Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur mánudaginn 12. apríl 2021 Mál nr. S - 7013/2020: Ákæruvaldið (Elísabet Rán Andrésdóttir saksóknarfulltrúi) gegn Erni Steinari Arnarsyni (Þormóður Skorri Steingrímsson lögmaður) Dómur I. Ákæra, dómkröfur, o.fl.: Mál þetta, sem dómtekið var 16. mars 2021, er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðs saksóknara 22. október 2020, á hendur Erni Steinari Arnarsyni, kt. [...] , [...] , [...] , bifreiðastæði framan við verslunina Þ. Þorgrímsson & co í Ármúla 29 í Reykjavík, veist með ofbeldi að A , kennitala [...] , þar sem hann sat sem ökumaður í bifreið sinni [...] og slegið hann tvisvar sinnum í andlitið og tekið hann kverkataki í gegnum opna bílrúðu, og fyrir að hafa, stuttu síðar, eftir að A hafði farið út úr bifreiðinni og tekið sér stöðu framan við bifreið ákærða, ekið bifreið sinni greitt að A með þeim afleiðingu m að hann féll í götuna. Með akstrinum stofnaði ákærði lífi og heilsu A á ófyrirleitinn hátt í augljósan háska og afleiðingar alls þessa voru þær að A hlaut þreifieymsli, mar og yfirborðsáverka á hálsi, eymsli, bólgu og mar á vinstri kjálka og eymsli á vör , hrufl, skrámur og mar á vinstri hendi, þreifieymsli yfir vinstri mjöðm og læri, eymsli í baki á mótum brjóst - og lendahryggjar og mar og hrufl á vinstra hné. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/19 40. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar - kostnaðar. 2 Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kennitala [...] , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð 700.000 krónur, ásamt vöxtum sam kvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 22. október 2018, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga, frá þeim tíma er mánuður er liðinn frá því að krafan er birt ákærða, til greiðsludags. Þá er málskostnaðar krafist að sk aðlausu, samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum 24% virðisauka skatti, fyrir að halda fram bótakröfu í málinu, samkvæmt 3. mgr. 176. gr. laga um með ferð sakamála nr. 88/2008. Ákæruvaldið gerir sömu dómkröfur og greinir í ákæru o g hafnar frávísunarkröfu ákærða. Bótakrefjandi gerir sömu kröfu um miskabætur og vexti og greinir í ákæru, auk kröfu um hæfilegan máls kostnað að mati dómsins. Ákærði neitar sök og krefst frávísunar ákæru hvað varðar meint brot gegn 4. mgr. 220. gr. almenn ra hegningarlaga. Að öðru leyti krefst ákærði sýknu af öll um kröf um ákæruvaldsins en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Í öllum tilvikum krefst ákærði þess að einka - réttar kröfunni verði hafnað en að því slepptu að fjárhæ ð kröfunnar verði lækkuð verulega. Þá er þess krafist að allur sakar kostn aður verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin hæfileg máls varnarlaun skipaðs verjanda. II. Málsatvik: Atvik áttu sér stað að morgni mánudagsins 22. október 2018 á bifreiðastæði framan við verslun að Ármúla 29 í Reykjavík. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var kallað eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem voru yfirstaðin á bifreiða stæði framan við umrædda verslun. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt tilkynnanda , A , sem fékk réttarstöðu brotaþola við meðferð málsins. Föt hans hafi verið blaut, bæði peysa og buxur, sár hafi mátt sjá á höndum hans og hann verið í miklu uppnámi, andað grunnt og ört og röddin titrað. Brotaþoli hefði greint frá því að hafa stuttu áður verið að aka bifreið sinni vestur Miklubraut við Ártúns brekku þegar nánar tilgreind sendibifreið hefði verið ekið mjög nálægt bifreið hans. Hann hefði skipt um akrein og sendi bifreið inni verið ekið fram úr honum. Brotaþoli hefði sýnt ökumanni sendi bif reiðar innar niðrandi fingur merki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik. Þegar komið var inn á bifreiðastæði framan við fy rrgreinda verslun hefði sendi - bifreiðar stjórinn farið úr bifreið sinni og gengið að bifreið brotaþola. Til snarpra orða - 3 skipta hefði komið á milli þeirra inn um opinn glugg ann þar sem brotaþoli sat í öku - manns sæti. Sendi bifreiðarstjórinn hefði hreytt nánar tilgreindum fúk yrðum í hann og brota þoli svarað með svipuðum hætti. Sendibifreiðarstjórinn hefði því næst tekið brota - þola kverkataki, auk þess að kýla hann að minnsta kosti einu höggi í andlitið. Brota þoli hefði reynt að verjast. Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bif reiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendi bifreiðar stjór inn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim af leið ingum að hann skall á fram enda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendi bifreiðar stjórinn hefði síðan ekið á brott. Í frumskýrslunni greinir jafnf ramt frá því að kallað hafi verið eftir sjúkrabifreið og brotaþoli verið fluttur með henni á slysa - og bráðadeild. Lögregla hafi einnig rætt við tvö vitni á staðn um, B og C , sem báðir voru starfs menn um ræddrar verslunar. Vitnin hafi í meginatriðum grein t frá atvikum með svipuð um hætti og brota þoli, meðal annars að bifreiðum hefði verið ekið inn á bif reiða stæðið. Þeir hefðu heyrt rifrildi milli sendibifreiðarstjórans og brotaþola og séð brota þola aka bifreið sinni glannalega um svæðið. Þá hefðu þeir séð sendi bifreiðar stjórann teygja sig inn í bifreið brotaþola. Hreyfingar hans hefðu, eins og þær birt ust vitn unum, vel getað samrýmst hnefahöggi í andlitið en hvorugt vitnanna kvaðst hins vegar hafa séð sendi bifreiðarstjórann taka brotaþola kverka taki. Því næst hefðu vitnin séð brota þola leggja bifreið sinni fyrir framan sendi bifreiðina, líklega í þeim til gangi að hefta för hans. Þá hefðu vitnin séð brotaþola stökkva til hliðar þegar sendi bifreið inni var ekið af stað og við það hefði brotaþol i fallið í götuna. Í frumskýrslunni greinir enn fremur frá því að athugað hafi verið með skráningu og eignar hald á umræddri sendibifreið. Það hafi leitt til þess að haft var símasamband við skráðan eiganda. Það hafi reynst vera ákærði og hann staðfest í símtalinu að hafa verið um ræddur sendibifreiðarstjóri. Hann hafi því fengið réttarstöðu sakbornings. Í sím talinu hefði ákærði meðal annars greint frá fyrrgreindum framúrakstri og eftir för. Einnig að brotaþoli hefði ekið glannalega á bif reiða plani hjá umræddri verslun og verið með ógn - andi tilburði, meðal annars spólað um allt planið. Ákærði hefði gengið að bifreið brota - þola og átt snörp orðaskipti við hann. Aldrei hefði komið til handalögmála á milli þeirra og hann aldrei lagt hendur á brotaþola. Því næst hefði ákærði farið að ferma sendi bifreið - ina en brotaþoli fært sína bif reið á planinu og þrengt að sendibifreiðinni. Eftir nokkra stund hefði ákærði náð að aka í burtu. Ákærði hefði ekki kannast við að hafa ekið á brota þola eða að hann hefði lent á sendi bifreiðinni. Meðal rannsóknargagna er læknisvottorð útgefið af D , sérfræði lækni á slysa - og bráðadeild Landspítala, dags. 4. febrúar 2020, þar sem meðal annars greinir að brotaþoli hafi komið á sjúkrahúsið klukkan 09:45 umræddan morgun með sjúkra bifreið. Við 4 skoðun hafi brotaþoli verið með sjáanlega áverka framanvert á hálsi. Roði og mar hafi verið sitt hvorum megin við barkann neðarlega. Brotaþoli hafi verið aumur yfir vinstra kjálkabarði og vinstri efri vör og væg bólga og mar hafi verið framan vert yfir efri kjálka - boga. Þá hafi hann verið með hrufl og skrámur á vinstri hendi yfir hnúa fimmta fingurs. Einnig hafi verið mar yfir fingrinum sjálfum og upp á handarbakið upp af litla fingri. Ekki hafi verið grunur um brot. Þá hafi brotaþoli fundið fy rir eymslum og verkjum í baki á mótum brjóst - og lendhryggjar. Mar og hrufl hafi verið yfir vinstra hné. Framangreindir áverkar hafi verið í samræmi við lýsingu sem brotaþoli hafi gefið á atvik um. Hann hafi verið með mar og eymsli á hálsi sem gæti samrýms t kverkataki og með aðra áverka dreift um líkamann sem gæti samrýmst því að hann hefði fengið högg á höfuðið og síðan dottið í götuna eftir að keyrt hefði verið á hann. Þá hafi allir umræddir áverkar verið af þeim toga að þeir hafi gengið til baka á nokkru m vikum án varanlegra afleiðinga. Brotaþoli gaf kæruskýrslu hjá lögreglu 1. nóvember 2018 þar sem hann greindi nánar frá meintum brotum ákærða og öðrum atvikum eins og þau horfðu við honum. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 14. október 2019. Þá gáfu fyrrg reindir verslunarstarfsmenn skýrslu með réttarstöðu vitnis 15. maí 2020. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Ákærði bar meðal annars um að hann hefði verið að aka niður Ártúnsbrekku á vinstri akrein þegar hann lenti fyrir aftan bifreið sem honum hefði fundis t að væri ekið of hægt. Brotaþoli hefði verið á þeirri bifreið. Ákærði hefði blikkað framljósunum og með því gefið brotaþola merki um að færa bifreiðina yfir á aðra akrein. Brotaþoli hefði gegnt því en þegar ákærði keyrði fram úr hefði brotaþoli gefið honu m niðrandi fingurmerki. Ákærði hefði svarað því með sama hætti en við það hefði brotaþoli elt hann inn á bifreiða - stæði fyrrgreindrar verslunar. Þegar ákærði hefði stigið út úr bifreið sinni hefði brotaþoli keyrt í áttina að honum á miklum hraða og næstum því keyrt á hann. Brotaþoli hefði verið mjög æstur, skrúfað niður rúðuna á ökumannshurð og hreytt í ákærða alls konar fúk yrðum. Ákærði hefði snöggreiðst og tekið í öxlina á manninum og sagt honum að fara að hugsa sinn gang. Nánar aðspurður um þetta kanna ðist ákærði ekki við að hafa rifið í öxl ina á brotaþola en hann hefði hins vegar lagt höndina á öxl hans. Brotaþoli hefði síðan stigið út úr bifreiðinni og haldið áfram að öskra á ákærða. Hann hefði ekki haft tíma til að rífast við brotaþola og því vikið frá og farið að ferma sendibifreiðina. Á meðan hefði brotaþoli ekið ógætilega og spólað um bifreiðaplanið. 5 Eftir að hafa lokið við að ferma sendibifreiðina hefði ákærði fært sig yfir í öku - manns sætið. Hann hefði séð úr bifreiðinni hvar brotaþoli stóð fyrir framan hana og neit - aði að færa sig. Ákærði hefði ekið ró lega af stað og brotaþoli þá fært sig til hliðar. Brota - þoli hefði aldrei komið við sendi bif reiðina heldur hefði hann stokkið frá henni þegar henni var ekið af stað. Ákærði kvaðst ekki kann ast við að hafa veist með ofbeldi að brotaþola, hvorki með því að taka hann kverkataki né heldur með því að slá hann í andlitið. Þá hefði hann aldrei á ævinni slegið nokkurn mann. 2. Brotaþoli bar meðal annars um að hafa umræddan morgun verið að aka á f yrrgreindri akstursleið. Ákærði hefði ekið mjög hratt og komið aftan að bifreið brotaþola og hann verið kominn óeðlilega nálægt. Brotaþoli hefði beðið eftir að komast yfir á aðra akrein og gefið stefnuljós og skipt um akrein. Þegar ákærði hefði ekið fram ú r bifreið brotaþola hefði hann sýnt honum niðrandi fingurmerki og brotaþoli þá svarað í sömu mynt. Við það hefði ákærði rykkt sendibifreiðinni yfir á þá akrein sem brotaþoli ók á og í veg fyrir hann. Þetta hefði hann gert tvisvar sinnum. Brotaþoli hefði ák veðið að veita ákærða eftir - för og ræða við hann um þetta atvik. Þeirri eftirför hefði lokið á fyrrgreindu bifreiðaplani í Ármúla. Þegar þar var komið hefði brotaþoli keyrt rólega í áttina að sendi bifreiðinni og hann skrúfað niður bílrúðuna til að ræða vi ð ákærða. Brotaþoli hefði ekki náð að segja neitt þar sem ákærði hefði strax byrjað að öskra á hann, sagt honum að hann kynni ekki að keyra, barið tvisvar sinnum í bifreiðina og sagt honum með niðrandi hætti að fara burtu. Brotaþoli hefði í fyrstu verið or ðlaus og starað á manninn en síðan svarað honum á þá leið að hann ætti ef til vill að skoða það hvernig hann hagaði sér í umferðinni. Við það hefði geðveikisglampi komið í augu ákærða og hann teygt sig inn um gluggann og tekið brotaþola hálstaki og kýlt ha nn í andlitið. Þá kvaðst brotaþoli hafa rankað við sér og tekið til varna með tilteknum hætti. Við það hefði ákærði vikið frá bifreiðinni og kvaðst brotaþoli þá hafa öskrað á ákærða og spurt hvort eitthvað væri að honum. Sami glampi og áður hefði komið í a ugu ákærða og hann aftur ráðist að brotaþola en hann þá verið tilbúinn og náð að verja sig. Ákærði hefði því næst vikið frá og gengið að sendibifreiðinni. Brotaþoli hefði að þessu loknu skrúfað upp rúðuna, læst að sér og hringt á lögreglu. Þá hefði hann ákveðið að leggja bifreiðinni með þeim hætti að ákærði gæti ekki ekið á brott meðan beðið væri eftir lögreglu. Brotaþoli hefði einhverju síðar séð til ákærða setjast undir stýri og hann þá stigið út úr bifreiðinni og tekið sér stöðu f yrir framan sendibifre iðina. Hann hefði gefið ákærða merki með hendinni um að aka ekki af stað en ákærði horft í augun á honum. Ákærði hefði síðan ekið af stað, stoppað stutt en síðan gefið í og keyrt á brota þola. Hann hefði dregist með bifreiðinni og snúist á ök k la. Þá hefði hann kastast af bifreið inni og 6 fallið á götuna þegar ákærði tók skarpa beygju út af planinu. Stuttu síðar hefði lög regla komið á staðinn. Aðspurður kvaðst brotaþoli hafa fengið að minnsta kosti tvö högg í andlitið, fyrra höggið hefði farið í vinstra kin nbein en það síðara lent á vinstra gagnauga við eyra. Að - spurður lýsti brotaþoli því nánar hvernig ákærði tók hann hálstaki og kvað hann ákærða hafa tekið um hálsinn neðarlega og þrengt að öndunarveginum í um fimm til tíu sek - úndur. Kvaðst hann ekki muna h vort ákærði hefði tekið hann því taki með annarri eða báðum höndum en hann minnti að það hefði verið með annarri hendi. Þá kvaðst brotaþoli aðspurður hafa staðið vinstra megin eða bílstjóramegin fyrir framan sendibifreiðina og ákærði hefði ekið á hann en e kki í átt að honum. Hann hefði fyrst lent framan á bifreiðinni en svo kastast upp á vélarhlífina en síðan fallið í götuna þegar ákærði tók krappa beygju út af planinu. Brotaþoli hefði óttast mjög um líf sitt og sérstaklega eftir það sem á undan var gengið. Brotaþoli kvaðst ekki kannast við að hafa verið æstur og þá kvaðst hann ekki muna eftir því að hafa ekið glannalega um bifreiðaplanið. Hann hefði alls ekki verið að ögra ákærða og aðeins hefði vakað fyrir honum að ræða við hann. 3. Vitnið B verslunarstarfsmaður bar meðal annars um að hafa umræddan morgun verið við störf í geymslu téðrar verslunar. Vitnið hefði heyrt í bifreið um koma akandi inn á planið og honum fundist báðir ök u menn aka ógætilega. Vitnið hefði heyrt rifrildi utandyra og far ið fram í dyr og séð ákærða fyrir framan bifreið brotaþola. Bifreiðinni hefði verið spólað í átt að ákærða. Vitnið hefði heyrt ákærða segja við brotaþola ertu eitthvað klikkaður . Vitnið hefði síðan séð til ákærða fara að bif reiðinni og að því er virtist g efa brotaþola hnefahögg inn um gluggann þar sem hann sat í öku manns sæti. Vegna staðsetningar hefði vitnið ekki séð þetta nákvæmlega en honum fundist líkamstjáning ákærða, eða hvernig hann hreyfði sig, vera eins og hann væri að kýla inn um gluggann. Nána r um þessi atvik kvaðst vitnið ekki hafa séð ákærða taka brota þola kverkataki. Vitnið hefði eftir þetta farið að aðstoða ákærða við að ferma sendi bifreiðina á planinu. Brotaþoli hefði komið að þeim og lagt bifreið sinni fyrir framan sendi bifreiðina. Vitnið hefði einhverju síðar staðið fyrir aftan sendibifreiðina og séð þegar henni var ekið af stað. Þá hefði vitnið stuttu síðar séð brotaþola stökkva til hliðar frá sendibifreiðinni og falla á göt una. Nánar um þetta kvaðst vitnið ekki hafa séð brota þol a standa fyrir framan sendi - bifreiðina í aðdraganda þess að hann féll á götuna. Vitnið hefði aðeins séð brotaþola stökkva til hliðar, eins og hann væri að hörfa undan bifreiðinni. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða keyra sendibifreið inni á brotaþola en bi freiðinni hefði hins vegar verið ekið greitt og viðstöðulaust af stað. 7 4. Vitnið C verslunarstarfsmaður bar meðal annars um að hafa umræddan morgun verið við störf í geymslu fyrrgreindrar verslunar. Hann hefði því ekki séð þegar bifreiðunum var ekið inn á planið. Vitnið hefði heyrt rifrildi fyrir utan og þess vegna komið út úr húsnæðinu . Hann hefði séð hvar ákærði var með hendurnar inni í bif reið brotaþola. Ekki hefði sést hvað ákærði var að gera en vitninu fundist hreyf ingarnar vera eins og ákærði væri að slá brotaþola inn um opinn gluggann. Vitnið hefði síðan farið að sinna sínu sta rfi á lyftara og aðstoðað við að ferma sendi bifreiðina. Að loknu því verki hefði vitnið verið á lyftaranum fyrir aftan sendi bifreið ina og séð þegar henni var ekið frekar hratt af stað. Aðspurður kvaðst vitnið hvorki hafa séð ákærða kýla brotaþola né hel dur taka hann hálstaki. Þá kvaðst vitnið heldur ekki hafa séð brotaþola standa fyrir framan bifreiðina eða að ákærði hefði keyrt á brotaþola. Kvaðst vitnið hafa séð brotaþola stökkva frá bifreiðinni og rúlla svo fram hjá henni á bifreiðaplaninu. Brota þoli hefði verið frekar æstur en ákærði verið rólegur. 5. Vitni, lögreglumaður nr. E , staðfesti frumskýrslu og bar meðal annars um að lög regla hefði verið send í útkall að umræddu bifreiðaplani vegna tilkynningar sem barst um yfirstaðin slagsmál. Brotaþoli hefði verið á staðnum, föt hans verið blaut og hann verið í uppnámi, ofandað og snökt en síðan jafnað sig fljótt. Þá hefði brotaþoli verið með áverka á höndum og lófum, auk þess sem áverkar hefðu virst vera að koma fram í andliti. 6. Vitni, rannsóknarlö greglumaður nr. F , bar meðal annars um að hafa verið sendur í um rætt útkall ásamt fyrrgreindum lögreglumanni. Vitnið hefði hitt brotaþola sem hefði greint frá því að hafa verið tekinn hálstaki, kýldur, auk þess sem keyrt hefði verið á hann. Brotaþoli hefð i verið í blautum fötum, verið í uppnámi, grátið og verið lítill í sér. Þá hefði vitnið rætt við tvö vitni á staðnum, fyrrgreinda verslunarstarfsmenn. 7. Vitnið D læknir gaf skýrslu símleiðis og staðfesti og gerði grein fyrir efni fyrrgreinds læknisv ottorðs og áverkum á brotaþola. Vitnið kvaðst hafa sinnt brota þola við komu á bráðamóttöku. Hann hefði verið með sjáanlega áverka á hálsi, verið aumur yfir vinstra kjálkabarði og með væga bólgu vinstra megin í andlitinu, á efri vör og á kjálkaboga. Þá hef ði hann verið með sár og hrufl á höndum, auk þess að vera aumur yfir vinstri mjöðm og með verki sem leiddi upp í bak. Aðspurður kvað vitnið áverkana samrýmast þeirri frásögn brotaþola að hann hefði fengið hnefahögg í andlit og verið tekinn kverkataki með h endi. Þá gætu aðrir dreifðir áverkar á líkamanum samrýmst því að brotaþoli hefði dottið 8 í götuna eftir ákeyrslu. Áverkarnir hefðu verið nýlegir en sumir þeirra ekki verið alveg komnir fram. Þá hefðu þeir verið af þeim toga að brotaþoli hefði jafnað sig á þ eim á stuttum tíma. IV. Niðurstöður: Við aðalmeðferð krafðist ákærði frávísunar á þeim hluta ákæru er varðar meint brot gegn 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þar sem verknaðarlýsing ákæru samrýmdist ekki nægjanlega framburði brotaþol a um atvik. Var á því byggt að ákæran uppfyllti ekki skilyrði c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 þar sem brota þoli hefði borið um það hjá lögreglu og fyrir dómi að ákærði hefði ekið á hann en ekki að honum eins og því væri lýst í ákæru. Fyrir lig gur að á kæruvaldið hefur talið framlögð rannsóknargögn nægileg til að meta skilyrði máls höfðunar og lagt grundvöll málsins með útgáfu ákæru, sbr. 1. mgr. 53. gr., 2. mgr. 57. gr., 145. gr. og 152. gr. laga nr. 88/2008. Ljóst er af rannsóknargögnum að sk ýrslur tveggja vitna, auk áverka vottorðs og annarra lögregluskýrslna, lágu í megin - atriðum til grundvallar útgáfu ákæru, til viðbótar skýrslu brotaþola. Fyrrgreind vitni báru ekki um þessi atvik með sama hætti og brotaþoli hjá lögreglu og verður ráðið að ákæru - valdið hafi tekið tillit til þess þegar verkn aðarlýsing var tekin saman við útgáfu ákæru. Er hér fyrst og fremst um að ræða atriði sem lýtur að efnis úrlausn málsins. Þá verður á engan hátt séð að vörnum ákærða fyrir dómi hafi verið áfátt, eins og h ér stendur á. Verður því ekki fallist á kröfu ákærða um frá vísun málsins frá dómi. Ákærði neitar sök. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 gildir sú grundvallar - regla almennt að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam kvæmt 108. gr. sömu laga hvílir sönnunar byrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rök um, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. Þá metur dómurinn hvert sönn unar gildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki bein línis það atriði sem sanna skal en álykt anir má leiða um það, sbr. 2. mgr. sömu laga greinar. Ákærði rei sir sýknu - kröfu sína á því að verknaðarlýsing í ákæru sé ósönnuð og hafnar hann bótaskyldu. Hvað varðar meinta líkamsárás þá liggur fyrir að ákærði kannast við að hafa farið með hönd sína inn um opinn gluggann á bifreið brotaþola eftir stutt rifrildi þei rra á milli. Nánar tiltekið bar ákærði um þennan hluta atvika að hann hefði aðeins lagt hönd sína á öxl brotaþola. Brotaþoli bar hins vegar um að ákærði hefði slegið sig tvívegis vinstra megin í andlitið og gripið um kverkar hans. Er þannig ljóst að talsve rt ber á milli í fram - burði þeirra um það hvað gerðist í umrætt skipti. Þegar litið er til framburðar vitnanna B 9 og C , sem báru báðir um handarhreyfingu ákærða inn um gluggann, eins og hann væri að veita brotaþola hnefa högg, er ljóst að framburður á kærða um að hann hafi aðeins lagt höndina á öxl brota þola fær vart staðist. Framburður vitnanna styður því fram burð brotaþola, að minnsta kosti um að hann hafi verið sleginn tvisvar sinnum í and litið. Hvorugt þessara vitna bar þó um að hafa séð til ákærða eins og hann væri að taka brota - þola kverkataki. Af framburði þeirra verður hins vegar ráðið að þau hafi aðeins séð hluta af þessum atvikum. Við sönnunarmatið verður einnig að líta til þess að rann sóknar - lögreglu maður nr. F bar um það að brotaþo li hefði þegar í upphafi máls ins, þegar lögreglan kom á staðinn, greint frá því að hafa verið sleginn í andlitið, auk þess að hafa verið tekinn kverkataki. Þá bar sami rannsóknarlögreglumaður, auk lög reglumanns nr. E , að brotaþoli hefði verið í geðshræri ngu þegar rætt var við hann. Að mati dóms ins styður þetta fram burð brotaþola um fyrrgreind hnefahögg og að hann hafi verið tekinn kverka taki. Þessu til viðbótar liggur fyrir vottorð og fram burður fyrrgreinds læknis um að áverkar á andliti brotaþola gæ tu sam rýmst því að hann hefði verið sleginn vinstra megin í andlitið, auk þess sem áverkar á hálsi gætu samrýmst kverkataki. Verður í þessu samhengi einnig að líta til þess að brotaþoli komst undir læknishendur stuttu eftir meint atvik og er því ekkert an nað sem getur skýrt fyrrgreinda áverka. Að öllu framan greindu virtu þykir, gegn neitun ákærða, lögfull sönnun hafa tekist fyrir því að hann hafi veist með ofbeldi að brotaþola, þar sem hann sat í bifreiðinni, með því að slá hann tvisvar í andlitið og taka hann kverka taki, eins og greinir í ákæru. Hvað varðar meint hættubrot þá kannaðist ákærði við að hafa séð brotaþola standa fyrir framan bifreiðina og neita að færa sig. Þá bar ákærði um að hann hefði ekið rólega fram hjá brotaþola án þess að snerta ha nn og brotaþoli fært sig til hliðar þegar það átti sér stað. Brotaþoli lýsti þessum atvikum hins vegar með þeim hætti að ákærði hefði keyrt á hann og við það hefði hann dregist með bifreiðinni. Þá hefði hann kastast af bifreiðinni og fallið á götuna þegar ákærði tók skarpa beygju út af planinu svo meiðsli hlutust af. Framburður brotaþola um þessi atvik var að mestu leyti af svipuðum toga og hann greindi frá hjá lögreglu. Vitnin B og C báru bæði um að hafa séð þegar ákærði ók sendi bifreið inni greitt af s tað og þá báru þeir um að hafa séð brotaþola stökkva til hliðar frá bifreiðinni og síðan falla á götuna. Af framburðum þessara vitna verður hins vegar ráðið að hvorugur þeirra hafi séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bif reið ina þegar henni var ekið af stað, hvar brotaþoli var stað settur þegar það gerðist eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann lenti á götunni. Er því óljóst miðað við það sem fram er komið hvernig þessi atvik voru í raun og veru, auk þess sem verkn aðarlýsing ákæru um þessi meintu atvik samrýmist ekki nægjan lega framburði brotaþola. Verður ákæru valdið að bera hallann af þessu við úrlausn málsins. Þegar að þessu virtu þykir gegn neitun ákærða ekki komin fram lögfull sönnun fyrir því að ákærði hafi ekið bifreiðinni grei tt að brotaþola 10 með þeim afleiðingum að hann féll á götuna og með því stofnað lífi hans og heilsu á ófyrirleitinn hátt í augljósan háska, eins og greinir í ákæru. Hvað varðar líkamlegar afleiðingar þá liggur fyrir að dómurinn hefur talið sannað að ákærði hafi slegið brotaþola tvisvar sinnum í andlitið og tekið hann kverkataki. Að þessu virtu og með hliðsjón af fyrirliggjandi læknisvottorði og framburði fyrrgreinds l æknis fyrir dómi verður að telja að lögfull sönnun hafi tekist fyrir því að ákærði hafi með þessu valdið brotaþola þreifieymslum, mari og yfirborðsáverka á hálsi, eymsli, bólgu og mari á vinstri kjálka og eymsli á vör, eins og greinir í ákæru, og verða þei r áverkar virtir ákærða til sakar. Hvað aðra áverka varðar, sem greinir í ákæru, og með vísan til þess sem áður greinir um úrslit málsins hvað varðar meint hættubrot þá þykir lögfull sönnun ekki hafa tekist fyrir því að þeir áverkar verði virtir ákærða til sakar. Að öllu framangreindu virtu, miðað við það sem telst sannað, verður ákærði sak - felldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga en sýknaður af broti gegn 4. mgr. 220. gr. sömu laga. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess a ð ákærði er fæddur í [...] og samkvæmt sakavottorði, dags. 21. október 2020, hefur hann ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Horfir þetta til málsbóta, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegn ingar laga. Til refsi - þyng ingar horfir að verkið beind ist gegn mikil vægum verndar hags munum brota þola og tjón varð af verk inu, sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. sömu lagagreinar. Verulegar tafir hafa orðið á meðferð málsins sem eru ákærða óviðkomandi og verður litið til þess við ákvörðun refsingar. Að öllu fr amangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfi lega ákveðin fang elsi í þrjátíu daga daga en fresta skal fullnustu refs ingar innar og falli hún niður að liðnu einu ári frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Við úrlausn á kröfu um miskabætur ber að líta til þess að ákærði hefur verið sak - felldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Eru því ekki efni til að vísa bótakröfunni frá dómi. Með hinni refsiverðu hátt semi hefur ákærði með ólögmætum og sak næm um hætti bakað sér skaða bótaábyrgð. Brota þoli á því rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grund velli a - liðar 1. mgr. 26. gr. skaða bótalaga nr. 50/1993, sbr. síðari breyt ingar. Ákærði hefur ekki fært fram haldb ær rök fyrir hinu gagn stæða. Minni háttar líkamstjón varð af verkinu. Miskabætur verða, eins og hér stendur á, ákveðnar að álitum og með hliðsjón af dóm venju, 200.000 krónur, og verður ákærða gert að greiða brotaþola þá fjárhæð með vöxtum, eins og nánar greinir í dóms orði. Upphafstími dráttarvaxta miðast við 14. nóvember 2019 en þá var liðinn mán uður frá því að ákærða var sannanlega kynnt bóta krafan við skýrslutöku hjá lögreglu. Brota þoli á tilkall til málskostnaðar úr hendi ákærða vegna bóta kröfunn ar, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Þykir sá kostn - aður hæfilega ákveðinn 300.000 krónur að teknu tilliti til virðis aukaskatts, og verður ákærða gert að greiða brotaþola þá fjárhæð. 11 Með hliðsjón af framan greindum máls úrslit um og með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Til þess kostn - aðar teljast máls varnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Þormóðs Skorra Steingrímssonar lög manns, vegna máls varnar fyrir dómi, sem þykja, ú t frá eðli og umfangi máls, hæfilega ákveðin 700.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Til sakar kostn aðar teljast einnig útgjöld lögreglu vegna öflunar læknisvottorðs, 47.000 krónur, sbr. yfirlit ákæruvaldsins. Vegna úrslita málsins verður ákærði dæ mdur til að greiða helming framan greinds sakar - kostnaðar til ríkissjóðs, eða samtals 373.500 krónur, en helmingur kostn aðarins greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Elísabet Rán Andrésdóttir saksóknarfulltrúi. Af hálfu bótakrefj anda flutti málið Guðmundur Sæmundsson lögmaður. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við með - ferð málsins 1. janúar 2021 en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D ó m s o r ð : Frávísunarkröfu ákærða, Arnar Steinars Arnarsonar, er hafnað. Ákærði sæti fangelsi í þrjátíu daga en fresta skal fullnustu refs ingar innar og falli hún niður að liðnu einu ári frá deginum í dag að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr . 22/1955. Ákærði greiði A 200.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur frá 22. október 2018 til 14. nóvember 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðslu dags, auk 300.000 króna í málskostnað. Ákærði greiði samtals 373.500 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs, og er þar inni fal - inn helmingur málsvarnarlauna skipaðs verjanda hans, Þormóðs Skorra Steingríms sonar lögmanns, sem í heild nema 700.000 krónum m eð virðisaukaskatti, og helmingur af öðrum útgjöldum ákæruvaldsins sem í heild nema 47.000 krónum. Að öðru leyti greið ist sakar kostnaður úr ríkissjóði. Daði Kristjánsson