Héraðsdómur Vesturlands Dómur 25. september 2020 Mál nr. S - 166/2019 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Arnar i Reyniss yni Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 28. ágúst 2019 á hendur ákærða, Arnari Reynissyni, kt. ... , Stórholti 14, Reykjavík. Málið var dómtekið 15 . september 2020. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærð a fyrir umferðarlagabro t með því að hafa fimmtudaginn 11. apríl 2019 ekið bifreiðinni BJ478, óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist tetrahýdrókannabínól 0,7 ng/ml) og sviptur öku réttindum, um Borgarbraut í Borgarnesi, uns lögr egla stöðvaði aksturinn við Borgarbraut 59. Telst þetta við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sv iptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið brot þau sem honum eru gefin að sök í ákærunni og er játning hans studd sakargögnum. Það eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin sem eru réttilega færð til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði frá árinu 2000 gengist undir fimm dóma og tvær lögreglustjóra sáttir, meðal annars fyrir brot gegn umferðarlögum. Með brotum sínum núna hefur ákærði í sjötta sinn verið fundinn sekur um að aka undir áhrifum áfengis eða óhæfur til að stjórna bifreið örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna. Jafnframt hefur ákærði í sjötta sinn gerst sekur um akstur sviptur ökurétti. Ítrekunaráhrif fyrri dóma og lögreglustjórasátta hafa ekki fallið niður, sbr. 1. og 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar sem segir að ítrekunaráhrif falli niður, ef liðið hafa 5 ár 2 frá því að sökunautur hafi tekið út fyrri refsingu þangað til hann fremur síðara brotið. Ákærði fékk síðast dóm 24. mars 2011 meðal annars fyrir ölvunar - og sviptingarakstur. Var refsing hans þar ákveðin 5 mánaða fangelsi og svipting ökuréttar ævilangt. Ákærða var veitt reynslulausn af 92 daga eftirstöðvum þess dóms 16. febrúar 2013 og voru þ á ekki liðin fimm ár þegar ákærði framdi annars vegar brot það sem hann gekkst undir lögreglustjórasátt vegna þann 2. mars 2017, vegna aksturs sviptur ökurétti, og hins vegar framdi það brot sem hann gekkst undir lögreglustjórasátt vegna þann 4. apríl 201 8, fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti , en hann framdi það brot 21. júlí 2017 . Að öllu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru verður ákærð i svipt ur öku rétti ævilangt. Loks verður ákærð i með vísan til. 235. gr. laga um meðferð sakamála dæmd ur til að greiða sakarkostnað samkvæmt yfirliti lögreglu, svo sem greinir í dómsorði. Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærð i , Arnar Reynisson , sæti fangelsi í átta mánuði . Ákærð i er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærð i greiði 105 . 205 krónur í sakarkostnað. Guðfinnur Stefánsson