Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. nóvember 2019 Mál nr. S - 11/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Axel Rúnar i Clausen ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur : Mál þetta, sem dómtekið var 4. september 2019 , höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 8. janúar 2019 á hendur ákærða Axel Rúnari Clausen, kt. [...] , [...] , [...] ; ,, fyrir eftirtalin brot: 1. Umferðarlagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 29. ágúst 2017 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti um Smárahvammsveg í Kópavogi, við Hæðasmára. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 2. Umferðarlagabrot , með því að hafa sunnudaginn 12. nóvember 2017 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti [...] austur Hafnarstræti í Reykjavík, við Héraðsdóm Reykjavíkur, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við [...] 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. m gr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 3. [ --- ] 4. Þjófnað, með því að hafa laugardaginn 3. febrúar 2018 í verslun Byko, Skemmuvegi 2, Kópavogi, í félagi við A stolið borvélasetti að verðmæti kr. 70.990 og peysu að verðmæti kr. 10.995. Telst brot þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5. Umferðarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 17. júní 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókanna bínól 0,7 ng/ml og auk þess fannst tetrahýdrókannabínólsýra í þvagi) um Hafnarfjarðarveg í Kópavogi, norðan við 2 Hamraborg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og að hafa notað farsíma án handfrjáls búnaðar við aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr . 2. mgr. 45. gr. a., 47. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 6. Umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 12. júlí 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna á hrifa ávana - og fíkniefna og vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist klónazepam 16 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,0 ng/ml og auk þess fannst tetrahýdrókannabínólsýra í þvagi) um Háaleitisbraut í Reykjavík, að bifreiðastæði sunnan við Austurver, þar s em lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 44. gr., 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 7. Umferðarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 22. júlí 2018 ekið bifr eiðinni [...] sviptur ökurétti [...] og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna [...] áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist morfín 130 ng/ml [...] ) vestur Engihjalla í Kópavogi, að bifreiðastæði við leikskólann við Efstahjalla, þar sem lögregla stöðva ði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 44. gr. [...] og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 8. Umferðarlagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 11. september 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óh æfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 155 ng/ml, gabapentín 3,6 ug/ml, klónazepam 10 ng/ml og oxýkódon 210 ng/ml og auk þess fannst amfetamín, metýlfenídat, tetrahýdró kannabínólsýra, gabapentín og oxýkódón í þvagi) vestur Bjarkarholt í Mosfellsbæ, við Krónuna, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 44. gr., 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. g r. umferðarlaga nr. 50/1987. 9. Umferðarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 7. október 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 1000 ng/ml og auk þess fannst amfetamín og tetrahýdrókannabínólsýra í þvagi) um Ástún í Kópavogi, við hús nr. 2, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 3 10. Umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 11. október 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 55 ng/ml, metýlfenídat 10 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,2 ng/ml og auk þess fannst amfetamín, metýlfenídat og tetrahýdrókannabínólsýra í þvagi) um Litluhlíð í Reykjavík, við Lönguhlíð, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006. Kröfur ákærða í málinu eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa og að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Farið var með mál þett a samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var málið tekið til dóms 4. september sl. án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Forsendur og niður staða: Við fyrirtöku málsins 4. september sl. féll ákæruvaldið frá þeim sakargiftum í ákæruliðum 2 og 7 er vörðuðu meint brot ákærða gegn 45. gr. a. umferðarlaga nr. 50/ 1987. Þá féll ákæruvaldið einnig frá sakargiftum samkvæmt ákæru lið 3 . Í þinghaldinu ját aði ákærði skýlaust sakargiftir eins og þær stóðu eftir nefndar breytingar . Að mati dómsins samrýmist j átning ákærða gögnum málsins. Brot hans tel ja st því sönnuð og er u þa u réttilega heimfær ð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur samkvæmt þessu unnið sér t il refsingar. Ákærði á samkvæmt framlögðu vottorði sakaskrár ríkisins að baki nokkurn sakaferil. Við ákvörðun refsingar ákærða nú er sérstaklega til þess að líta að m eð dómi 21. nóvember 2007 var hann dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir nytjastuld , en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár . Ákærði var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, þar af var einn mánuður skilorðsbundinn til tveggja ára, með dómi 5. júní 2008 fyrir akstur án gildra ökuréttinda, akstur undir áhrifum áfengis og akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Með dóm num var ákærði jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Með dómi 3. desember 2010 var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og sviptur ökurétti 4 ævilangt fyrir nytjastuld, þjófnað, fjársvik, og akstur sviptur ökurétt i og akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Ákærði gekkst undir sektargerð lögreglustjóra 18. september 2012 þess efnis að hann greiddi 100.000 krónur í sekt vegna akstur s sviptur ökurétti. Ákærði gekkst undir tvær sektargerðir lögreglustjóra 25. októbe r 2013 vegna þjófnaða. Ákærði var dæmdur í 105 daga fangelsi með dómi 27. nóvember 2014 og sviptur ökurétti ævilangt fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur sviptur ökurétti. Ákærði var dæmdur til 30 daga fangelsisrefsingar fyrir þjófnað m eð dómi 13. október 2016. Hann var 28. apríl 2017 dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir sams konar brot en með dómnum var ákærða gerður hegningarauki við fyrrnefndan dóm frá 13. október 2016. Með vísan til sakaferlis ákærða og að brotum hans virtum þykir refsing hans hæfilega ákveðin eftir fyrirmælum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fangelsi í 18 mánuði . Samkvæmt kröfu ákæruvalds og m eð vísan til 3. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er ævilöng ökuréttar svipting ákærða áréttuð. Með vísan til niðurs töðu málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , verður ákærði dæmdur til útlagðs sakar kostnaðar samtals að fjárhæð 1.077.994 krónur . Þá greiði ákærði jafnframt þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Dóm þ ennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Dómso r ð: Ákærði, Axel Rúnar Clausen, sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákærði e r sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði 1.330.954 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 252.960 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Kristinn Halldórsson