Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 18. maí 2020 Mál nr. S - 2057/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Kristín u Stefánsdótt ur Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 24. mars 2020, á hendur : fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, aðfaranótt miðvikudagsins 26. desember 2018, ekið bifreiðinni svipt ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist síðar á mó ts við Straumsvík. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu öku Ákærða sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en da var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. 2 Ákærða er fædd 1977. Samkvæmt fram lögðu sakavottorði, dagsettu 18. mars 2020, var hún dæmd til að greiða sekt með dómi Héraðsdóms Reykjaness 4. september 2012 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Var hún þá jafnframt svipt ökuréttindum í 4 mánuði, en sú ökuréttarsvipting tók gil di 31. október 2012. Þá gekkst ákærða undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 22. febrúar 2013 fyrir akstur svipt ökuréttindum. Ákærða gekkst aftur undir lögreglustjórasátt fyrir akstur undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna þann 18. júní 2015. Var hú n þá jafnframt svipt ökuréttindum í tvö ár frá sama degi. Enn gekkst ákærða undir lögreglustjórasátt 15. mars 2016 og þá fyrir akstur svipt ökuréttindum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. maí 2015 var ákærða dæmd til fangelsisrefsingar, m.a. fyrir akstur svipt ökuréttindum og fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Með dóminum var ákærða einnig svipt ökuréttindum ævilangt. Við ákvörðun refsingar í máli þessu verður því litið til þess að ákærða sé nú í fjórða sinn gerð refsing hvoru tveggja fyrir a kstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna eða áfengis og fyrir akstur svipt ökuréttindum, allt innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19./1840. Með hliðsjón af sakarefni málsins og dómvenju þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fa ngelsi í 90 daga . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er á réttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærðu. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Árni Bergur Sigurðsson saksóknarfulltrúi fyrir Sigrúnu Ingu Guðnadóttur aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarm aður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Kristín Stefánsdóttir, sæti fangelsi í 90 daga . Áréttuð er ævilöng ökuréttarsvipting ákærðu. Ákærða greiði 24.598 krónur í sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir