Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 2. desember 2020 Mál nr. E - 89/2019 : A ( Birna Ketilsdóttir lögmaður ) g egn B (Sigurður Freyr Sigurðsson l ögmaður) Dómur I Mál þetta , sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 27. nóvember sl., er höfðað af A , kt. 000000 - 0000 , , , á hendur B , , . Dómkröfur: Endanlegar dómkröfur s tefnand a eru að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.358.012 krónur auk dráttarv axta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 470.027 krónum frá 31. janúar 2018 til 28. febrúar 2018, af 871.462 krónum frá þeim degi til 31. mars 2018 og loks af 1.358.012 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þ á gerir stefnandi kröfu um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðu málskostnaðaryfirliti auk álags er nemi virðisaukaskatti af málskostnaði. Dómkröfur stefnda eru aðallega þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. T il vara er þess krafist að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum til vikum er þess krafist að stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Mál þetta var flutt og dómtekið þann 14. september 2020. Vegna veikinda dómara var dómur ekki kveðinn upp innan frests samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og var málið því flutt að nýju þann 27. nóvember sl. og dómtekið að loknu m þeim málflutningi. II Helstu máls atvik og ágreiningsefni 2 Stefnandi starfaði sem flutningabílstjóri hjá stefnda í þrjá mánuði, frá 7. janúar til 23. mars 2018. Meginverkefni stefnanda fólust í akstri með fisk frá eldisstöðvum á Vestfjörðum milli landshluta. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur milli aðila. Ágreiningslaust er að samið hafi verið um það munnlega að stefnandi skyldi fá 500.000 krónur í útborguð laun mánaðarlega , vinnuframlag stefnanda skyldi vera fimm fe rðir á viku og að hver ferð gæti tekið allt að 12 klukkustundir . Liggja fyrir launaseðlar útgefnir af stefnda sem staðfesta þessi umsömdu kjör. Mál þetta er risið af því að stefnandi telur að vinnutími sinn hafi verið miklum mun meiri en um var samið og st efnda beri að greiða honum laun fyrir þann umframtíma. Því er stefndi ósammála og telur sig hafa greitt stefnanda laun fyrir umsamið vinnuframlag. III Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á ráðningarsamningi aðila og rétti stefn anda til endurgjalds fyrir vinnu sína í þágu stefnda. Þá byggir stefnandi á meginreglu samningaréttar um skyldu til efnda gerðra samninga. Þá byggir stefnandi á því að stefnda hafi borið skylda til að gera skriflegan ráðningarsamning við stefnanda, sbr. gr . 1.12.1 í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem hafi átt við um kjör stefnanda, en með því ákvæði hafi verið innleidd tilskipun ráðsins nr. 91/533/EBE frá 14. október 1991 um skyldu vinnuveitanda til að skýra launþegum frá samningsskilmálum eða ráðningarfyrirkomulagi. Þar sem það hafi ekki verið gert beri að virða allan vafa um inntak ráðningarsamnings stefnanda honum í hag. Þá byggir stefnandi á því að krafa hans sé um lágmarkskjör samkvæmt nefndum kjarasamningi, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefnandi kveðst sjálfur hafa haldið utan um vinnutíma sinn, engin stimpilklukka hafi verið á staðnum en honum uppálagt að halda utan um vinnutíma sinn. Samkvæmt tímskráningu hans hafi vinnutími hans verið mun lengri en hann fékk greitt fyrir. Akstursskýrslur sem sýni lengri akstursferðir stefnanda endurspegli ekki allt vinnuframlag hans sem stefnda beri að greiða fyrir. Sem dæmi um það vísar stefnandi til þess að honum hafi verið skylt skv. 8. gr. reglugerðar nr. 605/2010 um aksturs - og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit að gera hlé á akstri í að minnsta kosti 45 mínútur eftir akstur í 4 og hálfa klu kkustund, nema við upphaf hvíldartíma. Á þeim hvíldartíma hafi stefnandi engu að síður verið í vinnu. Þá kveður stefnandi ökumenn oft þurfa að bíða eftir að geta losað og lestað ökutæki en séu þá sannarlega í vinnunni. Þá verði og að líta til þess að akstu r yfir vetrarmánuði taki mögulega lengri tíma en endranær vegna veðurs. Um útreikninga á dómkröfu stefnanda vísar stefnandi til útreikninga Verkalýðsfélags Vestfirðinga, sem miði við þær forsendur að stefnandi hafi haft 500.000 krónur í nettó mánaðarlaun eins og um hafi verið samið. Í útreikningum félagsins sé við það miðað að 3 dagvinnutímabilið sé 40 stundir á viku eða 173,33 tímar á mánuði, sbr. ákvæði 2.1 í kjarasamningi. Þá sé miðað við að vinna sem fellur til eftir það sé yfirvinna, sbr. kafla 2.2 í kjarasamningi, en samkvæmt gr. 2.2.1 hefjist samningsbundin yfirvinna þegar umsaminni dagvinnu, 7 klst., og 25 virkum vinnustundum á tímabilinu kl. 07:00 - 17:00 mánudaga til föstudaga, sé lokið. Samkvæmt gr. 2.2.2 í kjarasamningnum skuli þá greiða yfirvinnukaup fyrir vinnu unna á laugardögum, sunnudögum og öðrum samningsbundnum frídögum. Samkvæmt þeim tímaskýrslum sem stefnandi hélt li ggi fyrir að stefnandi hafi unnið yfirvinnu á virkum dögum sem og um helgar en hann hafi ekki fengið greitt í samræmi við það líkt og launaseðlar hans beri með sér og því sé gerð krafa um leiðréttingu á því. Kröfu sína um uppgjör hvíldartíma byggir stefn andi á gr. 17.9 í kjarasamningi, en samkvæmt því skuli að jafnaði haga vinnutíma þannig að starfsmaður fái a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld á sólarhring. Gerir stefnandi kröfu um greiðslu dagvinnulauna fyrir þann tíma sem hann kveður lágmarkshvíld hafa veri ð skertar á vinnutíma sínum þannig að sá skerti hvíldartími sé margfaldaður með 1,5 og honum greidd dagvinnulaun fyrir þann tíma sem þannig fæst. Kveður stefnandi hvíldartíma sinn hafa verið skertan um 32 stundir í janúar 2018, 26 stundir í febrúar 2018 og 37 klukkustundir í mars 2018. Við upphaf aðalmeðferðar málsins breytti stefnandi kröfugerð sinni til lækkunar þar sem forsendur útreikninga á tímakaupi hefðu verið rangar. Láðst hefði að draga lífeyrisiðgjöld frá skattstofni en að því virtu skyldu dagvin nulaun stefnanda vera 2.065 krónur en ekki 2.117 krónur og yfirvinnukaup 3.714 krónur en ekki 3.811 krónur. Að þessu virtu hefði krafa stefnanda lækkað um 74.407 krónur frá upphaflegri kröfugerð. Sundurliðun dómkröfu stefnanda er eftirfarandi: Laun í ja núar dagvinna 137 x kr. 2.065 kr. 282.905 Laun í janúar yfirvinna 112 x kr. 3717 kr. 416.304 Skerðing á hvíld 32 x 1,5 x kr. 2.065 kr. 99.120 Orlof 10,17% kr. 81.190 Samtals janúar kr. 879.519 Greitt í janúar kr. - 409.49 2 Mismunur kr. 470.027 La un í febrúar dagvinna 156 x kr. 2.065 kr. 322.140 Laun í febrúar yfirvinna 142 x kr. 3.717 kr. 527.814 Skerðing á hvíld 26 x 1,5 x 2.065 kr. 80.535 Orlof 10,17 % kr. 94.631 Samtals kr. 1.025.120 Greitt í febrúar kr. - 623.68 5 Mismunur kr. 401.434 La un í mars dagvinna 130 x kr. 2.065 kr. 268.450 4 Laun í mars yfirvinna 149 x kr. 3.717 kr. 553.833 Skerðing á hvíld 37 x 1,5 x 2.065 kr. 114.608 Orlof 10,17% kr. 95.282 Samtals kr. 1.032.172 Greitt í mars kr. - 54 5 .62 2 Mismunur kr. 486.550 Heildarkrafa höfuðstóll kr. 1. 358.012 Málsástæður stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína á því aðallega að hann standi ekki í skuld við stefnanda. Tímaskráningum stefnanda mótmælir hann í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum. Ekkert samræmi sé í skráningum stefnanda á vinnudögum og öðrum gögnum mál sins. Samkvæmt tímaskráningu stefnanda hafi hann unnið í 17 daga í janúar 2018, en samkvæmt akstursdagbók sem stefnandi færði hafi hann unnið í 12 daga þann mánuð. Í febrúar kveðist stefnandi hafa unnið í 23 daga en samkvæmt akstursbók 15 daga og 18 daga a lls ef litið er til skráningar á fyrirtækið C . Ef horft sé á tímaskráningar stefnanda fyrir marsmánuð 2018 hafi hann unnið í 18 daga samkvæmt eigin skráningu, en samkvæmt akstursbók í 6 daga og samkvæmt skráningu fyrir C í 15 daga. Að þessu virtu muni 25 vinnudögum á skráningu stefnanda sjálfs á vinnutíma sínum, annars vegar tímaskráningu og hins vegar akstursbók. Þá hafi stefnandi skráð 12 daga í vinnu fyrir C umfram það sem unnið var fyrir það fyrirtæki á starfstíma stefnanda. Lögum samkvæmt hafi stefn anda borið að skrá í akstursbók allan akstur sinn. Einhliða unnið skjal frá stefnanda um frekari vinnutíma en fram kemur í gögnum um akstur fyrir C og akstursbók sé því haldlaust gagn. Þá sé það ekki trúverðugt að stefnandi hafi ávallt hafið og lokið vinn udegi á heila tímanum. Fyrrgreindur mismunur á skráningu sé óútskýrður af hálfu stefnanda og verði því ekki á tímaskráningu hans byggt. Þá byggir stefndi á því að aðilar málsins hafi gert með sér samkomulag um heildarlaun fyrir tiltekið vinnuframlag. Ste fnandi skyldi fá 500.000 krónur útborgaðar mánaðarlega fyrir starfið, sem var að aka með eldisfisk vegna viðskiptavinar stefnda, C , til höfuðborgarsvæðisins ásamt stöku ferðum til Keflavíkurflugvallar, Þorlákshafnar, Akraness og Borgarness. Um verkefnamiða ð starf hafi verið að ræða, um það bil 5 ferðir á viku, allt að 12 klukkustundir í senn og launin heildarlaun fyrir það vinnuframlag. Stefnandi hafi ekki gert neinar athugasemdir við útborguð laun sín og stefnda ekki verið kunnugt um meinta samtímaskráning u stefnanda á vinnutíma fyrr en með innheimtubréfi, dagsettu 22. október 2018, rúmu hálfu ári eftir starfslok stefnanda. Stefnandi hafi því glatað rétti sínum til að hafa uppi kröfu um vangoldin laun sakir tómlætis. Fullyrðingum stefnanda um langa bið ef tir losun á bifreið er mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Hvorki séu tilteknir sérstakir dagar eða tilfelli í því samhengi. Ef slíkt kæmi upp hefði verið eðlilegt að láta fyrirsvarsmann stefnda vita þannig að unnt væri að 5 bregðast við og koma í veg fyrir að slíkt kæmi aftur upp. Fyrirsvarsmaður stefnda hafi verið grandlaus um slíkar aðstæður, og því engu slíku til að dreifa. Fullyrðingum stefnanda um að aðeins eigi að skrá lengri ferðir í akstursbækur er mótmælt með vísan til 1. mgr. 15. gr. laga nr. 87/200 4 um olíugjald og kílómetragjald en samkvæmt því ber að skrá allan akstur og stöðu ökumælis í hvert sinn sem ekið er. Þá hvíli skylda á eiganda og umráðamanni ökutækis að skrá allan akstur samkvæmt 3. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 627/2005. Akstursbækur sem stefnandi hélt, að boði stefnda, sýni þær vegalengdir sem stefnandi ók í janúar, febrúar og mars og kvittaði fyrir. Þá skráningu hafi stefnandi sjálfur skráð á þeim tíma sem um ræðir. Það séu einu samtímagögnin sem liggi fyrir í málinu. Stefnandi hafi átt að skrá rétt í þær akstursbækur. Þá byggir stefndi á því að reglur um hvíldartíma bílstjóra er kveði á um 45 mínútna hvíld eftir 4,5 klukkustunda samfelldan akstur lengi vissulega vinnutíma þeirra, en ráð sé gert fyrir þeim tíma í skipulagi aksturs ö kumanna stefnda. Þessi hvíldartími skýri því ekki þann tímafjölda sem kröfugerð stefnanda byggist á. Þá hafi stefnandi ekki fært fram sönnur fyrir því að veður og færð hafi verið með þeim hætti að vinnutími hans hafi dregist úr hófi vegna þess. Loks bygg ir stefndi á því að stefnandi hafi aldrei hreyft athugasemdum við launagreiðslur sínar. K röfu um greiðslu vegna skerts hvíldartíma kveðst stefndi mótmæl a sérstaklega. Stefnandi hafi sjálfur borið ábyrgð á því að virða hann, sbr. 1. mgr. 8. gr. reglugerða r nr. 605/2010, auk þess sem ákvæði 17. 9 tilvitnaðs kjarasamnings sé skýrt um það að vinnuveitandi þurfi að óska eftir því við starfsmann að hann hefji störf áður en 11 klukkustunda hvíld er náð til þess að réttur til uppbótarhvíldar rakni við. Það hafi s tefndi ekki gert og engin sönnun færð fram um það af hálfu stefnanda. Stefndi mótmælir útreikningum stéttarfélagsins sem röngum, þar sem forsendur þeirra séu rangar. Samið hafi verið um heildarlaun sem hefðu falið í sér yfirvinnu en ekki um sérstakt dagvinnu - eða yfirvinnuviðmið. Ef sú hefði verið raunin hefði fremur átt að miða við kauptaxta hópbifreiðastjóra á þessum tíma sem var miklum mun lægri en taxti kröfugerðar stefnanda miðist við. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu sem og fyrirsvarsmaður stefnda, D , E og Bergvin Eyþórsson, starfsmaður Vlf. Vestfirðinga. Niðurstaða Ágreiningur málsaðila lýtur að því aðallega hvort stefnandi hafi innt af hendi frekari vinnu en um var samið í upphafi með munnlegum hætti og sem stefnda beri að greiða fyrir. Til sönnunar því vinnuframlagi hefur stefnandi lagt fram tölvupóst til starfsmanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga, dags. 17. apríl 2018. Þar er um að ræða yfirlit eða samantekt stefnanda á vinnu sinni á tímabilinu frá 7. janúar til 23. mars 2018. Byggist 6 kröfugerð stefnanda í málinu á þessari skráningu hans . Í skýrslu sem s tefnandi gaf fyrir dómi kvað hann umrædda tímaskráningu hafa verið grófa skráningu, sem hann hefði haft fyrir sig og því hefði hann skráð vinnu sína þar á heilum tímum til að halda nokkurn veginn utan um vinnu sína. Kvaðst stefnandi einnig hafa fært inn á skjalið vinnu sína við þrif á bílum og fulla 8 tíma í dagvinnu á virkum dögum, hvort sem hann var á akstri í þágu stefnda eða ekki, þar sem hann hefði litið svo á að hann hefði verið í vinnu. Þá kvaðst stefnandi einu sinni hafa kvartað undan vinnuálagi við stefnda og kvaðst ekki hafa greint stefnda frá því ef hann hefði ekki náð lágmarkshvíld á ferðum sínum. Stefnandi kvað vinnutíma sinn iðulega hafa verið lengri en sjálfur aksturinn milli staða, þar væri um að ræða margvíslega vinnu í tengslum við ferðirna r, lestun og losun auk þess sem veður og færð kynni að hafa haft áhrif á aksturstíma milli staða. Engin frekari sönnunargögn hafa verið færð fram er sýni fram á fullyrðingar stefnanda önnur en fyrrgreindur tölvupóstur. Stefndi hefur mótmælt þessari tímask ráningu sem rangri auk þess sem hún stangist á við önnur gögn málsins um vinnutíma stefnanda, sem stefnandi hafi sjálfur skilað stefnda. Þá kveðst stefndi ekki hafa séð þessa tímaskráningu fyrr en með bréfi stéttarfélags stefnanda 22. október 2018, sem er meðal gagna málsins. Gegn mótmælum fyrirsvarsmanns stefnda ber stefnandi samkvæmt almennum reglum sönnunarbyrði fyrir því að vinnutími hans hafi verið sá sem hann heldur fram og krafa hans byggist á. Með vísan til ofanritaðs er það mat dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að færa fram sönnun fyrir því að vinnuframlag hans hafi verið meira en það sem hann fékk greitt fyrir og verður stefndi því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Eftir úrslitum málsins verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskos tnað eins og greinir í dómsorði. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, B , er sýkn af kröfum stefnanda, A . Stefnandi greiði stefnda 700.000 krónur í málskostnað. Bergþóra Ingólfsdóttir