Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 26. janúar 2021 Mál nr. S - 214/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Benedikt Snæ Kristinss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Söndru Þórólfsdóttur Beck og (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) X Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 7. janúar sl., var höfðað með þremur ákæru m lögreglustjórans á Norðurlandi eystra . Fyrsta ákæran er dagsett 12. maí 2020, á hendur ákærða Benedikt Snæ Kristinssyni, kt. , , Akureyri, fyrir umferðarlagabrot og brot á lögum um ávana - og fíkniefni: I. Með því að hafa laugardagsmorguninn 1. febrúar 2020, ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna (í blóðsýni úr á kærða sem var rannsakað vegna málsins reyndist vera amfetamín 1.100 ng/ml), um Vesturlandsveg við Hvalfjarðargöng í Hvalfjarðarsveit, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. Með því að hafa nefnda nótt, þar sem lögreglan hafði afskipti af honum og handtók hann við Hvalfjar ð argöng verið með í vörslum sínum í bifreiðinni 48,54 grömm af amfetamíni. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. III. Með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 9. nóvember 2019, verið með í vörslum sínum 0,07 grömm af amfetamíni, en lögreglan fann efnin á ákærða þegar akstur bifreiðar sem hann var farþegi í var stöðvaður Gránufélagsgötu nr. , Akureyri. 2 Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. lag a um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og að hann verði sviptur ökurétti samkvæmt 99. gr. og. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Jafnframt er gerð krafa um að hann sæti upptöku á efnum þeim sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá m nr. 42.970 & 42.388 , samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. Önnur ákæran er dagsett 27. nóvember 2020, á hendur ákærða Benedikt Snæ, - og fíkniefnalögum og vopnalögum: I. Með því að hafa, föstudaginn 14. ágúst 2020, verið með í vörslum sínum 1,39 grömm af amfetamíni en lögreglan fann efnin á ákærða þegar afskipti voru höfð af honum við gatnamót Norðurgötu og Glerárgötu á Akureyri. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og f íkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. II. Með því að hafa sama dag og á sama stað verið með hnúajárn í vörslum sínum, en vopnið fannst í vösum ákærða. Telst þetta varða við c lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efni því ,sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 44.275 samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. Þriðja ákæran er dagsett 26. nóvem ber 2020, á hendur ákærðu Benedikt Snæ , Söndru Þórólfsdóttur Beck , kt. , , Akureyri og X , kt. , , , fyrir eftirtalin brot á ávana - og fíkniefnalögum og gegn Benedikt Snæ og Söndru fyrir peningaþvætti. I. Gegn Benedikt Snæ og Söndru fyrir að hafa í fjórar vikur fyrir 26. ágúst 2019, þegar lögreglan handtók þau á heimili þeirra að á Akureyri, selt um 85 grömm af maríhúana og 30 grömm af amfetamíni og verið með saman í vörslum sínum í söluskyni 18,17 gröm m af amfetamíni og 83,92 grömm af maríhúana og 0,28 grömm af kókaíni, en ákærðu voru nýbúin að selja meðákærða X eitt gramm af maríhúana þegar þau voru handtekin. 3 Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. II. Gegn Benedikt Snæ og Söndru fyrir að hafa á fjögra vikna tímabili áður en þau voru handtekin þann 26. ágú st 2019, aflað sér ávinnings með sölu á fíkniefnum á Akureyri og nágrenni, en ávinningur þeirra af þessari brotastarfsemi var um 200.000 til 250.000 krónur. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðar i breytingum. III. Gegn X , fyrir að hafa ofangreindan dag keypt 1. gramm af marihúana af meðákærðu og verið með í vörslu sinni þegar hann var handtekinn ásamt þeim að á Akureyri. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og f íkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efnum sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 41.786 samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og ákærðu Benedikt Snær og Sandra til að sæta upptöku á 178.282 krónum sem lö greglan lagði hald á á heimili þeirra við rannsókn málsins samkvæmt 1. mgr. og 2. mgr. 69. gr. og 1. tl. og 2. tl. 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Ákærði Benedikt Snær krefst þess að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærða Sandra krefst þess að henni verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa og hún verði skilorðsbundin. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærð u , Benedikt Snær og Sandra , hafa komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru m . Með játningu þeirra , sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að þau hafi gerst sek um þá háttsemi sem í ákæru m er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Ákærði , X , sótti ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum að leggja dóm á málið að ákærða fjarverandi, enda varðar brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áski lið í a - lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. 4 Á kærð a , Benedikt Snæ , hefur ítrekað verið gerð refsing fyrir brot á umferðarlögum. Með sektargerð sýslumannsins á Akureyri þann 12. júlí 2012 var ákærða gert að greiða sekt til ríkissjóðs fyrir að aka ökutæki undir áhrifum áfengis og án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Hann var sviptur ökurétti í 6 mánuði. Þá var ákærða, m eð sektargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum, þann 26. maí 2014, gert að greiða sekt vegna fíkniefnaaksturs, en var þá jafnframt sviptur ökurétti í 24 mánuði. Þann 29. október 2015 var ákærði dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt til ríkissjóðs vegna fíkniefnaaksturs og fyrir að aka ökutæki sviptur ökurétti, en einnig fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Ákærði var þá sviptur ökurétti ævilangt. Þann 7. apríl 2017 var ákærði dæmdur í 60 daga fangelsi vegna fíkniefnaaksturs , fyrir að aka ökutæki sviptur ökuréttindum og fyrir brot gegn ávana - og fíkniefnalöggjöfinni og svipting ökurétti ævilangt áréttuð. Þ ann 22. desember 2017 hlaut ákærði dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, sviptur ökurétti. Þar var hann dæm dur til að sæta fangelsi í 4 mánuði og ævilöng svipting ökuréttar enn áréttuð. Loks hlaut hann dóm þann 16. janúar 2019 fyrir akstur sviptur ökurétti, í tvígang. Þar var hann dæmdur til að sæta fangelsi í 2 mánuði, greiða 80.000 króna sekt til ríkissjóðs o g ævilöng svipting enn áréttuð. Ákærði Benedikt Snær er nú enn sakfelldur fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna. Ákærði er jafnframt sakfelldur fyrir vopnalagabrot, sölu og vörslur fíkniefna ásamt peningaþvætti . Með hliðsjón af sakaferli verður ákærði nú dæmdur til að sæta fangelsi í tíu mánuði. Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er ævilöng svipting ökuréttar enn áréttuð. Ákær ð a Sandra hlaut dóm 17. september 2020 fyrir umferðarlagabrot og vörs lur fíkniefna. Var refsing ákveðin 230.000 króna sekt og var ákærða svipt ökurétti í fjóra mánuði. Ákærða er nú sakfelld fyrir sölu fíkniefna og vörslur fíkniefna í söluskyni auk peningaþvættis. Þau brot sem ákærða er nú sakfelld fyrir framdi hún fyrir upp sögu fyrrgreinds dóms. Verður henni því ákveðinn hegningarauki er samsvari þeirri þyngingu refsingarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um bæði brotin í fyrra málinu , sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærðu er ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Sakaferill ákærða X hefur ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Er refsing hans ákveðin 54.000 króna sekt til ríkissjóðs. Skal 4 daga fangelsi koma í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms að telja. Að kröfu ákæruvalds sem ákærðu andmæltu ekki , og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 skulu ákærðu sæta upptöku á þeim efnum og hnúajárni er í dómsorði greinir , ásamt peningum að fjárhæð 178.282 krónur samkvæmt 1. mgr. 69. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurst öðu verður ákærði Benedikt Snær dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar , þ. m . t þóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi og skipaðs verjanda fyrir dómi , eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum, og hluta ferðakostnað ar hans. 5 Að kröfu ákæru valds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærða Sandra dæmd til greiðslu sakarkostnaðar, þ.e. þóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi og skipaðs verjanda fyrir dómi , eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum, og hluta ferðakostna ða r hans. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Benedikt Snær Kristinsson , sæti fangelsi í tíu mánuði. Ákærða, Sandra Þórólfsdóttir Beck , sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum, haldi hún almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Ákærði, X , greiði 54.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 4 daga. Ákærði , Bene dikt Snær, er sviptur ökurétti ævilangt. Gerð eru upptæk 83,92 grömm af marijúana, 68,17 grömm af amfetamíni , 0,28 grömm af kókaíni, hnúajárn og 178.282 krónur. Ákærði , Benedikt Snær , greiði sakarkostnað, alls 343.152 krónur, þ.m.t. þóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi, Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns , 72.695 krónur og skipaðs verjanda síns fyrir dómi , Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 165.333 krónur og 10.000 krónur í ferðakostnað . Ákærða , Sandra , greiði sakarkostnað, alls 226.587 krónur, þ.e. þóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi, Ólafs Rúnars Ólafssonar lögmanns , 133.920 krónur og skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 82.667 krónur og 10.000 krónur í ferðakostnað .