Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 8. febrúar 2021 Mál nr. S - 323/2019 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson fulltrúi) g egn X ( Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 15. janúar sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 24. október 2019, á hendur X , fimmtudaginn 7. febrúar 2019, ekið bifre iðinni KB - [...] , austur Hringveg í Þingeyjarsveit, á eftir vöruflutningabifreið með eftirvagn og fært bifreið sína yfir á rangan vegarhelming í þeim tilgangi að reyna að aka fram úr vagnlestinni, án nægilegra aðgæslu og án þess að gæta nægilega að því að a kreinin á móti væri án umferðar á nægilega löngum kafla, en ákærði sá lítið sem ekkert fram með vagnlestinni vegna snjófoks frá henni, með þeim afleiðingum að hann ók á bifreiðina DH - [...] , sem ekið var norðvestur veginn og hafði verið að mæta vagnlestinni skömmu áður en slysið varð, með þeim afleiðingum að ökumaður DH - [...] og farþegi í bifreið hans slösuðust og ákærði slasaðist mjög mikið sjálfur. Ökumaður DH - [...] , A , hlaut brotasprungu í efri hluta bringubeins og brot á framhluta 5. lendhryggjarbols og farþegi í bifreið ákærða og eiginkona hans B , hlaut opið beinbrot á vinstra upphandlegg og miklar innvortis blæðingar í brjóstholi. Telst þetta varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 14. gr., a lið, 2. mgr. 20. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari Af hálfu ákærða er krafist sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. I K lukkan 15:21 fimmtudaginn 7. febrúar 2019 barst lögreglu tilkynning um umferðarslys á þeim stað er í ákæru greinir. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var bifreiðin KB - [...] utan vegar suðvestan við veginn og vísað i til norðurs. Bifreiðin DH - [...] var utan vegar norðaustan vegar og vísa ð i til suðvesturs. Segir að þ egar lögreglumenn komu á vettvang hafi engin úrkoma verið , skyggni gott en snjóþekja og 2 hálka á vegi. V egurinn þarna s é beinn og tiltölulega breiður og útsýni þar af leiðandi gott . Þegar lög r eg lan hafi komið á vettvang hafi ökumaður bifreið arinnar DH - [...] , A , og farþeg i hans í framsæti , C , verið komin inn í aðra bifreið. Farþegi bifreiðarinnar KB - [...] , B , hafi einnig verið komin út en ö kumaður þeirrar bifreiðar, ákærði , hafi hins vegar v erið fastur og beita þurfti klippum til að ná honum úr bifreiðinni. Ákærði hafi verið heldur kvalinn en upplýst um nafn og kennitölu . E kki hafi verið unnt að ræða við hann að öðru leyti þar sem hann hafi ekki verið nægilega vel áttað ur á stað og stund . Rætt hafi verið við farþega bifreiðarinnar KB - [...] og ökumann bifreiðarinnar DH - [...] og farþega hans í sjúkrabifreið . Öll voru þau flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Rannsó knarlögreglumenn komu á staðinn í kjölfarið til að rannsaka vettvang. Fljótt eftir komu þeirra fór að snjóa og torveldaði það rannsókn málsins. Tekin var skýrsla af vitnunum B og C á Sjúkrahúsinu á Akureyri daginn eftir slysið . Skýrslutaka af ákærða fór f ram þann 20. febrúar 2019 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og af A þann 21. febrúar 2019. II Ákærði kvaðst hafa verið á leið austur og ekið Víkurskarðið. Þegar hann hafi komið að gatnamótu m við Vaðlaheiðargön g hafi hann lent á eftir flutningab ifreið . Um hafi verið að ræða gamlan flutningabíl með stutta kerru og mikið kóf hafi þyrlast upp frá ho num . Flutningab ifreiðin hafi verið á lítilli ferð og s jálfur hafi hann verið að keyra á um 70 kílómetra hraða . Veður hafi verið ágætt en mikið kóf af flutningab ílnum. Hann hafi reynt nokkrum sinnum að taka fram úr en það hafi ekki verið hægt vegna kóf s , s kyggni hafi verið slæmt o g hann hafi því hætt við framúrakstur . Ákærði kvaðst ekki vera viss um hversu langt hann hafi verið frá flutningab ifreiðinni , mögulega átta til tíu bíllengdir. Hann hafi ekið varlega miðað við aðstæður, dagsformið hafi verið gott og hann hafi verið úthvíldur. Síðasta sem hann myndi væri að flutningab ifreiðin hafi farið utan í ruðning með þeim afleiðingum að hann hafi blindast og ekki séð b ifreiðina sem kom á móti . Ákærði kvaðst hafa ekið á réttum vega r helmingi en ekki vita með vissu á hvorum vega r helming i slysið hafi átt sér stað . H ann hafi ekki verið að reyna framúrakstur á þeim tímapunkti. Ákærði kvað st telja að flutningabílstjórinn hafi ekið áfram . Ákærði kvaðst hafa slasast mikið, þindin hafi sprungið, mjaðmagrindin brotnað og kúlan hafi gengið út. Hann hafi farið í eina aðgerð vegna áverka . Lögregluskýrslan hafi verið tekin töluvert seinna þegar hann hafi verið á leiðinni heim af sjúkr ahúsinu en ákærði kvaðst hvorki muna eftir skýrslutökunni né ferðinni heim . Hann kvaðst muna eftir að hafa séð lögreglumann en ekk i meira. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvort honum hafi verið gefin sterk verkjalyf fyrir skýrslutökuna. Vitnið B var farþe gi í bifreið inni KB - [...] sem eiginmaður hennar ók. Vitnið kvað þau hafa ekið á eftir hvít ri bifreið , einhverskonar sendi - eða flutningab ifreið . Eiginmaður hennar sé varkár bílstjóri en h ún sé bílhrædd og hafi fylgst vel með akstrinum eins og hún geri ával lt . Erfitt hafi verið að aka á eftir flutningabifreiðinni sem hafi verið hvít, s njór og klaki verið yfir ljósu m og afturljósið vinstra megin sprungið og auk þess hafi verið m ikið fjúk frá bifreiðinni . Þá hafi f lutningab ifreiðin rásað á veginum, mögulega vegna snjó s . Þau ákærði hafi í tvígang reynt framúrakstur en alfarið hætt við og afráðið 3 að stoppa á Laugum og borða til að keyra ekki á eftir þessari bifreið . Vitnið taldi að þ au hafi verið 50 til 100 metra fyrir aftan flutninga bílinn og verið hætt við að taka fram úr þegar slysið átti sér stað . Vitnið lýsti atburðum þannig að þ au hafi verið á réttum vegarhelmingi , síðan hafi þyrlast upp mikið kóf og allt orðið hvítt . N æst hafi hún rankað við sér eftir slysið , illa áttuð , en komið sér út úr bílnum. Hún kvaðst ekki vit a á hvorum vega r helming i slysið varð . Vitnið kvaðst hafa hlotið áverka, hún hafi handleggsbrotnað og farið úr lið. Slagæð í brjóstinu hafi farið í sundur og hún hafi þurft aðgerð. Hún hafi séð illa eftir slysið o g enn eigi eftir að fara fram frekari skoðun á auga. Vitnið A, ökumaður bifreiðarinnar DH - [...] , kvaðst hafa verið að koma af fundi í Ljósvetningabúð með sambýliskonu sinni og verið vel upp lagður . Þegar þau hafi komið í Ljósavatnsskarð hafi verið renningur og laus snjór í vega r köntum. Við gamla afleggjara nn hjá Vaglaskó g i hafi hann séð flutningab ifreið en mikið hafi þyrlast af henni og hann því haft vara á sér. Vitnið kvaðst hafa ekið á milli 70 og 80 kílómetra hraða og sennilega verið búinn að hægja enn frekar . Aðspurður um það að hraðamæli r í bílnum hafi verið fastur í 100 kílómetra hraða eftir slysið kvaðst vitnið ekki hafa ekið svo hratt . Hann kvaðst ekki hafa áttað sig á því að það væri b ifreið fyrir aftan flutningab ifreiðina . Þegar hann haf i verið við bílstjórahúsið á flutningabílnum hafi hann hins vegar séð ljós af b ifreið beint á móti sér. Vitnið lýsti því að hann hafi séð bæði ljósin á bílnum og enginn tími hafi verið til að bregðast við eða forða sér frá árekstrinum . Hann hafi ekki vitað hvort að ökumaður b ifreiðarinnar sem kom úr gagnstæðri átt hafi verið að fara fram úr flutningabílnum eða hafi verið blindaður af kófinu af flutningabílnum og þess vegna verið á röngum vega r helming i . Hann sjálfur hafi verið á réttum vegarhelmingi og b ifre iðarnar hafi lent saman við enda flutningabílsin s . Hann hafi hlotið áverka, bringubrotnað og hryggbrotnað. Hann sé enn að vinna í meiðslunum, m.a. með sjúkraþjálfun, en sé verkjaður alla daga og hafi skerta starfsget u. Vitnið C , sambýliskona A og farþegi í bifreiðinni DH - [...] , kvaðst hafa verið í símanum og ekki hafa fylgst með akstrinum né muna sérstaklega eftir veðri . Hún hafi litið upp þegar A kallaði til hennar . Þá hafi þau verið að mæta flutningabíl og b ifreið úr gagnstæ ðr i átt hafi verið að taka fram úr honum . Mikið snjókóf hafi verið frá flutningab ifreiðinni en hún hafi séð ljósin af hin ni bifreiðinni beint á móti . Það hafi ekki gefist tækifæri til að beygja frá og bílarnir hafi skollið saman. Miðað við ákomur á bifreiðunum hafi þe ir þó hliðrast aðeins. Vitnið kvaðst telja að þeirra b ifreið hafi verið á réttum vega r helmingi . Að hennar sögn voru afleiðingar árekstursins þær að ökklinn hafi brákast og hún verið hölt, hún hafi farið í sjúkraþjálfun en slysið hafi einnig haft í för með sér andlega r afleiðingar. Vitnið D atvinnubílstjóri kvaðst hafa verið að aka flutningab ifreið á þessum slóðum á þeim tíma sem slysið átti sér stað. Hann hafi verið með gám á flatvagni , sennilega hvítan gám en hann muni það ekki fyrir víst. Eftir á hafi komið í ljós að annað afturljósið hafi ekki virkað. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið var t við slysið . Aðstæður hafi verið þannig að mikið kóf hafi stafað frá bifreið sinni og framúrakstur mjög erfiður. Þá hafi hann ekki getað séð , vegna kófs, hvort b ifreið væri ekið fyrir aftan hann eða ekki . Vitnið kvaðst líklega hafa ekið á um 65 kílómetra hraða miðað við ökurita. 4 Vitnið E lögreglumaður kom fyrst á vettvang ásamt öðrum lögreglumanni . Vitnið kvaðst hafa aðstoðað sjúkraflutningamenn og skrifað frumsk ýrslu lögreglu en ekki komið að rannsókn að öðru leyti. Hinn lögreglumaðurinn hafi talað við A og C en hún hafi reynt að ræða við ákærða. Ákærði hafi verið þjáður og ekki reynst unnt að ræða við hann á slysstað. Vitnið hafi jafnframt rætt við eiginkonu han s, en hún hafi einnig verið slösuð og lítið geta ð tjáð sig . Þó það hafi ekki komið fram í frumskýrslu þá telji vitnið að árekstur inn hafi átt sér stað á röngum vega r helmingi, ef miðað sé við bifreið KB - [...] , en þar hafi verið dökkur blettur eftir árekstu r inn auk þess sem bílförin hafi gefið það til kynna . Vitnið lýsti því að þ að hafi verið gott veður á vettvangi, úrkomulaust en hálka og laus snjór. Veð ur hafi fljótlega versnað. Vitnið F rannsóknarlögreglumaður kvaðst hafa komið á vettvang , ásamt öðrum rann sóknarlögreglumanni , þá hafi útkallsaðilar verið á staðnum. Hann hafi séð um rannsókn á vettvangi en ekki yfirheyrslur. Hinn rannsóknarlögreglumaðurinn hafi tekið myndir af vettvangi á meðan hann sjálfur hafi sett niður merki . Hann hafi merkt þau hjólför og skriðför sem hann hafi fundið . Það hafi fljótlega byrjað að snjóa og aðstæður ekki verið góðar. Vitnið lýsti því hvernig skriðför eftir bifreiðina KB - [...] hafi legið þvert yfir veginn og síðan út af hægra megin . Aðspurður kvaðst hann ekki hafa séð skri ðför eftir hin a bifreiðina . Vitnið kvaðst vera nokkuð örugglega viss um að bifreiðin KB - [...] hafi verið á röngum vega r helmingi miðað við þau skriðför sem voru á vettvangi. E kki hafi verið gerð skýrsla um rannsóknina. III Fyrir liggur að fimmtudaginn 7. febrúar 2019 varð árekstur tveggja bifreiða, þ.e. KB - [...] og DH - [...] . Áreksturinn varð með þeim hætti að vinstra fram horn bifreiðarinnar KB - [...] lenti framan á vinstra fram horni bifreiðarinnar DH - [...] . Ákærði ók bifreiðinni KB - [...] og með honum var ei ginkona hans , B . Í bifreiðinni DH - [...] v oru ökumaður , A, og sambýliskona hans , C . Öll hlutu þau áverka við áreksturinn og er ekki deilt um þau meiðsli. Vitnin A og C töldu að bifreið ákærða hafi verið ekið á röngum vegarhelming i þegar áreksturinn varð . Vitnin E og F , lögreglumenn, kváðust einnig telja að svo hafi verið. Vitnið F lýsti því að skriðför eftir bifreið ákærða, KB - [...] , hafi legið þvert yfir veginn og út af hægra megin . Kvaðst hann nokkuð viss um að förin væru eftir þann bíl og kvaðst nánar aðspurður vera 95% viss. Þessu til stuðnings vísaði vitnið til mynda sem lögregl a tók á vettvangi . Hann tók fram að aðstæður til rannsóknar á vettvangi hafi verið slæmar vegna veðurs , fljótlega hafi farið að snjóa og það hafi torveldað rannsókn. Skýrsla var ekki gerð um rannsóknina . Á myndu m sem liggja fyrir má sjá mörg hjólför eða skriðför og að áliti dómsins verður ekki af þeim ráðið ótvírætt hvaða skriðför eru eftir bifreið ákærða og hvar bifreiðarnar voru staðsettar þegar þær skullu saman. Á komur á bi freiðunum sýna að þær skullu ekki beint saman, heldur horn í horn. Ákærði og eiginkona hans báru bæði að ákærði hafi ekið á réttum vegarhelmingi í aðdraganda árekstursins en rétt fyrir hann hafi þau blindast vegna snjókófs og væru því ekki viss um á hvoru m vegarhelmingi slysið átti sér stað. V itn in A og C lýstu því einnig að mikið snjókóf hafi þyrlast frá flutningab ifreiðinni . Vitnið D , sem talinn er hafa ekið 5 þeirri flutningab ifreið sem um ræðir, lýsti því fyrir dómi að slíkt snjókóf hafi þyrlast frá bifreið hans að hann hafi ekki getað séð hvort það væri b ifreið fyrir aftan. Þó ekki sé fullvíst að D hafi verið ökumaður þeirrar flutningab ifreiðar sem í ákæru greinir, liggur fyrir að hann var þarna á ferð um sama leyti og gefur lýsing hans sýn á hvernig aðstæður voru. Samkvæmt framangreindu verður framburður ákærð a , um að hann hafi blindast af kófinu rétt áður en áreksturinn varð , ekki talinn ósennilegur . Sönnunarbyrði um að ákærði hafi sýnt af sér refsivert gáleysi við aksturinn hvílir á ákæruvaldinu, sbr. 1. mgr. 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til þess , að því verður ekki slegið föstu hvar á veginum áreksturinn varð og þ ess hve mikið snjókóf var við flutningabifreiðina í aðdraganda árekstursins , e r það álit dómsins að ekki sé komin fram nægileg sönnun þess , svo sem áskilið er í 109. gr. laga nr. 88/2008 , að ákærði hafi ekið bifreið sinni án nægilegrar aðgæslu umrætt sinn, þannig að gáleysi hans verði um slysið kennt. Verður hann sýknaður af sakargiftum í málinu. Samkvæmt úrslitum málsins og 2. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, sem eru ákveðin 376.960 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum , og 35.000 krónur í ferðakostnað. Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Allur s akarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans , Bjarna Hólmars Einar ssonar lögmanns, 376.960 krónur , og 35.000 krónur í ferðakostnað verjandans .