Héraðsdómur Suðurlands Ú rskurður 1 4 . júní 2022 Mál nr. E - 441/2021: Eyvindartunga ehf. (Sigurður Jónsson lögmaður) gegn Vegagerðin ni (Reynir Karlsson lögmaður) Úrskurður Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um frávísunarkröfu stefnda þann 30. maí sl., er höfðað með stefnu birtri þann 5. október 2021. Stefnandi er Eyvindartunga ehf., . Fyrirsvarsmaður Snæbjörn Smári Þorkelsson, . Stefnd i er Vegagerðin, . Fyrirs varsmaður Bergþóra Þorkelsdóttir Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkenndur verði með dómi, réttur hans til skaðabóta úr hendi stefnda vegna tjóns sem hann varð fyrir þegar hluti vegfyllingar Lyngdalsheiðarvegar þar sem vegurinn liggur yfir Sandá í Bláskógabyggð, brast í apríl mánuði 2019, og jarðefni runnu niður í farveg árinnar. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins. Stefndi krefst þess aðal lega að málinu verði vísað frá dómi. Til vara krefst stefndi þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi í báðum tilvikum málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi. Þann 30. maí sl. var málið flutt um frávísunarkröfu stefnda og að því loknu tekið til úrskurðar. Málavextir Mál þetta á rætur að rekja til aurskriðu er varð í vegfláa við Lyn g dalsheiðarveg vorið 2019. Við skriðuna munu efni hafa runnið í Sandá og þannig bor i st að uppistöðulóni við virkjun í eigu stefnanda. Stefnandi telur sig við þetta hafa orðið fyrir tjóni en stefndi hefur hafnað bótaskyldu . Í stefnu er málsatvikum lýst sem svo að í aprílmánuði 2019 hafi orðið umtalsvert tjón á landi og mannvirkjum st efnanda að Eyvindartungu , hvar hann reki tvær litlar 2 vatnsaflsvirkjanir, þegar mikið magn jarðefna úr landfyllingu undir Lyngdalsheiðarvegi, þar sem vegurinn liggur yfir ána Sandá hafi gefið sig í miklu votviðri. Kveður stefnandi j arðefnin hafa runn ið niður eftir farvegi árinnar og hluti þeirra borist niður í lón Sandárvirkjunar V sem sé um 200 - 300 metrum neðan við vegfyllinguna . Kveður stefnandi lónið hafa litla rýmd er v aldi því að hreinsa þ urfi jarðefni n upp úr lóninu með stórvirkum vinnuvélum og fly tja á varanlegan stað. Auk þess h afi verið leitt í ljós að fínni jarðefni vegfyllingarinnar hafi valdið auknu sliti á hverflum og vatnsvegum Sandárvirkjunar IV og V en Sandárvirkjun IV sé neðar í ánni eða um 1 k m neðan við Sandárvirkjun V. Í stefnu er því lýst að næst Laugarvatni liggi umræddur vegur, sem opnaður var fyrir umferð á árinu 2010, um land Eyvindartungu og á landamerkjum Laugarvatns og Eyvindartungu. Vegurinn liggi yfir ána Sandá rétt ofan við aðalupptök árinnar . Nokkru neðar í ánni séu vatnsaf lsvirkjanir stefnanda og frá þeim sé seld raforka inn á dreifikerfi RARIK. Hafi ste fndi tekið út umhverfisáhrif vegarins áður en hann var lagður og unnin ítarleg skýrsla um mat á þeim þar sem m.a. hafi verið farið var yfir valkosti um vegstæðið. Að veginum lögðum hafi verkfræðistofan VSÓ ráðgjöf gert eftirfylgni s skýrslu um Lyngdalsheiðarveg. Þar komi fram að jarðvegsskrið hafi gert vart við sig vegna vatns í jarðvegi og brugðist hafi verið við því m.a. með fjölgun ræsa. Myndir sýni jarðvegsskrið sem orðið hafi í október 2009 og ágúst 2010. Af ljósmyndum í skýrslunni megi sjá yfir Eyvindartungu og uppistöðulón virkjunar stefnda. Jafnframt sé í skýrslunni minnst á jarðvegsskrið og fjölgun ræsa. Á þessum tíma hafi stefnda átt að vera fyllilega ljós sú hætta se m af veginum stafaði. Kveður stefnandi að með árunum hafi ljóslega mátt sjá ummerki jarðskriðs þar sem vegurinn liggi við Rauðagil. Í dag séu drenrör og drenerandi efni sem vatnið geti komið um, þar sem jarðvegur hopaði áður. Kveðst stefnandi hafa vakið at hygli stefnda á landsiginu en fengið fáleg viðbrögð. Landfyllingin, sem sé þarna í dag, sé til komin vegna tjónsatviksins á ábyrgð stefnda, sem átti sér stað í apríl 2019 og mál þetta snúist um. Þá segir í stefnu að stefnandi hafi í tilefni af tjóni sínu sent stefnda tölvupóst þann 13. maí 2019 , þar sem þess var krafist að stefndi bætti tjónið. Hafi í bréfinu einnig komið fram að athy gli starfsmanna stefnda hefði áður, af hálfu stefnanda, verið vakin á því að vatnsuppsprettur væru í fyllingunni, en þegar h afi runnið lítillega úr vegfyllingunni af þeim sökum. Þannig hafi verið fyrirfram ljóst að frágangur og hönnun umhverfis vegræsið væri ófullnægjandi og að úrrennsli/jarðvegshlaup sem þetta kynni að eiga sér 3 stað við tilteknar aðstæður þegar vatnsgangur væri , enda öryggisst u ðull brots vegna fyllingar eftir gefnum brotfleti of lágur. Svar hafi borist frá stefnda, þann 24 . janúar 2020 þar sem bótaskyldu var hafnað með vísan til matsskýrslu um framkvæmdina. Stefnandi hafi þá vísað málinu til Matsnefndar eign arnámsbóta , en málinu verið vísað þaðan með úrskurði þann 12. janúar 2021. Kveður stefnandi matsnefndina hafa, v ið meðferð málsins , kannað vettvang tjónsatviksins og segi í úrskurðinum að álit matsnefndar, meðal annars eftir athugun á vettvangi sé að tjón Í greinargerð stefnda er málavöxtum lýst sem svo að s tefndi hafi á árinu 2008 boðið svonef n dan Lyngdalsheiðarveg , en hann sé u.þ.b. 15 km langur og ligg i á milli Þingvalla og Laugarvatns. Vegurinn hafi verið opnaður haustið 2010 og leyst af hólmi svokallaðan Gjábakkaveg . F ramkvæmdin hafi sætt mati á umhve r fisáhri f um í samræmi við ákvæði laga nr. 106/2000 . Í matsskýrslu vegna framkvæmdanna sé m.a. fjal lað um vatnafar á svæðinu. Þar k omi m.a. fram að leið 3 þveri Litluá og drög Sandár og sé þeim veitt undir veginn með ræsum eða lagðir fljótandi vegir þar sem hætta sé á að leiðir skerði vatnsrennsli til mýra. Sama k omi fram í samantekt úr mati á umhverfís áhrifum . Við matsvinnuna hafi ekki komið fram neinar upplýsingar um vatnsuppsprettu á því svæði þar sem aurskriðan féll við Sandána. Við framkvæmdina sjálfa hafi heldur ekki orðið vart við vatnsuppsprettu á þessum stað. Kveður stefndi að við umrædda skrið u hafi einhver setefni borist með ánni í uppistöðulón stefnanda. Stefnandi hafi látið stefnda vita um skriðuna. Í ljós hafi komið að vatnsuppspretta hafði myndast undir vegfláanum við veginn og s tefndi brugðist við með því að setja jarðefni í sárið eftir skriðuna ásamt því að setja þar drenrör og drenmöl . Þá er í greinargerð stefnda rakið að stefnandi hafi talið sig hafa orðið fyrir tjóni og gert kröfu um bætur úr hendi stefnda. Þá hafi stefnandi fengið Verkís ti l að skoða vettvang og meta fyrir sig meint tjón sitt . Hafi niðurstaða n verið sú að moka þyrfti upp úr lóninu það umframefni sem barst í það til þess að - og mi ð eins og það sé þar orðað. Hafi verkfræðistofan talið kostnað við það nema 9.758.925 kr. eða 9.759 kr./m 3 . Kveðst stefndi hafa hafnað bótum á þeim grunni að f r amkvæmdin hefði sætt mati á umhverfisáhrifum og að skilyrði umhverfismatsins hefðu verið uppfyllt. Þá yrði hvorki séð að meint tjón mætti rekja til vanrækslu e ða mistaka af hálfu stof n unarinnar né að tjónið væri sennileg afleiðing slíkrar háttsemi. 4 Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir kröfu sína um viðurkenningu á bótaskyldu aðallega á almennu skaðabótareglunni. Tjón stefnanda sem sé umtalsvert eins og skýrsla verkfræðistofunnar ber i með sér, sé afleiðing af því að vegfylling gaf sig. Ástæða þess sé að hönnun og útfærsla vegfyllingarinnar hafi verið ófullnægjandi og að á því beri stefndi ábyrgð. Kveður stefnandi fráleit ar þær mótbárur stefnda að tjón ste fnanda verði ekki rakið til framkvæmdar stefnanda [ sic ] og að stefnandi beri sönnunarbyrði um að svo sé svo sem stefndi heldur fram í bréfi sínu frá 24. janúar 2020. Stefnandi byggir á því að þó að vegir og vegamannvirki falli skv. 2. mgr . 2 . gr . laga nr. 160/2010 um mannvirki, ekki undir lögin , sé e ngu að síður útilokað annað en að vegamannvi r ki verði að uppfylla fyllstu kröfur um öryggi og hönnun með sama hætti og kveðið sé á um í 15. gr . mannvirkjalaganna og standa af sér t.d. náttúrulegar og veðurfarsl egar aðstæður á borð við þær sem v erið hafi fyrir hendi þegar tjónsatburðurinn varð. Samkvæmt 6 . gr . laga nr. 160/2010 f ari stefndi með eignarhald og rekstur samgöngumannvirkja , og þar með Lyngdalsheiðarvegar. Stefnandi byggir á því að stefndi beri ábyrgð á tjóni hans samkvæmt sakarreglunni vegna þess að vegamannvirkið hafi ekki verið rétt hannað og byggt upp þannig að ófullnægjandi hönnun og frágangur hafi orsakað áðurgreint tjónsatvik. Byggt sé á því að hönnuðum og framkvæmdaaðilum vegarins ei gi ekki að hafa dulist að þarna í vegstæðinu og þar um kring hafi verið vatnsuppsprettur og að huga þyrfti að þessu við gerð vegarins. Vísað er til 80. gr . vatnalaga nr . 15/1923 , sbr . 55 . gr . laga nr. 32/2011 , um sérstaka aðgæsluskyldu um framkvæmdir í eða við vötn. Þá vísar stefnandi til þess að af hans hálfu hafi athygli starfsmanna stefnd a verið vakin á vatnsuppsprettunni og að af henni gæti stafað hætta. Stefnandi byggir einnig á bótaákvæði 141. og 80. gr . vatnalaga nr 20/1923 , þar sem fram k omi að sá sem st andi fyrir framkvæmdum við vatn, beri ábyrgð á tjóni sem af framkvæmdunum hlýst án tillits til þess hvort tjón verði rakið til saknæmrar háttsemi, m . a . ef mannvirki og framkvæmdir við vö t n eru ekki þannig úr garði gerð að af þeim stafi hvorki hætta né veruleg óþægindi fyrir umferð eða spjöll á eign annars manns. Samkvæmt 80. gr . vatnalaganna sk uli þess gætt við hvers konar framkvæmdir í eða við vö t n, að sem minnst röskun verði á vatni, gæð um þess, vatnslegi, lífríki, vistkerfum eða 5 landslagi. Einnig sk uli forðast að valda öðrum sem tilkall eiga til sama vatns tjóni eða óhagræði. Stefnandi vill ekki una því mati stefnda að hann beri ekki ábyrgð á tjóni þessu enda ligg i fyrir greinargóðar upp lýsingar um það hvernig tjónið bar að sem og hvaðan efni ð kom sem fór niður í uppistöðulón virkjunarinnar. Við því sé að búast að mat á tjóninu hafi í för með sér umtalsverðan kostnað. Áætlun Verkís sé ekki eiginleg matsgerð heldur einungis vísbending um a ð um verulegt tjón hafi verið að ræða. Því sé farin sú leið í máli þessu að krefjast einungis viðurkenni n gar á bótaskyldu stefnda , sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi tel ji það engum vafa undirorpið að skilyrði til slíkrar kröfugerðar sé uppfyllt, enda ligg i fyrir gögn sem sýn i að hann hafi orðið fyrir tjóni. En í framangreindri mati Ve r kís sé tjón stefnanda metið á kr . 9.758.925 og sé þá ekki tekið tillit til kostnaðar við útreikninga og eftirrekstur. Samkvæmt þessu tel ji stefnandi að hann hafi sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni sem stefndi beri bótaábyrgð á. Um lagarök vísar stefnandi til almennra reglna skaðabótaréttar, einkum sakarreglunnar. Vísað er til 5 . og 6 . gr . laga nr. 120/2012 , vegna eignarhalds og rekst rar Lyngdalsheiðarvegar. Þá er vísað til vatnalaga nr . 15/1923 , einkum 80. o g 141 gr. Um heimild til að krefjast viðurkenningar á bótaskyldu vísast til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Málskostnaðarkrafa styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Um va rnarþing er vísað til 34. og 41. gr . laga nr. 19/1991. Málsástæður og lagarök stefnda hvað varðar fr á vís u narkröfu Aðalkr ö fu sína um frávísun málsins byggir stefndi á því að stefnandi hafi ekki leitt nægilega í ljós að hann hafi orðið fyrir tjóni í skilningi 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þannig að hann haf i lögvarða hagsmuni af að fá leyst úr kröfum sínum fyrir dóminum á grundvelli ákvæðisins. Slík sönnun sé skilyrði þess að stefnandi geti fengið viðurkenningardóm í samræmi v ið tilgreint ákvæði laganna. Telur stefndi að stefnandi hafi sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi orðið fyrir tjóni. Þótt eitthvað af ef ni úr vegfyllingunni hafi runnið út í Sandána og niður í uppistöðulónið, þýði það eitt út af fyrir sig ekki endilega að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni. Kveður stefndi að stefnandi virðist einkum byggja kröfu sína á framangreindu minnisblaði Verkís. Þar komi m.a. fram að höfundur minnisblaðsins tel ji að rúmmál 6 úrrennslis haf i verið 907,6 m 3 og að mestur hluti þess hafi run nið í miðlunarlón Sandárvirkjunar V. Þá k o m i fram að heildar flatarmál miðlunarlónsins sé 9.900 m 2 og því megi áætla að botn lónsins hafi hækkað um 9 cm. Tel ji höfundur að töluvert magn af situref n i (setef ni ) hafi saf n ast fyrir við inntakspípu virkjunarinnar með þeim afleiðingum að dýpt lónsins undir inntakspípu hafi minnkað talsvert. Það valdi breytingum á straumum við inntakspípu ásamt því að jarðefni eigi greiðari leið í inntakspípuna og berist þannig í vélbúnað virkjunarinnar . Tel ji höfundur minnisblaðsins að sé að ná fyrri rekstrar - og miðlunarskilyrðum fyrir Sandárvirkjun V sé (er) l jóst að f j fn Stef n di telur að framangreint minnisblað sýni með engu mót i að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni. Um sé að ræða að því er virðist sjónrænt mat, en engin gögn eða mælingar haf i verið lögð fram sem staðfest i ofangreint, s.s. myndir eða botnmælingar. Þá haf i engin gögn verið lögð fram um dýpt lónsins og hversu mikið dýpt þess undir inntakspípu h afi minnkað. Þá k omi hvergi fram hvaða áhrif úrrennslið h afi haft á rekstrar - og miðlunarskilyrði fyrir virkjunina. Þá k omi heldur ekki fram hvort flatarmál lónsins hafi minnkað og hversu mikið vatnsyfirborð þess sveiflast. Þekkt sé að setef n i safnist fyrir í miðlunarlónum, en engar upplýsingar ligg i fyrir um þróun setefnis í miðlunarlóninu fram að úrrennslinu úr vegfláanum. Fyrir ligg i að nokkrar uppsprettur og/eða lækir renn i í San dána á leið hennar í miðlunarlónið sem líkur séu á að beri með sér setefni. Ligg i ekkert fyrir í málinu um möguleg áhrif þessa. Á minnisblaðinu verð i því ekki byggt. Byggir stef n di á að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að ha nn hafi orðið fyrir tj óni. Sé því óhjákvæmilegt að v í sa málinu frá dómi, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála eins og fyrr greinir. Forsendur og niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi viðurkenningar á bótaskyldu úr hendi stefnda, vegna tjóns sem hann kveðst hafa orðið fyrir er aurskriða varð úr vegfláa við Lyngdalsheiðarveg niður í Sandá, og jarðefni runnið allt niður í uppistöðulón við virkjun í eigu stefn anda. Stefnandi byggir á því að hann hafi orðið fyrir tjóni í kjölfar aurskriðu úr vegstæði stefnda, líkt og áður er lýst. Leggur hann kröfu sinni til stuðnings fram minnisblað, sem hann aflaði einhliða, þar sem fram kemur að til að ná fyrri afkastagetu virkjuna rinnar þurfi að hreinsa jarðefnin er runnu í lónið við aurskriðuna úr lóninu með þar tilgreindum kostnaði. 7 Stefndi byggir frávísunarkröfu sína á því að stefnandi hafi ekki leitt í ljós að hann hafi orðið fyrir tjóni og hafi því ekki lögvarða hagsmuni af þ ví að fá dóm fyrir kröfu sinni, skv. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Kröfu sinni til stuðnings hefur stefnandi lagt fram minnisblað frá Verkís, þar sem greint er frá atvikum og því lýst að 907,6 m³ af jarðefnum hafi skriðið úr vegfláanum og hafi vettva ngsskoðun leitt í ljós að mestur hluti þess hafi runnið alla leið og stöðvast í miðlunarlóni, sem staðsett sé 760m neðan vegarins. Þá kemur fram að ætla megi að botn lónsins hafi við þetta hækkað um 9 cm. Þá kemur þar fram að til að unnt sé að ná fyrri rek strar - og miðlunarskilyrðum sé ljóst að fjarlægja þurfi efnin og er gert kostnaðarmat á þeirri framkvæmd líkt og að framan greinir. Líkt og stefndi hefur bent á, er hvorki í framangreindu minnisblaði, né öðrum gögnum málsins , að því vikið hvaða áhrif ætl uð hækkun lónsins hefur haft á afköst virkjunarinnar eða starfsemi hennar að öðru leyti. Málatilbúnaður stefnanda virðist aftur á móti nær eingöngu snúa að hreinsun lónsins og kostnaði sem af því hlýst. Við munnlegan flutning málsins kom fram hjá lögmanni stefnanda að ljóst væri að almennt þyrfti að hreinsa lón með ákveðnu millibili, og teldi stefnandi aurskriðuna hafa flýtt fyrir að hreinsa þyrfti umrætt lón, án þess að vikið væri nánar að því. Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að fallast ber i á með stefnda að stefnandi hafi ekki nægjanlega leitt í ljós að hann hafi orðið fyrir tjóni líkt og hann heldur fram í stefnu, og ekki lagt fram fullnægjandi gögn máli sínu til stuðnings. Verður því fallist á kröfu stefnda um að vísa málinu frá dómi. Að fenginni framangreindri niðurstöðu , sbr. og 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað, sem er hæfilega ákveðin n k r. 1.210.395. Sigurður G. Gíslason dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r o r ð : Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Eyvindartunga ehf., greiði stefnda, Vegagerðinni, 1.210.395 krónur í málskostnað. Sigurður G. Gíslason