Héraðsdómur Reykjavíkur Ú rskurður 21 . nóvember 2022 Mál nr. E - 386/2022 : A ( Þórður Heimir Sveinsson lögmaður ) gegn Landsbank anum hf. ( Andri Árnason lögmaður ) Úrskurður 1. Mál þetta var tekið til úrskurðar 25 . október 202 2 . Kröfugerð stefnanda, A, er tvíþætt. Fyrri hluti kröfugerðar hans er um það að skilmáli í 2. tölulið veðskuldabréfs nr. X sem stefnandi gaf út til stefnda 22. janúar 2006, svohljóðandi: breytilegir ársvextir, eins og þeir eru ákveðnir á hverjum tíma af Landsbanka Íslands hf., og tekur það jafnt til kjörvaxta og vaxtaálags. Vextirnir greiðast eftir á, á sömu gjalddögum og afborganir, nema um annað sé samið. Landsbanka Íslands hf. er heimil t hvenær sem er á lánstímanum að hækka eða lækka framangreinda vexti, þ.m.t. vaxtaálag, í samræmi við vaxtaákvarðanir Landsbanka Íslands hf. á hverjum tíma og/eða færa lánið á milli vaxtaflokka, svo sem ef breytingar verða á fjárhagsstöðu og endurgreiðslum öguleikum útgefanda, ef breytingar verða á verði dæmdur ógildur og óskuldbindandi frá útgáfu bréfsins og vikið til hliðar í heild sinni í veðskuldarbréfinu. Síðari hluti kröfugerðar stefnanda var í öndverðu svohljóðandi; Aðallega, að viðurkennt verði að veðskuldarbréf nr. X verði endurútreiknað frá útgáfu þess samkvæmt 18. gr. sbr. 2. málslið 4. gr. og 3. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. - Jafnframt að viðurkennt verði að eftirstöð var skuldar stefnanda við stefnda vegna veðskuldabréfs nr. X sem útgefið var 22. janúar 2006, hafi hinn 18.nóvember 2020, numið ofgreiðslu að fjárhæð 26.452.898 krónum. Til vara, að viðurkennt verði að veðskuldarbréf nr. X verði endurútreiknað samkvæmt up phaflegum 6,1% vöxtum bréfsins frá útgáfu þess. - Jafnframt að viðurkennt verði að eftirstöðvar skuldar stefnanda við stefnda vegna veðskuldabréfs nr. X , sem útgefið var 22. janúar 2006, hafi hinn 18.nóvember 2020, numið ofgreiðslu að fjárhæð 2.071.051 krón um. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins, eða að málskostnaðar - reikningur verði lagður fram við aðalflutning málsins ef til kemur en stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyldur. Stefndi kr a f ði st þess aðallega í greinargerð sinni að hann y rði s ýknaður af fyrri hluta kröfugerðar stefnanda , en að dómkröfum stefnanda í síðari hluta kröfugerðar stefnanda, aðal - og varakröfum, y rði vísað frá dómi. Til vara krafist stefndi þess að hann y rði sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda. Þá kraf ð ist stefndi málskostnaðar 2 úr hendi stefnanda að skaðlausu að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. 2. Í þinghaldi 25. október lýs t i l ögmaður stefnanda því yfir að stefnandi hafi ákveðið að fella niður hlu ta af dómkröfu sinni undir öðrum tölulið, þ.e.a.s. þann hluta dómkröfunnar sem varðar viðurkenningu á fjárhæð eftirstöðva en að síðari hluti kröfugerðar stefnanda skuli vera sem hér segir: Aðallega, að viðurkennt verði að veðskuldarbréf nr. X verði endur útreiknað frá útgáfu þess samkvæmt 18. gr. sbr. 2. málslið 4. gr. og 3. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Til vara, að viðurkennt verði að veðskuldarbréf nr. X verði endurútreiknað samkvæmt upphaflegum 6,1% vöxtum bréfsins frá útgáfu þess. Þ á er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins, eða að málskostnaðarreikningur verður lagður fram við aðalflutning málsins ef til kemur en stefnandi er ekki virðisauka skattsskyldur Af hálfu stefnda kom fram að þessi breyting á kröfugerð stefnanda gæf i ekki tilefni til breytinga á kröfugerð stefnda , þar á meðal ekki að fallið væri frá kröfu um frávísun síðari hluta kröfugerðar stefnanda í heild sinni. 3. Mál þetta varðar deil u aðila um það hvort skilmálar um breytilega vexti í veð skulda - bréfi sem stefnandi gaf út til Landsbanka Íslands hf. á árinu 2006 skuli teljast ólögmætir og ógildir og , ef svo yrði talið, hver réttaráhrif þess eigi að vera. Þetta er í annað sinn sem stefnandi freistar þess að höfða mál á hendur stefnda vegna sama ágre inings en fyrra málinu var vísað frá dómi samkvæmt kröfu stefnda með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 15. desember 2021 í máli nr. E - 4065/2021 . 4. Stefndi telur að stefnandi hafi ekki lögv a rð a hagsmuni af því að fá viðurkennt að hið umþrætta veðskuldabréf einsog hann krefst með síðari hlut a kröfugerðar sinnar , hvort sem er í aðal - eða varakröfu . Þannig telur stefndi að í þessa ri framsetningu dómkrafna felist í raun framsetning málsástæðu til stuðnings viðurkenningarkröfu samkvæmt síðari hluta kröfugerðar stefnanda , sem hann hefur fallið frá, eða þá til stuðnings fjárkröfu eða endurgreiðslu - kröfu sem stefnandi tel ji sig eiga og h a f i reiknað út en h a f i kosið að setja ekki fram í dómkröfu . Stefndi vísar til þess að stefnand a sé í lófa lag ið að setja fram fjárkröfu eða endur greið slu kröfu á grundvelli framlagðra útreikninga sinna sem miða við þær forsendur sem stefnandi telur að leggja ber i til grundvallar við endurútreikning en þ ar sem stefnandi h a f i ekki uppi fjárkröfu fel i viður kenn ing ar krafa um endurútreikning samkvæmt lögum nr. 38 /2001 í sér að leitað sé álits dóm stóla um lögfræðilegt efni , lögspurningu, sem veiti ekki úrlausn um réttindi stefn anda, sem málsókninni sé ætlað að tryggja. Þannig sé úrlausn um v iðurkenning u á því að endurútreikna b e ri umþrætt skuldabréf frá útgáfu þess samkvæmt 18. gr. sbr. 2. málslið 4. gr. og 3. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu , s amanber umrædd a dómkr ö f u stefnanda , ekki til þess fallin að leys a úr ágreiningi aðila. Þá sé e innig með öllu óljóst hver eigi að framkvæma nefndan endurút reikning samkvæmt dómkröfu nni, hvernig eigi að gera það og nánar hvaða forsendur eigi að leggja til grundvallar slíkum endurútreikningi . Þetta telur stefndi að fari í bága við áskilnað 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um heimila framsetningu v iður kenn ing ar krafna og almenn ar regl ur réttarfars um skýra og ljósa kröfugerð. 3 5. Þá bendir stefndi á sjónarmið sem hann telur leiða til þess að kröfugerð stefnanda samkvæmt fyrri hluta kröfugerðar hans ætti að sæta frávísun ex officio . Þannig hafi s tefndi ekki krafist sérstaklega frávísunar dómkröfu stefnanda samkvæmt fyrri hluta kröfugerðar hans , um að skilmáli um breytilega vexti í veðskuldabréfi verði dæmdur ógildur og óskuldbindandi, þar sem stefndi telur lán samkvæmt veðskuldabréfinu sé enn óupp gert og að stefnandi standi enn í skuld vegna þess . Stefnandi tel ji hins vegar og byggir á því að lán samkvæmt veðskuldabréfinu sé uppgreitt og að hann hafi ofgreitt. A f þeim málatilbúnaði stefnanda leiði að hann geti ekki t a l i st hafa lögv a rð a hagsmuni af því að fá dóm um ógildingu skilmála í veðskuldabréfi sem sé s am kv æmt því sem han n sjálfur byggir á liðið undir lok. Þetta leiðir að mati stefnda til frávísunar ex officio. 6. Stefnandi mótmælti röksemdum stefnda fyrir frávísun málsins v ið munnlegan málflutni ng. Hann taldi að kröfugerð hans í þeim búningi sem hún nú væri í eftir þær breytingar sem á henni hefðu verið gerðar væri fyllilega dómtæk. Hann áréttaði að samkvæmt 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væri honum fyllilega heimilt að setja kröfu gerð sína fram í formi viður kenn ing ar krafna. Þá hefði aðstaðan við þingfestingu málsins verið sú að óljóst hefði verið um fjárhæð innborgana á lán stefnanda og því hefði hann ekki talið sér fært að setja fram afmarkaða fjárkröfu. Hann vísaði til þess að fyrri hluti dómkraf na hans um ógildingu annars töluliðar hins umþrætta veðskuldabréfs væri reist á því að stefndi hafi brotið gegn ákvæðum 2. mgr. 6. og 9. gr. þágildandi laga nr. 121/1994, um neytendalán, með því að tilgreina ekki í öðrum tölulið í va xta endur skoð un ar ákvæði veðskuldabréfs stefnanda við hvaða aðstæður vextir breytist og af því leiði að vaxtaskilmálinn hafi verið ólögmætur. Stefnandi vísaði til þess að hann hafi augljósa hagsmuni af að fá viðurkenningardóm um nefnt ólögmæti. Þá vísað i stefnandi til þess að ef fyrri hluti dómkrafna hans verð i tekin n til greina þá hafi hann einnig lögvarða hagsmuni af að fá viðurkenningardóm samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, um viðmið um endurútreikning einsog útlistað er í síðari hluti dómkrafna hans og málsástæðum með henni. 7. Dómurinn lítur svo á, hvað sem líður sjónarmiðum stefnda um meinta lögspurningu , að með síðari hlut a dómkrafna stefnanda , einsog þeim var breytt 25. október og sem fela í sér kröfu um viðurkenningu á að endurútreikna beri margnefnt umþrætt veðskuldarbréf frá útgáfu þess , felist brot á reglu m réttarfars um skýra og ljósa kröfugerð . Taka verður undir það með stefnda að úrlausn um viðurkenningu á því að endurútreikna beri skuldabréf sé ekki til þess fallin að leysa úr ágreiningi aðila. Þ annig er að mati dómsins með öllu óljóst hvað hugtakið endurútreikn ingur felur í sér í þessu samhengi. Eftir stæðu þá spurningar um hver jum beri að framkvæma nefndan endurútreikning , h v erju það varði að það verði ekki gert og hvaða forsendur eigi að leggja til grundvallar slíkum endurútreikningi. Taka verður undir það með stefnd a að þessi framsetning kröfugerðar f er í bága við áskilnað 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um heimila framsetningu viðurkenningarkrafna og almennar reglur réttarfars um skýra og ljósa kröfugerð. Er því samkvæmt þessu óhjákvæmilegt að síðari hlut a dómkrafna stefnanda verði vísað frá héraðsdómi. 8. Þá verður með vísan til þeirra sjónarmiða sem stefndi hefur bent á og sem hann telur leiða til þess að kröfugerð stefnanda samkvæmt fyrri hluta kröfugerðar hans ætti að 4 sæta frávísun ex officio ekki séð að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn um þann hluta dómkrafna sinna . S tefn an di hefur lagt fram gögn sem hann telur sýna að skuld hans við stefnda sé uppgerð að fullu og að hann hafi þegar greitt meira en honum hafi borið til uppgjörs kröfunnar. Þrátt fyrir að stefnandi hafi á grundvelli nefndra gagna getað haft uppi fjárkröfu á hendu r stefnda og telft fram sjónarmiðum sem reifuð eru í fyrri hluta dómkrafna hans sem grundvallar málsástæðum til stuðnings slíkum fjárkröfum hefur hann kosið að setja kröfur sínar í þessu mál i fram í formi viðurkenningar krafna. Þetta væri honum að jafnaði f ullheimilt. Við þessar aðstæður verður hins vegar að horfa til þess að samkvæmt þeim skilningi sem á hefur verið byggt fyrir íslenskum dómstólum verður ekki fallist á stefnandi geti talist hafa lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um ógildingu skilmála veðsk uldabréfs sem hann sjálfur byggir á að sé uppgert að fullu . Með vísan til þessa er óhjákvæmilegt að fyrri hluta dómkrafna stefnanda verði vís að frá dómi ex officio. Rétt þykir að máls - kostnaður milli aðila falli niður. Af hálfu stefnda flutti málið Andri Á rnason lögmaður. Af hálfu stefnanda flutti málið Þórður Heimir Sveinsson lögmaður. Ástráður Haraldsson héraðsdómari úrskurðaði málið . Úrskurð a r orð Máli þessu er vísað frá dómi. Ástráður Haraldsson