Héraðsdómur Reykjaness Dómur 15. apríl 2021 Mál nr. S - 3010/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) g egn X ( Einar Oddur Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 30. mars 2021, höfðaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 26. október 2020 á hendur X , kt. [...] , með lögheimili að [...] , [...] , en dvalarstað að [...] , einnig í [...] , fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana - og fíkniefni: I. Eignaspjöll, með því að hafa, miðvikudaginn 8. júlí 2020, á bifreiðastæði fyrir utan Hafnargötu 26, Reykjanesbæ, brotið hægri framrúðu bifreiðarinnar [...] og vinstri framrúðu bifreiðarinnar [...] . Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fíkniefnalagabrot, með því að hafa, miðvikudaginn 8. júlí 2020, í skúffu í svefnherbergi sínu á heimili sínu að [...] , [...] , haft í vörslum sínum 186,59 g af amfeta míni og 32,76 g af kannabislaufi, sem lögregla fann við húsleit sem ákærði heimilaði á ofangreindu heimili sínu í kjölfar afskipta lögreglu af honum vegna liðar I. Telst háttsemi þessi varða við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1 980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 10/1997 og lög nr. 68/2001 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 2 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerð verði upptæk framangreind 186,59 g af amfetamíni og 32,76 g af kannabislaufi samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 68/2001, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerð ar nr. 233/2001. Loks er krafist upptöku á járnröri sem haldlagt var af lögreglu á vettvangi, munanúmer Ákærði neitar sök og krefst aðallega sýknu, en til vara að honum verði ekki gerð refsing. Til þrautvara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsing verði þá bundin skilorði. Í öllum tilvikum krefst hann þess að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Málsatvik Samkvæmt skýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum ba rst henni tilkynning að morgni 8. júlí 2020 um að ákærði væri í annarlegu ástandi utan við heimili sitt að [...] í [...] , og fylgdi tilkynningunni að hann væri öskrandi og berjandi húsið að utan. Tilkynnandi sagðist einnig hafa veitt því eftirtekt að búið væri að brjóta bílrúður í tveimur bifreiðum sem lagt var í bifreiðastæði við húsið. Þegar lögreglan kom á vettvang sá hún að búið var að brjóta bílrúður í bifreiðunum [...] og [...] . Reyndu lögreglumenn að ræða við ákærða, en hann mun hvorki hafa talað íslensku né ensku. Inni í íbúð hans fannst járnstykki, 1 cm að þykkt og 63 cm að lengd, sem lögreglan taldi passa við ákomur á framrúðu bifreiðarinnar [...] . Var járnstykkið haldlagt o g ljósmyndað, en ákærði handtekinn vegna gruns um eignaspjöll og vistaður í fangaklefa. Tekið er fram að ákærði hafi blásið 1,07 prómill í áfengismæli. Báðir eigendur bifreiðanna lögðu fram kæru á hendur ákærða vegna eignaspjalla. Fram kom í máli þeirra að bifreiðunum hafi verið lagt í bifreiðastæði fyrir utan Hafnargötu 26 að kvöldi 7. júlí og hafi þá verið óskemmdar. Ákærði heimilaði lögreglu húsleit á heimili sínu og fundust þar meint kannabisefni og amfetamín í einni skúffu í svefnherbergi hans, en ákæ rði kvaðst ekkert kannast við þau. Voru efnin send til tæknideildar til vigtunar, styrkleikamælingar og fingrafaraleitar. Um var að ræða amfetamín, 186,59 grömm, og kannabislauf, 32,76 grömm. Efnapróf Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði bentu til þes s að amfetamínið væri að mestu í formi amfetamínsúlfats og var styrkur amfetamínbasa í sýnunum frá 2,6% til 2,7%, sem samsvarar 3,5% til 3,7% af amfetamínsúlfati. Ekki fundust samanburðarhæf fingraför á umbúðum efnanna. Fram kemur í skýrslu lögreglunnar að ákærði hafi hagað sér mjög undarlega í fangaklefa og töldu lögreglumenn hann í geðrofi og því ekki hæfan til skýrslutöku. Var 3 læknir því kallaður til og hafði sá samband við geðlækni á bráðamóttöku geðdeildar LSH. Var ákærði fluttur þangað til greiningar og meðferðar að morgni næsta dags. Samkvæmt gögnum málsins var sjúkdómsgreining ákærða við komu hans á móttökugeðdeild skráð sem fíkniheilkenni af völdum alkóhólnotkunar, bráð víma af völdum kannabisefna, bráð víma af völdum kókaínnotkunar og geðrof af völ dum notkunar margra lyfja og notkunar annarra geðvirkra efna. Eftir dvöl á geðdeild var ákærði fluttur til skýrslutöku hjá lögreglu 19. júlí 2020. Hann sagðist ekki muna hvar hann hefði verið að morgni 8. júlí, en væntanlega hafi hann þó verið heima hjá sé r þar sem hann væri atvinnulaus. Hann mundi þó að hann hafi verið ölvaður, enda hafi hann verið búinn að drekka áfengi í fjóra sólarhringa. Kvaðst hann búa í íbúð að [...] og leigi þar strákur að nafni A af honum eitt herbergi. Hann neitaði því alfarið að n ota fíkniefni og kvaðst ekkert kannast við þau efni sem fundust á heimili hans. Þá sagðist hann heldur ekkert kannast við að hafa brotið rúður í áðurnefndum bifreiðum, en viðurkenndi þó að eiga járnstykkið sem fannst á heimili hans. Undir rekstri málsins óskaði ákæruvaldið eftir því að ákærði sætti geðrannsókn til að ganga úr skugga um sakhæfi hans og hvort refsing gæti borið árangur. Til að annast þá rannsókn var dómkvaddur B geðlæknir og er matsgerð hans dagsett 4. mars 2021. Í matsgerðinni rekur matsma ður fjölskyldusögu ákærða og kemur þar m.a. fram að ákærði hafi sagt að hann hafi orðið hálfruglaður þegar hann væri undir áhrifum áfengis og viljað slást og oft lent í slagsmálum. Hafi drykkja hans verið með þeim hætti að hann hafi á köflum drukkið þrjár hálfslítra flöskur af vodka á dag, og stundum bjór til viðbótar, oft mánuðum saman. Fjórum sinnum hafi hann gert hlé á drykkju sinni, en þá fengið krampa og farið að heyra raddir og tónlist, auk þess sem hann hafi heyrt einhvern tala við sig og ganga um el - matsmaður ljóst að hann muni ekki eftir þeim atburðum sem leiddu til handtöku hans í júlímánuði 2020. Í niðurstöðu matsgerðarinnar segir eftirfarandi um geðhagi ákærða: aðs er ekkert sem bendir til þess að X hafi verið haldinn neinum þeim einkennum sem talin eru upp í 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem hafi gert hann algjörlega óhæfan um að stjórna gerðum sínum á umræddum degi í júlímánuði á síðastliðnu ári. L jóst er þó að hann hafi verið að neyta mjög mikils áfengis þegar þessi atburður átti sér stað. Með vísan til 16. gr. sömu laga er að mati undirritaðs ekkert sem kemur í veg fyrir það að refsing kynni að bera árangur ef hann er metinn sekur um þau brot sem 4 ákærða sem fíkniheilkenni af völdum alkóhólnotkunar og geðrof tengt mikilli alkóhólnotkun. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði neitaði sakargiftum og kvaðst ekki kannast við atvik málsins. Sagðist hann umrætt sinn hafa verið inni í íbúð sinni að drekka áfengi og neitaði því að hafa farið út á bifreiðastæðið við heimili sitt. Hann viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum áfengis, en kvaðst aldrei hafa notað fíkniefni og kannaðis t ekkert við þau fíkniefni sem lögreglan fann í fataskúffu í svefnherbergi á heimili hans, og neitaði að hafa átt þau. Gat hann sér þess til að einhver kunningja hans hefði hent þeim þangað án hans vitneskju, enda væri þar oft gestkvæmt. Spurður um járnrör sem lögreglan fann í íbúð hans sagðist hann hafa átt það, en mundi ekki til hvers það hafi verið notað. Taldi hann líklegt að það hafi upphaflega verið hluti af skafti á skúringakústi og hafi það verið undir skáp í íbúðinni þegar hann flutti þangað. Sagði hann það hafa verið létt álrör og því efaðist hann um að hægt væri að brjóta bílrúður með því. Ákærði var einnig að því spurður hvort hann hefði verið einn í íbúð sinni umræddan morgun og játti hann því. Hann sagðist þó hafa þurft að fara á baðið um áttal eytið og þá í ógáti læst íbúðinni, en baðherbergið sé á gangi fyrir utan íbúðina. Því hafi hann hringt í vin sinn sem opnaði dyrnar fyrir honum. Tók hann fram að hann hefði verið pirraður þegar hann læsti sig úti og verið gæti að nágrannar hans á efri hæði nni hafi þá heyrt einhver læti í honum. Ákærða var loks sýnd ljósmynd af því járnröri sem lögreglan fann á heimili hans og haldlagði umrætt sinn, og sagðist hann ekki kannast við að það væri hið sama og hann hefði átt. Vitnið C kvaðst muna atvik nokkuð ve l og hafi hann á þessum tíma búið á efri hæð hússins að [...] , ásamt kærustu sinni. Þennan morgun kvaðst hann hafa vaknað um kl. 07:00 við að ákærði öskraði úti við húsið, barði á útidyrnar og kallaði nafn hans. Kvaðst hann ekki hafa þorað að opna dyrnar a f ótta við ákærða, sem hann taldi í einhvers konar geðröskunarástandi. Skömmu síðar hafi kærasta hans einnig vaknað og hafi hún séð út um gluggann að búið var að brjóta framrúðu í silfurlituðum bíl sem stóð utan við húsið. Sagðist vitnið þá hafa hringt á l ögregluna og tilkynnt að hann grunaði ákærða um að hafa brotið bílrúðu utan við húsið þar sem hann hefði skömmu áður verið brjálaður á neðri hæðinni. Nokkur síðar sagðist vitnið hafa yfirgefið heimilið, ásamt kærustu sinni, og ætlað í vinnuna. Hafi þau þá séð að einnig var búið að brjóta rúðu í öðrum bíl sem þar stóð. Hafi hann þá aftur hringt í lögregluna og tilkynnt um það. Ákærði hafi staðið fyrir utan 5 húsið, mjög æstur og með járnrör í hendi, og sagt þeim að einhverjir krakkar hafi brotið rúður í bílun um. Skömmu síðar hafi ákærði farið inn í íbúð sína, en komið út þegar lögreglan kom á vettvang og þá enn haldið á rörinu. Vitnið hafi þá bent á ákærða sem geranda. Vitninu var sýnd ljósmynd af umræddu járnröri og staðfesti það að myndin væri af því járnrör i sem ákærði hefði haldið á. Aðspurt sagðist vitnið hafa grunað að ákærði neytti fíkniefna, enda hefði hann oft fíkniefna. Tók hann fram að oft hefðu einhverjir menn komið í heimsókn til ákærða og hefði vitnið þá fundið vonda lykt leggja frá neðri hæðinni. Vitnið D , kærasta vitnisins C , sagðist hafa litið út um gluggann á íbúð sinni á efri hæð hússins að [...] og þá séð að hliðarrúðu vantaði í bíl sem þar stóð fyrir utan. Nokkru síðar, er hún ætlaði að skutla kærasta sínum í vinnuna, kvaðst hún einnig hafa séð skemmdir á öðrum bíl. Kærasti hennar hafi þá hringt í lögregluna og tilkynnt um það. Um sama leyti hafi ákærði komið að bíl þeirra og hafi hann verið mjög æstur og ör og með einhvers konar járnprik í hendinni, sem hún hélt í fyrstu að hann ætlaði að nota til að berja þau með. Hafi ákærði sagt á pólsku að einhverjir krakkar hefðu gert þetta, og tók vitnið fram að hún skildi og talaði pólsku. Kvaðst hún þó ekki hafa lagt trúnað á þá frásögn ákærða, enda árla morguns og engir krakkar á ferli. Eftir þetta sagði vitnið að ákærði hefði hlaupið inn í húsið, en komið aftur að vörmu spori og þá enn verið með járnprikið í hendinni. Skömmu síðar hafi lögreglan komið á vettvang. V itninu var sýnd ljósmynd af járnrörinu sem lögreglan haldlagði og sagðist vitnið telja að um væri að ræða sama járnrör og fannst á heimili ákærða. Báðir lögreglumennirnir sem höfðu afskipti af ákærða á umræddum tíma báru einnig vitni fyrir dóminum. Annar þeirra kvaðst hafa fundið margnefnt járnrör undir skenk í íbúð ákærða, en hvorugur minntist þess að ákærði hefði haldið á því þegar þeir komu á vettvang. Báðir sögðust þeir á hinn bóginn hafa kannað hvort skemmdir á bifreiðunum væru þess eðlis að rörinu he fði verið beitt á þær, og töldu þeir ljóst að svo hefði verið. Sérstaklega nefndu þeir að rörið hefði smellpassað í gat á framrúðu annarrar bifreiðarinnar. Könnuðust báðir við járnrörið af ljósmynd sem þeim var sýnd. Sérstaklega aðspurðir sögðu þeir mjög ó líklegt að þetta rör hafi verið hluti af skúringakústi, eins og ákærði hélt fram. 6 Jafnframt gáfu skýrslu fyrir dóminum E , verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði, og B , geðlæknir og dómkvaddur matsmaður. Ekki þykir ástæða til að rekja framburð þeirra, en bæði staðfestu þau fyrirliggjandi matsgerðir sínar. Niðurstaða Ákærði hefur neitað sakargiftum og krefst aðallega sýknu, en til vara að honum verði ekki gerð refsing. Til þrautavara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Fram er komið að ákærði kvaðst hvorki muna hvar hann hefði verið að morgni 8. júlí 2020 né atvik málsins að öðru leyti, en taldi þó líklegt að hann hefði verið einn að drykkju í íbúð sinni að [...] . Í skýrslu sinni hjá lögreglu sagðist hann hafa verið ölva ður, enda búinn að drekka áfengi í fjóra sólarhringa. Hins vegar neitaði hann eignaspjöllum á þeim bifreiðum sem í ákæru greinir, svo og að eiga þau fíkniefni sem fundust í skúffu í svefnherbergi hans. Hann játaði aftur á móti að hafa átt járnrör sem lögre glan fann í íbúð hans, en kvað það ekki vera hið sama og á ljósmynd sem honum var sýnd. Með vísan til matsgerðar dómkvadds matsmanns þykir ekki ástæða til að draga í efa að ákærði muni lítt eftir atvikum málsins, enda kemur þar fram að ákærði hafi lýst en - matsmaður þessu ástandi þannig að viðkomandi muni þá ekkert eftir því sem gerðist. Athygli vekur þó að minni ákærða virðist hafa verið nokkuð betra þegar hann gaf skýrslu fyrir dóminum en þegar lögreglan yfirheyrði hann skömmu eftir atvikið, eða þann 19. júlí 2020. Þannig mundi hann þá eftir því að hafa farið á baðherbergið þennan morgun og læst sig úti í ógáti og þurft að hringja í vin sinn til að opna dyrnar fyrir honum. Einni g tók hann fram að hann hafi þá verið pirraður og verið gæti að nágrannar hans á efri hæðinni hafi heyrt einhver læti í honum. Ekki er um það ágreiningur að engin vitni voru að því þegar skemmdir voru unnar á þeim bifreiðum sem í ákæru greinir. Ekki er he ldur um það deilt að bifreiðirnar voru óskemmdar þegar þeim var lagt fyrir utan húsið að [...] að kvöldi 7. júlí 2020. Fyrir liggur hins vegar skýr og greinargóður framburður vitnanna C og kærustu hans, D , um ástand og háttalag ákærða að morgni 8. júlí, en sá fyrrnefndi sagði fyrir dómi að hann hefði vaknað um morguninn við að ákærði hafi öskrað utan við húsið, barið á útidyrnar og kallað nafn hans. Hafi hann talið að ákærði væri í einhvers konar geðröskunarástandi og því ekki þorað að opna dyrnar fyrir hon um. Þá sögðust bæði vitnin hafa hitt ákærða nokkru síðar fyrir utan húsið og hafi hann verið mjög æstur og ör og talað um að einhverjir krakkar hefðu brotið rúður í bifreiðunum. Hafi hann haldið á járnröri og 7 óttuðust þau að hann myndi vinna þeim mein. Haf i hann síðan farið inn í húsið, en komið út aftur að vörmu spori og enn haldið á járnrörinu þegar lögreglan kom á vettvang. Lögreglumennirnir sem báru vitni fyrir dóminum kváðust hins vegar ekki minnast þess að ákærði hafi haldið á járnrörinu þegar þeir ko mu á vettvang, enda fundu þeir það undir skenk í íbúð ákærða. Meðal gagna málsins er ljósmynd sem sýnir umrætt járnrör og skemmdir á framrúðu bifreiðarinnar [...] og virðist það falla algerlega í holu á brotinni framrúðunni. Var myndin borin undir vitnin C og D , auk þeirra lögreglumanna sem komu fyrir dóminn, og staðfestu þau að rörið væri hið sama og ákærði hafi haldið á fyrir utan húsið og síðar fannst í íbúð hans. Með vísan til þessa og annarra gagna málsins, svo og að virtum skýrum og trúverðugum framb urði þeirra vitna sem gáfu skýrslu fyrir dóminum, en einnig vættis dómkvadds matsmanns um óminni ákærða um atvik málsins, er það niðurstaða dómsins, gegn neitun ákærða, að fram sé komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi valdið þeim skemmdum á bifreiðunum sem í ákæru greinir. Er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði er í ákæru einnig sakaður um fíkniefnalagabrot með því að hafa í vörslum sínum þar tilgreind fíkniefni, sem fundust í skúffu í svefnherbergi hans við húsleit lögreglu. Í skýrs lu sinni hjá lögreglu sem og hér fyrir dómi neitaði ákærði alfarið að kannast við þau fíkniefni og kvaðst aldrei hafa neytt slíkra efna. Gat hann sér þess til að einhver kunningja sinna hefði hent þeim þangað án hans vitneskju, enda væri oft gestkvæmt hjá honum. Þá kom fram í máli hans að líklega hefði hann geymt föt í þessari skúffu. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni er varsla og meðferð ávana - og fíkniefna, sem talin eru upp í 6. gr. þeirra laga, óheimil á íslensku forráðasvæði. Ekki er það skilyrði fyrir vörslum að vörslumaður hafi haft vitneskju um vörslur sínar. Fíkniefni þau sem fundust í skúffu í svefnherbergi ákærða voru því í vörslum hans í skilningi tilvitnaðs ákvæðis, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 25. mars 2010 í málinu nr. 469/2009. Skýringar ákærða á efnunum þykja hins vegar ekki trúverðugar þegar þess er gætt hvar efnin fundust hjá ákærða. Samkvæmt því telst sannað að ákærði hafi gerst sekur um fíkniefnalagabrot svo sem í ákæru greinir og er brot hans þar réttilega he imfært til refsiákvæða. Eins og áður greinir sætti ákærði geðrannsókn í því skyni að gengið yrði úr skugga um sakhæfi hans og hvort refsing gæti borið árangur, sbr. 15. og 16. gr. almennra 8 hegningarlaga nr. 19/1940. Var það niðurstaða matsmanns að hvorugt ákvæðið ætti við um geðhagi ákærða á verknaðarstundu. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem í ákæru greinir. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði var hann með dómi Héraðsdóms Reykjaness 30. júní 2020 dæmdur í sex mánaða f angelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir framdi hann eftir uppkvaðningu þess dóms. Sá dómur var hins vegar ekki birtur honum fyrr en 20. ágúst 2020 og því eftir þau brot sem hér eru ti l úrlausnar. Rauf ákærði þar af leiðandi ekki skilorð fyrrnefnds dóms með þeim brotum. Að því gættu ber nú, með vísan til 60. gr., sbr. og 77. og 78. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, að taka þann dóm upp og ákvarða refsingu ákærða í einu lagi vegna beggja málanna. Samkvæmt því og að teknu tilliti til sakarefnis þessa máls, svo og lítils styrkleika þeirra fíkniefna sem fundust í vörslum ákærða, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði, en óhætt þykir að binda refsinguna skilorði e ins og nánar greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvaldsins og tilvísun þess til lagaákvæða í ákæru verður jafnframt fallist á að ákærði sæti upptöku á þeim fíkniefnum sem þar eru talin, svo og margnefndu járnröri. Í samræmi við úrslit málsins og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærði loks dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, en þar er um að ræða sakarkostnað lögreglu, alls 298.736 krónur, og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda ákærða, Einars Odds Sigurðssonar lögm anns, 748.030 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn. D ómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði sæti upptöku á 186,59 g af amfetamíni og 32 ,76 g af kannabislaufum, svo og járnröri sem lögreglan haldlagði á heimili hans. Ákærði greiði alls 1.046.766 krónur í sakarkostnað, þar af 784.030 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns. Ingimundur Einars son