Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 13. janúar 2020 Mál nr. E - 1760/2019 : A (Óðinn Elísson lögmaður ) g egn Vátryggingafélag i Íslands hf. ( Einar Baldvin Axelsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var höfðað með birtingu stefnu 15. apríl 2019 , var dómtekið 5. desember sl. Stefnandi er A . Stefndi er Vátryggingafélag Íslands . Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði bótaskylda stefnda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Z hjá stefnda , ve gna lík am stjóns sem hann hlaut í slysi þann 6. desember 2017. Auk þess krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfu stefnanda en til vara að sök verði skipt og stefnanda verði gert að bera meirihluta sakar. Í báðum tilvikum krefst stefndi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnanda. I. Stefndi slasaðist 6. desember 2017 þegar hann féll ofan í bílagryfju á smur stöð Z . Tildrög slyssins voru þau að stefnandi kom með bifreið sína á smurstöðina og óskaði eftir því að skipt yrði um peru í framljósi bifreiðarinnar. Starfsmenn smurstöðvarinnar óku bifreiðinni inn á verkstæði og komu henni fyrir yfir einni af þremur bílagryfjum sem eru á verkstæðinu en stefnandi hélt inn í afgre iðslu ver kstæðisins . Skömmu síðar kom starfsmaður verkstæðisins til stefnanda og sagði honum að erfiðlega gengi að losa fjöður til að ná ónýtu perunni úr perustæði. Fór stefnandi því næst með starfsmanni smurstöðvarinnar inn á verkstæðið til að skoða nánar í hverju vandinn væri fólginn . 2 Bifreið stefnanda var þá ofan á einni gryfjunni og vélarhlífin opin. Þegar stefnandi hafði verið inn i á verkstæðinu í skamma stund féll hann ofan í gryfjuna. Þegar slysið varð hafði umræddur starfsmaður vikið frá og engin vitni eru til frásagnar um nánari atvik í aðdraganda slyssins. Í skýrslu lögreglu , sem var kölluð á vettvang , er greint frá því að tilkynning hafi borist um að maður hefði fallið niður einn og hálfan metra og rotast. Þegar lögregla kom á vettvang hafi stefnandi ver ið kominn til meðvitundar og setið r ólegur í anddyri verkstæðisins. Hann hafi verið með blóðugan skurð á höfði, verið illa áttaður og ekki munað hvað hefði gerst. Lögreglan ræddi við C , starf s mann verkstæðisins, á vettvangi. Í skýrslu lögreglunnar er haft eftir C að hann hafi verið að vinna í gryfjunni við hliðina og heyrt dynk. Hann hafi þá farið upp úr gryfjunni og séð hvar stefnandi lá í næstu gryfju. Stefnandi hafi verið meðvitundarlaus og gefið frá sér hljóð ein s og hann væri að hrjóta. Vinnueftirliti nu var tilkynnt um slysið og kom á vettvang samdægurs. Í takmarkaðri úttekt eftirlitsins eru gerðar tvær athugasemdir. Annars vegar segir að fyrirtækið hafi ekki gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði , sem eigi meðal annars að fela í sér sérstakt áh ættumat með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfinu ásamt áætlun um heilsuvernd og forvarnir , og er vísað í því efni til reglugerðar nr. 920/2006, um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. Gaf Vinnueftirl itið fyrirtækinu fyrirmæli um að bæta úr þessu. Hins vegar lýtur athugasemd að aðgengi að verkstæðinu. Segir í úttektinni að takmörkun á aðgengi viðskiptavina og óviðkomandi að vinnurýminu sé óviðunandi og er vísað til 39. og 40. gr. reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða . Viðskiptavinir sem hafi aðgengi að vinnurými geti valdið slysum eða óhöppum bæði á st arfsmönnum og sjálfum sér. Voru gefin fyrirmæli um að gera ráðstafanir sem kæmu í veg fyrir aðgengi viðskiptavina og óviðkomandi að vinnurými. Í skýrs lu Vinnueftirlitsins var fyrirtækinu vei t tur frestur til 20. desember sama ár til að verða við tilmælum eftirlitsins og í skýrslunni kemur fram að úrbætur hafi farið fram. Um aðstæður á slysstað er þess að geta að óumdeilt er að lýsing á verkstæðinu var fullnægjandi, gólf verkstæðisins voru grænmáluð með greinilegum gulum varúðarlínum í kringum gryfjurnar í gólfinu og gulmáluðum handriðum við langenda þeirra. Þá hangir . Auk þess mun á slysdegi hafa verið einhvers konar varúðarmerking á hurðinni á milli afgreiðslu og verkstæðisins þar sem bent var á að óviðkomandi væri bönnuð umferð um verkstæðið. 3 Nú er á hurðinni skýr merking þar sem segir að samkvæmt reglum frá Vinnue ftirliti ríkisins sé öll óviðkomandi umferð á verkstæðinu bönnuð. Stefnandi og B , starfmaður Z , gáfu skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins. Í skýrslu sinni sagði stefnandi svo frá að hann hefði farið á smurverkstæði Z og óskað eftir því að skipt yrði um peru í bifreið sinni sem honum sjálfum hefði ekki tekist að skipta um . Starfsm aður verkstæðisins hefði ekið bílnum inn á verkstæðið og boðið honum að bíða inn i á kaffistofu í afgreiðslunni á meðan hann sinnt i verkefninu. Skömmu síðar hafi starfsmaðurin n komið til hans og s agt honum að það væri ekki hægt að skipta um peruna á þessu verkstæði og útskýrt orsakir þess. Síðan hafi hann boðið stefnanda að koma inn á verkstæðið til að líta sjálfur á hvað væri að. Þeir hafi þá farið saman að bifreiðinni, sem var staðsett yfir einni gryfjunni , og vélarhlífin hafi verið opin. Stefnandi kveður starfsmanninn hafa sýnt sér hvar lítil fjöður hafi verið brotin og það hafi verið ástæða þess að ekki var unnt að ná gömlu perunni úr perustæðinu. Hann kveð st þá hafa spurt starfsmanninn hvort ekki væri hægt að bjarga þessu með frekari verkfærum og síðan farið inn í bílinn sinn og náð í topplyklasett. Stefnandi kveðst síðan mun a eftir sér þar sem hann hafi verið að bogra yfir bílnum en að öðru leyti m uni hann ekki nánar efti r tildrögum slyssins. Aðspurður kveðst stefnandi ekki hafa verið varaður við hættunni af því að geta fallið ofan í gryfjuna. B kvaðst vera sá starfmaður sem annaðist þjónustuna við stefnanda. Hann bar á sama veg og stefnandi varðandi það að hafa séð við sk oðun að ekki hefði verið hægt að skipta um peruna þar sem fjöður hefði verið brotin. Jafnframt ber þeim saman um að B hafi farið til stefnanda og boðið honum að koma með sér inn á verkstæði ð til að líta á bílinn . B kveðst í tvígang hafa bent stefnanda á að fara varlega og bent honum á hættuna af því að falla ofan í gryfjuna. Hann sagðist sjálfur vera vel meðvitaður um þá hættu og sagðist vita til þess að menn hefðu fallið í gryfjuna, m.a. hefði hann sjálfur einu sinni hrasað. B kannaðist ekki við að hafa ræ tt við stefnanda um hvort hægt væri að gera við perustæðið á staðnum en s agði að stefnandi hefði spurt hvort til vær i varahlutur í perustæðið. B kvaðst síðan hafa skilið stefnanda eftir inni á verkstæðinu og sjálfur brugðið sér frá til að athuga hvort umræddur varahlutur væri til. Hann sagðist hafa gengið út frá því að samstarfsmaður hans myndi verða eftir á verkstæðinu með stefnanda en síðar hafi komið í ljós að sá hefði líka vikið sér frá. Þegar hann hafi komið til baka hafi stefnandi þegar verið dott inn ofan í gryfjuna. 4 Stefndi hefur hafnað bótaskyldu og tilkynnti stefnanda það bréflega 22. febrúar 2018. Þar kemur fram að stefndi byggi á því að stefnandi sjálfur hafi tekið ákvörðun um að fara inn á verkstæðið og reyna sjálfur að gera við ljósið og ha fi við það verk ekki gætt nægilega að sér. Taldi stefndi að slysið væri ekki að rekja til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna Z heldur væri um óhappatilvik að ræða og aðgæsluleysi stefnanda sjálfs um að kenna. Niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryg gingamálum frá 15. júní 2018 var á sama veg. Segir í forsendum úrskurðarins að ósannað sé að slysið sé að rekja til þess að varúðarráðstöfunum hafi verið áfátt eða að stefnanda hafi verið veittar ófullnægjandi leiðbeiningar. Stefnandi var fluttur með sjúkr abíl til aðhlynningar á Landspítalanum. Í vottorði D , heimilislækni s stefnanda, er greint frá því að rannsókn við komu á Landspítalann hafi leitt í ljós að stefnandi hefði fengið litla heilablæðingu sem talin væri vera num þar sem hann hefði áður orðið fyrir skaða , auk þess sem hann hefði tognaði á hálsi og þumalfingur s brot nað . Er afleiðingum áverkanna lýst í vottorðinu. F ram kemur að einkenni sem stefnandi glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki , og bak - og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa . II. Stefnandi reisir k röfur sína á því að vátryggingartaki beri skaðabótaábyrgð á tjóni því sem slys ið olli á grundvelli sakarreglunnar og reglunnar um ábyrgð v innuveitanda á saknæmri háttsemi starf s manna sinna. Beinir hann kröfu sinni að stefnda á grundvelli heimildar í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga , þar sem vátrygginga r taki hafi verið með í gildi frjálsa ábyrgðartryggingu hjá því fél agi . Stefnandi vísar til skyldu vátryggingartaka samkvæmt lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum 37. gr. og 13. gr., sbr. 14. gr. , laganna , og reglna settra samkvæmt þeim . Hin saknæma og ólögmæta háttsemi vátryggingar taka og starf s manna hans hafi falist í því að hleypa stefnanda inn á vinnusvæði án þess að upplýsa hann um þá hættu sem gryfjurnar sköpuðu og án þess að gera ráðstafanir til að vernda hann. Vísar hann í þessu efni til 5. mgr. 39. gr. reglna um húsnæði vinn ustaða nr. 581/1995 þar sem mælt sé fyrir um að afgirða skuli svæði þar sem hætta sé á falli og koma í veg fyrir aðgang óviðkomandi fólks . Auknar kröfur séu gerðar um öryggisráðstafanir á vinnusvæðum sem 5 séu skipulögð þannig að viðskiptavinir eigi greiðan aðgang að. Fyrir liggi niðurstaða Vinnueftirlitsins um að aðbúnaður á slysstað hafi ekki verið í samræmi við áskilnað nefndra reglna. Þá hafi stefnandi ekki hlotið þjálfun og fræðslu um hættur á vinnusvæðinu eins og starfsmenn vátryggingartaka , sbr. 14. gr. laga nr. 46/1980 og 25. gr. reglugerðar nr. 920/2006. Loks hafi vátryggingartaki vanrækt að gera áhættumat fyrir vinnusvæðið svo sem honum sé skylt samkvæmt 65. gr. laga nr. 46/1980. Gerð slíks áhættumats hefði leitt í ljós að aðgengi viðski ptavina að vinnusvæðinu var óviðunandi og veitt vátryggingartaka tilefni til að gera ráðstafanir til að draga úr hættu svo sem kostur væri, sbr. fyrirmæli í 2. mgr. 65. gr. a í sömu lögum . Aðgerðir vátryggingartaka eftir slysið og athugasemdir Vinnueftirli tsins hafi leitt til þess að aðgangsstýringu að vinnusvæðinu hafi verið breytt á þá lund að viðskiptavinir komi ekki lengur inn á verkstæðið. Stefnandi hafi fært fullnægjandi sönnur á að hann hafi orðið fyrir tjóni, sýnt fram á í hverju það felist og hvernig orsakatengslum við hina ólögmætu háttsemi sé háttað. III. Sýknukrafa stefnda er í fyrsta lagi á því byggð að um óhappatilvik sé að ræða. Ekkert í gögnum málsins veiti vísbendingu um að aðbúnaður eða aðstæður á smurstöð Z hafi leitt til tjóns stefnanda. Þá sé einnig ljóst að starf s menn smurstöðvarinnar hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi. Slysið megi alfarið rekja til þess að stefnandi ka us sjálfur að f ara inn á vinnusvæði smurstöðvarinnar og ákvað að reyna að gera við perustæði bifreiðar sinnar, án þess að starfsmenn Z óskuðu eftir því. Með vísan til viðvörunarmerkja og aðvörunar starfsmanns Z hafi stefnandi mátt vita að nauðsynlegt væri að sýna fyllstu aðgát, sérstaklega varðandi gryfjuna. Stefnandi hafi hins vegar ekki , þrátt fyrir þetta, sýnt nægilega aðgát. Því sé um hreint óhappatilvik að ræða. Í öðru lagi sé sök Z eða starfsmanna þess fyrirtækis með öllu ósönnuð . Allur aðbúnaður á ve rkstæðinu hafi verið í góðu lagi. Greinileg viðvörunarmerki hafi hangið yfir hverri gryfju, brúnir þeirra hafi verið málaðar í skærum gulum lit og lýsing verið góð. Ekki hafi verið unnt að girða af gryfjurnar enda þurfi að aka bifreiðum yfir þær þegar viðg erð fari fram. Öllum sem koma inn á verkstæðið megi vera ljóst að gæta þurfi varúðar. Þá hafi vinnueftirlitið ekki gert athugasemdir við viðvörunarskilti eða gólfmerkingar. 6 Þá hafi verkstæðið ekki verið opið almenningi enda hafi skýrlega staðið á skilti á hurð milli afgreiðslu og verkstæðis að umferð óviðkomandi væri bönnuð. Því sé því mótmælt að unnt sé að gera strangari kröfur til fyrirtækisins um öryggisráðstafanir á verkstæðinu gagnvart viðskiptavinum, eins og kunni að eiga við í verslunum og á öðrum s töðum sem beinlínis séu ætlaðir viðskiptavinum fyrirtækja. Að endingu mótmælir stefndi því að ákvæði laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, eigi við um réttarsamband aðila. Lögin, og reglur settar á grundvelli þeirra, feli í sér skyldur atvinnurek e nda gagnvart starf s mönnum sínum og óumdeilt sé að stefnandi hafi ekki verið starfsmaður Z . Með v ísan til framangreinds byggir stefndi á því að f yrirtækið hafi gert allar þær varúðarráðstafanir sem sanngjarnt megi telja til að tryggja öryggi þeirra sem eru inni á verkstæðinu . Í þriðja lagi byggir stefndi á því að jafnvel þótt niðurstaða málsins verði sú að stefndi eigi bótarétt, þá hafi hann glatað þeim rétti að fullu vegna mikils eða stórfellds gáleysis. Vísar stefndi í þessu sambandi bæði til almennra reglna skaðabótaréttar, um meðábyrgð tjónþola, og 23. gr. a í skaðabótalögum nr. 50/1993, verði lit ið svo á að stefnandi hafi verið starfsmaður Z á slysdegi . Vísar stefndi að öðru leyti til sjónarmiða sem þegar hafa verið rakin um fullnægjandi aðstæður á verkstæði Z og gálausa háttsemi stefn an da sem hafi falist í því að fara inn á verkstæðið og hefja að eigin frumkvæði tilraun til að gera við bifreið sína. Verði litið svo á að ákvæði laga nr. 46/1980 eigi við um réttarsamband aðila, þá hafi hvílt sú skylda á stefnanda skv. 26. gr. laganna að tilkynna um það sem ábótavant var í aðbúnaði á verkstæðinu. Ti l vara krefst stefndi þess að sök verði skipt og réttur stefnanda aðeins viðurkenndur að hluta þar sem hann hafi verið meðvaldur að tjóni sínu með miklu eða stórfelldu gáleysi. IV. Í máli þessu krefst stefnandi viðurkenningar á rétti til bóta úr ábyrgðart ryggingu Z hjá stefnda vegna slyss sem hann varð fyrir á smurstöð fyrirtækisins. Um aðdraganda slyssins og aðstæður á vettvangi vísast til þess sem rakið er í atvikalýsingu dómsins. Ágreiningur aðila snýst um það hvort rekja megi slysið til sakar Z og star fsmanna þess f yrirtækis , en stefndi byggir á því að um óhappatilvik sé að ræða eða að slysið megi rekja til eigin sakar stefnanda. 7 Stefnandi slasaðist inn i á verkstæði Z þangað sem hann hafði leitað eftir þjónustu. Af gögnum málsins, m.a. myndum af verkstæðinu og úttekt vinnueftirlitsins, verður ekki ráðið að aðbúnaði inn i á verkstæði Z hafi verið í neinu áfátt. Á hinn bóginn verður að leggja til grundvallar niðurstöðu dó msins að ekki hafi verið gerðar fullnægjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar hefðu aðgang að verkstæðinu. Aðrir en starfsmenn verkstæðisins, sem hafa fengið til þess fullnægjandi þjálfun að vinna við þær aðstæður se m þar eru , eiga almennt ekki erindi inn á verkstæðið sjálf. Því eiga viðskiptavinir að öllu jöfnu ekkert erindi inn á verkstæði Z og hvílir sú ábyrgð á fyrirtækinu að gera ráðstafanir til að takmarka aðgengi þeirra að svæðinu enda felst í því talsverð hætta að umgangast opnar gryfjur sem ekki er unnt að fallverja með tryggum hætti. Vísast um skyldu fyrirtækisins í þessu efni einkum til 39. gr. reglna nr. 581/1995, um húsnæði vinnustaða , sem sett er með stoð í lögum nr. 46/1980 . Í niðurstöðu úttektar vinnueftirlitsins er þ að enda önnur af tveimur athugasemdum sem eftirlitið gerir að takmörkun á aðgengi viðskiptavina og óviðkomandi að vinnurýminu hafi verið óviðunandi á slysdegi og krafðist eftirlitið úrbóta í því efni sem þegar var brugðist við. Jafnvel þótt framangreindar reglur og lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum , miði fyrst og fremst að því að tryggja öryggi starfsmanna, geta þau eðli málsins samkvæmt einnig gilt um aðra sem hafa aðgang að atvinnuhúsnæð inu . Öndverðri málsástæðu stefnda er því hafnað. Þá er e kki fallist á það með stefnda að merking á hurð , þess efnis að óviðkomandi sé bannaður aðgangur , hafi falið í sér fullnægjandi aðgangshindrun að verkstæðinu , auk þess sem ágreiningur er um hvort eða hve rnig þeirri merkingu var háttað á slysdegi. Í skýrslu fyrir dómi bar B , starf s maður Z , að það skilti sem nú er á hurðinni hafi ekki verið þar á slysdegi en vitnið kvaðst ekki muna hvernig merking hefði þá verið á hurðinni . Óumdeilt er að starf s maður Z bauð stefnanda að koma með sér inn á verkstæðið til að skoða bilunina í ljósabúnaði bifreiðarinnar. E kki er heldur um það deilt að hann skildi stefnanda einan eftir á verkstæðinu á meðan hann brá sér frá. Í skýrslu B fyrir dómi kom fram að hann hefði gert ráð fyrir að samstarfsmaður hans yrði eftir hjá stefnanda, sem svo reynist ekki hafa orðið. Eins og hér stendur á verður sú háttsemi starf s mannsins metin honum til sakar. Gegn mótmælum stefnanda verður jafnframt að teljast ósönnuð sú staðhæfing stefnda að stefnandi ha fi sérstaklega verið varaður við fallhættu við gryfjuna . Verður stefnandi því að bera hallann af skorti á sönnun um það atriði. 8 Samkvæmt því sem að framan er lýst er það niðurstaða dómsins að orsakir slyss stefnanda megi rekja til þess að hann hafi án eftirlits verið á smurverkstæði Z sem óviðkomandi aðilar, þar á meðal viðskiptavinir fyrirtækisins , eiga ekki að hafa aðgang að. Fyrirtækið bar ábyrgð á því að tryggja með fullnægjandi hætti að óviðkomandi aðilar hefðu ekki aðgang að verkstæði nu og í öllu falli bar starf s mönnum þess , teldu þeir á annað borð forsvaranlegt að bjóða einhverjum óviðkomandi inn á verkstæðið, að tryggja nægjanlegt eftirlit með þeim á meðan þeir dveldu þar . Svo sem að framan er rakið brást hvoru tveggja , auk þess sem ós annað er að stefnandi hafi verið aðvaraður um hættur á vinnusvæðinu. Er u þetta að að mati dómsins höfuðors akir slyssins. Ber Z því, samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar og reglu um vinnuveitandaábyrgð, skaða bótaábyrgð á tjóni stefnanda. Ekkert er fram komið í málinu sem leiðir líkur að því að stefnandi sjálfur hafi sýnt af sér slíkt gáleysi að leitt geti til þess að bætur til hans verði skertar eða felldar niður. Með framangreindum rökstuðningi verður krafa stefnanda tekin til greina. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða m álskostnað , 1.100.000 krónur, sem rennur í ríkissjóð. Stefnandi nýtur gjafsóknar. Allur gjafsóknarkostnaður hans greiðist því úr ríkissjóði , þar með talin þóknun lögmanns hans , Óðins Elíssonar . Með h liðsjón af umfangi málsins , og að nokkru af framlagðri tímaskýrslu lögmanns stefnanda, er hann hæfilega ákveðinn 1.100.000 krónur . Guðmundur Sæmundsson lögmaður flutti málið af hálfu stefnanda og Einar Baldvin Axelsson lögmaður af hálfu stefnda. I ngibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kv að upp dóm inn. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómso r ð: Viðurkennd er bótaskylda stefnda, Vátryggingafélags Íslands, úr frjálsri áb yrgðartryggingu Z hjá stefnda, vegna líkamstjóns sem stefnandi, A , hlaut í slysi þann 6. desember 2017. Stefndi greiði 1.100.000 krónur í málskostnað sem rennur í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Óðins Elíassonar, 1.100.000 . krónur.