Héraðsdómur Suðurlands Dómur 18. janúar 2023 Mál nr. S - 66/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Ólafur Hallgrímsson fulltrúi ) g egn Gunnar i Pálss yni ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var 24. mars 2022 og dómtekið 9. janúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 9. febrúar 2022, á hendur Gunnar Pálssyni, I. fyrir fjársvik með því að hafa, mánudaginn 12. október 2020, svikið 15.000 krónur af A með því að telja henni trú um að hann mundi afhenda henni fulldempað fjallahjól af tegundinni TREK, sem ákærði hafði áður auglýst til sölu á sölusíðunni Reiðhjól til sölu á Facebook, o g þannig blekkt hana til að millifæra framangreinda fjárhæð í tveimur færslum inn á bankareikning ákærða nr. , án þess að afhenda hjólið eða eiga slíkt hjól til afhendingar. ( xxx - xxxx - xxxxx ) Telst brot ákærða varða við 248. gr. almennra hegningarlaga n r. 19, 1940. II. fyrir þjófnað með því að hafa, mánudaginn 26. október 2020, brotist inn í herbergi á gistiheimilinu Gesthús við Engjaveg 56 á Selfossi með því að fara inn um glugga og stolið þaðan eftirtöldum munum: Iphone 7 farsíma ásamt hleðslutæki og hleð slusnúru, Macbook Pro fartölvu, Kindle lesbretti, Rolex karlmannsúri, TW stálúri, 66°N úlpu, 66°N flísjakka, 66°N buxum, Camelback bakpoka, Under Armour bakpoka, svörtum bakpoka, Solomon 40 Quest skóm, gulri peysu, inniskóm, Ibuprofen geli, sólgleraugum, B eats heyrnartólum, Skull candy heyrnartólum, Sony heyrnartólum, tveimur höfuðljósum, brúnu leðurveski, svörtu hleðslutæki, tvílitum trefli og sígarettupakka, allt að áætluðu verðmæti að lágmarki 2.000.000 króna, og 8.000 krónum í reiðufé. ( xxx - xxxx - xxxxx ) Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. III. fyrir þjófnað með því að hafa, einhvern tíman á tímabilinu 26. - 27. október 2020, farið inn um glugga á hesthúsi við Suðurtröð 11 á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara af tegundinni JBL, allt að óþekktu verðmæti. ( xxx - xxxx - xxxx ) Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 2 IV. fyrir þjófnað með því að hafa, að morgni þriðjudagsins 27. október 2020, stolið gulri Dewalt veltisög að óþekktu verðmæti af sólpalli við Gráhellu 56 á Selfossi. ( xxx - xxxx - xxxx ) Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaða r. Við upphaf fyrirhugaðrar aðalmeðferðar málsins þann 9. janúar sl., viðurk enndi ákærði skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til a ð draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði át ján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi , þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Þann 22. maí 2001 var ákærði meðal annars fundinn sekur um tilraun til þjófnaðar og honum gert að sæta fangelsi í fimm mánuði, en fullnustu refsingarinnar var f restað skilorðsbundið til þriggja ára. Þann 26. október sama ár var ákærði fundinn sekur um þjófnað og tilraun til þjófnaðar og honum gert að sæta fangelsi í átta mánuði, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til þriggja ára. Þann 14. febr úar 2007 var ákærði fundinn sekur um þjófnað og honum gert að sæta fangelsi í 30 daga, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Þann 5. nóvember 2009 var ákærði sakfelldur í Austurríki, meðal annars vegna þjófnaðar og honum g ert að sæta fangelsi í sjö mánuði, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið til þriggja ára. Þann 8. desember sama ár var ákærði meðal annars fundinn sekur um þjófnað og fjársvik og honum gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði. Þann 7. febrúar 2013 var ákærði meðal annars fundinn sekur um tilraun til þjófnaðar og fjársvik og honum gert að sæta fangelsi í átta mánuði. Þann 4. maí 2015 var ákærði sakfelldur í Svíþjóð, meðal annars fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar og honum gert að sæta skilor ðseftirliti. Þann 22. júní 2017 var ákærði sakfelldur í Danmörku fyrir búðarþjófnað og honum gerðar dagsektir. Þann 15. maí 2018 var ákærði sakfelldur í Svíþjóð meðal annars vegna þjófnaðar og honum gert að sæta fangelsi í einn mánuð. Þá var ákærða þann 2. júní og 15. ágúst 2021 gerðar sektir vegna umferðarlagabrota. Að öðru leyti hefur 3 sakaferill ákærða ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir er framið fyrir ákvörðun síðastgreindra tveggja viðurlaga og ver ður ákærða því nú dæmdur hegningarauki , með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , en jafnframt ber að líta til 77. gr. sömu laga við ákvörðun refsingar. Þá er rétt að líta til þess að ákærði hefur játað brot sín. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 9 0 daga. Að virtum sakaferli ákærða þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , með síðari breytingum , ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem er þóknun skipaðs verjanda hans og þykir hæfilega ákveðin 602.460 kr. , að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason dómstjóri kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Gunnar Pálsson, sæti fangelsi í 90 daga. Ákærði greiði allan sakarkostnað, 602.460 kr., sem er þóknun skipaðs verjanda hans, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sigurður G. Gíslason