Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 19 . nóvem ber 20 20 Mál nr. E - 3896 /20 1 8 : Álftavatn ehf. (Kjartan Ragnars) g egn Landspítalanum (Einar Karl Hallvarðsson) Dómur Mál þetta , sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð þess, þann 26 . októ ber sl., var höfðað með stefnu , birtri 13 . nóvember 2018, af Álftavatni hf., Jökulgrunni 23 , Reykjavík , á hendur Landspítalanum, Eiríks g ötu 5 , Reykja vík. Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 4. 067 . 3 14 krónur , auk dráttarvaxta af stefnufjárhæðinni samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 20. ágúst 2017 til greiðsludags. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostnað samkvæm t mati dómsins að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Stefndi krefst sýknu af dómkröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Ágreiningsefni og m ál s atvik S tefnandi er eigandi Barónsstíg s 47 í Reykjavík sem áður hýsti Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Þann 14. janúar 2011 gerðu stefnandi og stefndi samning um að stefndi tæki á leigu hluta af 2. hæð hússins, annars vegar 178,22 fm sérafnotasvæði og 163,58 fm í sameiginlegu rými með Nýjum Landspít ala ohf. , kt. [...] , og enn fremur um 16 fm í sameiginlegu rými allra. Samtals tók því leigusamningurinn til 357,8 fm í húsnæðinu að hlutdeild í sameign meðtalinni. Á sama tíma tók Nýr Landspítali ohf. á leigu í sama húsi alls 335,3 fm á 1. og 2. hæð, að h luta til í sameiginlegu rými með stefnda og að hlutdeild í öðru sameignarrými, ( um 16 fm) meðt öldu . Báðir leigusamningarnir voru ótímabundnir og efnislega samhljóða að breyttu breytanda um staðsetningu í húsinu og fermetrafjölda. Í báðum tilvikum afhenti 2 s tefnandi húsnæðið nýmálað með nýjum ljósaperum í öllum ljósastæðum og öllum gluggatjöldum hreinum auk þess sem g ólfdúkar voru nýbónaðir. Með bréfi dags. 30. maí 2013 sagði Ný r Landspítali ohf. upp leiguafnotum sínum af hluta húsrýmis síns m iðað við leigulok 30. nóvember 2013, þ.e. af því rými sem var á 1. hæð hússins. Með bréf i Nýs Landspítala ohf. , dags. 15. febrúar 2016 , tilkynnti sá leigjandi stefnanda að hann hygðist s amkvæmt heimild í leigusamning i , dags. 14. janúar 2011, framleigja stefnda það af húsnæði sínu sem þá stóð eftir, frá og með 1. febrúar 2016 , og sendi með drög að leigusamningi um það húsnæði milli stefnanda og stefnda. Stefnandi taldi óþarft að gera nýjan samning enda tæki stefndi við aðilaskiptin við réttindum og skyldum Nýs Lands pítala ohf. í einu og öllu. Var s vo gengið formlega frá þessum aðilaskiptum án afskipta stefnanda með þeim hætti að stefndi tæki við öllum skyldum forvera síns, sbr. framsal Nýs L a ndspítala ohf. til stefnda, dags. 29. febrúar 2016 , sbr. og bréf velferðarrá ðuneytis ins, dags. 26. apríl 2016. Í kjölfar breytingar innar reiknaði starfsmaður stefnda, Valdimar Guðmundsson, 11. desember 2013 út nýtt skiptihlutfall, 14,28%, í sameiginlegum kostnaði fyrir þátt stefnda, þ.m.t. vegna þess húsrýmis frá Nýjum Landspítala ohf. sem stefndi hafði tekið við . Með bréfi , dags. 20. september 2016 , sagði stefnandi stefnda upp leiguafnotum húsnæðisins með níu mánaða fyrirvara. Skyldi stefndi samkvæmt því rým a húsnæðið um mánaðamótin júní júlí 2017 og skila því þá s amkvæmt 6. gr. l eigu samninganna í ástandi sem ekki væri lakara en það hefði verið við upphaf leiguafnota nna . Stefndi gerði ekki athugasemdir við uppsögnina , en skilaði húsnæðinu hins vegar , að mati stefnanda, ekki af sér fyrr en 19. júlí 2017 kl. 15:00 , s amkvæmt tilkynni ngu stefnda í tölvupósti þann sama dag, þar sem vísað var á hvar lykla og aðgangskort að húsnæðinu væri að finna. Stefnandi svaraði um hæl í tölvuskeytum 20. júlí 2017 og spurði hvort lokið væri endurnýjun ljósaperanna, þrif um á lömpum , svo og þrif um á gluggatjöldum, sem stefnandi hefði grun um að ekki hefði verið sinnt, enda hefði hann allt frá 13. júlí 2017 getað fylgst að nokkru með vinnu stefnda við að koma húsnæðinu í skilahæft ástand, en á þeim tíma hefði stefndi einungis látið mála húsnæðið að hluta, en hvorki lokið málningarvinnunni né látið þrífa gólfin og endurbóna né heldur látið endurnýja ljósaperur, þrífa ljósastæði, þrífa gluggatjöld eða taka niður skilti á lóðinni við Egilsgötu. Grunur stefnanda um að enn væri ólokið endurnýjun ljósapera , þrifum á ljósalömpum, þrifum á gluggatjöldum , auk þess að fjarlægja skiltið af lóðinni , hefði staðfest við skoðun hans á húsnæðinu í framhaldi af skilum þess þann 19. júlí 2017. 3 Þá liggur fyrir að stefndi hefur ekki viljað standa skil á fráveitugjöldum vegna hússins á leigutíma sem stefndi hefur ítrekað krafið hann um. Stefnandi lýsti athugasemdum sínum ítrekað og skriflega í framlögðum tölvupóstsamskiptum við stefnda á tímabilinu 13 . 20. júlí 2017. Þá hefur stefndi ítrekað en árangurslaust verið krafinn um greiðslu stefnukröfunnar, fyrst með tölvupósti Einars Arnar Thorlaciusar lögfræðings og síðan með bréfi Hilmars Magnússonar lögmanns, dags. 3. apríl 2018. Hefur stefndi með bréfi , dags. 13. apríl 2018 , sérstaklega hafnað kröfu um greiðslu reiknings nr. 819 fyrir fráveitugjöld og fl. sem og lýst því yfir að hann telji sig hafa efnt að fullu og öllu skyldur sínar s amkvæmt leigusamningunum og er málshöfðun þessi því óhjákvæmileg að mati stef n anda. Stefndi mótmælir framangreindri l ýsingu stefnanda á málavöx tum að því leyti sem hún samrýmist ekki gögnu m málsins . Sérstaklega mótmæl ir stefndi því sem röngu að stefndi hafi ekki skilað hinu leigða húsnæði fyrr en þann 19. júlí 2017. M áls atvik eins og þau horf i við stefnda séu þau að í september 2010 hafi Ríkiskaup f.h. stefnda auglýst eftir skrifstofuhúsnæði til leigu til 5 10 ára. Hafi húsnæðið þurft að uppfylla ákveðnar kröfur varðandi stærð, gerð og leiguverð, sbr. húsnæðislýsingu þá sem fylgi með umræddum húsaleigusamningi málsaðila. Ríkiskaupum hafi borist fyrirliggjandi tilboð frá stefnanda , dags. 4. október 2010. Á grun ni þess hafi máls aðilar gert með sér leigusamning 14. janúar 2011 um hluta 2. hæðar í fasteign stefnanda við Barónsstíg 47, alls 357,8 fermetra. Í leigusamningi sé tekið fram að frama ngreind húsnæðislýsing teljist vera hluti samningsins . Sama dag hafi stefnandi og Nýr Landspítali ohf. gert leigusamning um 335,3 fermetra á 1. og 2. hæð í sama húsi, með sams konar leiguskilmálum. Leigutaki, Nýr Landspítali ohf., hafi svo sagt upp leigu á 1. h æð 30. maí 2013. Frá 1. júní 2013 hafi leigusamningur þess aðila tekið til 168,08 fermetra á 2. hæð hússins. Stefndi hafi öðla st umráð þess leigurýmis frá 1. febrúar 2016, með framsal i frá Nýjum Landspítala ohf. samkvæmt samningunum , og hafi stefndi frá þeim tíma haft alls 525,88 fermetra á leigu. Á leigutíma krafði stefnandi stefnda um greiðslu á fráveitugjaldi vegna hússins sem stefndi hafnaði að greiða á þeim grun dvelli að það væri gjald sem leigusala bæri að greiða, sbr. svarbréf af hálfu stefnda til stefnanda varðandi það frá 12. júlí 2012. Í ágúst 2016 kraf ð ist stefnandi hækkunar leiguverðs um 30%, sbr. tölvupóst frá 9. ágúst 2016 . Þegar stefndi hafnaði þeirri hækkun sagði stefnandi honum upp leigunni, sbr. bréf frá 20. september 2016 , og tók uppsögnin gildi 1. júlí 2017. 4 Stefndi lítur svo á að þann 30. júní 2017 haf i hann tæmt húsnæðið og þrifið og afhent það stefnanda. Fyrirsvarsmaður stefnanda hafi þó ekki getað tekið við lyklum úr hendi stefnda fyrr en 3. júlí 2017, sbr. fyrirliggja ndi skilaboð milli aðila sama dag . Þann 3. júlí 2017 hafi stefnandi gert athugasemdir varðandi viðhald eignarinnar og þá kra fið stefnda um það að hann málaði eignina og endurbónaði gólf. Hafi stefndi s amþykkt að verða við þeim kröfum stefnanda , umfram skyl du sína , og hafi lokið viðhaldsvinnunni þann 18. júlí 2017. Síðar hafi stefnandi gert frekari athugasemdir um meintar vanefndir stefnda við skil húsnæðisins sem stefndi ha fi hafnað . Í bréfi 3. apríl 2018 var stefndi krafinn um greiðslu húsaleigu fyrir júl ímánuð 2017 auk ýmiss annars kostnaðar. Þeim kröfum var öllum hafnað af hálfu stefnda í bréfi til stefnanda 13. apríl 2018. Stefnandi hefur höfðað þetta mál á hendur stefnda, annars vegar til heimtu skaðabóta sem nemi jafnvirði húsaleigu í júlí 2017 auk bó ta vegna meintra vanhalda á endurnýjun ljósapera og á þrif um á gluggatjöldum og lömpum. Hins vegar sé stefndi krafinn um greiðslu samkvæmt fjórum reik n ingum útgefnum af stefnanda sem hann kveður tilkomna vegna hlutdeildar stefnda í rekstrarkostnaði. Stefndi tel ji einboðið að taka til varna þar sem kröfur stefnanda fá i hvorki stoð í lögum né leigusamningi aðila og njót i þar af leiðandi ekki lögverndar. M álsástæður og lagarök stefnanda Allar kröfur stefnanda byggi st á húsaleigusamningum hans við stef nda og Nýja n Landspítala ohf., en stefndi hafi yfirtekið það sem eftir hafi staðið af leiguafnotum Nýs Landspítala ohf. án afskipta stefnanda, sbr. bréf stefnda 15. febrúar 2016 og formleg aðilaskipti , s br. framsal Nýs L a ndspítala ohf. til stefnda, dags. 2 9. febrúar 2016, og bréf velferðarráðuneytisins , dags. 26. apríl 2016, en s amkvæmt þeim gögnum hafi stefndi í einu og öllu tekið við skyldum leiguhafans Nýs Landspítala ohf. við stefnanda. Þá styðjist d ómkröfurnar einnig við húsaleigul ög nr. 36/1994. Ekk i h afi svo kunnugt sé verið ágreiningur milli aðila um stærð hins leigða rýmis og leigukjör , annar en um kröfu til jafnvirðis húsaleigu fyrir júlímánuð 2017 , svo og fráveitugjöld og fleira í uppgjörsreikningi stefnanda nr. 819, útg efnum 28. júní 2017. Hafi ekki verið ágreiningur um aðra ógreidda kostnaðarreikninga stefnanda, en í kjölfar þessara breytinga hafi starfsmaður stefnda, Valdimar G. Guðmundsson, reiknað þann 11. desember 2013 út nýtt skiptihlutfall, 14,28%, í sameiginlegum rekstrarkostnaði fyrir þ átt stefnda og forverans, Nýs Landspítala ohf. 5 Óvéfengjanleg gögn lig gi fyrir um það að stefndi hafi ekki skilað stefnanda húsnæðinu fyrr en 19. júlí 2017, sem sjá m egi t.d. af tölvupóstsamskiptum málsaðila 13 . 20. júlí 2017. Stefnda hafi hins vegar verið skylt að skila stefnanda hinu leigða húsnæði í skilahæfu ástandi um mánaðamót júní júlí 2017, þ.m.t. að taka niður skilti sitt utanhúss, allt s amkvæmt bréflegri uppsögn stefnanda, dags. 20. september 2016 , með níu mánaða uppsagnarfresti, sem stefndi h afi e kki andmælt. Stefnda beri því að greiða stefnanda til viðbótar a.m.k. jafnvirði eins mánaðar húsaleigu fyrir júlí 2017. Þá kref ji stefnandi stefnda um hlutdeild í vatns - og fráveitugjöldum fyrir árin 2011 til og með 2016 og fyrir hálft árið 2017 , svo og ým sa aðra ógreidda kostnaðarreikninga, sem tilheyri stefnda og forvera hans, Nýjum Landspítala ohf . Stefndi og Ný r Landspítali ohf. hafi tekið út ástand húsnæðisin s við upphaf leigutímans og samþykkt að það væri í einu og öllu í samræmi við fyrirliggjandi hú snæðislýsingu er hafi verið á f ylgiskjali nr. II með leigusamningunum. Í aðdraganda þess h afi leigutakar gert athugasemdir við fáein atriði sem stefnandi hafi strax bætt úr. Hafi stefnda síðan borið s amkvæmt 6. gr. leigusamninganna, sbr. 5. gr. þeirra og 6 3. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994, að skila stefnanda húsnæðinu hann tók við því að teknu tilliti til eðlilegs slits sem af starfseminni leiðir . Stefnandi hafi sjálfur gert úttekt á hinu leigða við skilin 19. júlí 2017 og skömmu fyrir þau án þess að stefndi krefðist úttektar utanaðkomandi aðila, en þá hafi ekki verið uppi annar ágreiningur um skilin en að skilað væri of seint og að húsnæðið væri ekki í skilahæfu ástandi auk þ ess að ógreiddir v æru nokkrir reikningar er stefndi hefði treg ð ast við að greiða. Eftir að stefndi hafi átt að vera búinn að skila húsnæðinu hafi verið unnið að málningu þess og þrifum, en í lokin hafi einnig verið eftir að endurnýja ljósaperur, þrífa ljós a stæði og gluggatjöld og taka niður skilti utanhúss, sbr. athugasemdir stefnanda í tölvupósti þá þegar þann 13. júlí 2017. Hafi stefnda s amkvæmt niðurlagi 6. gr. leigusamninganna borið að koma húsnæðinu í skilahæft ástand í lok leigutíma síns þannig að endurleiga til annars leigutaka tefjist ekki . Í samræmi við 64. gr. laga nr. 36/1994 hafi stefnandi lýst athugasemdum sínum ítrekað og skriflega í framlögðum tölvupóstsamskiptum við stefnda á tímabilinu 13 . 20. júlí 2017. Þá haf i lögfr æðingur stefnanda sent stefnda í tölvupósti , 28. júlí 2017 , kröfubréf f.h. stefnanda, sem svarað hafi verið af hálfu stefnda. Þá haf i lögmaður stefnanda sent stefnda kröfubréf, dags . 3. apríl 2018, en kröfum stefnanda hafi þá 6 einnig verið hafnað , með bréfi stefnda, dags. 1 3. apríl 2018, og hafi í svarinu verið vísað til áðurnefnds svarbréfs stefnda til lögfr æðings stefnanda. Kröfur stefnanda um að fá bættan kostnað og tjón af vanhöldum stefnda á að skila húsnæðinu í skilahæfu ástandi og á réttum tíma , með endurnýjuðum ljósaperum, hreinum ljósalömpum og hreinum gluggatjöldum , séu í eðli sínu skaðabótakröfur innan samninga og lút i reglum kröfuréttarins. Aðrir hlutar dómkröfunnar séu með sama hætti bótakröfur stefnanda og bygg i st á kröfuréttarlegum grunni , enda hafi stefnda borið að efna þær samningsskyldur , s br. 3. og 4. gr. húsaleigusamninganna beggja , að greiða hlutdeild sína í sameiginlegum rekstrarkostnaði. Krafa stefnanda um jafnvirði eins mánaðar húsaleigu fyrir júlímánuð 2017 sé skaðabótakrafa inn an samninga, en rauntjón hans af því að fá ekki húsnæðið afhent á réttum tíma sé miklu m mun meira. Hafi stefndi hafnað því að greiða stefnanda skaðabætur að jafnvirði eins mánaðar missis leigutekna af húsnæðinu vegna óheimilla afnota stefnda af því og vars lna þess allt fram til 19. júlí 2017, en húsaleiga fyrir júlímánuð 2017 hefði með tilheyrandi vísitöluhækkun numið 1.357.526 krónum . Til hliðsjónar hafi stefndi 3. júlí 2017 greitt 1.354.768 krónur í húsaleigu fyrir júnímánuð. Kröfur stefnanda um bætur fyr ir vanhöld á að skila húsnæðinu með nýjum ljósaperum og hreinum gluggatjöldum séu reistar á sama grunni. Hafi stefnandi aflað mats á kostnaði við að skipta út öllum ljósaperum og þrífa ljósalampana og við að þrífa gluggatjöld, sem stefnda hafi borið að ger a til að húsnæðinu yrði skilað í sama horfi og þegar stefndi tók við því. Styð ji stefnandi kostnað sinn við endurnýjun á ljósaperum og þrif á lömpum við áætlun Brynjars Bjarnasonar rafvirkjameistara, dags. 25. mars 2018, að fjárhæð 356.240 krónur með virði saukaskatti. Varðandi þrif á gluggatjöldum styð ji stefnandi kostnað sinn við tilboð B&B gluggatjaldahreinsunar ehf. , dags. 22. mars 2018, að fjárhæð 165.190 krónur með virðisaukaskatti. Þá sé enn ógreiddur reikningur stefnanda, að fjárhæð 76.546 krónur , útg efinn 1. desember 2016, fyrir hlutdeild stefnda í sameiginlegum kostnaði af rafmagni, hitaveitu og köldu vatni haustið 2016. Þá h afi stefndi hvorki greitt reikning stefnanda að fjárhæð 9.069 krónur , útg efinn 1. ágúst 2017, fyrir uppgjörshlutdeild stefnda í kostnaði Orkusölunnar, né reikning stefnanda útg efinn 19. júlí 2017, að fjárhæð 4.641 krónur , fyrir uppgjörshlutdeild í kostnaði Öryggismiðstöðvarinnar. Loks h afi stefndi hafnað að honum sé skylt að greiða stefnanda uppgjörsreikning , dags. 28. júní 2017 , að fjárhæð 2.597.009 , krónur er l úti einkum að hlutdeild í 7 fráveitugjöldum. S amkvæmt sundurliðun sé reikningur þessi fyrir hlutdeild í kostnaði Öryggismiðstöðvarinnar ár in 2013 2017 vegna brunaviðvörunarkerf is s amkvæmt áðursendum reikningum að fjárhæð 152.099 krónur . Einnig sé í reikningnum tiltekin áætluð hlutdeild stefnda í greiðslu til rafvirkja, Brynjars Bjarnasonar , vegna brunaviðvörunarkerfis og fl., 413.292 krónur , en stefnandi geri n ú ekki kröfu um þa ð að fá þennan kostnaðarlið greiddan vegna vöntunar sundurliðana og undirskjala. Þá sé í reikningnum kostnaður fyrir hlutdeild í vatns - og fráveitugjöldum frá árunum 2011 til og með miðju ári 2017, 1.869.931 króna , og hlutdeild í kostnaði Frysti - og kæliþj ónustunnar vegna tölvuvers í þágu stefnda s amkvæmt áðursendum reikningum, 54.968 krónur , og fyrir hlutdeild í slökkvitækjaeftirliti og endurnýjun 2011 2017 samkvæmt áðursendum reikningum, 106.719 krónur . Niðurstöðutala reiknings ins sé alls 2.597.009 krónur , sem hins vegar lækk i um kostnaðarhlutdeildina vegna rafvirkjans og fl eira , 413.292 krónur , og verð i því alls 2.193.717 krónur . Krafa stefnanda um greiðslu stefnda á hlutdeild í fráveitugjöldum byggi st á 3. gr. leigusamninganna og á ákvæðum 1. og 3. mgr. 23. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994, sbr. og 23. gr. a í þeim lögum, sbr. og ákvæði 1. og 2. mgr. 14. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 , og framlögðum drögum að samskiptareglum aðila og athugasemdum stefnda við þær, en þar geri stefndi ekki athugasemdir við það að undir sameiginlegan kostnað falli fráveitugjöld. Í þeirri afgreiðslu stefnda felist samþykki hans fyrir því að honum beri að greiða hlutfallsleg fráveitugjöld vegna h ins lei gða . S tefnda, sem kaupanda heits og kalds vatn s inn í hið leigða húsnæði, hafi borið skylda til þess að kosta fráveitu þess a sama vatns eftir óhreinkun þess og nýtingu varma heita vatnsins. Leigusali beri á hinn bóginn kostnað af gerð og viðhaldi frárennsl islagna. Nem i allar framangreindar fjárhæðir samtals 4.152.929 krónum er sé stefnufjárhæðin. Samantekt einstakra liða í stefnukröfunni sé samkvæmt framansögðu eftirfarandi: Skaðabætur, er nemi jafnvirði húsaleigu í júlí 2017 = 1.357.526 kr. Skaðabætur fyr ir vanhöld á endurnýjun ljósapera og þrifum lampa = 356.240 kr. Skaðabætur fyrir vanhöld á að þrífa gluggatjöld = 165.190 kr. Reikningur útg. 1. desember 2016 fyrir hlutdeild í rekstrarkostnaði = 76.546 kr. Reikningur útg. 28. júní 2017 fyrir hlutdeild í rekstrarkostnaði = 2.183.717 kr. Reikningur útg. 19. júlí 2017 fyrir hlutdeild í rekstrarkostnað i = 4.641 kr. Reikningur útg. 1. ágúst 2017 fyrir hlutdeild í rekstrarkostnaði = 9.069 kr. Samtals sé stefnu fjárhæðin því alls = 4.152.929 kr. 8 Þótt sumir kröfuliðir hafi verið í vanskilum frá fyrri tíð sé krafist dráttarvaxta af allri stefnufjárhæðinni frá 20. ágúst 2018, eða mánuði eftir sendingu tölvupósts stefnanda til stefnda, þar sem hann hafi lýst ábyrgð á hendur stefnda vegna alls tjóns af vanefndum hans. Stefnandi vís i til almennra reglna samninga - og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga , að gerða samninga skuli halda , til túlkunarreglna um samninga, vanefndaúrræða og bóta innan samni nga og almennra reglna kröfuréttar. Þá vís ist til húsaleigulaga nr. 36/1994, einkum 63. og 64. gr. , og til 3. mgr. 23. g r . , sbr. 17. gr. , laga nr . 63/2016, sbr. og 1. og 2. mgr. 14. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009, sbr. 2. gr. laga nr. 22/2016. Um dráttarvexti vís i st til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Þá vís ist til laga nr. 91/1991, einkum XXI. kafla um málskostnað. Um virðisaukaskatt vís ist til laga nr. 50/1988, en stefnandi sé ekki virðisaukaskatt s skyldur og ber i að taka tillit t il þess við ákvörðun málskostnaðar. M álsástæður og lagarök stefnda Öllum málatilbúnaði stefnanda sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Stefndi styð ji sýknukröfu sína við það að hinu leigða hafi verið skilað 30. júní 2017, sbr. tölvupóst á milli aðila þar að lútandi þann 30. júní 2017 . Þá hafi verið búið að tæma eignina og þrífa í samræmi við leiguskilmála og húsnæðið verið afhent stefnanda. Lögskiptum aðila samkvæmt leigusamningi hafi lokið þann 30. júní 2017. Enginn afhendingardráttur hafi orðið af hálfu stefnda. S tefnandi hafi ekki getað tekið við lyklum hjá stefnda fyrr en 3. júlí 2017. Á þeim viðtökudrætti get i stefndi enga ábyrgð borið. Því ber i að sýkna stefnda af kröfu um greiðslu á húsleigu fyrir júlímánuð 2017. Þegar stefndi hafi skilað eigninni, þ ann 30. júní 2017 , hafi hún verið tóm og hrein í hólf og gólf. Allar ljósaperur hafi verið heilar við skil á húsnæðinu. Öndverðum málsástæðum stefnanda sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Í húsnæðislýsingu , sem sé fylgiskjal II og hluti leigusamnings aðila , sé kveðið á um að við lok leigutíma muni stefndi fjarlægja merkingar, fylla í göt eftir festingar og blettamála. Kveðið sé á um að gluggatjöld skuli vera auðþrífanleg og leigutaki muni sjá um eðlilegt viðhald smáhluta , s vo sem ljósaperuskipti, viðhald á læsingum o.þ.h. á leigutíma. Þá sé skýr t kveðið á um að stefnandi beri ábyrgð á að búnaður og kerfi er fylgi húsnæðinu sé u ávallt í fullkomnu lagi og að hann beri allan kostnað vegna þess. Mótmælt sé sem röngum og ósönnuðum þeim fullyrðingum af hálfu stefn anda að viðskilnaður stefnda hafi ekki verið í samræmi við ákvæði leigusamnings þeirra . 9 Fullyrðingar stefnanda um að gluggatjöld og ljós a lampar hafi verið óhrein við skil stefnda í lok júní séu ekki studd neinum gögnum og mótmæli r stefndi því að einhliða o g ósönnuð fullyrðing stefnanda verði lögð til grundvallar við úrlausn málsins. Í leigusamningi aðila sé hvergi að finna ákvæði um að við lok leigutíma skuli stefndi skipta út öllum ljósaperum og sú k rafa eigi sér ekki heldur stoð í húsaleigulögum. Engin fo rmleg úttekt hafi verið gerð á húsnæðinu í samræmi við ákvæði húsaleigulaga eftir að húsnæðið hafi verið afhent stefnanda í lok júní 2017. Samkvæmt almennum sönnunarreglum skaðabótaréttar og kröfuréttar ber i stefnandi sönnunarbyrði fyrir því að viðskilnaðu r stefnda í lok leigutíma hafi brotið gegn lögum og samningi aðila. Meintu tjóni hans sé mótmælt sem röngu, órökstuddu og ósönnuðu. Í 63. gr. húsaleigulaga sé kveðið á um skyldur leigutaka að loknum leigutíma. Sk uli leigutaki skila húsnæðinu í hendur leigusala ásamt tilheyrandi fylgifé í sama ástandi og hann hafi tekið við því og ber i leigutaki bótaábyrgð á rýrnun eða spjöllum á húsnæðinu að svo miklu leyti sem slíkt tel ji st ekki eðlileg afleiðing venjulegrar eða ums aminnar notkunar húsnæðisins. Í leigusamningi aðila séu síðan sérstök ákvæði um skil húsnæðisins við lok leigutíma , en í 2. málsgrein 5. gr. samningsins leigutíma loknum er leigjanda skylt að afhenda húsnæðið hreint og að öllu leyti í góðu ástand síðan : ástandi en hann tók við því að teknu tilliti til eðlilegs slits sem af starfseminni leið Meintu tjóni stefnanda sé mótmælt sem órökstuddu og ósönnuðu. Engu óeðlilegu sliti á eigninni hafi verið til að dreifa þegar henni hafi verið skilað til stefnanda í lok júní 2017. Eðlilegt sé að málning á veggjum og bón á gólfdúkum láti á sjá eftir sj ö ára umgengni. Þegar fyrirsvarsmaður stefnanda hafi tekið út húsnæðið , 3. júlí 2017 , hafi enda engar athugasemdir verið gerðar um skemmdir á húsnæðinu eða á fylgifé þess . Athugasemdir hafi aðeins lotið að venjulegu viðhaldi, bóni á gólfum og málningu, sem leigusala ber i að sinna, sbr. 19. gr. húsaleigulaga, eins og ákvæðið hafi hljóðað á leigutímanum. Stefndi hafi hins vegar látið bóna og mála umfram skyldu. Verk unnin undir slíkum formerkjum auk i hins vegar hvorki skyldur stefnda né réttindi stefnanda. V i ðhaldsverkefni sem stefndi hafi þannig samþykkt að inna af hendi á eigin kostnað eftir skil fasteignarinnar , 30. júní 2017, að mála allt húsnæðið og endurbóna öll gólf, hafi verið í þágu stefnanda. Þeim erindisrekstri stefnda hafi lokið 19. júlí 2017. Engi n hagnýting eignarinnar í þágu stefnda hafi átt sér stað frá 30. júní 2017 til 19. júlí 2017. 10 Í leigusamningi aðila sé hvergi að finna ákvæði þess efnis að stefndi skuli annast venjubundið viðhald eignarinnar á leigutíma. Samkvæmt 3. mgr. 19. gr. húsaleigu laga sk uli leigusali jafnan halda hinu leigða húsnæði í leiguhæfu ástandi, meðal annars með því að láta mála húsnæðið og endurnýja gólfefni og annað slitlag með hæfilegu millibili eftir því sem góðar venjur um viðhald húsnæðis seg i til um. Stefndi hafi sin nt þessari lögbund nu skyldu stefnanda eftir að samningssambandi hafi l okið . Þá verð i ekki annað séð af reikningum en að eignin hafi staðið auð í a .m.k. kosti níu mánuði eftir að afnotum stefnda lauk . Stefnandi hafi þannig augljóslega ekki orðið fyrir neinu tjóni vegna þess tíma er það hafi tekið stefnda að sinna viðhaldi eignarinnar í þágu stefnanda. Öndverðum málsástæðum sé mótmælt sem röngum, órökstuddum og ósönnuðum. Þar sem hér skorti á grundvallarskilyrði skaðabótaréttarins um tjón ber i að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um bætur sem nemi húsaleigu í júlí 2017. Með vísan til framangreinds sé það einnig sjálfstæð sýknuástæða að skaðabótakrafa stefnanda um greiðslu húsleigu í júlí 2017 fe li í sér óréttmæta augðun honum til handa. Kröfur stefn anda um það að fá stefnda dæmdan til að greiða honum kostnað við ljósaperuskipti og þrif á lömpum og gluggatjöldum séu byggðar á kostnaðaráætlunum dags . 22. og 25. mars 2018, þ.e. níu mánuðum eftir að stefndi hafi skilað eigninni til stefnanda. Stefndi get i enga ábyrgð borið á umgeng n i eignarinnar svo löngu eftir skil. Þ essar kostnaðaráætlanir fel i heldur ekki í sér neina sönnun þess að þörf hafi verið á þrifum eða ljósaperuskiptum við skil stefnda á eigninni í lok júní 2017. Því ber i að sýkna hann af þessu m kröfuliðum, enda séu þeir í senn órökstuddir og ósannaðir. Þeir aðilar sem ger t hafi stefnanda tilboð í þrifin í mars 2018 get i ekki borið um viðskilnað stefnda á húsnæðinu í júní 2017. Þá lig gi ekkert fyrir um það að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni veg na ljósaperuskipta eða vegna þrif a á gluggatjöldum þar sem engin gögn hafi verið lögð fram til sönnunar um greiðslu hans á slíkum kostnað i . Tveir reikningar sem stefnandi h afi lagt fram í málinu séu þegar greiddir. Reikningur dags. 01.12.16, sem tilkominn sé vegna hlutdeildar stefnda í orku - og vatnsnotkun, hafi verið greiddur af stefnda þann 28. nóvember 2018. Greiðslan hafi farið þannig fram að tvígreiðsla á reikningum frá stefnanda vegna orkunotkunar stefnda fyrir apríl 2016 og fyrir júní 2016, hvor að fjárhæð 33.341 króna , hafi v erið látin ganga upp í reikninginn og mismunurinn , 9.864 krónur , verið greiddur inn á reikning stefnanda. Reiknin g dags. 01.08.17 , tilkominn vegna hlutdeildar stefnda í 11 orkunotkun, hafi stefndi greitt þann 5. janúar 2018, sbr. k vittun, dags. 5. janúar 2018 . Sýkna ber i því stefnda alfarið af þessum kröfuliðum. Í leigutilboði stefnanda, se m hann hafi ger t 4. október 2010, á grun ni auglýsingar og húsnæðislýsingar Ríkiskaupa f.h. stefnda, sem sé fylgiskjal II með leigusamningi aðila, séu tæmandi talin þau sameiginlegu rekstrargjöld sem stefndi hafi átt að greiða á leigutímanum, þ.e. gjöld vegna lóða r umhirðu, hitaveitu og rafmagns. Önnur gjöld en þar séu upp talin séu stefnda óviðkomandi. Ber i stefnandi því einn kostnað vegna brunavarn akerfis og slökkvitækja, vatns - og fráveitugjalds og kostnaðar við tölvuver. Samkvæmt 3. mgr. 19. gr. húsaleigulaga ber i leigusala að viðhalda brunavörnum. Kröfur stefnanda um að stefndi greiði honum gjöld vegna brunaviðvörunarkerfis og endurnýjunar og eftirlits með slökkvitækjum sæki hvorki stoð í lög né samning aðila og eig i þ ví engan rétt á sér og b er i því að sýkna stefnda af þeim kröfum stefnanda. Stefndi sé krafinn um grei ðslu á 54.968 krónum vegna hlutdeildar í reikningum frá Frysti - og kæliþjónustunni vegna tölvuvers. Þessari kröfu sé mótmælt enda hafi stefndi ekki verið með tölvuver í húsinu og v erið ókunnugt um það að kælibúnaður væri þar . Stefndi hafi haft aðgang að læstu 10 fermetra herbergi í kjallara sem hafi verið sameiginlegt fyrir húsið og haf t heimild til að koma þar fyrir læstum tengiskáp. Engin krafa hafi verið um kælingu. Þar að auki tel ji stefndi að sá kælibúnaður sem stefnandi k unni að hafa komið fyrir í húsinu falli undir húsnæðislýsinguna í fylgiskjali II með leigusamningi aðila, en samkvæmt henni ber i stefnandi ábyrgð á því að búnaður og kerfi sem fylgi húsnæðinu sé u ávallt í fullkomnu lagi og st andi stefnandi straum af öllum kostnaði vegna þes s. Því ber i að sýkna stefnda af þessum kröfulið. Samkvæmt húsaleigulögum sé meginreglan sú að leigusali eigi að greiða fastan kostnað og gjöld sem teng ist eignarhaldi á leiguhúsnæði, sbr. 23. gr. laganna, eins og hún hafi hljóða ð á leigutíma. Samkvæmt 3. m gr. ákvæðisins skyldi leigusali greiða fasteignagjöld eða árgjöld veitustofnana er reiknuðust af matsverði húsnæðis, rúmfangi þess eða öðrum slíkum gjaldstofnum, án beinna tengsla við vatns - eða orkukaup. Í 4. mgr. hafi verið að finna heimild til að víkja frá þessari skiptingu rekstrarkostnaðar , enda væru slík frávik til greind í leigusamningi. Svo hafi ekki verið í gildandi leigusamningum á milli aðila og beri því að sýkna stefnda af þessari kröfu . Í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna sé skýrt á kveðið að fráveitugjald skuli vera hlutfall af fasteignamati. Stefndi tel ji að stefnanda beri að greiða fráveitugjaldið í samræmi við meginreglu 3. mgr. 23. gr. húsaleigulaga. 12 Því sé mótmælt sem röngu að athugasemdir se m gerðar hafi verið við drög að samskiptareglum leigutaka og óstofnaðs rekstarfélags Barónsstígs 47 í Reykjavík, dags. 30. mars 2011 , feli í sér samþykki stefnda fyrir greiðslu fráveitugjalda. Drög in séu ekki hluti af leigusamningi aðila. Þau hafi auk þess verið ósamþyk kt og því með öllu óskuldbindandi fyrir stefnda. Drögin haf i ekkert sjálfstætt sönnunargildi. Þá ligg i fyrir síðar tilkomin og sérstök yfirlýsing stefnda , dags. 12. júlí 2012, þar sem mótmælt sé kröfum stefnanda um greiðslu fráveitugjalds og óskað eftir þv í að fá nýja reikninga með leiðréttingu þar sem fram komi óumdeildur sameiginlegur kostnaður. Sú yfirlýsing sé afdráttarlaus og hafi gefið stefnanda brýnt tilefni til að aðhafast frekar teldi hann tilefni til. Það hafi hann ekki gert fyrr en með málsókn þe ssari, rúmum sex árum eftir að afstaða stefnda til kröfugerðarinnar hafi legið fyrir. Ef talið verður að krafa stefnanda um að stefndi greiði honum hlutdeild fráveitugjalds eigi stoð í lögum sé sýknukrafa stefnda byggð á því að krafan sé niður fallin fyrir tómlæti stefnanda. Kröfur stefn an da séu ekki nægilega studdar gögnum. Reikningi dags. 28. júní 2017 sé sérstaklega mótmælt sem órökstuddum og fjárkr afan vanreif uð . Með honum sé fylgirit reiknings vegna hlutauppgjörs á sameignarkostnaði Barónsstígs 47. Þ ar sé að finna órökstuddar tölur á tveimur blaðsíðum en e ngir reikningar fylg i . Kröfuliðum sem þar séu tilgreindir sé því mótmælt sem röngum, órökstuddum og ósönnuðum. Kröfur stefnanda fyrnist á fjórum árum, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfur éttinda. Stefna h afi verið birt stefnda þann 13. nóvember 2018. Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda á framang r eindum grundvelli sé á því byggt að allar kröfur stefnanda á hendur stefnda, eldri en 13. nóvember 2014 , séu fyrndar. Stefndi hafi látið mála húsnæði stefnanda og endurnýjað bón á gólfum umfram skyldu. Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda tel ji hann eðlilegt að kostnaður sem hann hafi lagt út í þágu stefnanda, alls að fjárhæð 1.056.640 krónur , verði dreginn frá kröfum stefnanda, enda sé um a ð ræða viðhaldskostnað sem stefnanda sem leigusala hafi borið að standa straum af, sbr. 19. gr. húsaleigulaga. Fjárkrafa stefnda, sem nem i þessum kostnaði , uppfylli skilyrði 1. mgr. 28. gr. laga um meðferð einkamála til skuldajafnaðar, þar sem kröfur stefnda eig i rót að rekja til sama atviks og aðstöðu. Stefndi vís i til áðurgreindra laga er varð i sýknukröfu og skuldajöfnuð , en k rafa hans um málskostnað styð ji st við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. 13 Niður staða Ágreiningur í máli þessu snýst annars vegar um það hvenær stefndi telst réttilega hafa skilað stefnanda umræddu leiguhúsnæði, það er í viðunandi horfi, sé tekið mið af leigusamningum þe irra, og hvaða kostnaður telst þá mögulega hafa stofnast í tengslum við meint ar vanefndir stefnda, sem stefnandi vill þá fá bætt . Hins vegar er ágreiningur þeirra um það hvort stefnda hafi borið að standa skil á tilteknum gjöldum tengdum hinu leigða á leig utímanum og ber þar hæst fráveitugjald sem stefnandi hefur talið að stefndi ætti að greiða með hliðsjón af lögum og leigusamningum aðila. K röfugerð stefnanda er lítillega breytt til lækkunar frá kröfugerð í stefnu , þar sem stefnandi fel l st á það að stefndi hafi þegar staðið skil á greiðslu reikninga að fjárhæð 76.546 krónur og 9.069 krónur, og að þeir séu því þegar gerðir upp af hálfu stefnda. Hvað varðar aðra kröfuliði af hálfu stefnanda, þá fel l st dómurinn á með honum að þær athafnir stefnda að mála veggi og bóna gólf eftir upphafleg skil á fasteigninni , eftir umkvartanir stefnda , og skila húsnæðinu aftur 19. júlí 2017 , verði ekki að rétt u lagi skildar á annan veg en þann að með því hafi af hálfu stefnda verið viðurkennt að ástandi hins leigða hafi að þess u leyti verið áfátt miðað við það sem vera bar við skil á húsnæðinu. Fær framangreint einnig að nokkru stoð í framburði Valdimars Grétars Guðmundssonar, starfsmanns á fasteignasviði stefnda, er lýsti úrbótunum á tímabilinu 3. - 19. júlí 2017 svo í skýrslu f yrir dómi, að þær hafi kannski ekki verið alfarið umfram skyldu stefnda. Verður því fallist á að vegna þess a hafi orðið dráttur á skilum í réttu ástandi fram yfir það tímamark er stefnda bar óumdeilt að skila hinu leigða. Er því um að ræða vanefnd stefnda á samning i aðila er var til þess fallin að valda stefnanda tjóni og því eðlilegt að stefnda verði gert að greiða stefnanda leigu fyrir júlí mánuð 2017 til að bæta það, en ekki hefur verið gerður tölulegu r ágreiningur um þá fjárhæð 1.357.526 krónur . Hefur þá ekki þýðingu hvort stefnanda auðnaðist að leigja húsnæðið í kjölfar ið né kemur til álita gagnkrafa stefnda vegna úrbóta n na sem hann féllst á að ráðast í . Hvað varðar kröfur stefnanda í tengslum við nauðsyn á þrifum á gluggatjöldum, á ljósastæðum og vegna skipta á perum í hinu leigða, sbr. ko s tnaðaráætlanir frá því í mars 2018, þá fær dómurinn ekki séð að stefnand i hafi fært fram nægar sannanir fyrir því að ástandi húsnæðisins hafi verið áfátt að þessu leyti þegar því var skilað. Verður ekki séð að formleg úttekt hafi farið fram á ástandi hins leigða húsnæðis fyrir og eftir leigutíma né heldur verður staðhæft að stefnda hafi borið eftir lögum eða samningi að skipta út heilum perum. Ber því að sýkna stefnda af þessum kröfuliðum stefnanda. 14 Skal þá vikið að kröfu m stefnanda vegna þess sem hann telur vera lögskylda eða umsamda kostnaðarhlutdeild stefnda vegna fráveitugjalds fyrir hið leigða á leigutíma og sem stefndi telur að stefnandi hafi átt að standa sér skil á , en stefndi ekki viljað greiða . U m gjald þetta fjallar í 14. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna , sem og í 15. gr. þeirra, í þessu tilviki áður en því ákvæði var síðan breytt með 3. gr. laga nr. 22/2016, þar sem kom m eðal annars fram að h eimilt sé að ákveða hámark og lágmark fráveitugjalds miðað við rúmmál húseigna. Enn fremur segir þar að heimilt sé að miða fráveitugjaldið við fast gjald auk álags vegna stærðar eða notkunar f asteignar . Í 16. g r. laga nr. 9/2009 er það s íðan áréttað fasteignaeigandi beri ábyrgð á greiðslu gjaldsins og heimilt sé að innheimta gjaldið með fasteignaskatti. Hvað varðar þá síðan ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 , sem reynir óumdeilt á í þessu tillit i, þá segir í 4. mgr. 23. gr. laga nr. 36/1994, eins og ákvæðið stóð áður en því var s íðan breytt með 17. gr. laga nr. 63/2016 , sbr. nú 3. mgr. 23. gr . laganna : matsverði húsnæðis, rúmfangi þess eða öðrum slíkum gjaldstofnum, án beinna tengsla við vatns - Verður ekki séð að orðalagsbreytingar sem gerðar voru með 17. gr. laga nr. 63/2016, sbr. nú 3. mgr. 23. gr. laga nr. 36/1994, feli í sér efnislega r breyting a r hvað þ au atriði varðar sem hér reynir á , sbr. athugasemdir í laga frumvarpi. Að mati dómsins er hér fallist á það með stefnda að umrædd framangreind laga ákvæði sem varða fráveitugjald verði ekki skilin öðruvísi en svo að leigusali skuli því greiða umrætt fráveitugjald , þá sem árgjald sem reiknast af matsverði húsnæðis, rúmfangi þess , eða öðrum slíkum gjaldstofnum , en án beinna tengsla við vatns - eða orkukaup, nema aðilar hafi samið um annað, sbr. áður 23. gr. en nú 23. gr. b í lögunum . Hvað varðar þá í öðru lagi meint samkomulag í þá veru að stefndi hafi tekið á sig fráveitugjald ið þá liggur þar ekki annað fyrir en ósamþykkt drög að samskiptareglum frá 30. mars 2011 sem ekki verður séð að hafi síðan orðið hluti af leigusamningi aðila. Þá verður ekki séð að sjálfstæð stoð fyrir slík u samkomulagi sé í 3. gr. í leigusamning i . Verður með hliðsjón af þ essu að telja ósannað að stefndi hafi gert samkomulag við stefnanda um að greiða gjaldið og ber því að sýkna stefnda af þeirri kröfu stefnanda. Að mati dómsins gildir þá hið sama um aðrar hér áður ótaldar kröfur stefnanda á hendur stefnda vegna ætlaðrar hlutdeildar í rekstrarkostnaði, það er u reikning ar vegna kæliþjónustu í tengslum við tölvuver og vegna brunaviðvörunarkerfis og viðhalds og endurnýjunar á slökkvi tækjum . E n ekki hefur verið sýnt fram á af hálfu stefnanda á 15 hvaða grundvelli , lögum eða samningi þær kröfur eigi með réttu að beinast að stefnda og ber með hliðsjón af því enn fremur að sýkna stefnda af þeim dómkröfum stefnanda. Með hliðsjón af öllu hér f ramangreindu verður að mati dómsins ekki talið að aðrar fram komnar röksemdir , málsástæður eða framburður hafi sérstaka þýðingu í málinu eða geti leitt til annarrar niðurstöðu í því, sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Það verður því niðurst aða n, að virtum framangreindum kröfum aðila, að fallast beri á þá kröfu stefnanda að stefndi greiði honum 1.357.526 krónur í leigu fyrir júlí 2017, en sýkna beri stefnda af öðrum kröfum stefnanda þar sem ekki hafa verið færðar á þær sönnur. Skal tildæmd fjá r hæð bera dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 20. ágúst 2017 til greiðsludags, eins og krafist er af hálfu stefnanda. Eins og mál ið er vaxið þykir rétt að stefnda verði gert að greiða stefnanda hluta málskostnaðar eins og í dómsor ði greinir enda ljóst að mál s sókn reyndist honum nauðsyn til að ná fram þeirri kröfu er hér hefur verið fallist á. Verður stefnda því gert að greiða stefnanda 620.000 krónur í málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Málið fluttu Kjartan Ragnar s lögmaður fyrir stefnanda, en Einar Karl Hallvarðsson lögmaður fyrir stefnda. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómarinn tók við meðferð málsins 5. september 2019, en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. Dómso r ð: Stefn di, Landspítalinn , greiði stefnanda, Álftavatni ehf., 1.357.526 krónur, auk dráttarvaxta af stefnufjárhæðinni samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 20. ágúst 2017 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 620.000 krónur í málskostnað. Pétur Dam Leifsson