Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 28. apríl 2021 Mál nr. S - 122/2019 : Ákæruvaldið ( Sigurður Hólmar Kristjánsson s ettur lögreglustjóri ) g egn X ( Andrés Már Magnússon lögmaður ) Dómur Mál þetta sem tekið var til dóms 12. mars sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 23. október 2019 á hendur X , fæddum , til heimilis að , Akureyri, fyrir umferðarlagabrot bifreiðinni norður Norðurlandsveg um Vatnsskarð í Sveitarfélaginu Skagafirði, óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa amfetamíns (amfetamín í blóði reyndis t 190 ng/ml) og tetrahýdrólkannabínóls (tetrahýdrólkannabínól í blóði reyndist vera 238 ng/ml). Teljast brot ákærða varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987. Þess er krafist að ákærði ve rði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. umferðalaga nr. 50, Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins og þess að allur sakarkostnaður þar með talin hæfileg málsvarnarlaun v erjanda hans greiðist úr ríkissjóði. II Atvik máls Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra föstudaginn 4. janúar kl. 21:50 þess efnis að ökumaður bifreiðarinnar væri í a nnarlegu ástandi og grunur léki á því að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt tilkynningunni hafði bifreiðinni verið ekið fá söluskála N1 á Blönduósi nokkrum mínútum fyrr. Lögreglumenn sem voru við umferðareftirlit í Skagafirði héldu upp á Vatnsskar ð og þá mun annar 2 lögreglubíll hafa ekið frá Sauðárkróki á Þverárfjall ef ske kynni að nefnd bifreið færi þá leið. Lögreglumenn sem fóru á Vatnsskarð mættu bifreiðinni rétt neðan við býlið Íbishól og ákváðu þeir að stöðva bifreiðina og kanna réttindi og ástand ökumanns bifreiðarinnar. Forgangsljós lögreglubifreiðarinnar voru kveikt og lögreglubifreiðinni snúið við en meðan á því stóð misstu lögreglumenn sjónar á bifreiðinni í skamma stund. Þegar lögreglumenn komu aftur auga á bifreiðina var hún í vegkant i og búið að kveikja á hættuljósum hennar og opna vélarhlífina þar sem ákærði stóð. Í skýr s lunni kemur fram að vitnið A lögreglumaður gekk að bifreiðinni og ræddi við ökumann sem reyndist vera vitnið Y . Ásamt henni voru í bifreiðinni ákærði og dóttir Y . Y var boðið að koma í lögreglubifreiðina til viðræðna og þáði hún það. Haft er eftir Y að hún hafi verið að aka bifreiðinni en nýlega skipt við ákærða. Jafnframt er tekið fram í skýrslunni að ákærði hafi viðurkennt akstur klukkan 21:58 og þá hafi hann v erið handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Ákærða hafi jafnframt verið kynnt réttarstaða sakbornings. Í framhaldi af þessu var haft samband við B rannsóknarlögreglumann sem kom á vettvang ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum. Ák ærði, vitnið Y og dóttir hennar voru síðan flutt í lögreglubifreið til Sauðárkróks þar sem skýrslur voru teknar af þeim. Þá gerði lögregla ráðstafanir varðandi dóttur Y . Í frumskýrslunni kemur fram að ákærða hafi verið flett upp í kerfi lögreglu og þá komi ð í ljós að hann var sviptur ökurétti. Jafnframt er aftur haft eftir honum að hann hafi sagt að hann hafi ekið á móti Y . Hann hafi gefið þvagsýni sem hafi reynst jákvætt fyrir amfetamíni, kókaíni og THC. Að lokinni skýrslutöku af ákærða og töku blóðsýnis h afi ákærði verið frjáls ferða sinna. Á lögreglustöðinni á Sauðárkróki neitaði vitnið Y að gefa blóðsýni þrátt fyrir að henni hafi verið gerð grein fyrir afleiðingum þess og var henni síðar á árinu gerð refsing og svipt ökurétti fyrir þá háttsemi sína. II I Framburður fyrir dómi Ákærði bar að hann hafi verið á leið norður með vitninu Y sem hann hafi þekkt lengi. Þau hafi stoppað á Blönduósi og eftir það haldið áfram. Bíllinn hafi gefið eitthvað hljóð frá sér og því hafi þau stoppað og hann opnað vélarhlífi na og þá hafi lögreglan komið á vettvang. Ákærði kvaðst ekki geta gefið skýringu á því hvers vegna Y bar á vettvangi og í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi ekið bifreiðinni um stund. 3 Ákærði viðurkenndi að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna þennan dag. Ákærði lýsti því jafnframt að viðhorf hans gagnvart lögreglu væri almennt ekki jákvætt. Hann spurður um framburð hans í lögreglubifreiðinni í þá veru að hann hafi verið að hjálpa Y og kvaðst hann þá hafa átt við að hann hafi aðstoðað Y með dóttur hennar. Ákærði neitaði alfarið að hafa ekið bifreiðinni. Vitnið Y bar fyrir dóminum að hún hafi verið á leið norður í land og ákærði með henni í bíl. Vitnið kvaðst ekki muna hvor t ákærði ók bifreiðinni. Í skýrslu sem vitnið gaf hjá lögreglu þessa nótt er haft eftir henni að ákærði hafi ekið bifreiðinni eftir að eitthvað hljóð fór að heyrast. Aðspurð um þetta kvaðst vitnið ekki muna eftir að hafa gefið þessa skýrslu en á þessum tím neyslu á fíkniefnum en hún hafi verið undir áhrifum slíkra efna þetta kvöld. Hins vegar taldi vitnið að hún hafi sagt satt þegar hún gaf skýrslu hjá lögreglu. Þá kvaðst vitnið aðspurt almennt hafa reynt að vera he iðarleg þrátt fyrir að hún væri undir áhrifum fíkniefna. Vitnið A lögreglumaður bar að tilkynning hafi borist um fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra varðandi tiltekna bifreið. Greint hafi verið frá tveimur aðilum í annarlegu ástandi sem hafi stigið upp í bíl. Vitnið mundi ekki hvort tekið var fram hver ók bifreiðinni. Vitnið kvaðst ekki hafa séð hver ók bifreiðinni. Vitnið mundi ekki hvort vitnið Y hafi sjáanlega verið undir áhrifum fíkniefna. Að sögn vitnisins bar Y á vettvangi að hún og ákærði hafi ski pst á að aka bifreiðinni. Vitnið mundi ekki hvenær í ferlinu ákærði var handtekinn og kvaðst vitnið ekki hafa orðið vitni að því að handteknum manni væri ekki gerð grein fyrir réttarstöðu sinni. Hvort hann sjálfu r handtók ákærða mundi vitnið ekki. Vitnið m innti að ákærði hafi verið að breyta framburði sínum fram og til baka en vitnið mundi til þess að ákærði hafi játa akstur. Hins vegar mundi vitnið ekki hvort sú játning átti sér stað í lögreglubifreiðinni eða á öðrum stað. Vitnið kvaðst nýlega hafa lesið s kýrslu sem hann ritaði vegna málsins. Hann kvaðst muna eftir atvikum þessa máls en málið sé minnisstætt vegna ungu stúlkunnar. Vitnið var spurt um tímasetningu í skýrslu lögreglu þar sem fram kemur að ákærði hafi verið handtekinn kl. 21:58 . Vitnið kvað tímasetninguna komna úr annarri skýrslu sem hann ekki ritaði og því geti hann ekki tjáð sig um tímasetninguna. Vitnið kvaðst ekki geta tjáð sig um ástand ákærða á þessum tíma og mundi ekki til 4 þess að ákærði hafi verið með stæla eða lítilsvir ðingu í garð lögreglu en slíkt sé minnistæðara en ekki. Vitnið D lögreglumaður kom á vettvang ásamt vitninu A . Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærða aka bifreiðinni en grunur um akstur hans hafi vaknað þegar vitnið Y greindi frá því að þau hefðu skipst á að aka bifreiðinni. Vitnið bar að á einhverjum tíma hafi ákærði játað akstur en hvar eða hvenær mundi hún ekki. Vitnið kvaðst ekki muna í hvaða ástandi Y var en vísaði í skýrslu lögreglu enda sé langt um liðið frá því að atvik málsins áttu sér stað. Vitnið mu ndi ekki hvort hún handtók ákærða og vísaði um það til skýrslu lögreglu , þá mundi hún ekki hvort hún ræddi sakarefnið við ákærða áður en formleg skýrsla var tekin af honum. Vitnið gat ekki gefið skýringu á því hvers vegna stendur í lög r egluskýr slu að ákærð i hafi verið handtekinn kl. 21:58 en gat sér þess til að um prentvillu væri að ræða. Hins vegar sé alveg víst að ákærði var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. IV Niðurstaða Ákærða er gefið að sök að hafa ekið tilgreindri bifreið undir áhrifum ávana - og fíkniefna eins og lýst er í ákæru. Ekki er um það deilt að ákærði hafi verið undir áhrifum ávana - og fíkniefna umrætt kvöld enda hefur hann játað það hér fyrir dómi og er játning hans hvað það varðar í samræmi við gögn málsi ns. Af hálfu ákæruvalds er byggt á því að sekt ákærða sé sönnuð með framburði lögreglumanna fyrir dóminum og því sem fram kom hjá ákærða og vitninu Y hjá lögreglu. Ákærði neitar sök og reisir sýknukröfu sína á því að hann hafi frá upphafi neitað sök og a ð ekki verði byggt á óljósri játningu hans hjá lögreglu áður en honum var kynnt réttarstaða sín. Að sama skapi verði ekki byggt á framburði vitnisins Y hjá lögreglu. Jafnframt vísar ákærði til þess að rangfærslur séu í gögnum málsins varðandi það hvenær ha nn var handtekinn og af þeim og öðrum sönnunarskorti í málinu verði ákæruvaldið að bera hallann. Líkt og að framan er rakið stöðvuðu lögreglumennirnir A og D akstur bifreiðarinnar , en þau báru bæði að þau hafi ekki séð hver ók bifreiðinni þegar þau mæt tu henni og þá misstu þau sjónar á bifreiðinni í stutta stund meðan lögreglubifreiðinni var snúið við. Á vettvangi sat vitnið Y undir stýri bifreiðarinnar en ákærði stóð við opna vélarhlífina. Vitnið Y kom inn í lögreglubifreiðina og þar 5 lýsti hún því að á kærði hafi ekið bifreiðinni einhvern spöl eftir að aðvörunarljós hafði kviknað í mælab or ði og bifreiðin gaf frá sér sérkennilegt hljóð. Við formlega skýrslutöku hjá lögreglu bar vitnið á sama veg. Í gögnum málsins kemur fram að ákærði hafi verið handtekinn lögreglubifreiðarinnar verður ráðið að sú tímasetning getur ekki staðist. Lögreglumennirnir mundu ekki hvenær í ferlinu ákærði var handtekinn og er því ekki unnt að miða við annað en að honum hafi ekki verið gerð grein fyrir réttarstöðu sinni fyrr en við formlega skýrslutöku hjá lögreglu. Við þá skýrslutöku neitaði ákærði sök. Lögreglumennirnir sem komu fyrir dóminn báru báðir að ákærði hafi játað akstur á einhverjum tímapunkti áður en formleg skýrsla var tekin af honum. Hins vegar verður ekki byggt á ætlað ri játningu ákærða áður en honum var kynnt réttarstaða sín, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 30/2008. Kemur þá til úrlausnar hvort sök ákærða sé sönnuð með framburði vitnisins Y . Vitnið bar strax á vettvangi í lögreglubifreiðinni að ákærði hafi ekið einhvern spöl og þá bar hún á sama veg við formlega skýrslutöku hjá lögreglu síðar sama kvöld , en á þeim tíma hafði lögregla kynnt fyrir henni réttarstöður sína. Fyrir dómi kvaðst vitnið hins vegar ekki muna hvort ákærði ók bifreiðinni en hún hafi verið undir miklum áhrifum fíkniefna í umrætt sinn og langt um liðið . Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Ákærði hefur hér fyrir dómi staðfastlega neitað sök og þá neitaði hann sök hjá lögreglu þegar tekin var af honum formleg lögregluskýrsla líkt og að framan er getið. Vitnið Y var við skýrslugjöf hjá lögreglu undir áhrifum fíkniefna en þegar tekin var af hen ni skýrs l a hér fyrir dómi mundi hún ekki hvort ákærði ók bifreiðinni. Þrátt fyrir að framburður lögreglumanna og framburður vitnisins Y hjá lögreglu gefi vísbendingu um akstur ákærða verður í ljósi þeirrar meginreglu sem fram kemur í nefndri 111. gr. að lí ta svo á að ekki sé fram komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Ber því að sýkna hann af kröfum ákæruvald sins. Að fenginni þessari niðurstöðu ber að greiða allan sakarkostnað úr ríkissjóði , þ .m.t. málsvarn arlaun verjanda ákærða , Andrésar Más Magnússonar lögmanns sem ákveðin eru eins og í dómsorði greinir og 87.360 króna ferðakostnað verjandans. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. 6 Af hálfu ákæruvalds sótti málið Sigurð ur Hólmar Kristjánsson settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættum ákvæðum 1. mgr. 184. gr. laga um meðferð sakamála. Dómsorð: Ákærði, X , er sýk n af kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnað ur, þ.m.t. 589 . 2 00 króna málsvarnarlaun og 87.360 króna ferðakostnaður verjanda ákærða, Andrésar Más Magnússonar, greiðist úr ríkissjóði. Halldór Halldórsson