Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 13. apríl 2020 Mál nr. S - 6713/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari) g egn X ( Sævar Þór Jónsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 16. mars sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 13. október 2020, á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir líkamsárás með því að hafa, sunnudaginn 17. febrúar 2019, við anddyri á M í [...] , veist með ofbeldi að A , kt. [...] , tekið hann hálstaki og þrengt að hálsi hans, allt með þeim afleiðingum að A hlaut tognun á hálsi, mar og yfirborðsáverka á hálsi og tárublæðingu í bæði augu. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennr a hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir Björgvin Þórðarson lögmaður þá kröfu, f.h. A , kt. [...] , að ákærði verði dæmdur til að greiða honu m miskabætur að fjárhæð 500.000 kr. með almennum skaðabótavöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af fjárhæðinni frá 17. febrúar 2019 og þar til einn mánuður er liðinn frá því að bótakrafan hefur verið birt ákærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af allri fjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags, allt í samræmi við 9. gr. sömu laga. Þá er krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða brotaþola kostnað vegna lögmannsaðstoðar að fjárhæð 150.000 kr. auk virðisaukaskatts, ellegar að mati dómsins. Verjandi á kærð a krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann krefst þess jafnframt að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi, en til vara að ákærði verð i sýknaður af henni. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna sem greiðist úr ríkissjóði. 2 Málsatvik Þann 4. mars 2019 mætti brotaþoli, A , á lögreglustöð til að leggja fram kæru á hendur ákærða vegna líkamsárásar 17. febrúar 2019. Greindi hann frá því að árásin hefði átt sér stað fyrir framan innganginn að M þar sem hann hefði verið gestkomandi hjá vini sínum, C , ásamt eiginkonu sinni B . Hann kvaðst hafa verið úti að reykja ásamt ákærða og þeir hefðu rætt rifrildi hans við vin sinn fyrir nokkru síðan. Ákærði hefði orðið reiður yfir því ekki drepið þig síðan sagst ætla að drepa hann. Brotaþoli kvaðst ekki hafa talið ákærða vera að meina þetta og farið frá honum . Ákærði hefði þá komið aftan að honum og tekið hann hálstaki sem hann hefði haldið í eina mínútu. Mágur ákærða hefði komið og stöðvað þetta en hann teldi að annars hefði ákærði drepið hann. Ákærði hefði haldið áfram að hóta honum lífláti eftir árásina. Brotaþoli kvaðst hafa fundi ð til í barkarkýlinu eftir þetta og fengið blóðsprungin augu. Í vottorði D lækn is, frá 16. maí 2019, kemur fram að brotaþoli hafi leitað á læknavaktina 17. febrúar 2019. Hann hafi lýst slagsmálum við annan mann sem hafi tekið hann hálstaki og þrengt harkalega að. Hann hafi verið aumur í hálsi og haf t þrýstingseinkenni í augum, ásamt höfuðverk. Hann hafi verið með subconjuntival blæðingu í báðum augum medialt . Hann hafi verið aumur framan á barkarkýli, hálshreyfingar sárar og þre ifieymsli í aftari vöðvasúlu háls paraspinalt frá hnakkfestum og niður að mótum háls og brjósthrygg s , og einnig þreifiaumur í hægri sjalvöðva frá hálsi. Þann 21. sama mánaðar hafi brotaþoli leitað á heilsugæsluna í Árbæ og fengið tilvísun til augnlæknis vegna áverka á augum. Hann hafi verið með subconjuntival blæðingar, eða tárublæðingar í augum. Sjón ha fi verið eðlileg en hann hafi verið með verki í augum. Næsta dag hafi brotaþoli hitt augnlækni á stofu. Eftir ítarlega skoðun hafi komið í ljós að ekki amaði annað að augum hans en tárublæðingar og ekki þurfti að aðhafast neitt. Blæðingar sem þessar hverfi á 7 til 10 dögum. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði kvaðst ekki muna hvað hefði gerst umrætt sinn þar sem hann hefði verið drukkinn og taldi að engin vitni hefðu verið að atvikum . Hann kannaðist við að hafa verið í heimsókn hjá C og drukkið þa r áfengi þegar brotaþoli hefði komið. Hann hefði svo farið út að reykja með brotaþola. Brotaþoli hefði viljað ræða gamalt mál sem hefði komið upp í helgarútilegu. Hann hefði talið þetta löngu afgreitt mál og sér óviðkomandi og beðið brotaþola að hætta að tala um þetta. Hann hefði svo farið inn og fengið sér bjór en farið aftur út að reykja og brotaþoli komið aftur út. Brotaþoli hefði sagt eitthvað sem hefði reitt hann til reiði, ráðist á sig með ónotum og skömmum , en hann muni þó ekki hvað han n hefði sagt. Hann hefði reiðst mjög og gæti hafa ýtt við brotaþola en muni ekki 3 nákvæmlega hvað hefði gerst . Spurður um játningu sína hjá lögreglu kvaðst hann þá hafa talið líklegt að þetta hefði gerst en hann teldi í dag að svo væri ekki. Brotaþoli A kv aðst þekkja ákærða , en eiginkonur þeirra hefðu unnið saman og þeir hefðu skemmt sér saman og farið í ferðalög. Þeir ákærði hefðu verið í boði og verið úti að reykja þegar þeir hefðu farið að ræða um atvik varðandi vin hans sem hefði gerst löngu áður. Ákærð i hefði ekki viljað ræða þetta atvik og h ann hefði fallist á að hætta að Hann hefði snúið baki í ákærða og gengið frá honum þegar ákærði hefði skyndilega ráðist á hann aftan fr á. Ákærði hefði gripið með höndunum um háls hans og tekið hann olnbogataki. Hann hefði ekki streist á móti honum enda bæri hann virðingu fyrir sér eldra fólki. Hann hefði lent á götunni, séð fólk innandyra og reynt að lyfta hendi til að vekja athygli þeirr a. Sumir hefðu talið þá vera að fíflast og því ekki brugðist við. Mágur ákærða hefði svo komið út og gengið á milli og losað þá í sundur. Hann hefði þá verið orðinn meðvitun d arlaus. Einhver hefði komið og hjálpað honum að standa upp og komast inn. Ákærði h efði áfram tala ð um að hann ætlaði að drepa hann. Vitnið B , eiginkona brotaþola , kvaðst hafa farið í boðið til C ásamt brotaþola. Ákærði hefði verið kominn þangað á undan þeim og verið drukkinn. Brotaþoli hefði drukkið bjór. Ákærði og brotaþoli hefðu fari ð út að reykja og það næsta sem hún hefði séð væri að ákærði hefði haldið um hálsinn á brotaþola. Mágur ákærða hefði sagt eitthvað vera að gerast en C hefði haldið að þeir væru að leika sér. Mágur ákærða hefði síðan farið út í garðinn og slitið ákærða frá brotaþola. Hún hefði heyrt ákærða segja við brotaþola Brotaþoli hefði lýst atvikinu fyrir henni og sagt að hann hefði ekki viljað berjast við ákærða , en þeir væru vinir og hann bæri virðingu fyrir honum. Hún teldi að brotaþoli hefði látið lífið ef mágur ákærða hefði ekki stöðvað atlöguna. Brotaþoli hefði strax farið á læknavaktina eftir atvikið, en augun í honum hefðu orðið eldrauð. Vitnið C kvaðst hafa verið með boð þar s em ákærði og brotaþoli hefðu farið út að reykja. Hann þekkti þá báða , en þeir væru í sama vinahópi og eiginkonur þeirra allra hefðu unnið saman. Hann liti á sig sem vin beggja. Hann hefði verið inni ásamt eiginkonu brotaþola og mági ákærða þegar hann hefði heyrt brotaþola kalla. Hann hefði í fyrstu talið að þeir væru að grínast þegar hann hefði séð ákærða með brotaþola í hálstaki og ákærða falla niður . Hann hefði séð vel út í garð og teldi þetta hafa varað í 30 - 40 sekúndur. Mágur ákærða hefði farið út og te kið ákærða af brotaþola og farið með hann heim. Hann kvaðst ekki hafa séð aðdragandann að þessu atviki. Brotaþoli hefði kvartað undan sársauka í hálsi eftir þetta. Vitnið D læknir staðfesti vottorð sitt sem unnið væri upp úr sjúkraskrárgögnum. Brotaþoli hefði verið aumur í hálsi og með blæðingu í augum. Hann hefði einnig leitað 4 til augnlæknis. Hann hefði haft tárublæðingar. Þær séu saklausar og hverfi á nokkrum dögum. Áverkar brota þola samræmist því að hann hefði verið tekinn hálstaki. Niðurstaða Ákærða er gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist með ofbeldi að brotaþola, tekið hann hálstaki og þrengt að hálsi hans, með nánar tilgreindum afleiðingum. Ákærði neitar sök . Hann kvaðst ekki muna atvik vel að öðru leyti en því að hann hefði reiðst brotaþola fyrir eitthvað sem hann hefði sagt. Hann taldi að játning hans hjá lögreglu hefði ekki byggst á minni af atburðum og dró hana til baka. Brotaþoli lýsti atvikum með sama hætti og í kæru til lögreglu , þannig að ákærði hefði komið aftan að honum og tekið hann hálstaki eftir orðaskak þeirra á milli. Engin vitni voru að aðdraganda atviksins en tvö vitni, annað eiginkona brotaþola og hitt vinur bæði ákærða og brotaþola, lýstu hálstak i ákærða með sambærilegum hætti og brotaþoli. Það hefur ekki áhrif á niðurstöðu málsins að ekki voru teknar skýrslur af vitnu nu m hjá lögreglu. Mágur ákærða, sem vitni hafa greint frá að hafi stöðvað átökin, er erlendis og ekki reyndist unnt að hafa uppi á honum. Þá liggur fyrir vottorð og framburður læknis um áverka á brotaþola sem samræmast lýsingu hans á atvikum. Að öllu framangreindu virtu er sannað með framburði vitna og gögnum málsins , gegn neitun ákærða, að hann hafi veist að brotaþola með þeim hætti sem honum er gefið að sök í ákæru. Verður ákærði því sakfelldur og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæðis í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 7. október 2020 , hefur hann ekki áður gerst sekur um ref sivert brot. Við ákvörðun refsingar verður litið til afleiðinga háttsemi ákærða en ekki þykir unnt að líta svo á að um áflog eða átök hafi verið að ræða, sbr. 3. mgr. 218. gr. c í almennum hegningarlögum. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Af hálfu brotaþol a er krafist miskabóta að fjárhæð 500.000 krónur. Brotaþoli á rétt á miskabótum með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ákærði hlaut nokkra áverka af atlögu ákærða , eins og nánar er lýst í ákæru og læknisvottorði , sem jöfnuðu sig fljótt. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 20 0.000 krónur ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir. Þá á brotaþoli rétt til málskostnaðar sem ákveðinn verður 376.960 krónur. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað verjanda síns, Sævars Þórs Jónssonar lögmanns , 583.1 10 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 10.000 krónur í annan í sakarkostnað. 5 Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarsson aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði greiði A 200.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. febrúar 2019 til 9. janúar 2021, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, auk 376.960 króna í málskostnað. Ákærði greiði málsvarnar þóknun skipað verjanda síns, Sævars Þórs Jónssonar lögmanns , 583.110 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 10.000 krónur í annan í sakarkostnað.