 og því gæti ekki verið um það að ræða að vextir væru fyrndir. Með tölvubréfi sem stefnandi sendi stefnda samdægurs var þessum skilningi stefnda mótmælt. Vísaði stefnandi þá til þess að þegar hann hefði komið úr greiðsluskjóli í lok árs 2016 hefði stefndi endurreiknað lán hans með röngum hætti. Lýsti stefndi í kjölfarið þeirri skoðun að stefndi hefði reiknað vexti og verðbætur af lánum stefnanda allt tímabilið frá því að hann fór í greiðsluskjól, og að stefnda hef ði einungis verið heimilt að reikna vexti og verðbætur til janúar 2014, eða fjórum árum eftir að að umboðsmaður skuldara felldi niður umleitanir hans um greiðsluaðlögun. Stefndi svaraði bréfi stefnda með tölvubréfi 14. júní 2018. Vísaði stefndi þá til þes s að stefnandi hefði greitt af nr. 41742 þar til nauðasamningur hans til greiðslu - aðlögunar var samþykktur 8. febrúar 2010. Þegar nauðasamningurinn komst á hefði það haft sömu réttaráhrif og gerð hefði verið réttarsátt um þær samningskröfur sem lýst var vi ð gerð nauðasamningsins og komu fram í kröfuskrá umsjónarman ns . Af því leiddi að 5 nýr 10 ára fyrningarfrestur hefði hafist fyrir þær kröfur, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 150/2007 Í svarbréfi stefnda sagði jafnframt að greiðsluskilmálum lánsins nr. 51056 he fði verið breytt 21. apríl 2009 og samið um að vanskilum yrði bætt við höfuðstól og að ekki yrði greitt af láninu fyrr en 12. maí 2010. Áður en að því kom hefði stefnandi fengið samþykkta tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna, sbr. lög nr. 50/2009. Samkvæmt þeim lögum skyldi bæta áföllnum vöxtum árlega við höfuðstól þeirra krafna sem ekki fengust greiddar á aðlögunartímanum. Greiðsluaðlögunartímabil beggja samn - ing anna hefði verið fimm ár. Í niðurlagi bréfsins var síðan rakið að þegar stefndi hefði gefið stefnanda upp stöðu lánanna hefði því ekki verið um það að ræða að hluti samnings - vaxta væri fyrndur . Fjárhæðin sem stefnandi hefði fengið gefna upp hjá sjóðnum væri því rétt. Þann 15. júní 2018 undirritaði stefnandi skilyrt veðleyfi sem varðaði ve ðskulda - bréf nr. 51056 sem stefnandi hafði óskað eftir vegna láns sem hann hugðist taka hjá Gildi lífeyrissjóði og nota átti til að gera upp áhvílandi skuld stefnanda við Arion banka hf. Í veðleyfinu er skuld stefnanda við stefnda skýrt tilgreind sem 19.81 6.842 kr., en hún hafi upphaflega verið 17.500.000 kr . Ekki var að finna athugasemdir eða fyrirvara í veðleyfinu sem stefnandi undirritaði . Stefnandi undirritaði síðan 21. september 2020 annað skilyrt veðleyfi um veð - skulda bréf nr. 51056 en stefnandi hafði óskað eftir veðleyfinu vegna láns sem hann hugðist taka hjá Birtu lífeyrissjóði og nota átti til að greiða upp áhvílandi skuld hans við Gildi lífeyrissjóð. Í veðleyfinu er skuld stefnanda við stefnda samkvæmt veðskulda - bréfinu sem fyrr tilg reind sem 19.816.843 kr. Ekki var að finna athugasemdir eða fyrirvara við skuldina í veðleyfinu. Þann 2. nóvember 2020 sendi stefnandi bréf til stefnda og gerði þar kröfu um endurreikning lána samkvæmt framangreindum veðskuldabréfum . Gerði stefnandi þar g rein fyrir því að hann hefði verið í greiðsluskjóli til 23. nóvember 2016 vegna umsóknar sinnar um greiðsluaðlögun, eða þar til að ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður umleitanir hans til greiðsluaðlögunar var staðfest. Í bréfi sínu vísaði stef nandi til þess að sér hefði orðið ljóst eftir að hafa fengið sundurliðanir á útreikningum lána frá stefnda í janúar 2017 að ekki hefði verið tekið tillit til þess að hluti vaxta og verðbóta á láninu væri fyrndur. Rakti stefnandi í bréfi sínu að samkvæmt útr eikningum sem hann hefði aflað ætt u eftirstöðvar láns nr. 41742 að vera 1.333.862 kr. en ekki 2.301.015 kr. eins og stefndi héldi fram. Þá ættu eftirstöðvar láns nr. 51056 að vera 21.626.008 kr. en ekki 26.780.614 kr. eins og stefndi héldi fram. Til rökstu ðnings kröfu sinni um endurreikning vísaði stefnandi til þess að fyrningartími vaxta og verðbóta væri fjögur ár en í janúar 2017 hefði mun lengri tími en fjögur ár verið liðinn frá því að nauðasamningur hans hefði verið staðfestur. 6 Með bréfi, dags. 4. des ember 2020 , var kvörtun stefnanda til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki móttekin hjá nefndinni. Stefndi kom athugasemdum sínum á framfæri við úrskurðarnefndina 11. janúar 2021 og stefnandi andsvörum sínum 2. febrúar 2021 . Greiðsluskilmá lum veðskuldabréfs nr. 51056 var síðan aftur breytt 18. febrúar 2021. Í breytingarskjalinu eru eftirstöðvar lánsins að nafnvirði við skilmálabreytinguna tilgreindar sem 18.235.432 kr. Ekki var að finna neina fyrirvara eða athugasemdir af hálfu stefnanda vi ð fjárhæð skuldarinnar í skjalinu. Í sama skjali kemur fram að stefnandi lýsi því yfir að hann hafi nauðsynlegar upplýsingar til að taka ákvörðun um skilmála - breytinguna. Þá undirritaði stefnandi yfirlýsingu 11. júní 2021 um nýja veðsetn ingu vegna flutnings á láni 51056. Í úrskurði úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki , sem kveðinn var upp 20. maí 2020, var rakið að ágreiningur aðila lyti að því hvort stefnandi ætti rétt á endurútreikningi á lánum nr. 41742 , dags. 7. maí 20 02 og nr. 51056 , dags. 21. apríl 2008 , hjá stefnda. Stefnandi byggði á því að vextir af lánunum hefðu verið að hluta til fyrndir og eftir atvikum verðbætur og stefndi hefði ekki tekið tillit til þess við útreikning á stöðu lána stefnanda eftir að tímabundi nni frestun greiðslna lauk þann 23. nóvember 2016. Í úrskurði nefndarinnar er rakið að samkvæmt gögnum málsins hafi stefnandi innt af hendi lokagreiðslu árið 2010 áður en hann fór í greiðsluskjól til 23. nóvember 2016. Fyrstu gjalddagar lánanna eftir grei ðsluskjól hafi verið 7. og 12. janúar 2017. Í útreikningum stefnda séu vextir reiknaðir frá árinu 2009 af fyrra láni stefnanda og árinu 2013 af seinna láni hans. Í framhaldinu er síðan rakið í úrskurðinum að þegar stefnandi sótti um greiðsluaðlögun á grund velli laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga hafi tímabundin frestun greiðslna hafist , sbr. 11. gr. laganna. Á meðan á frestun greiðslna hafi staðið hafi lánardrottnum verið óheimilt að krefjast eða taka við greiðslu á kröfum sínum, sbr. a - lið 1 . mgr. 11. gr. laganna. Vextir hafi fallið á skuldir meðan á frestun greiðslna hafi staðið en þeir hafi ekki verið gjaldkræfir, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Málshöfðun gegn skuldara væri liður í löginnheimtu kröfunnar, sbr. 2. mgr. 1. gr. innheimtulaga nr . 95/2008 og 24. gr. a í lögum um lögmenn nr. 77/1997. Í úrskurðinum segir síðan að það leiði af dómi Hæstaréttar í máli nr. 736/2014 að slíta verði fyrningu kröfu með málshöfðun á hendur þeim sem æskir greiðsluaðlögunar, enda sé ekki mælt fyrir um aðra aðferð í lögum nr. 101/2010. Ljóst sé að það sé því á ábyrgð stefnda að rjúfa fyrningu krafna áður en fjögurra ára fyrningarfresti ljúki . Þegar stefna ndi greiddi fyrstu greiðslu eftir að tímabundinni frestun greiðslna lauk hafi vextir að hluta til verið fyrndir. Vextir af lánum stefnanda sem voru eldri en fjögurra ára þegar hann greiddi af kröfunum í janúar 2017 hafi verið fyrndir. Stefnda hafi verið í lófa lagið að rjúfa fyrningu með málshöfðun á hendur stefnanda og verði stefndi að bera ábyrgð á því að hafa ekki gert það áður en fjögurra ára fyrningartímabili lauk. Fellst nefndin því á 7 það með stefnanda að stefnda væri skylt að endurreikna lán stefnand a með hliðsjón af því að vextir sem eru eldri en fjögurra ára séu fyrndir. Þann 16. júní 2021 sendi stefndi bréf til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki og tilkynnti að stefndi myndi ekki sætta sig við úrskurð nefndarinnar þar sem hann væri ósamþykkur niðurstöðu úrskurðarins auk þess sem í úrskurðinum hefði ekki verið tekin afstaða til allra málsástæðna og lagaraka stefnda. Lögmaður stefn - anda sendi stefnda bréf 18. október 2021 þar sem spurt var hvort stefndi ætlaði sér ekki að una framangr eindum úrskurði úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármála fyrir tæki. Svaraði stefndi bréfi stefnanda þann 29. október sama ár og ítrekaði fyrri afstöðu . Höfð - aði stefnandi í kjölfarið þetta mál. Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir mál sitt á niðurstöðu úrskurðar úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki nr. 22/2020 frá 20. maí 2021 . Þar hafi úrskurðarnefndin fallist á þann málatilbúnað stefnanda að ekki hefði verið tekið tillit til þess við endurreikning l ána hans hjá stefnda nr. 41742 og nr. 51056 að vextir af þeim hefðu verið að hluta til fyrndir og einnig að hluta til verðbætur af láni nr. 51056. Þá hafi nefndin talið stefnda skylt að endurreikna lán stefnanda með hliðsjón af því að vextir og verðbótaþát tur afborgana sem væru eldri en fjögurra ára væru fyrndir. Af hálfu stefnanda er byggt á því að fyrra lán hans nr. 41742 hafi verið tekið í gildistíð eldri laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. þeirra laga f yrnist kröfur um gjaldkræfa vexti á fjórum árum. Krefst stefnandi viðurkenningar á því að vextir af láninu hafi verið að hluta til fyrndir en ekki sé gerð krafa um fyrningu verðbóta. Byggir stefnandi á því að vextir sem fallið hafi á þetta lán frá 7. desem ber 2012 til 7. desember 2016 hafi verið fyrndir þegar stefndi reikn - aði upp lánið 12. desember 2016. Um síðara lán stefnanda , nr. 51056, gild i lög nr. 150/2007 , um fyrningu kröfuréttinda , sem tóku gildi 1. janúar 2008. Samkvæmt 3. gr., sbr. 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. , þeirra laga gildi almennur fjögurra ára fyrningarfrestur um vexti og verðbætur af kröfum samkvæmt skuldabréfum. Stefnandi vísar til þess að meira en fjögur ár hafi liðið frá því að greiðslur af lánunum féllu niður og þar til þær hófust að nýju í janúar 2017. Stefn an di telur að vextir og verðbætur á þessu láni , sem fallið hafi til frá 7. desember 2016 , hafi verið fyrn d þegar stefndi reiknaði upp lánið 12. desember 2016 . Stefnandi byggir á því að stefndi hafi ekki rofið fyrningu framangreindra krafna og stefn d a hafi því borið að taka tillit til fyrningar vaxta og verðbóta þegar lánin voru reiknuð upp 12. desember 2016. Stefndi hafi því krafið stefnanda um afborganir af hærri fjárhæð en lögvarin skuld hafi numið og ekki leiðrétt mismuninn þegar s tefnandi óskaði eftir því, e ins og lög og dómur Hæstaréttar í máli nr. 736/2014 gera ráð fyrir. Telur stefnandi að 8 það leiði af síðastgreindum dómi að stefnda hafi verið nauðsynlegt að slíta fyrningu krafna sinna um vexti og verðbætur með málshöfðun á hend ur stefnda, enda sé ekki mælt fyrir um aðra aðferð til að slíta fyrningu kröfu á hendur þeim sem æskir greiðslu - aðlögunar í lögum nr. 101/2010. Ljóst sé að það hafi verið á ábyrgð stefnda að rjúfa fyrningu krafna áður en fjögurra ára fyrningarfresti lauk m eð málshöfðun , sem stefnda hefði verið í lófa lagið að gera áður en fjögurra ára fyrningartímabilinu lauk en gerði ekki. Þá byggir stefnandi á því að það leiði af sama dómi að umleitanir um greiðslu - aðlögun hafi ekki áhrif á fyrningartíma. Réttaráhrif nau ðasamnings og tímabundinnar greiðslu aðlögunar fasteignaveðskrafna hafi fallið niður þegar stefnandi fékk greiðslu - aðlögun hjá umboðsmanni skuldara 28. mars 2012 . Sú greiðsluaðlögun hafi leyst bæði nauða samninginn og tímabund n u greiðsluaðlögunina af hólmi , en þar með hafi réttarstaðan orðið sambærileg og í fyrrnefndum dómi í máli nr. 736/2014 að því leyti sem máli skipti. Með þessu hafi því ekki aðeins verið hafnað að fyrningu krafna stefnda hefði verið slitið við það að sækja um greiðsluaðlögun hjá umboðs manni skuldara, heldur einnig að slík umsókn framlengdi fyrningu annars en lögveðsréttar og þar sem kröfur stefnda á hendur stefnanda vegna lánanna njóti ekki lögveðsréttar hafi umsókn um greiðslu aðlögun ekki framlengt fyrningu þeirra. Stefnandi telur óum deilt að hann hafi veri ð í greiðsluskjóli lengur en fjögur ár . Af hálfu stefnanda er byggt á því að á þessu tímabili hafi liðið sá fyrningartími sem gildi um vexti og verðbætur að hluta til , eins og krafa sé gerð um. Það leiði af dómi Hæstaréttar í máli nr . 736/2014 að miða eigi upphafstíma útreiknings vaxta og verðbóta af lánunum við dagsetningar fyrstu nýju gjalddaga stefnanda frá því 7. og 12. janúar 2017 þótt stefn - andi mi ði einungis við 7. og 12. desember 2016 í útreikningi sínum , þ.e. mánuð fyrir viðkom andi gjald daga. E ndurreikningu r stefnda hafi byggst óslitið frá síðustu greiðslum stefnanda í öndverðu með tilheyrandi vanskilum. Stefnandi vísar til þess að kröfur sem falli undir nauðasamninga eða tímabundna greiðsluaðlögun ve gna fasteignaveðlána falli ekki undir neinar af þeim undanþágum frá greiðsluaðlögun einstaklinga sem séu tæmandi taldar í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Samkvæmt gagnályktun hljóti því lánin að hafa fallið undir þá greiðs luaðlögun einstaklinga sem umboðsmaður skuldara samþykkti 28. mars 2012 og lauk 23. nóvember 2016 þegar úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður umleitanir stefnanda um greiðsluaðlögun . Stefnandi byggir á því að hann hafi gert fyrirvara við greiðslur sínar inn á lánin í janúar 2017 . Stefnandi vísar í þessu sambandi til tölvubréfa sinna til stefnda 8. janúar 2017, auk handskrifaðra athugasemda á yfirlit yfir stöðu skuldabréfs. Þá vísar stefnandi til þess að hann hafi gert fyrirvara í tölvupóst samskiptum við stefnda í maí og júní 2018 . Stefnandi vísar jafnframt til þess að hann hafi ekki fengið sundurliðaðan útreikning 9 lánanna fyrr en 13. janúar 2017, og því ekki haft tök á að kynna sér gögnin fyrir gjalddaga lána nna 7. og 12. janúar 2017. Þá sé stefnandi neytandi og ekki lögfróður og hann hafi ekki áttað sig á að hluti vaxta og verðbóta væri fyrndur fyrr en hann leitaði sér aðstoðar lögfræðings. Stefnandi hafi enn fremur viljað forðast að lánin færu í vanskil þar sem hann var nýkomin úr greiðsluskjóli og um var að ræða heimili fjölskyldu hans og því hafi hann greitt gjalddagana áður en hann fékk svör við fyrirspurnum sínum frá stefnda . Stefnandi telur af þeim sökum ekki hægt að virða honum það í óhag sem neytanda þótt hann hafi ekki gert efnislegar athugasemdir við endurreikning stefnda , enda hafi það verið nánast ómögulegt fyrir hann án sérfræðiaðstoðar. Þrátt fyrir að stefnandi hafi ekki vísað sérstaklega til reglna um fyrningu í athugasemdum sínum sé alveg ljóst að stefnandi hafi gert athugasemdir við útreikninga á stöðu lánanna áður en hann hóf að greiða af þeim á ný. Eftir að stefnandi hafði fengið mat óháðra aðila voru athugasemdir við stöðu lánanna margítrekaðar með vísun til fyrningarsjónarmiða. Þá bendir s tefnandi á að samkvæmt skilmálum lánanna hafi þau sjálfkrafa fallið í gjalddaga án fyrirvara við vanskil og hafi það enn átt við þegar nauðasamningur stefnanda féll úr gildi vegna umsóknar um greiðsluaðlögun, sem leysti einnig af hólmi þá tímabundnu greiðs luaðlögun fasteignaveðkrafna sem áður hafði komist á með ákvörðun sem kröfuhafar lögðust ekki gegn. Stefnandi vísar í þessu sambandi til þess að kröfur sem falli undir nauðasamning eða tímabundna greiðsluaðlögun vegna fasteignaveðlána falli ekki undir nein ar af þeim undanþágum frá greiðsluaðlögun einstaklinga sem eru tæmandi taldar í níu stafliðum 1. mgr. 3. gr. laga nr. 101/2010 , eins og áður greindi. Samkvæmt gagnályktun hljóti lánin því að hafa fallið undir þá greiðsluaðlögun einstaklinga sem umboðsmaður skuldara samþykkti 28. mars 2012 að hefja, enda hefði vilji löggjafans til annars þurft að koma fram í undanþáguákvæðunum. Krafa stefnanda um að eftirstöðvar lánanna verði endurreiknaðar og leiðréttar, styð ji st m.a. við 16. gr. laga nr. 121/1994 um neyten dalán, áðurgreind lög um fyrningu og almennar reglur kröfuréttar. Að því er varðar kröfur um viðurkenningu á því að eftirstöðvar skulda stefnanda við stefnda nemi tiltekinni fjárhæð í lið um 1 og 2 í stefnu vísar stefnandi til útreikninga á bls. 3 í kvörtun sinni til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, dags. 4. desember 2020. Þá vísar stefnandi jafnframt til greiðsluyfirli ta af skuldabréfum nr. 41742 og nr. 51056 sem og skjals með útreikningum Guðmundar Ásgeirssonar kerfisfræðings, da gs. 6. september 2020. Um grundvöll krafna sinna vísar stefnandi til almennra reglna kröfuréttar um endurheimt oftekins fjár. Byggir stefnandi jafnframt á því að viðurkenningarkröfur hans að þessu leyti nemi mismun þeirra útreikninga sem hann hefur lagt fr am og yfirlita stefnda. Telur stefnandi að a f láni nr. 41742 sé mismunur inn 246.880 kr. en 5.154.606 kr. af láni nr. 51056 . S amtals nemi mismunurinn vegna beggja lánanna því 5.401.486 kr. 10 Stefnandi skýrir vaxtaútreikninga sína á þann veg að vextir af lánu num séu reiknaðir miðað við gildandi vaxtaprósentu í hverjum mánuði á tímabilinu janúar 2013 til desember 2016 og höfuðstólsfærðir með 12 mánaða millibili samkvæmt 12. gr. laga nr. 38/2001. Vaxtaprósenturnar fyrir hvern mánuð hafi verið fengnar frá stefnda . Verð - bæturnar séu svo reiknaðar miðað við hlutfallslega hækkun vísitölu neysluverðs en þær for sendur komi fram í kvörtuninni til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármála - fyrirtæki. Málsástæður stefnda Stefndi dregur í efa að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um þær kröfur sem stefnandi hefur uppi í máli þessu eins og þær liggja fyrir. Stefndi vísar í því sambandi til þess að s tefnandi hafi án fyrirvara greitt þann hluta krafna stefnda sem hann haldi nú fram að hafi verið fyrndur. Efni réttinda og skyldna aðila eins og það er nú vegna framangreindra veðskuldabréfa mun i því ekki nást fram þó að kröfur stefnanda verði teknar til greina. Þá ráðist r éttindi og skyldur aðila eins og þær eru nú vegna þessara lögskipta ekki nema að teknu tilli ti til fleiri þátta sem ekki sé fjallað um í stefnu. Stefndi vísar einnig til þess að ekki sé tekið fram hvert sé upphaf fyrningarfrests þess hluta kröfu stefnda sem stefnandi haldi nú fram að sé fyrndur. Það sé hins vegar grundvallaratriði við ákvörðun u m lengd fyrningarfrests. Málið sé því vanreifað af hálfu stefnanda að þessu leyti, sbr. e - l ið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þá sé kröfu - útreikningur stefnanda einnig óljós og illa reifaður. Telur stefndi að framangreindir ágall - ar á kröfugerð og málati lbúnaði stefnanda kunni að leiða til þess að rétt sé að vísa málinu frá af sjálfsdáðum samkvæmt 1. mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991. Fái kröfur stefnanda efnislega meðferð heldur stefndi því fram að sýkna beri hann af öllum kröfum stefnanda í málinu. Vísar s tefndi þá til þess að þegar nauðasamningur stefnanda til greiðsluaðlögunar var samþykktur 8. febrúar 2010 , sem krafa stefnda samkvæmt veðskuldabréfi nr. 41742 féll undir, hafi engar greiðslur af veðskuldabréfinu verið fallnar í gjalddaga og ógreiddar. Hefð i hins vegar svo verið hefði kröfulýsing stefnda vegna umleitana um greiðsluaðlögun stefnanda haft sömu áhrif og gerð hefði verið um kröfuna réttarsátt, sbr. h - lið 63. gr. l aga nr. 21/1991, sbr. h - l ið 2. gr. laga nr. 24/2009, en nauðasamningur stefnanda ti l greiðsluaðlögunar komst á áður en ákvæðinu var breytt með lögum nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Við það hefði nýr 10 ára fyrningarfrestur byrjað að líða, sbr. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda , s br. nú 2. m gr. 21. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda, teldist einhver hluti kröfunnar hafa verið gjaldfallinn. Þegar tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna komst á þann 26. febrúar 2010, sem krafa stefnda samkvæmt veðskuldabréfi nr. 51056 féll un dir, voru heldur engar greiðslur af því veðskuldabréfi fallnar í gjalddaga og ógreiddar . Hefði hins vegar 11 svo verið hefði gjaldfallinn hluti höfuðstóls sem og vextir og verðtrygging lagst við ógjald fallinn höfuðstól veðskuldabréfsins , sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 50/2009 um tíma - bundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna , og orðið þannig hluti hans. Af hálfu stefnda er vísað til þess að framangreind greiðsluaðlögunarúrræði stefnanda hafi bundið stefnda hvað kröfur hans samkvæmt framangreindum veðskuldabréfu m varðar. Stefndi hafi því ekkert getað aðhafst gagnvart stefnanda. Þegar umboðsmaður skuldara samþykkti nýja umsókn stefnanda um greiðsluaðlögun þann 28. mars 2012 hafi framangreind greiðsluaðlögunarúrræði fallið niður og við tekið tíma - bundin frestun greiðslna samkvæmt 11. gr. laga nr. 101/2010 . Það hafi haft þau réttaráhrif í för með sér að stefnda hafi verið óheimilt að krefja stefnanda um greiðslur samkvæmt veðskuldabréfum nr. 41742 og 51056 eða fella þau í gjalddaga, sbr. a - og b - lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010. Samkvæmt því hafi stefnandi notið greiðsluaðlögunarúrræða samfellt frá 8. febrúar 2010 til 23. nóvember 2016 , þegar úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður umleitanir stefna nda til greiðslu - aðlögunar . Það hafi því fyrst verið þann 23. nóvember 2016 sem stefndi gat krafið stefnanda efnda á skuldbindingum sínum samkvæmt framangreindum veðskulda bréfum. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda reiknast fyrningarfrestur kröfu frá þeim degi þegar kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda. Efnislega sömu reglu var að finna í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Af því leiðir að upphaf fyrningarfrests vegna gre iðslna af framangreindum veðskuldabréfum hefði í fyrsta lagi verið hægt að miða við þann dag er tímabundinni frestun greiðslna stefnanda lauk , eða þann 23. nóvember 2016. Stefndi telur að dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 736/2014 sem stefnandi vísar ti l sem fordæmis geti ekki átt við hér. Þar hafi krafa verið fallin í gjalddaga áður en frestun greiðslna tók gildi og fyrningarfrestur úti þegar umleitanir um greiðsluaðlögun voru felldar niður. Í þessu máli hafi aftur á móti engar afborganir af framangrein dum veðskuldabréfum verið fallnar í gjalddaga og ógreiddar þegar greiðsluaðlögunarúrræði stefnanda komust á. Ekki hafi því verið um það að ræða að stefndi þyrfti að höfða mál til slita á fyrningu afborgana höfuðstóls, vaxta eða verðbóta, þar sem ekkert af hans kröfum var þá gjaldfallið. Af hálfu stefnda er jafnframt vísað til þess að í úrskurði úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli aðila sé ekki tekið tillit til þess að engin af kröfum stefnda á hendur stefnanda var gjaldfallin . Í úrskurðinum sé heldur ekki r ökstutt hvenær upphaf fyrningarfrests á kröfum stefnda hafi verið og úrskurður inn geti því ekki haft neina þýðingu við úrlausn þessa máls. Stefndi telur að hann hafi gefið stefnanda upp rétta stöðu á lánum hans hjá stefnda í desember 2016 , enda hafi engir vextir né verðb ætur verið fyrnd. Stefnandi hafi því ekki 12 greitt meira af lánum sínum en honum ber . Stefndi hafni auk þess útreikningi stefnanda á stöðu lánanna í skjali með útreikningum Guðmundar Ásgeirssonar kerfisfræðings s em og fjárhæðum í 2. mgr. 1. tl. og 2. mgr. 2 tl. í kröfugerð stefnanda enda sé útreikningurinn ekki nægilega rökstuddur. Útreikningar stefnanda sýni heldur ekki hvernig farið sé með vexti og verðbætur sem féllu á skuldirnar fyrir janúar 2013. Þó sé ljóst að áfallnir vextir og verðbætur krafna sem falli undir greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna, eins og krafa stefnda samkvæmt veðskuldabréfi nr. 51056, skul i bætast árlega við höfuðstól , sbr. 6. gr. laga nr. 50/2009. Þá liggi einnig fyrir að einungis hluti áf allinna verðbóta kemur til greiðslu hverju sinni en hluti leggst við höfuðstól kröfu. Um þetta sé ekkert fjallað í stefnu og málið því vanreifað af hálfu stefnanda að þessu leyti. Þá vill stefndi benda á að í stefnu er á því byggt að vextir af veðskuldabré fi nr. 41742 og vextir og verðbætur af veðskuldabréfi nr. 51056 frá 7. desember 2012 til 7. desember 2016 hafi verið fyrndir við útreikning stefnda á stöðu veðskuldabréfanna í desember 2016. H ins vegar sé óljóst hvort útreikningar stefnanda í dómskjali nr. 30 og fjárhæðir í 2 mgr. 1. tl. og 2. mgr. 2. tl. í kröfugerð stefnanda byggja st á þeirri forsendu. Af framangreindu sé ljóst að engar afborganir höfuðstóls, vaxta eða verðbóta hafi verið fallnar í gjalddaga og ógreiddar þegar greiðsluaðlögunarúrræði þau sem stefnandi naut samfellt frá 8. febrúar 2010 til 23. nóvember 2016 komust á. Hafi stefnda verið óheimilt á tímabilinu að krefja stefnanda um greiðslur á umsömdum gjalddögum og jafnframt óheimilt að taka við greiðslu. Stefndi hafi ekki getað krafið stefn anda um greiðslu fyrr en að gengnum úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála 23. nóvember 2016. Þá ítrekar stefndi að stefnandi hefur ekki í máli þessu sýnt fram á og rökstutt hvenær upphaf fyrningarfrests á kröfum stefnda hafi verið, eins og honum ber i að gera. Með vísan til þess sem að framan greinir heldur stefndi því fram að sýkna beri hann af kröfum stefnanda í málinu. Stefndi bendir jafnframt á að stefnandi hafi fyrst haldið því fram gagnvart honum að vextir og verðbætur kynnu að vera fyrndar 4. maí 20 18, en aldrei í samskiptum sínum við stefnda í desember 2016, sem og í janúar og febrúar 2017. Stefnandi hafi einnig byrjað að að greiða aftur af lánum sínum samkvæmt veðskuldabréfum nr. 41742 og nr. 51056 í janúar 2017, í samræmi við samkomulag við stefnd a þar um. Hafi stefnandi greitt reglulega og fyrirvaralaust inn á lán sín hjá stefnda síðan, nú síðast þann 21. janúar 2022 vegna veðskuldabréfs nr. 41742 og 1. febrúar 2022 vegna veðskuldabréfs nr. 51056 . Auk þess hafi ste fn andi margoft viðurkennt skuld sína við stefnda. Bæði í samskiptum við hann sem og með fyrirvaralausri undirritun á skuldbreytingarskjöl sem öll hafi verið til hagsbóta fyrir stefnanda. Þannig hafi stefnandi fyrirvaralaust og án athugasemda undirritað skilyrt v eðleyfi þann 9. apríl 2018, aftur 15. júní 2018 og á ný 21. september 2020 . Einnig hafi stefnandi fyrirvaralaust og án athugasemda 18. febrúar 13 2021 undirritað skjal um breytingu á greiðsluskilmálum veðskuldabréfs nr. 51056 vegna heims faraldurs kórónuveiru og þann 11. júní 2021 yfirlýsingu um nýja veðsetningu vegna flutnings á láni nr. 5105 6 . Skuld stefnanda við stefnda sé skýrt tilgreind í framan - greindum skjölum. Þá hafi stefnandi með fyrirvaralausum greiðslum greitt upp þá vexti og verðbætur sem stefnand i haldi nú fram að hafi verið fyrndir. Í ljósi þessa byggir stefndi á því að stefnandi hafi slitið fyrningu með þeim réttaráhrifum að nýr fyrningarfrestur hafi byrjað að líða við hverja greiðslu sem og í hvert sinn sem stefnandi hafi beinlínis viðurkennt skuld sína, sbr. 14. og 20. gr. laga nr. 150/2007 og 6. gr. laga nr. 14/1905. Samkvæmt meginreglum kröfuréttar verði greiðsla fyrndrar kröfu ekki endurkrafin. Skipti ekki máli í því samhengi þó skuldara hafi ekki verið kunnugt að krafan væri fyrnd. Stefnd i telur jafnframt að sjónarmið um endurgreiðslu ofgreidds fjár eða skaða - bætur á grundvelli 27. gr. laga nr. 121/1994 , um neytendalán , geti ekki átt við og sé þeim hafnað. Þá sé tilvísun stefnanda til 16. gr. laga nr. 121/1994 hafnað. Stefnanda hafi verið í lófa lagið að gera fyrirvara við greiðslur og undirritanir á framangreind skjöl en hann hafi kosið að gera það ekki og hann verði að bera hallann af því. Þá er því hafnað sem fram kemur í stefnu að stefnandi hafi ekki getað gert athugasemdir við stöðu lá nanna fyrr en hann hafði leitað aðstoðar sérfræðings. Er í því sambandi bent á að skilmálar um - ræddra lána lágu ljósir fyrir og voru hefðbundnir og því ekki aðeins á færi sérfræðinga að reikna stöðu þeirra . Hafi stefnandi talið nauðsynlegt að leita sérfræðiaðstoðar bar hon - um að gera það án tafar en ekki einu og hálfu ári eftir að hann hóf að greiða af lánunum á nýjan leik án fyrirvara. Þá hafi stefnandi haldið áfram að greiða fyrirvaralaust af lánum sínum hjá stefnda eftir að hafa haldið því fram að vextir af lánum hans kynnu að vera fyrndir sem og að viðurkenna skuld sína berum orðum með fyrirvaralausri undirritun á framangreind skuldbreytingarskjöl. Þá líði rúmlega tvö ár frá því að stefnandi heldur því fyrst fram að vextir af lánum hans kunni að v era fyrndir og þar til hann setur fram formlega kröfu um endurreikning þeirra í nóvember 2020. Framangreint aðgerðaleysi stefnanda við að halda meintum rétti sínum til haga verði að meta honum til tómlætis. Af öllu framangreindu leiði að kröfur stefnda sam kvæmt veðskuldabréfum nr. 41742 og 51056 hafi verið ófyrndar þegar greiðsluaðlögunarumleitanir stefnanda voru felldar niður þann 23. nóvember 2016. Stefnanda hafi því verið gefin upp rétt staða á eftirstöðvum framangreindra skuldabréfa í desember 2016 og h afi stefnandi síðan greitt reglulega og fyrirvaralaust af skuld sinni við stefnda. Með vísan til alls þess sem að framan er rakið heldur stefndi því fram að ekkert í máli þessu eigi að leiða til þess að kröfur stefnanda verði teknar til greina. Slík niðurs taða verði ekki byggð á ákvæðum fyrningarlaga nr. 150/2007 eða 14/1905 né öðrum laga - reglum sem vísað er til af hálfu stefnanda. Þess vegna beri að sýkna stefnda. 14 IV. 1. Stefnandi byggir málatilbúnað sinn í meginatriðum á því að hluti af kröfum stefnda ga gnvart honum samkvæmt tveimur útgefnum skuldabréfum feli í sér fyrnda vexti og verðbætur . Hefur stefnandi sett fram tvíþætta kröfugerð um hvort bréf á grund - velli þessa málatilbúnaðar. Krefst stefnandi þá annars vegar viðurkenningar á því að stefnda sé sky lt að endurreikna kröfur sínar samkvæmt skuldabréfunum þannig að vextir afborgana og verðbóta sem voru eldri en fjögurra ára 7. desember 2016 séu fyrndir. Hins vegar krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að eftirstöðvar skulda vegna skuldabréfs nr. 417 42 , sem gefið var út 7. maí 2002, hafi numið 2.054.135 krónum 7. desember 2016 en eftirstöðvar skulda vegna skuldabréfs nr. 51056 , og gefið var út 12. ágúst 2008, hafi 12. desember 2016 numið 21.626.008 kr. Af hálfu stefnda er meðal annars á því byggt að stefnandi hafi margoft viðurkennt kröfur stefnda , annaðhvort með því að undirrita fyrirvaralaust skjöl um skuldbreytingu til hagsbóta fyrir sig eða með því að greiða fyrirvaralaust inn á skuldir sínar hjá stefnda. Þar með hafi stefnandi slitið fyrningu með þeim réttaráhrifum að nýr fyrningarfrestur hafi byrjað að líða við hverja greiðslu sem og í hvert sinn sem stefnandi hafi beinlínis viðurkennt skuld sína, sbr. 14. og 20. gr. laga nr. 150/2007 og 6. gr. laga nr. 14/1905. Stefnandi hefur ekki útskýrt í mál atilbúnaði sínum fyrir dómi hvers vegna kröfugerð hans er miðuð við það að vextir og verðbætur sem voru eldri en fjögurra ára 7. desember 2016 af láni nr. 41742 séu fyrndir og hvers vegna hið sama eigi við um vexti sem voru eldri en 4 ára 12. desember 2016 af láni nr. 51056. Í ljósi þess að stefnandi vísar annars staðar í málatilbúnaði sínum til þess að hann telji fyrningarfrest af kröfum stefnda um vexti og verðbætur eiga að miðast við fjögur ár verður málatilbúnaður hans ekki skilinn á annan veg en þann a ð hann telji vexti og verðbætur sem fallin voru á skuldina fyrir 7. desember 2012 af eldra láninu vera fyrnd og að hið sama eigi við um þá vexti sem voru fallnir til 12. desember 2012 af því yngra. Í stefnu málsins tilgreinir stefnandi þær málsástæður og þau lagarök fyrir þessari kröfugerð að meira en fjögur ár hafi liðið frá því að greiðslur af báðum lánunum féllu niður þar til að þær hófust að nýju í janúar 2017 . Þótt stefnandi hafi vissulega getað fært málatilbúnað sinn að þessu leyti í skýrari mynd ver ður ekki talið að málið sé svo vanreifað að efni séu til þess að vísa því frá dómi af sjálfsdáðum. Þá verður heldur ekki séð að kröfur stefnanda um viðurkenningu þess að eftirstöðvar skulda hans samkvæmt skuldabréfunum nemi tilteknum fjárhæðum séu svo vanr eifaðar að ekki sé hægt að taka efnislega afstöðu til þess hvort þær eigi við rök að styðjast. Verður þá að líta til þess að ljóst er á hvaða málsástæðum stefnandi byggir, auk þess sem hann hefur vísað til tiltekinna útreikninga. 15 2. Þegar leyst er úr mál sástæðum aðila um það hvort vextir og verðbætur sem féllu á lán stefnda til stefnanda hafi verið fyrndir verður að líta til þess að kröfurnar sem um ræðir í málinu lúta ólíkum reglum um fyrningu. Í samræmi við almennar reglur kröfuréttar stofnaðist krafa s tefnda samkvæmt fyrra skuldabréfinu nr. 41742 þegar það var gefið út 7. maí 2002 . Þar sem lög nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda eiga einungis við um þær kröfur sem stofnuðust eftir gildistöku laganna 1. janúar 2008 gilda ákvæði laga nr. 14/1905, um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, um fyrningu vaxtakröfu sem byggist á skuldabréfi nu . Í 2. tl. 3. gr. laganna var kveðið á um þá reglu að k röfur um gjaldkræfa vexti fyrn d ust á fjórum árum , en samkvæm t 5. gr. laganna taldist fyrningarfrestur frá þeim degi þegar krafa varð gjaldkræf. Þá gilti sú regla samkvæmt 6. gr. laganna að ef skuldari viðurkenndi skuld sína við kröfueiganda annaðhvort með berum orðum eða á annan hátt t.d. með því að lofa borgun e ða greiða vexti eftir þann tíma er fyrningarfrest ella hefði átt að telja frá hæfist nýr fyrningarfrestur frá þeim degi er viðurkenningin átti sér stað. Hin krafan sem stefnandi hefur sett fram í málinu lýtur hins vegar að fyrningu vaxta og verðbóta á gr undvelli skuldabréfs nr. 51056 sem gefið var út 12. ágúst 2008 og fellur þar með undir fyrrnefnd ákvæði laga nr. 150/2007. Samkvæmt 3. gr. þeirra laga er almennur fyrningarfrestur fjögur ár frá þeim degi er kröfuhafi gat fyrst átt rétt til efnda. Í öðrum g reinum II. kafla laganna eru ákvæði sem víkja frá framangreindri meginreglu. Þar er í 2. mgr. 5. gr. meðal annars kveðið á um að kröfur sem byggjast á peningalánum fyrnist á tíu árum en þó tekið fram í málsgreininni að þetta gildi ekki um vexti og verðbætu r. Ljóst er því að um fyrningu vaxta og verðbóta fer eftir almennu reglunni í 3. gr. frumvarpsins um fjögurra ára fyrningarfest. Í 14. gr. laganna segir enn fremur að fyrningu sé slitið þegar skuldari hefur gagnvart kröfuhafa beinlínis eða með atferli sínu viðurkennt skylduna, svo sem með loforði um greiðslu eða með því að greiða afborgun höfuðstóls, verðbætur eða vexti Í máli þessu liggur fyrir að stefnandi undirritaði þrívegis skilyrt veðleyfi þar sem skuld stefnanda við stefnda var tilgreind án þess að gera athugasemdir við þær fjárhæðir sem þar voru tilgreindar. Af gögnum málsins verður ráðið að í þessum skjölum hafi ekki á neinn hátt verið gert ráð fyrir að vextir og verðbætur af skuldunum væru fyrnd, en skjölin eru undirrituð 9. apríl 2018, aftur 15. júní 2018 og svo 21. september 2020. Þá undirritaði stefnandi jafnframt fyrirvaralaust og án athugasemda 18. febrúar 2021 skjal um breytingu á greiðsluskilmálum veðskuldabréfs nr. 51056 vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og þann 11. júní 2021 yfirlýsingu um nýja veðsetningu vegna flutnings á láni nr. 5105 6 . Í þessum skjölum er skuld stefnanda við stefnda tilgreind að fullu og ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta eða verðbóta. Auk þess liggur fyrir að stefnandi hefur frá því í janúar 2017 greitt reglulega inn á lán 41742 og 51056 hjá stefnda . Þannig átti síðasta 16 greiðsla vegna skuldabréfsins nr. 41742 sér stað 21. janúar 2022 en 1. febrúar 2022 vegna láns 51056. Með þessum afborgunum og beinum viðurkenningum á skuldastöðu sinni rauf stefnandi fyrningu krafna um vexti og verðbætur. Hófst þá nýr fyrningarfrestur fyrir allar kröfurnar , sbr. 14. gr. og 20. gr. laga nr. 150/2007 , og 6. gr. laga nr. 4/1905 . Í samræmi við 3. gr. sömu laga og 2. tl. 3. gr. laga nr. 4/1905 fyrnast kröfurnar þá á fjórum árum , eins og nánar hefur verið rökstutt hér að framan. Að því er varðar þær málsástæður stefnanda að hann hafi gert fyrirvara um fjárhæð lánsins í tölvupóstsamskiptum sínum við stefnda 8. og 13. janúar 2017 þá er ekki hægt að fallast á að þau samskipti hafi falið í sér fyrirvara um fjárhæð vaxta eða verðbóta , enda óskaði stefnandi einungis eftir útreikningum á lánum sínum 8. janúar 2017 . E r ekki hægt að líta á þá ósk sem fyrirvara af hans hálfu. Þá er ljóst að stefnandi lýsti ekki þeirri skoðun sinni að vextir af skuldabréfunum væru fyrndir fyrr en í tölvupósti 4. maí 2018, en þar hélt stefnandi því fram að vextir af bréfunum fyrir gjalddag a þeirra 23. nóvember 2012 væru fyrndir og óskaði eftir endurreikningi þeirra. Ekki verður heldur litið fram hjá því að þrátt fyrir að stefnandi hafi sett fram þessi sjónarmið í samskiptum sínum við stefnda og aflað sér sérfræðiaðstoðar við útreikninga hél t hann áfram að greiða af lánum sínum og þar með viðurkenna skuldina samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum laga nr. 150/2007 og 4/1905. Samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu, og þá einkum tölvupóstsamskiptum stefnanda við stefnda í desember 2016, liggur f yrir að stefnandi fékk upplýsingar um uppreiknaða stöðu lána sinna á þessum tíma. Gat honum því ekki dulist hvaða vexti og verðbætur hann væri krafinn um þegar hann greiddi af fyrrnefndum lánum. Með vísan til þessa er ekki þörf á því að taka sérstaklega af stöðu til þess hvort og þá hvenær kröfur stefnda um vexti og verðbætur samkvæmt skuldabréfunum urðu gjaldkræfar þegar stefnandi naut úrræða á grundvelli laga nr. 50/2009, um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði , og síðar laga nr. 101/2010, um greiðsluaðlögun einstaklinga , og þar með hvenær fyrningarfrestur þessara krafna hófst. Loks er ekki unnt að fallast á þá málsástæðu stefnanda að stefndi sé bundinn af úrskurði úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Enda þótt gen gið sé út frá því í 1. mgr. 12. gr. samþykkta úrskurðarnefndarinnar að þau fjármálafyrirtæki sem eru aðilar að úrskurðarnefndinni skuldbindi sig til að fylgja ákvörðun nefndarinnar er engu að síður sá fyrirvari settur í 2. mgr. 12. gr. samþykktanna að fjár málafyrirtæki geti tilkynnt innan fjögurra vikna að það sætti sig ekki við úrskurðinn e f úrskurður hefur fordæmisgildi. Fyrir liggur að stefndi sendi bréf til nefndarinnar 16. júní 2021 og tilkynnti að hann myndi ekki sætta sig við úrskurð nefndarinnar þar sem hann væri ósamþykkur niðurstöðu úrskurðarins , auk þess sem í úrskurðinum hefði ekki verið tekin afstaða til allra málsástæðna og lagaraka stefnda. Verður af þeim sökum ekki talið að stefndi sé bundin n af úrskurði nefndarinnar á grundvelli samþykkta he nnar. Loks fær dómurinn ekki séð að hvaða leyti ákvæði 16. gr. laga nr. 121/1994, um neytendalán, sem 17 stefnandi hefur vísað til í málatilbúnaði sínum, geti haft þýðingu fyrir úrlausn málsins. Af því sem að framan er rakið leiðir að öllum málsástæðum stefna nda er hafnað. Í samræmi við framangreint verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eins og atvikum er háttað þykir rétt að málskostnaður falli niður. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómar i kveður upp þennan dóm. Dómso r ð: Stefndi, Lífeyrissjóður ver z lunarmanna, er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Björns Kristjáns sonar Arnarsonar. Málskostnaður fellur niður.