• Lykilorð:
  • Kjarasamningur
  • Laun
  • Tómlæti
  • Vinnusamningur

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjaness föstudaginn 8. mars 2019 í máli nr. E-504/2018:

A

(Ólafur Karl Eyjólfsson lögmaður)

gegn

Marel Iceland ehf.

(Ólafur Eiríksson lögmaður)

 

Mál þetta var þingfest 30. maí 2018 og tekið til dóms 14. febrúar sl. Stefnandi er A, [...], Reykjavík, en stefndi er Marel Iceland ehf., Austurhrauni 9, Garðabæ.

Stefnandi krefst þess að stefndi greiði honum vangreidd laun og orlof að fjárhæð 7.083.787 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 14. júlí 2017 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda.

Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Til vara krefst stefndi þess að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að í því tilviki verði málskostnaður látinn niður falla.

I

Stefnandi lýsir málavöxtum svo að hann sé rafvirki, félagsmaður í Félagi íslenskra rafvirkja, og hafi starfað hjá stefnda um árabil. Félag íslenskra rafvirkja sé aðili að Rafiðnaðarsambandi Íslands. Hann kveðst hafa hafið störf hjá stefnda árið 2010 og unnið þá sem rafvirki í framleiðslu. Í byrjun árs 2015 hafi hann sagt starfi sínu lausu vegna breytts vinnufyrirkomulags sem hafi leitt til kjaraskerðingar. Stefndi hafi þá boðið stefnanda starf í annarri deild. Stefnandi hafi þegið starfið í maí 2015 sem hafi verið starf þjónustumanns í fiskiðnaðarsetri. Ráðningarsamningur milli aðila málsins sé dagsettur 7. maí 2015 en hafi gilt samkvæmt efni sínu frá 1. júní 2015. Fyrsti starfsdagur stefnanda hafi verið 18. maí 2015. Stefnda hafi verið sagt upp störfum 24. apríl 2017.

      Frá maí 2015 til apríl 2017, eða þann tíma sem stefnandi starfaði í fiskiðnaðarsetri, kveðst hann hafa unnið að meðaltali rúma 81 yfirvinnutíma í mánuði og verið að jafnaði erlendis við vinnu í um 120 daga á ári. Stefnandi kveðst hafa gert margar athugasemdir við launagreiðslur sínar á starfstímanum og telur að þær athugasemdir séu raunveruleg ástæða þess að honum var sagt upp. Eftir uppsögn hafi stéttarfélag stefnanda sent stefnda kröfubréf 14. júní 2017. Hafi þar verið gerðar fjölmargar athugasemdir við útreikninga og greiðslu launa og orlofs til handa stefnanda. Dráttarvaxtakrafa miðist við dagsetningu þess bréfs eða að dráttarvextir reiknist mánuði eftir dagsetningu bréfsins. Lögfræðingur Samtaka atvinnulífsins hafi sent stéttarfélagi stefnanda bréf 19. júlí 2017 þar sem öllum kröfum stefnanda hafi verið hafnað að undanskildu því að samþykkt hafi verið að greiða hluta af ógreiddri yfirvinnu í veikindum. Andmæli stefnda gefi ekki sérstök tilefni til frekari reifunar í stefnu en þeim sé mótmælt í heild sinni sem röngum og ómálefnalegum.

        Ógreiddir matartímar

       Stefnandi kveðst hafa verið ráðinn til starfa í fullt starf með vinnuskyldu í 37,5 klukkustundir á viku eða 162,5 virka vinnutíma á mánuði. Á starfstíma sínum í fiskiðnaðarsetri hafi hann unnið gríðarlega mikla yfirvinnu eða að jafnaði rúma 80 tíma á mánuði. Samkvæmt grein 3.1.2 í kjarasamningi skuli greiða alla matartíma í yfirvinnu sem vinnutíma og sé unnið í matartíma skuli greiða tilsvarandi lengri vinnutíma. Samkvæmt upplýsingum frá stefnanda hafi aldrei verið teknir matartímar þegar unnin var yfirvinna. Vegna þess vanti upp á að greiða 153 tíma í yfirvinnu fyrir tímabilið maí 2015 til mars 2017. Heildarkrafa vegna þessa nemi 912.728 krónum auk orlofs.

        Frítökuréttur

       Stefnandi kveðst ekki hafa fengið hvíldartíma samkvæmt kjarasamningi. Í kafla 2.7 í kjarasamningi sé fjallað um vinnutíma og hvíldartíma. Einnig sé fjallað um sama efni í kafla IX. í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Meginreglan samkvæmt lögum og kjarasamningum sé að á hverjum sólarhring skuli starfsmaður fá 11 tíma samfellda hvíld. Í kjarasamningi sé fjallað um frávik og frítökurétt ef 11 tíma hvíldin skerðist, sbr. gr. 2.7.2. Þar sé kveðið á um það að starfsmaður skuli fá uppbótarhvíld, 1,5 tíma fyrir hvern tíma sem 11 tíma hvíldin skerðist. Stefnanda hafi verið gert að koma fyrr til vinnu til að klára verkefni sem hann var sendur til að vinna áður en 11 klukkustunda hvíld var náð. Þar sem stefnandi hafi hætt störfum verði ekki um uppbótarhvíld að ræða og sé því gerð krafa um að hvíldartímar verði greiddir, samtals 159,75 klukkustundir. Krafa vegna þessa nemi 600.021 krónu auk orlofs.

        Vikulegir frídagar

       Stefnandi kveðst ekki hafa fengið vikulegan frídag. Í kjarasamningi í grein 2.7.4 segi að starfsmaður skuli hafa a.m.k. einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma. Á starfstíma stefnanda hafi komið fyrir að hann hafi ekki fengið vikulegan frídag og sé því gerð krafa um að 12 frídagar verði greiddir nú. Samtals nemi krafa vegna þessa 338.059 krónum auk orlofs.

        Yfirvinna greidd sem dagvinna

       Á tímabilinu 20.-24. júní 2016 hafi vinnutími stefnanda hafist á miðnætti og hafi hann fengið greidda dagvinnu fyrstu 7,5 tímana eftir það. Samkvæmt grein 2.1 í kjarasamningi sé dagvinna 40 klukkustundir á viku á tímabilinu kl. 7.00 til kl. 18.00 mánudaga til föstudaga. Því hafi laun verið greidd með röngum hætti á þessu tímabili þar sem um yfirvinnu hafi verið að ræða. Stefnandi hafi fengið greidda dagvinnu fyrir 18 klukkustundir sem hefði átt að vera greidd sem yfirvinna. Krafa vegna þessa nemi 50.994 krónum auk orlofs.

        Vangreidd yfirvinna

       Í grein 3.1 í ráðningarsamningi sé fjallað um laun stefnanda. Þar komi fram að mánaðarlaun hans fyrir fulla dagvinnu séu 525.058 krónur sem svari til 3.231 króna á hverja virka vinnustund. Sé óskað eftir vinnu umfram full dagvinnuskil sé greidd yfirvinna á sama taxta, 3.231 króna. Kjör þessi hafi á starfstímanum tekið kjarasamningsbundnum launahækkunum og í apríl 2017 hafi mánaðarlaun fyrir dagvinnu verið 610.385 krónur og yfirvinnu-taxti þá verið 3.756 krónur fyrir hverja klukkustund. Í 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé kveðið á um lágmarkskjör og segi þar að samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör skulu ógildir. Samkvæmt grein 2.2.1 í kjarasamningi skuli greiða yfirvinnu með tímakaupi sem samsvari 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Ráðningarsamningur stefnanda sé alveg skýr hvað það varði að mánaðarlaun voru fyrir fulla dagvinnu og ætti því að reikna yfirvinnu á grundvelli ákvæðis 2.2.1 í kjarasamningi. Yfirvinnukaup stefnanda hafi verið undir lágmarkstaxta kjarasamnings á starfstíma hans í fiskiðnaðarsetri. Nú sé því gerð krafa um að laun fyrir yfirvinnu á tímabilinu júlí 2015 til apríl 2017 verði leiðrétt og yfirvinna greidd á réttum taxta. Krafa vegna þessa nemi 4.168.320 krónum auk orlofs.

       Ógreidd yfirvinna í veikindum

       Stefnandi kveðst hafa verið í veikindaleyfi í febrúar 2017 en á launaseðli fyrir febrúar 2017 sjáist að hann fékk aðeins greitt fyrir dagvinnu í því veikindaleyfi. Samkvæmt grein 8.1.1 í kjarasamningi eigi starfsmaður sem veikist og hafi unnið fimm ár hjá sama atvinnurekanda rétt á tveimur mánuðum á föstum launum og einum mánuði á dagvinnulaunum. Hugtakið föst laun sé skilgreint í grein 8.1.4 en þar segi að með föstum launum sé átt við dagvinnulaun auk fastrar reglubundinnar yfirvinnu. Yfirvinna teljist föst og reglubundin hafi hún verið samfelld síðustu fjóra mánuði. Mánuðina fyrir veikindin hafi stefnandi unnið á bilinu 76 til 90 tíma og sé því gerð krafa um greiðslu 76 tíma á launataxtanum 6.339 krónur vegna veikinda í febrúar 2017 (í samræmi við grein 2.2.1 í kjarasamningi). Upprunaleg krafa vegna þessa nemi 481.954 krónum auk orlofs eða samtals 544.801 krónu. Stefndi hafi viðurkennt þessa kröfu að hluta og greitt 285.456 krónur auk orlofs, samtals 322.679 krónur. Eftir standi 196.498 krónur auk orlofs.

        Málsástæður og lagaröl stefnanda

    Stefnandi byggir á þeim málsástæðum sem koma fram í málavaxtalýsingu. Stefnandi byggir á meginreglu um skuldbindingagildi samninga og skuldbindingagildi kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins og að kjarasamningar kveði á um lágmarkskjör, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 og 7. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi byggir mál sitt á ákvæðum kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka annars vegar og Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga hins vegar. Stefnandi byggir á því að hafa sannanlega unnið þá tíma sem tilgreindir eru í málavaxtalýsingu. Stefnandi byggir á því að vera menntaður rafvirki með meiri en fimm ára starfsaldur og beri að fá greidd laun í samræmi við menntun sína og starfsaldur samkvæmt kjarasamningi. Stefnandi byggir mál sitt á þeim lagaákvæðum sem koma fram í málavaxtalýsingu og málsástæðum. Stefnandi kveðst byggja mál sitt á lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum 1. gr. og 1. mgr. 5. gr. Jafnframt á lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, einkum 1. gr. Dráttavaxtakrafa byggist á 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Stefnandi byggir mál sitt á lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá er byggt á lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Kröfu sína um málskostnað byggir stefnandi á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um varnarþing vísast til 33. gr. laga nr. 91/1991.

II

Stefndi kveður málavexti vera þá að stefnandi, sem sé menntaður rafvirki, hafi starfað hjá stefnda frá árinu 2010. Í upphafi árs 2015 hafi honum verið boðið starf í annarri deild hjá stefnda sem hann hafi þegið og aðilar skrifað undir ráðningarsamning. Fyrsti starfsdagur stefnanda hafi verið 18. maí 2015. Stefnandi hafi ráðið sig til starfa sem „system specialist“ við þjónustu í fiskiðnaðarsetri. Stefnandi hafi ráðið sig í fullt starf þar sem virkur vinnutími hafi ekki átt að vera skemmri en 37,5 stundir á viku. Í ráðningarsamningnum komi fram að stefnandi skuli að jafnaði sinna starfi sínu á hefðbundnum vinnutíma en viðurkennt sé að vegna eðlis starfsskyldnanna og ábyrgðar geti vinnutími orðið lengri en fyrrnefndur lágmarksvinnutími. Almenna reglan um vinnutíma sé að verkefni skuli leyst af hendi á tilskildum tíma og staðfesti starfsmaður að hann sé reiðubúinn að sinna starfsskyldum sínum eins og þörf krefji svo að þeim markmiðum verði náð.

Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi laun stefnanda verið 525.058 krónur á mánuði fyrir fulla dagvinnu sem svari til 3.231 krónu á hverja virka klukkustund. Umsamið orlof hafi verið 13,04%. Líkt og sjá megi á launaseðlum stefnanda hækkuðu mánaðarlaun hans fyrir dagvinnu umtalsvert á starfstíma en í júlí 2015 hafi þau verið orðin 541.860 krónur og í mars 2016 hækkuðu þau í 575.455 krónur. Mánaðarlaun stefnanda fyrir dagvinnu hafi hækkað enn frekar í ágúst 2016 en þau hafi þá verið orðin 610.385 krónur. Þá hafi síðustu mánaðarlaun stefnanda fyrir starfslok í apríl 2017 verið 637.852 krónur. Í ráðningarsamningi aðila segi ennfremur að ef óskað sé eftir vinnu umfram full dagvinnuskil sé greidd yfirvinna. Þar sem litið sé á laun starfsmanns sem heildarkjör sem feli í sér álagsgreiðslur að hluta sé samkomulag um að greiða sama tímakaup í dagvinnu og yfirvinnu eða 3.231 krónu á klukkustund. Á starfstíma stefnanda hafi tímakaup hans fyrir yfirvinnu hækkað. Í júlí 2015 hafi það hækkað í 3.335 krónur og í mars 2016 hafi tímakaupið verið orðið 3.541 króna. Þá hafi tímakaup stefnanda fyrir yfirvinnu hækkað í ágúst 2016 og orðið 3.756 krónur. Loks hafi tímakaup stefnanda fyrir yfirvinnu hækkað í 3.925 krónur fyrir starfslok.

Í ráðningarsamningnum komi fram að ráðningarsamningurinn byggist á kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við Félag íslenskra rafvirkja. Þá segi að kjarasamningurinn gildi að því marki sem ekki sé um annað samið í ráðningarsamningnum. Stefndi telur rétt að taka fram að stefnandi starfaði hjá stefnda sem sérfræðingur. Hluti af hans vinnu hafi falist í þjónustu við viðskiptavini stefnda erlendis svo sem við reglubundið viðhald sem og við uppsetningu nýrra tækja. Í mörgum þessara ferða hafi stefnandi verið einn, hafi haft ákveðin verkefni til að vinna og ráðið vinnutíma sínum alfarið sjálfur. Honum hafi því verið treyst til þess að stjórna því hvernig hann vann þá vinnu sem þurfti að vinna auk þess sem hann hafi ráðið því hvenær hann vann umrædda vinnu. Vinnuferðir starfsmanna í deild stefnanda hafi að jafnaði verið þrír til fimm dagar. Stefnandi hafi þó ítrekað óskað eftir að fá að taka lengri ferðir sem hann skipulagði sjálfur í samráði við viðskiptavini svo að þær hentuðu fjölskylduaðstæðum hjá honum. Ástæða þessa hafi verið að sögn stefnanda sú að hann væri fráskilinn og vildi taka lengri og færri ferðir svo hann gæti nýtt tímann á landinu sem og fyrirfram ákveðnar helgar með börnum sínum. Stefndi hafi orðið við þessari ósk stefnanda og gefið honum mikið frjálsræði við skipulagningu vinnuferða.

Stefnanda hafi verið sagt upp störfum í lok apríl 2017. Um miðjan júní 2017 hafi Rafiðnaðarsamband Íslands, fyrir hönd stefnanda, gert athugasemdir vegna ógreiddra launa og margvíslegra brota á kjarasamningum. Stefnandi telji öll brotin hafa átt sér stað á tímabilinu maí 2015 til apríl 2017. Þann 19. júlí 2017 hafi Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd stefnda, svarað bréfi Rafiðnaðarsambandsins og hafnað öllum kröfum stefnanda fyrir utan kröfu um ógreidda yfirvinnu í veikindum og hafi stefndi fallist á að greiða stefnanda 322.679 krónur. Stefnandi hafi ekkert aðhafst í málinu fyrr en með útgáfu stefnu tæpu ári síðar í maí 2018.

Stefndi mótmælir því alfarið að stefnandi hafi gert athugasemdir við launagreiðslur sínar á starfstímanum. Stefnandi hafi skráð vinnutíma sína sjálfur og byggðust launauppgjör því ávallt að mestu leyti á upplýsingum frá stefnanda sjálfum. Af stefnu verði ráðið að stefnandi telji öll launauppgjör starfstímans röng, þ.e. 23 launauppgjör í röð. Stefnandi hafi aldrei gert athugasemdir við launauppgjörin og tekið við þeim í öllum tilvikum fyrirvaralaust. Það sé fyrst eftir starfslok eða í júní 2017 sem stefnandi geri athugasemdir við launauppgjörin. Þá sé því alfarið hafnað sem röngu og ósönnu að ástæða uppsagnar stefnanda sé sú að hann hafi gert athugasemdir við launagreiðslur sínar. Stefndi telur stefnanda vita betur. Þá tekur stefndi fram að útreikningar stefnanda séu einhliða samdir af stefnanda og byggist á hans eigin forsendum. Er þeim alfarið hafnað sem röngum svo og öllum kröfum og málsástæðum stefnanda.

Sýknukrafa stefnda er á því byggð að stefndi hafi þegar gert upp við stefnanda öll þau laun og aðrar greiðslur sem stefnandi átti rétt á vegna vinnu hjá stefnda frá 1. maí 2015 til 1. mars 2017. Ekki sé því um að ræða að stefnandi eigi frekari rétt til greiðslna úr hendi stefnda eins og gerð sé krafa um í stefnu, hvort sem er fyrir matartíma, frítökurétt, vikulega frídaga eða yfirvinnu.

Ógreiddir matartímar

Í 3. kafla fyrrgreinds kjarasamnings sé fjallað um matar- og kaffitíma. Í grein 3.1.2 segi að matarhlé í yfirvinnu sé kl. 19:00 – 20:00 og kl. 3:00 – 4:00. Þá komi fram að öll matar- og kaffihlé í yfirvinnu og helgidagavinnu greiðist sem vinnutími og sé unnið í þeim greiðist tilsvarandi lengri tími sem sé unninn. Greinin kveði því annars vegar á um að matarhlé í yfirvinnu greiðist sem vinnutími og hins vegar að ef unnið sé í matarhléum í yfirvinnu þá greiðist tilsvarandi lengri vinnutími. Af stefnu verði ekki annað ráðið en að stefnandi haldi því fram að hann eigi rétt á greiðslu í tilsvarandi lengri vinnutíma þar sem hann hafi aldrei tekið matartíma þegar yfirvinna var unnin en óumdeilt sé að stefndi launaði stefnanda öll matarhlé þegar hann vann lengur en til kl. 19:00. Stefnandi byggi kröfu sína um ógreidda matartíma ekki á gögnum málsins, heldur einungis hans eigin frásögn um að hann hafi aldrei tekið matartíma þegar yfirvinna var unnin. Af gögnum málsins verði ekki ráðið að stefnandi hafi aldrei tekið matartíma er hann vann yfirvinnu. Stefnandi hafi sjálfur haldið verkdagbók og skráð þannig yfirvinnutíma sína sjálfur. Um sundurliðun kröfu sinnar vísi stefnandi til tímaskrifta og útreikninga. Í útreikningum megi sjá að stefnandi hafi tekið saman alla meinta ógreidda matartíma frá maí 2015 til og með mars 2017. Ef litið sé til tímaskráningar hafi stefnandi yfirstrikað þá daga sem hann vann yfirvinnu og tók, að hans sögn, jafnframt ekki matarhlé. Fyrir júní 2015 krefjist stefnandi greiðslu á fimm matartímum. Ef litið sé til tímaskrifta stefnanda fyrir júní 2015 sjáist að stefnandi hafi unnið yfirvinnu í alls 12 skipti og þar af átta skipti fram yfir kl. 20:00. Fullyrðing stefnanda um að hann hafi aldrei tekið matartíma þegar unnin var yfirvinna sé þar af leiðandi í verulegu ósamræmi við kröfu stefnanda þar um. Útreikningar stefnanda virðist því vera handahófskennd samantekt á ógreiddum matartímum sem taki ekki mið af fullyrðingum stefnanda um að hafa aldrei tekið matartíma þegar unnin var yfirvinna og sé í engu samræmi við tímayfirlit. Þá sé ekkert samræmi með fullyrðingu stefnanda, útreikningi og tímayfirliti fyrir júlí, ágúst og desember 2015. Krafa stefnanda um matartíma fyrir tímabilið apríl 2016 til mars 2017 sé með öllu ósönnuð en engin gögn liggi til grundvallar kröfunni annað en einhliða útreikningur stefnanda.  

Bendir stefndi á að sönnunarbyrðin sé öll hjá stefnanda um að hafa ekki tekið þau matarhlé sem hann heldur fram og að hann eigi þá kröfu sem hann setur fram. Stefndi mótmælir alfarið útreikningum og tímayfirliti stefnanda sem sönnun um skort á matarhléum stefnanda í yfirvinnu. Í ljósi þess að ekkert hafi verið minnst á kröfu þessa á starfstíma, auk þess sem ekki hafi sérstaklega verið óskað eftir því að stefnandi ynni í matarhléum í yfirvinnu, stefnandi hafði sjálfur haft forræði á skráningu yfirvinnutíma og matarhléa og jafnframt að fullyrðingar stefnda séu í engu samræmi við útreikninga og tímayfirlit, hafni stefndi kröfu stefnanda um greiðslu matartíma sem ósannaðri og rangri, enda bendi ekkert til þess að staðhæfingar stefnanda um annað eigi við rök að styðjast.

Frítökuréttur

Í IX. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sé fjallað um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Í 1. mgr. 52. gr. laganna sé vinnutími skilgreindur sem sá tími sem starfsmaður sé við störf, til taks fyrir atvinnurekandann og inni af hendi störf sín eða skyldur. Í 1. mgr. 53. gr. laganna segi að vinnutíma skuli haga þannig að á hverjum 24 klukkustundum, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmenn að minnsta kosti 11 klukkustunda samfellda hvíld.

Í fyrsta lagi byggir stefndi sýknukröfu sína á því að í lögunum sé hvergi minnst á það að starfsmaður skuli eiga rétt á uppbótarhvíld sem nemi einni og hálfri klukkustund fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Krafa stefnanda um uppbótarhvíld geti því ekki byggst á lögum nr. 46/1980. Í öðru lagi byggir stefnandi sýknukröfu sína á gr. 2.7.  áðurgreinds kjarasamningi. Í grein 2.7.1 segi að vinnutíma skuli haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klukkustundir samfellda hvíld. Verði því við komið skuli dagleg hvíld ná til tímabilsins milli kl. 23:00 og 06:00. Í grein 2.7.2 segi svo að lengja megi vinnulotu í allt að 16 klukkustundir. Verði því við komið skuli starfsmaður fá 11 klukkustunda hvíld í beinu framhaldi af vinnunni án skerðingar á rétti til fastra launa. Fái starfsmaður ekki 11 klukkustunda hvíld á sólarhring m.v. venjubundið upphaf vinnudags skuli veita uppbótarhvíld sem reiknist þannig að sé starfsmaður sérstaklega beðinn að mæta til vinnu áður en 11 klukkustunda hvíld sé náð beri honum að fá uppbótarhvíld sem nemi einni og hálfri klukkustund (dagvinna) fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Forsenda fyrir rétti stefnanda sé þar af leiðandi sú að stefndi hafi sérstaklega beðið stefnanda að mæta til vinnu áður en 11 klukkustunda hvíld var náð. Verður það ekki skilið öðruvísi en svo að ef starfsmaður mætir óumbeðinn til vinnu áður en hann hefur náð 11 klukkustunda hvíld stofnist ekki til frítökuréttar. Stefnandi byggi kröfu sína á því einu að honum hafi verið gert að koma til vinnu fyrr til að klára verkefni. Krafan byggist ekki á neinum gögnum, heldur einungis frásögn stefnanda þar um.

Stefndi hafnar því alfarið að hafa beðið stefnanda að mæta til vinnu áður en 11 klukkustunda hvíld var náð. Þegar litið sé til tímablaðs hafi stefnandi merkt aftan við þá daga er hann telur að 11 klukkustunda hvíld hafi ekki verið náð. Í flestum tilvikum sé um að ræða daga þegar stefnandi var erlendis við störf fyrir stefnanda. Líkt og glögglega sjáist á tímablöðunum hafi stefnandi sjálfur handskráð vinnutíma sína eftir á og í lok mánaðar, oft og tíðum jafnvel heilum mánuði eftir að tímarnir voru unnir. Þess megi einnig geta að engar athugasemdir hafi verið á tímablöðum sem stefnandi afhenti vinnuveitanda sínum. Stefnandi hafi eingöngu skráð fjölda unninna tíma en vegna tölvukerfisskráningar hjá stefnda sé dagur ætíð látinn byrja kl. 8:00, það er það endurspegli ekki raunverulegt upphaf vinnutíma.

Skráning vinnutíma hafi alfarið verið á forræði stefnanda og hafi hann einn haft vitneskju um unna tíma erlendis. Þá hafi stefnandi verið ráðinn sem sérfræðingur sem hafi ráðið sínum vinnutíma að miklu leyti sjálfur og tilkynnt jafnvel vinnutíma sína til stefnda eftir á. Bendi stefndi á að sönnunarbyrðin hvíli öll hjá stefnanda, um að hafa verið sérstaklega beðinn um að mæta fyrr til vinnu til að klára verkefni. Stefndi mótmælir alfarið útreikningum og tímayfirliti stefnanda sem sönnun um að stefnandi hafi verið beðinn um að mæta fyrr til vinnu. Því sé alfarið hafnað að stefndi hafi beðið stefnanda sérstaklega um að mæta til vinnu áður en 11 klukkustunda hvíld var náð. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn sem sýni fram á annað. Beri því að hafna kröfu stefnanda. Við þetta megi bæta að þrátt fyrir allt framangreint, og að stefndi hafi staðið fyllilega við ákvæði kjarasamnings, sé það svo að umrædd ákvæði eigi ekki við um stefnanda og geti hann því engan rétt á þeim byggt. Krafa hans sé byggð á IX. kafla laga nr. 46/1980 og ákvæði þess kafla séu síðan útfærð í framangreindum kjarasamningi. Í 53. gr. a í lögunum og í 4. mgr. 1. gr. fylgiskjals við fyrrnefndan kjarasamning um ákveðna þætti er varði skipulag vinnutíma komi fram að ákvæði kaflans eigi ekki við um „...æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sínum sjálfir...“. Líkt og ítarlega hafi verið farið yfir að framan þá séu kröfur stefnanda að mestu leyti byggðar á tímaskráningu sem eigi sér stað í vinnuferðum þar sem stefnandi ráði tíma sínum alfarið sjálfur. Eigi þau ákvæði sem vísað sé til í stefnu því ekki við um stefnanda og beri því að hafna kröfu hans.

 

 

Vikulegir frídagar

Í 1. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað sé kveðið á um að á hverju sjö daga tímabili skuli starfsmaður fá að minnsta kosti einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma samkvæmt 53. gr. Þá segi í 2. mgr. 54. gr. laganna að ef sérstök þörf sé á vegna eðlis hlutaðeigandi starfa sé heimilt með samningum samtaka aðila vinnumarkaðarins að fresta vikulegum frídegi þannig að starfsmaður fái samsvarandi hvíldartíma síðar og ávallt innan 14 daga. Þar sem sérstakar ástæður geri slík frávik nauðsynleg megi þó ákveða með samkomulagi á vinnustað að fresta vikulegum hvíldartíma þannig að í stað vikulegs frídags komi tveir samfelldir frídagar á hverjum tveimur vikum. Loks sé kveðið á um það í 3. mgr. 54. gr. að auk þess sé heimilt að fresta vikulegum frídegi þegar ytri aðstæður, svo sem veður og önnur náttúruöfl, slys, orkuskortur, bilun á vélum, tækjum eða öðrum búnaði, eða aðrir tilsvarandi ófyrirséðir atburðir trufla eða hafa truflað rekstur og nauðsyn sé að halda uppi þjónustu eða framleiðslu, enda fái starfsmaður samsvarandi hvíldartíma síðar og eins fljótt og við verði komið. Í gr. 2.7.5 í kjarasamningnum segi síðan að heimilt sé með samkomulagi við starfsmann að fresta vikulegum frídegi þannig að í stað vikulegs frídags komi tveir samfelldir frídagar á tveimur vikum. Í sérstökum tilvikum megi fresta vikulegum frídegi lengur þannig að starfsmaður fái samsvarandi hvíld innan 14 daga.

Í útreikningum stefnanda tiltaki hann þrjá ógreidda frídaga í júlí 2015, þrjá í nóvember 2015, tvo í febrúar 2016, einn í ágúst 2016, einn í september 2016, einn í desember 2016 og loks einn í mars 2017.

Stefndi byggir á því að hvorki í lögum nr. 46/1980 né í fyrrgreindum kjarasamningi sé gert ráð fyrir því að vikulegur frídagur sé launaður. Vikulegir frídagar séu ekki launaðir dagar nema þeir séu unnir. Óumdeilt sé að stefnandi hafi fengið laun fyrir þá 12 daga sem stefnandi krefjist greiðslu á. Af þeirri ástæðu beri að hafna kröfu stefnanda um greiðslu á vikulegum frídögum. Þeir vikulegu frídagar, sem stefnandi fari fram á að séu greiddir, séu flestir til komnir vegna utanlandsferða í þágu stefnda. Verði litið svo á að stefndi beri ábyrgð á því að tryggja stefnanda þá lágmarkshvíld sem kjarasamningur kveður á um sé ljóst að stefnandi hafi ávallt fengið hvíld eins fljótt og við var komið og strax eftir heimkomu. Rétt sé að minna á að stefnandi hafi sjálfur óskað eftir því að taka fleiri en eina í einu og vera þar með lengur erlendis en venjan sé hjá stefnda. Hafi því verið um sérstök tilvik að ræða þar sem stefndi hafi orðið við óskum stefnanda á grundvelli fjölskylduaðstæðna hjá honum. Hann hafi þó ætíð fengið þá hvíld sem honum bar að loknum þeim ferðum sem hann fór í.

Í tímayfirliti fyrir júlí 2015 virðist sem stefnandi hafi unnið frá 28. júní 2015 til 23. júlí 2015 en um utanlandsferð hafi verið að ræða. Í tímayfirlitinu sjáist glögglega að stefnandi hafi fengið 17 daga samfellt frí eftir heimkomu eða frá 24. júlí 2015 til og með 9. ágúst 2015. Þess beri einnig að geta að föstudagurinn 23. júlí hafi ekki verið tekinn af stefnanda sem orlofsdagur. Stefnandi hafi auk þess merkt þessa daga í tímayfirliti sem frí vegna þreytu. Þess beri að geta hvað það varðar að sú merking hafi ekki verið á því tímablaði sem stefnandi afhenti stefnda. Um sé að ræða eftirá skýringar. Það sé alveg ljóst að stefndi hafi tryggt stefnanda þá lágmarkshvíld sem kveðið sé á um í kjarasamningum eins fljótt og við var komið og strax eftir heimkomu.

Í tímayfirliti fyrir nóvember 2015 sjáist að stefnandi hafi skrifað inn í skjalið annars vegar „12 dagar án frís“ og hins vegar „26 dagar enginn frídagur“. Svo virðist sem stefnandi telji að hann hafi unnið frá 26. október 2015 til 7. nóvember 2015 án þess að fá vikulegan frídag. Í tímayfirlitinu sjáist glögglega að stefnandi fékk þrjá frídaga, það er 31. október 2015, 1. nóvember 2015 og 8. nóvember 2015. Það að stefnandi hafi unnið 12 daga án frís sé því ekki í neinu samræmi við tímayfirlitið. Þá virðist sem svo að stefnandi hafi unnið frá 9. nóvember 2015 til 4. desember 2015 án þess að fá vikulegan frídag. Hér hafi verið um að ræða ferð til útlanda. Um leið og stefnandi kom heim hafi hann fengið hvíld, þriggja daga hvíld frá 5. desember 2015 til 7. desember 2015. Þetta hafi stefnandi sjálfur merkt inn í tímayfirlitið sem hvíld. Þess beri að geta að sú merking hafi ekki verið á því tímablaði sem stefnandi afhenti stefnda. Um sé að ræða eftirá skýringar.

Í tímayfirliti fyrir febrúar 2016 hafi stefnandi merkt inn annars vegar „13 dagar ekkert frí“ og hins vegar „16 dagar ekkert frí“. Þess merking hafi ekki verið á því tímablaði sem stefnandi afhenti stefnda. Um sé að ræða eftirá skýringar. Tímayfirlitið gefi til kynna að stefnandi hafi unnið frá 8. febrúar 2016 til 19. febrúar 2016 eða í 12 daga. Stefnandi hafi fengið hvíld 20. febrúar 2016 og 21. júní 2016. Líkt og greini að framan sé heimilt að fresta vikulegum frídegi þannig að í stað vikulegs frídags komi tveir samfelldir frídagar á tveimur vikum samkvæmt 2. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980, sbr. gr. 2.7.5 gr. í kjarasamningnum. Þá megi haga töku frídaga þannig að þeir séu teknir aðra hverja helgi, laugardag og sunnudag. Óumdeilanlegt sé að 20. febrúar 2016 og 21. júní 2016, hvíldardagar stefnanda, voru laugardagur og sunnudagur. Ljóst er að hvíld stefnanda hér, það er tveir samfelldir frídagar á tveimur vikum, sé í fullu samræmi við ákvæði 2.7.5 í kjarasamningnum sem og 2. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980.

Með sömu rökum hafnar stefndi því að stefnandi eigi kröfu á hendur sér fyrir frídaga í ágúst, september, desember 2016 og mars 2017 en í öllum tilvikum hafi stefnandi ekki unnið lengur en 12 daga í röð og fengið í kjölfarið hvíld.

Loks gefi tímayfirlitið til kynna að stefnandi hafi unnið frá 22. febrúar 2016 til 8. mars 2016. Líkt og í öðrum tilvikum hafi verið um utanlandsferð að ræða. Stefnandi hafi fengið frí strax eftir heimkomu eða frá 9. mars 2016 til 13. mars 2016, samtals fimm daga hvíld. Þetta hafi stefnandi sjálfur merkt inn í tímayfirlitið sem hvíld.

Stefndi hafi ávallt tryggt stefnanda þá lágmarkshvíld sem kjarasamningar kveði á um. Hér verði að taka tillit til þeirra sérstöku tilvika sem uppi voru. Þeir vikulegu frídagar sem stefnandi fari fram á að séu greiddir hafi flestir verið til komnir vegna utanlandsferða í þágu stefnda. Í gr. 2.7.5 í kjarasamningnum segi að í sérstökum tilvikum megi fresta vikulegum frídögum lengur þannig að starfsmaður fái samsvarandi hvíld innan 14 daga. Það hafi stefndi fengið. Í gr. 3.5.5 í kjarasamningnum sé kveðið á um að þurfi starfsmaður að ósk fyrirtækis að ferðast á ólaunuðum frídögum skuli hann þegar heim sé komið fá frí sem samsvari átta dagvinnuklukkustundum fyrir hvern frídag sem þannig glatist, enda hafi ekki verið tekið tillit til þess við ákvörðun launa. Ef um utanlandsferð var að ræða hafi stefnandi ávallt fengið hvíld eftir heimkomu, oft og tíðum lengri hvíld en kjarasamningar kveði á um.

Ljóst sé að í júlí og nóvember 2015 og febrúar 2016 hafi verið um að ræða sérstök tilvik þar sem stefnandi var erlendis við störf. Stefnandi hafi ávallt fengið frí eftir heimkomu og ávallt innan 14 daga eftir heimkomu. Í öðrum tilvikum hafi vikulegum frídegi verið frestað en stefnandi þó ávallt fengið hvíld innan 14 daga. Kröfu stefnanda um vikulega frídaga sé því hafnað.

Við þetta megi bæta að þrátt fyrir allt framangreint, og að stefndi hafi staðið fyllilega við ákvæði kjarasamnings, eigi umrædd ákvæði ekki við um stefnanda og geti hann því engan rétt á þeim byggt. Krafa hans sé byggð á IX. kafla laga nr. 46/1980, líkt og að framan greini, og ákvæði þess kafla séu síðan útfærð í framangreindum kjarasamningi. Í 53. gr. a í lögunum komir fram að ákvæði kaflans eigi ekki við um „...æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sínum sjálfir...“. Líkt og ítarlega hafi verið farið yfir að framan séu kröfur stefnanda að mestu leyti byggðar á tímaskráningu sem eigi sér stað í vinnuferðum þar sem stefnandi ráði tíma sínum alfarið sjálfur. Eigi þau ákvæði, sem vísað sé til í stefnu, því ekki við um stefnanda og beri því að hafna kröfu hans.

Yfirvinna

Stefndi hafnar kröfu stefnanda um vangreidda yfirvinnu. Í ráðningarsamningi aðila hafi verið samið um að stefnandi skyldi fá 525.058 krónur á mánuði fyrir dagvinnu. Laun þessi hafi þó hækkað fljótlega og stefnandi fengið frá og með júlí 2015 541.860 krónur á mánuði fyrir dagvinnu. Þá komi fram með skýrum hætti að litið sé á laun starfsmanns sem heildarkjör sem innifeli álagsgreiðslur að hluta. Þar sem heildarkjör stefnanda innihéldu álagsgreiðslur að hluta hafi það verið samkomulag á milli aðila að greiða sama tímakaup í dagvinnu og yfirvinnu eða 3.231 krónu á klukkustund. Stefnandi hafi samþykkt þessi laun, skrifað undir ráðningarsamninginn og aldrei gert athugasemdir fyrr en eftir starfslok.

Í 1. gr. laga nr. 55/1980 segi að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um, skuli vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn taki til. Þá segi ákvæðið að samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skuli ógildir.

Í 1. kafla fyrrgreinds kjarasamnings sé fjallað um kaup og kostnaðarliði. Í gr. 1.1 sé fjallað um laun og lágmarkskauptaxta. Ljóst sé að þau laun sem samið var um með ráðningarsamningi hafi verið langt umfram þau lágmarkskjör sem kjarasamningur kveði á um. Það sé því ljóst að aðilar hafi samið um töluvert betri kjör en kjarasamningur geri ráð fyrir.

Stefndi telur útreikninga stefnanda á meintu yfirvinnukaupi ekki standast skoðun, enda sé það reiknað út frá umsömdum mánaðarlaunum stefnanda sem hafi verið langt umfram lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningi. Sé fráleitt að ætla að stefndi hefði samið þannig við stefnanda að hann fengi greiddar 541.860 krónur á mánuði fyrir dagvinnu og ætti síðan að fá greitt tímakaup fyrir yfirvinnu sem næmi ákveðnu hlutfalli af greiddum mánaðarlaunum, enda eigi slíkt sér enga stoð í gögnum málsins. Þess beri að geta að engin skylda hafi hvílt á stefnda að yfirborga yfirvinnu þótt dagvinna hafi verið yfirborguð líkt og dómafordæmi sýni glögglega. Það eigi sérstaklega við þegar föst mánaðarlaun séu umsamin langt umfram lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningum. Hafi aðilar því með ráðningarsamningi verið komnir út fyrir gildissvið kjarasamningsins, enda kveði hann á um lágmarkskjör en kjör samkvæmt ráðningarsamningi hafi verið mun betri en þau. Þegar metið sé hvort brotið hafi verið gegn 1. gr. laga nr. 55/1980 beri að líta til heildarmats á kjörum/launum en ekki til einstakra samningsákvæða kjarasamnings. Þar af leiðandi beri að líta til launa í heild þegar metið sé hvort laun nemi því lágmarki sem kveðið sé á um í kjarasamningum.

Laun stefnanda fyrir dagvinnu á því tímabili sem deilt sé um hafi verið sem hér segir:

Tímabil

Mánaðarlaun

Fjöldi mánaða

Umsamið orlof

Samtals laun fyrir dagvinnu

Júl. 2015 til feb. 2016

541.860

8

13,04%

4.900.148

Mars 2016 til júl. 2016

575.455

5

13,04%

3.252.472

Ág. 2016 til apr. 2017

610.385

8

13,04%

5.519.834

 

 

 

 

13.672.454

 

1.      Laun stefnanda fyrir yfirvinnu á því tímabili sem deilt er um hafi verið sem hér segir:

Tímabil

Tímakaup fyrir yfirvinnu

Fjöldi tíma

Umsamið orlof

Samtals kjör fyrir yfirvinnu

Júl. 2015 til feb. 2016

3.335

630,11

13,04%

2.375.442

Mars 2016 til júl. 2016

3.541

466,7

13,04%

1.868.082

Ág. 2016 til apr. 2017

3.756

609,36

13,04%

2.587.210

 

 

 

 

6.830.734

 

Heildarlaun stefnanda fyrir dagvinnu, yfirvinnu og orlof á því tímabili sem deilt sé um hafi því verið 13.672.454 + 6.830.734 = 20.503.188 krónur. Það sé óumdeilt að þetta séu þau laun sem stefnandi fékk greidd frá stefnda.

Ef heildarlaun stefnanda séu borin saman við laun rafvirkja með meira en fimm ára starfsaldur, eins og þau birtist í kjarasamningi, sé ljóst að stefnandi naut töluvert hærri launa.

Lágmarkskjör fyrir dagvinnu samkvæmt kjarasamningi hefðu verið:

Tímabil

Mánaðarlaun

Fjöldi mánaða

Orlof skv. kjarasamningi

Samtals laun fyrir dagvinnu

Júl. 2015 til des.2015

340.969

6

12,07%

2.292.744

Jan. 2016 til júl. 2016

362.109

7

12,07%

2.840.709

Ág. 2016 til apr. 2017

362.109

8

12,07%

3.246.524

 

 

 

 

8.379.977

 

Lágmarkskjör fyrir yfirvinnu samkvæmt kjarasamningi hefðu verið:

Tímabil

Tímakaup fyrir yfirvinnu

Fjöldi tíma

Orlof skv. kjarasamningi

Samtals kjör fyrir yfirvinnu

Júl. 2015 til des.2015

3.540

533,07

12,07%

2.114.837

Jan. 2016 til júl. 2016

3.760,5

563,74

12,07%

2.375.821

Ág. 2016 til apr. 2017

3.760,5

609,36

12,07%

2.568.082

 

 

 

 

7.058.740

 

Ef heildarlaun stefnanda hefðu tekið mið af lágmarkskjörum samkvæmt kjarasamningi hefðu þau, á því tímabili sem deilt er um, verið 8.379.977 + 7.058.740 = 15.438.717 krónur. Hér beri að árétta að tekið hefur verið tillit til kjarasamningsbundinnar hækkunar. Af framangreindu sé ljóst að heildarlaun stefnanda hafi verið töluvert hærri en þau laun sem kjarasamningur kveði á um.

Þegar vinnuveitandi og launþegi semja um laun takmarkist svigrúm þeirra við að þau séu launþeganum jafn hagstæð eða betri en kveðið sé á um í kjarasamningi. Heildarlaun stefnanda fyrir dagvinnu hafi verið langt umfram hæstu mögulegu lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningi. Þrátt fyrir að laun stefnanda fyrir yfirvinnu hefðu verið örlítið hærri, ef tekið hefði verið mið af kjarasamningi, hafi heildarlaun stefnanda verið töluvert hærri en ef miðað hefði verið við heildarlágmarkslaun samkvæmt kjarasamningi. Ráðningarsamningur aðila hafi því verið töluvert hagstæðari fyrir stefnanda en ef miðað hefði verið við hæstu mögulegu lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningi. Ráðningarsamningur aðila hafi þar af leiðandi ekki rýrt rétt stefnanda samkvæmt kjarasamningum, heldur þvert á móti. Við þetta megi bæta að það sé stefnanda að sýna fram á að heildarkjör hans samkvæmt ráðningarsamningi aðila hafi rýrt rétt hans samkvæmt kjarasamningum. Í ljósi alls framangreinds telur stefndi að stefnandi eigi ekki kröfu á hendur sér vegna yfirvinnu frá júlí 2015 til apríl 2017. Með sömu rökum hafnar stefndi því að stefnandi eigi kröfu á hendur sér fyrir yfirvinnu sem var greidd sem dagvinna.

Þá sé því alfarið hafnað að stefnandi eigi rétt á frekari greiðslu fyrir yfirvinnu í veikindum. Í 8. kafla kjarasamningsins sé fjallað um greiðslu launa í veikindatilfellum. Í gr. 8.1.1 komi fram að eftir fimm ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda ávinni starfsmaður sér rétt til tveggja mánaða launa á föstum launum og eins mánaðar á dagvinnulaunum. Hugtakið föst laun sé skilgreint í gr. 8.1.4 í kjarasamningnum. Stefndi mótmælir ekki skilgreiningu stefnanda á hugtakinu föst laun og þeim tímafjölda reglubundinnar yfirvinnu sem hann leggi til grundvallar kröfu sinni. Stefndi hafnar hins vegar alfarið fjárhæð yfirvinnutaxtans sem stefndi leggi til grundvallar með sömu rökum og hafa áður komið fram.

Krafa stefnanda fallin niður fyrir tómlæti

Að lokum byggist sýknukrafa stefnda á því að krafa stefnanda sé fallin niður fyrir tómlæti og eigi það við um allar kröfur og málsástæður stefnanda. Stefnandi hafi starfað hjá stefnda frá árinu 2010 fyrir utan nokkra mánuði í upphafi árs 2015. Stefnandi hafi aldrei gert athugasemdir við launagreiðslur sínar allan þann tíma er hann starfaði fyrir stefnda. Stefnandi hafi fyrst gert athugasemd við launagreiðslur sínar í júní 2017 eða um tveimur mánuðum eftir að hann lauk störfum hjá félaginu. Þá hafi stefnandi ekki brugðist við svarbréfi Samtaka atvinnulífsins 19. júlí 2017 fyrr en tæpu einu ári síðar. Staðhæfingar stefnanda um annað séu með öllu ósannaðar. Stefnandi hafi sjálfur séð um að skrá vinnutíma sína í verkdagbók. Launaútreikningar stefnda hafi því byggst á skráningu og upplýsingum frá stefnanda sjálfum. Það sé því ljóst að það hafi staðið stefnanda nær að gera athugasemdir við launauppgjör stefnda. Kröfugerð stefnanda byggist á því að launauppgjör hvern einasta mánuð tímabilsins, sem deilt sé um, alls 23 launauppgjör í röð, séu röng. Í öllum tilvikum, frá 1. maí 2015 til 1. mars 2017, hafi stefnandi tekið við launauppgjöri fyrirvaralaust og án athugasemda. Áhrif tómlætis séu mikil í vinnurétti og séu ríkar kröfur gerðar til starfsmanna. Gera verði þá kröfu að starfsmenn upplýsi atvinnurekanda um þau kjarasamningsbundnu réttindi sem þeir telji sig eiga og geri kröfu um þau en vinni ekki allan ráðningartímann án þess að koma fram með athugasemdir eða kröfur á hendur atvinnurekanda. Þetta eigi sérstaklega við þegar launauppgjör byggist að miklu leyti á upplýsingum frá sjálfum starfsmanninum. Þá sé ljóst að starfsmaður verði að gera athugasemdir við launauppgjör innan óeðlilegs dráttar. Það verði að teljast tómlæti af hálfu stefnanda að hafa ekki farið fram á það fyrr en tæpum tveimur mánuðum eftir að hann hætti störfum hjá stefnda, eða rúmum tveimur árum eftir að ráðningarsamband hófst, að gera ekki athugasemdir við launaútreikninga stefnda. Þá sé ekki hægt að horfa framhjá aðgerðarleysi stefnanda frá því að hann fékk svarbréf frá Samtökum atvinnulífsins 19. júlí 2017 en stefnandi hafi ekkert aðhafst í málinu fyrr en tæpu ári síðar með útgáfu stefnu. Stefnandi telur aðgerðarleysi stefnanda verulegt og að það leiði óhjákvæmilega til þess að hafna eigi kröfu stefnanda hafi hún á annað borð einhvern tíma verið til staðar.

Varakrafa

Verði fallist á að stefnandi eigi einhvern rétt til frekari greiðslna úr hendi stefnda fyrir tímabilið maí 2015 til apríl 2017 er þess krafist til vara að stefnukröfur verði stórlækkaðar og málskostnaður felldur niður. Varakrafan byggist á sömu sjónarmiðum og þegar hafi verið rakin um aðalkröfu að því er varðar mótmæli við útreikningi stefnanda á kröfum sínum og vísist til þeirrar umfjöllunar. Þá áréttar stefndi sérstaklega að tímakaup yfirvinnu, sem stefnandi miði við, standist engan veginn, enda gildi sú meginregla í vinnurétti að þótt dagvinna sé yfirborguð gildi það sama ekki um yfirvinnukaup ef um það sé samið sérstaklega. Það hafi ekki verið gert í tilviki stefnanda, heldur sérstaklega samið um að greiða sama tímakaup í dagvinnu og yfirvinnu þar sem heildarkjör fólu í sér álagsgreiðslur að hluta. Eigi stefnandi rétt til greiðslu fyrir yfirvinnutíma beri að miða við yfirvinnutaxta eins og hann sé í kjarasamningi, það er að tímagjald fyrir yfirvinnukaup sé 1,0385% af lágmarkskauptaxta rafiðnaðarmanna með sveinspróf eins og hann birtist í 1. kafla kjarasamningsins. Þá beri að lækka kröfu stefnanda um ógreidda matartíma. Í gr. 3.1.2 í kjarasamningnum segi að öll matar- og kaffihlé í yfirvinnu greiðist sem vinnutími og sé unnið í þeim greiðist tilsvarandi lengri tími sem unnin sé. Ákvæðið verði ekki túlkað öðruvísi en svo að ef stefnandi vinni t.a.m. hálft matarhlé, þ.e. 30 mínútur, eigi hann einungis rétt á greiðslu á 30 mínútum. Samkvæmt gr. 3.2.1 í kjarasamningnum sé matarhlé í yfirvinnu frá kl. 19:00 til 20:00. Í útreikningum stefnanda fari stefnandi fram á greiðslu á heilum matartíma, þrátt fyrir að tímayfirlit sýni fram á að stefnandi hafi í fjölda tilvika ekki unnið skilgreindan heilan matartíma og jafnvel lokið vinnu kl. 19:00.

Lagarök

Stefndi byggir kröfur sínar einkum á almennum reglum samninga- og vinnuréttar sem og meginreglum kröfuréttar, einkum um tómlætisáhrif. Ennfremur er byggt á kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka annars vegar og Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga hins vegar með gildistíma frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018. Krafa um málskostnað er byggð á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

III

            Stefnandi, sem er rafvirki að mennt, réðst til stefnda árið 2010 og starfaði við framleiðslu. Vorið 2015 fluttist stefnandi í aðra deild og hóf störf sem þjónustumaður í fiskiðnaðarsetri. Af því tilefni gerðu aðilar með sér ráðningarsamning 7. maí 2015. Í ráðningarsamningi kemur fram að hann byggist á kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við Félag íslenskra rafvirkja og gildi að því marki sem ekki sé um annað samið í ráðningarsamningi. Óumdeilt er að stefnandi starfaði hjá stefnda sem sérfræðingur og hluti af hans vinnu fólst í þjónustu við viðskiptavini stefnda erlendis. Vegna vinnu sinnar dvaldi stefnandi allt upp í 120 daga erlendis. Í mörgum þessara ferða var stefndi einn á ferð, hafði ákveðin verk að vinna við og réð vinnutíma sínum sjálfur. Hann gaf stefnda upp vinnutíma sinn, þ. á m. yfirvinnu, og hefur ekki annað komið fram í málinu en að stefndi hafi ávallt greitt stefnanda samkvæmt þeim tímafjölda sem stefnandi tilkynnti til stefnda. Stefnanda var sagt upp störfum í lok apríl 2017. Með bréfi Rafiðnaðarsambands Íslands 14. júní 2017 voru gerðar, f.h. stefnanda, athugasemdir vegna ógreiddra launa og margvíslegra brota á kjarasamningi. Með bréfi Samtaka atvinnulífsins 19. júlí 2017 var öllum kröfum stefnanda hafnað fyrir utan kröfu um ógreidda yfirvinnu að fjárhæð 322.679 krónur. Að hálfu stefnanda var ekki aðhafst frekar í málinu fyrr en með stefnu sem þingfest var 30. maí 2018.

            Fyrsta krafa stefnanda í málinu byggist á því að hann hafi ekki fengið greidda matartíma réttilega samkvæmt kjarasamningi aðila. Hann hafi unnið mikla yfirvinnu, að jafnaði 80 tíma á mánuði, og samkvæmt grein 3.1.2 í kjarasamningi skuli greiða alla matartíma í yfirvinnu sem vinnutíma og sé unnið í matartíma skuli greiða tilsvarandi lengri vinnutíma. Stefnandi byggir á því að hann hafi aldrei tekið matartíma þegar hann vann yfirvinnu. Vegna þess vanti upp á að greiða 153 tíma í yfirvinnu fyrir tímabilið maí 2015 til mars 2017. Heildarkrafa vegna þessa nemur 912.728 krónum auk orlofs.

            Óumdeilt er að stefnandi hélt verkdagbók og skráði yfirvinnutíma sína sjálfur. Hann hefur sönnunarbyrðina fyrir því að hann hafi ekki tekið þau matarhlé sem hann heldur fram. Í ljósi þess að stefnandi gaf þessa tíma ekki upp á starfstíma sínum hjá stefnda, ennfremur að stefnandi hafði sjálfur forræði á skráningu yfirvinnutíma og að þess var ekki sérstaklega óskað að stefnandi ynni í mathléum í yfirvinnu, ber að hafna þessari kröfu stefnanda.

       Í öðru lagi er krafa stefnanda grundvölluð á því að stefnandi hafi ekki fengið hvíldartíma samkvæmt kjarasamningi. Í kafla 2.7 í kjarasamningi er fjallað um vinnutíma og hvíldartíma. Einnig sé fjallað um sama efni í IX. kafla í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Meginreglan samkvæmt lögum og kjarasamningum er að á hverjum sólarhring skuli starfsmaður fá 11 tíma samfellda hvíld. Í kjarasamningi er fjallað um frávik og frítökurétt ef 11 tíma hvíldin skerðist, sbr. gr. 2.7.2. Þar er kveðið á um að starfsmaður skuli fá uppbótarhvíld, 1,5 tíma fyrir hvern tíma sem 11 tíma hvíldin skerðist. Stefnandi byggir á að honum hafi verið gert að koma fyrr til vinnu til að ljúka verkefnum sem var ólokið áður en 11 klukkustunda hvíld var náð. Þar sem stefnandi hafi hætt störfum verði ekki um uppbótarhvíld að ræða og sé því gerð krafa um að hvíldartímar verði greiddir, samtals 159,75 klukkustundir. Krafa stefnanda vegna þessa nemur 600.021 krónu auk orlofs.

       Svokallaður frítökuréttur er réttur til þess að fá lágmarkshvíld á hverjum sólarhring og er ekki fjárhagslegur réttur, heldur réttur til hvíldar. Stefnandi gerði engar athugasemdir á þeim tímablöðum, sem hann skilaði stefnda, um að hann hefði ekki náð lögboðinni hvíld. Það var ekki fyrr en hann var hættur störfum sem athugasemdir voru gerðar. Í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er fjallað um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma í IX. kafla laganna. Í 3. tl. 52. gr. a segir að ákvæði IX. kafla gildi ekki um æðstu stjórnendur eða þá sem ráða vinnutíma sínum sjálfir. Óumdeilt er að stefnandi réð sínum tíma algjörlega sjálfur í ferðum sínum erlendis en þessi krafa stefnanda nær að mestu leyti til þess tíma. Þá hafnar stefndi því að hann hafi beðið stefnanda eða ætlast til af honum að hann hagaði vinnutíma sínum þannig að hann fengi ekki lögboðinn hvíldatíma. Staðhæfing stefnanda um annað telst ósönnuð.

       Í þriðja lagi reisir stefnandi kröfu sína á því að hann hafi ekki fengið vikulegan frídag. Í kjarasamningi í grein 2.7.4 segir að starfsmaður skuli hafa a.m.k. einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma. Stefnandi heldur því fram að á starfstíma hans hafi komið fyrir að hann hafi ekki fengið vikulegan frídag og því sé gerð krafa um að 12 frídagar verði nú greiddir. Samtals nemur krafa stefnanda vegna þessa 338.059 krónum auk orlofs.

Í 1. mgr. 54. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er kveðið á um að á hverju sjö daga tímabili skuli starfsmaður fá að minnsta kosti einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma samkvæmt 53. gr. Þá segir í 2. mgr. 54. gr. laganna að ef sérstök þörf sé á vegna eðlis hlutaðeigandi starfa sé heimilt með samningum samtaka aðila vinnumarkaðarins að fresta vikulegum frídegi þannig að starfsmaður fái samsvarandi hvíldartíma síðar og ávallt innan 14 daga. Þar sem sérstakar ástæður geri slík frávik nauðsynleg megi þó ákveða með samkomulagi á vinnustað að fresta vikulegum hvíldartíma þannig að í stað vikulegs frídags komi tveir samfelldir frídagar á hverjum tveimur vikum. Í gr. 2.7.5 í kjarasamningi aðila segir að heimilt sé með samkomulagi við starfsmann að fresta vikulegum frídegi þannig að í stað vikulegs frídags komi tveir samfelldir frídagar á tveimur vikum. Í sérstökum tilvikum megi fresta vikulegum frídegi lengur þannig að starfsmaður fái samsvarandi hvíld innan 14 daga. Hvorki í lögum nr. 46/1980 né í kjarasamningi aðila er kveðið á um að vikulegur frídagur sé launaður nema hann sé unninn. Fram hefur komið í málinu að venjulega stóðu utanlandsferðir hjá stefnda í 3-5 daga en að beiðni stefnanda fékk hann leyfi til að taka fleiri en eina ferð í einu vegna fjölskylduaðstæðna hans. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að stefnandi hafi eftir vinnutarnir ávallt fengið hvíld innan 14 daga. Auk þess verður að líta til þess að kröfur stefnanda eru að mestu leyti byggðar á tímaskráningu úr vinnuferðum erlendis en eins og fram hefur komið réð stefnandi þá vinnutíma sínum sjálfur. Gilda því ákvæði 52. gr. a í lögum nr. 46/1980 um þennan ágreining aðila þar sem segir að ákvæði IX. kafla laganna um hvíldartíma gildi ekki um þá sem ráða vinnutíma sínum sjálfir en auk þess liggur fyrir í málinu að  stefndi gerði aldrei kröfu um eða óskaði eftir að stefnandi tæki sér ekki lögboðinn frídag. 

Loks er á því byggt af hálfu stefnanda að yfirvinna hafi ranglega verið greidd sem dagvinna og að hún hafi verið vangreidd í nokkrum tilvikum, þ. á m. í veikindaleyfi stefnanda. Í þessu sambandi tiltekur stefnandi tímabil í júní 2016 þar sem hann hafi fengið greidda dagvinnu sem hafi átt að vera greidd sem yfirvinna. Hann setur fram kröfu að fjárhæð 50.994 krónur auk orlofs vegna þessa. Þá setur hann fram kröfu að fjárhæð 4.168.320 krónur vegna vangreiddrar yfirvinnu á tímabilinu júlí 2015- apríl 2017. Telur hann að stefndi hafi á þessu tímabili farið á svig við ákvæði 1. gr. laga nr. 55/1980 þar sem kveðið er á um lágmarkskjör og um að samningar einstakra launamanna og atvinnurekanda um lakari kjör skuli ógildir. Heldur hann því fram að samkvæmt kjarasamningi, grein 2.2.1, hefði stefndi átt að greiða stefnanda yfirvinnu með tímakaupi sem samsvari 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Loks telur stefnandi að stefndi hafi ekki greitt honum rétt laun í veikindum hans í febrúar 2017. Upprunaleg krafa stefnanda vegna þessa var 481.954 krónur og féllst stefndi á hana að fjárhæð 285.456 krónur og greiddi stefnanda 322.679 krónur með orlofi. Eftir standa 196.498 krónur sem stefnandi gerir nú kröfu um.

Í ráðningarsamningi eru mánaðarlaun tiltekin 525.058 krónur sem svarar til 3.231 krónu á hverja virka vinnustund. Mánaðarlaun hækkuðu á starfstíma stefnanda og í lok hans voru þau 637.852 krónur. Síðan segir í ráðningarsamningi að þar sem litið sé á laun starfsmanns sem heildarkjör, sem feli í sér álagsgreiðslur að hluta, sé samkomulag um að greiða sama tímakaup í dagvinnu og yfirvinnu eða 3.231 krónu á klukkustund en það var við starfslok stefnanda 3.925 krónur. Stefnandi samþykkti þessi laun og gerði ekki athugasemd við þau fyrr en eftir starfslok. Hér að framan er lýst útreikningi stefnda sem sýnir að laun þau sem samið var um voru langt umfram þau lágmarkskjör sem kjarasamningur kveður á um. Aðilar sömdu því um töluvert betri kjör en kjarasamningur gerir ráð fyrir. Með yfirborgun er komið út fyrir svið kjarasamnings og er því ekki unnt að fallast á með stefnanda að í kjarasamningum felist að samningur um yfirborgun fyrir dagvinnu leiði sjálfkrafa til þess að semja verði jafnframt um sambærilega yfirborgun fyrir yfirvinnu, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 352/1999. Engin skylda hvíldi á stefnda að yfirborga yfirvinnu þótt dagvinna hafi verið yfirborguð. Þegar metið er hvort brotið hafi verið gegn 1. gr. laga nr. 55/1980 ber að líta til heildarmats á kjörum en ekki einstakra samningsákvæða kjarasamnings, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 118/2007. Með sömu rökum ber að hafna kröfu stefnanda á hendur stefnda fyrir yfirvinnu sem greidd var sem dagvinna og ennfremur kröfu stefnanda vegna launa í veikindum hvað varðar fjárhæð yfirvinnutaxtans sem stefnandi leggur til grundvallar í þeirri kröfugerð sinni.

Eins og að framan er rakið hreyfði stefnandi því aldrei við stefnda á starfstíma sínum hjá honum, svo sannað sé, að hann teldi sig hlunnfarinn hvað kaup hans og kjör varðaði. Hann lét af störfum í lok apríl 2017 og sendi stefnda kröfubréf 14. júní 2017. Hann skráði sjálfur vinnutíma sinn í verkdagbók. Það var ekki fyrr en hann hafði látið af störfum sem hann gerði athugasemd við kjör sín og þá alveg um tvö ár aftur í tímann. Verður því að fallast á með stefnda að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti í málinu.

Samkvæmt öllu framansögðu verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Rétt þykir að málskostnaður falli niður.

Gunnar Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þennan.

Dómsorð

Stefndi, Marel Iceland ehf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, A, í málinu.

Málkostnaður fellur niður.

 

Gunnar Aðalsteinsson