Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 3. mars 2022 Mál nr. S - 593/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Sindr a Pál i Róbertss yni ( Gísli M. Auðbergsson lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 20. janúar sl., var höfðað með sex ákæru m lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Sindra Páli Róbertssyni, kt. , , Akureyri. Sú fyrsta er dagsett 26. nóvember 2020 - og fíkniefnalögum, með því að hafa sunnudaginn 18. október 2020, verið með í vörslum sínum 2 töflur af ecstasy (MDMA) en töflurnar fundust á ákærða þegar lögreglan hafði afskipti af honum við hús nr. í á Akureyri. Telst brot þe tta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efni því sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 44.721, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Önnur á kæran er dagsett 5. janúar 2021, - og fíkniefnalögum, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 7. nóvember 2020, verið með í vörslum sínum 2,72 grömm af maríhúana og 1,97 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni en efnin fundust á dvalarsta ð ákærða að á Akureyri. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síða ri breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efni því sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrám nr. 44.831 & 44.832, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Þriðja ákæran er dagsett 22. febrúar 2021, 2 I. Með því að hafa þriðjudaginn 27. október 2020, gripið tvær úlpur, sem voru til sölu í verslun in ni 66°norður að Hafnarstræti 94 á Akureyri, önnur úlpan var af tegundinni Drangajökull að verðmæti 179.000 krónur og hin af tegundinni Jökla að andvirði 159.000 krónur og hlaupið með þær út úr búðinni án þess að greiða fyrir þær. Telst þetta va rða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. Með því að hafa ofangreindan dag verið á almannafæri í versluninni 66° norður að Hafnarstræti 94 á Akureyri, þrátt fyrir skyldu til að vera í sóttkví á þessum tíma vegna samgangs við einstakling sem hafði smitast af covid 19 sjúkdómnum. Telst þetta varða við 1. mgr. 7. gr. og 2. mgr. 12. gr., sbr. 2. mgr. 19. gr. sóttvarnar - laga nr. 19/1997, með síðari breytingum og 3. mgr. 3. gr., sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 800/2020, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna Covid 19, með síðari breytingum. III. Með því að hafa miðvikudaginn 12. nóvember 2020, gripið tvær úlpur, sem voru til sölu í versluninni Icewear að Hafnarstræti 106 á Akureyri, en úlpurnar voru báðar af tegundinni Hallur Down parka, samtals að verðmæti 135.000 krónur og hlaupið með þær út úr búðinni án þess að greiða fyrir þær. Telst þetta varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. IV. Með því að hafa miðvikudaginn 12. nóvember 2020, verið með í vörslum sínum 5,17 grömm af amfetamíni, en lögreglan fann efnin á ákærða þegar hann var handtekinn vegna ofangreinds máls í ákærulið II, við Skipagötu 18 á Akureyri. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efni því, sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 44.853, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir Sjóklæðagerðin ehf, kt. , Miðhrauni 11, Garðabæ, bótakr öfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 338.000, auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 27. október 2020 til þess dags þegar liðinn er mánuður frá því að krafa þessi var kynnt ákærða en dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. g r. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludag s og að ákærði greiði 3 málskostnað kröfuhafa að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðar - reikni n gi eða samkvæmt mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Fjórða ákæran er dagsett 31. ágú st 2021, gaskút sem tengdur hafði verið við heimilisgrill og stóð við á Akureyri og síðan farið með þýfið og selt það á bensínsölu Olís við Tryggvabraut á Akureyri og þan nig svikið út úr bensínsölunni 7.993 krónur sem bensínsalan greiddi houm vegna skila á gaskútnum. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu a lls sakarkostnaðar. Fimmta ákæran er dagsett 8. desember 2021, heyrnatólum af tegundinni Jabra Elite 75T, að verðmæti krónur 32.994, úr versluninni Elko að Tryggvabraut 18 á Akureyri. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Elko, kt. , gerir bótakröfu á hendur ákærða að f járhæð kr. 32.994, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 28/200 1, frá 10.10.2021 til 18.12.2021, en dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar fyrir héraðsdómi að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi komi til mál flutnings í málinu skv. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Loks er sjötta ákæran dagsett 1. desember 2021, eftirtalin hegningarlagabrot: I. (Þjófnaður og fjársvik) Með því að hafa fimmtudaginn 30. september 2021 stolið gaskút sem tengdur hafði verið við heimilisgrill og stóð við á Akureyri og síðan farið með kútinn og selt hann á bensínsölu Olís við Tryggvabraut á Akureyri og þannig svikið út úr bensínsölunni 8.7 74 krónur sem bensínsalan afhenti honum í formi inneignarnótu vegna skila á gaskútnum. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. (Þjófnaður) 4 Með því að hafa þriðjudaginn 7. september 2021, stolið tveimur str eymiskortum samtals að verðmæti 67.990 krónur úr verslun HT - Tölvulistans á Glerártorgi á Akureyri. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkos tnaðar 2 Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann krefst þess að bótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að bætur verði dæmdar lægri en krafist er. Þá er krafist málsvarnarlauna til handa verjanda ákærða, og að sakarkostnaður greiðist að hl uta úr ríkissjóði. 3 Ákærði hefur fyrir dómi játað skýlaust sök samkvæmt ákæru m dags. 26. nóvember 2020 , 5. janúar 2021 og 31. ágúst 2021 , og lið IV í ákæru dags. 22. febrúar 2021. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum þeirra mála , er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru m er lýst og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hann hefur neitað sök að öðru leyti og verður hér fjallað um hver t ákæru atriði fyrir sig. Ákæra dags. 22. febrúar 2021, lið i r I og II Málavextir 4 Klukkan 16:13 þ ann 27. október 2020 hringdi A , starfsmaður verslunar 66°norður og tilkynnti um þjófnað á úlpum. Hún lýsti manninum og fór lögregla að leita hans út frá þeirri lýsingu. Skömmu síðar fengu lögreglumennirnir upplýsingar um að við skoðun á myndbrotum úr öryggismyndavélakerfi lögreglu hafi komið í ljós að þar hafi ákærði verið að verki. Hann fannst ekki á dvalarstað sínum , þar sem hann var skráður í sóttkví, né öðrum stöðum sem lögregla taldi h ann geta dvalist á en var handtekinn um nóttina þar sem hann var farþegi í bifreið á Hringvegi, skammt norðan við bæinn. Framburðir ákærða og vitna fyrir dómi 5 Ákærði neitar sök og kvað fyrirliggjandi myndir ekki vera af sér. Þ etta hafi verið á covid tím a og hann hafi því verið heima hjá vinum sínum en ekki í verslun in ni. Hann kvaðst ekki hafa verið búinn að fá neina tilkynningu um sóttkví á þessum tíma. 6 Lögreglumaður nr. 8605 kvaðst hafa verið í lögreglubíl þegar útkall barst vegna þjófnaðar. Tilkynnt haf i verið að maður í gráum fötum hafi hlaupið út úr versluninni. Lögregla hafi leitað manns sem passaði þeirri lýsingu engan fundið. Þá hafi verið rætt við afgreiðslustúlku í versluni nni . Varðstjóri hafi á meðan skoðað upptökur úr öryggismynda vél lögreglu á húsi Bautans, og þar hafi ákærði hafi sést hlaupa fyrir hornið með úlpur í fanginu. Varðstjóri hafi strax upplýst að um ákærða væri að ræða , á meðan þau voru að leita að ákærða, enda kannist lögregla við hann. Hann hafi þó ekki fundist þenna n dag . Við skýrslugerð hafi komið í ljós að ákærði hafi átt að vera í sóttkví þennan dag . Vitnið kvaðst svo sjálft hafa horft á upptökurnar áður en hann gerði skýrslu í málinu. 5 7 Vitnið B kvaðst hafa verið við vinnu í versluninni . Inn hafi komið maður en h ú n hafi farið niður að ganga frá flíkum og samstarfskona hennar verið uppi og væntanlega talað við hann. Hún hafi svo komið aftur upp og maðurinn enn verið inni. S amstarfskon a hennar hafi sagt að hann hafi bara viljað skoða. Hún muni svo að þær hafi verið a ð taka til og áður en hún v iss i af hafi ákærði hlaupið út úr versluninni með tvær úlpur. Hún hafi ekki séð þegar hann fór út en kerfið hafi farið í gang og hún séð út um gluggann að hann hafi hlaupið til vinstri fyrir utan verslunina , og svo aftur til vins tri með horni hússins. Aðspurð um lýsingu á manninum kvað vitnið hann hafa verið með grímu. Hann hafi verið með smá bláleitt í hárinu, ekki mjög hávaxinn, svolítið hokinn og að hana minn t i í svartri eða dökkri úlpu. Hún kvaðst ekki hafa séð hann vel og myn di líklega ekki bera kennsl á hann þó hún sæi hann. Samstarfskona hennar hafi líklega séð hann betur, hún hafi rætt við hann. Þær hafi fyrst hringt í verslunarstjóra, og svo í lögregluna sem hafi komið og tekið skýrslu. 8 Vitnið A kvað mann hafi komið í búðina. Hún hafi boðið góðan daginn og hann farið að skoða en ekki spurt um stærðir, verð eða annað. Hann hafi verið þar frekar lengi. Hann hafi staðið við úlpurnar þegar annar viðskiptavinur hafi komið inn og þá hlaupið út með flíku rnar . Hann hafi farið til vinstri fyrir utan verslunina og strax aftur til vinstri á næsta horni . Vitnið kvað ákærða ekki hafa verið með grímu. Hann hafi verið meðalhár, með dökkt hár, í hvítum skóm og grárri úlpu. Vitninu, sem bar vitni um fjarfundabúnað, var sýndur ákærði þar sem hann sat í dómsalnum, og kvaðst vera viss um að þetta væri maðurinn. Aðspurð kvaðst hún ekki vita hvað varð um úlpurnar , hún viti ekki til þess að þær hafi skilað sér. Niðurstaða 9 Vitnið A lýsti manninum sem kom í verslunina og k vað hann ekki hafa verið með grímu. Á myndum úr öryggismyndavélum verslunarinnar sést hins vegar að hann var með grímu. Við aðalmeðferðina bar hún vitni um fjarfundabúnað en sá ákærða þar sem hann sat í dómsalnum og kvaðst vera viss um að þetta væri sami m aðurinn . Lögreglumenn sem skoðuðu myndir úr öryggismyndavél lögreglu á húsi Bautans, sem er á móti verslun 66° norður þekktu ákærða af þeim myndum. Þrátt fyrir að vitnið A hafi misminnt um grímunotkun ákærða telur dómurinn verða ráðið af framlögðum myndum, og framburði lögreglumanns nr. 8605, sem fær stoð í framburði vitnisins A , að þar hafi ákærði verið á ferð. Með vísan til framburðar vitnanna A og B , sem lýstu því að ákærði hafi gripið úlpur og hlaupið út, og lögreglumanns nr. 8605 sem lýsti því að ákærð i hafi, á upptökum úr öryggismyndavélum lögreglu, sést hlaupa þá leið sem þær lýstu, með úlpur í fanginu, þykir sannað að ákærði hafi stolið þeim úlpum sem greinir í ákæru. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot samkvæmt lið I í ákærunni, og er brotið þar rétt heimfært til refsiákvæðis. 10 Ekkert liggur fyrir um að ákærða hafi verið kynnt að hann væri í sóttkví á ofangreindum tíma og verður ákærði því sýknaður af broti samkvæmt ákærulið II. Ákæra dags. 22. febrúar 2021, liður III Málavextir 6 11 Samkvæmt skýrslu lögreglu barst tilkynning k lukkan 12: 2 3 þann 11. nóvember 2020 , um þjófnað úr verslun Icewear. Kom fram lýsing á klæðaburði gerandans og kvaðst tilkynnandi hafa misst sjónar á honum við Hafnarstræti 86. Lögregla fór að leita hans og fann mann sem passaði við lýsinguna í för með öðrum manni sem virtist vera að reyna að hefta för hans. Þetta reyndist vera ákærði og var hann handtekinn klukkan 12:26 . Klukkan 12:45 fundust úlpurnar í ruslatunnu við Sigurhæðir og var þeim skilað í verslunina síðar um daginn. F ramburðir ákærða og vitna fyrir dómi 12 Ákærði kvaðst ekkert muna hvað gerðist á þessum tíma og ekki muna eftir handtöku. myndskeið úr versluninni kvaðst hann ekki geta sv arað því hvort þetta væri hann, en kvaðst ekki kannast við klæðnaðinn. 13 Vitnið D kvaðst hafa verið að vinna í versluninni umræddan dag, ásamt E . Hann hafi verið að afgreiða nágranna sinn þegar ákærði hafi komi ð inn og skoð að mikið. Þar hafi einnig verið an nar maður sem hafi mögulega verið að vinna þetta með ákærða . Ákærði hafi rætt við E , gengið út í horn í versluninni en svo aftur farið að úlpunum sem hann hafi spurt E um. Ákærði hafi svo beðið þar til vitnið og E voru úr augsýn og þá notað tækifærið til að taka tvær úlpur og hlaup a með þær út að aftan. E hafi tekið eftir því þegar ákærði fór , látið vitnið vita og hann hafi þá hlaupið út á eftir ákærða . Hann hafi séð ákærða með úlpurnar í göngugötunni en hann hafi hlaupið hratt og horfið vitninu sjónum við gamla tónlistarskólann. Vitnið hafi hoppað upp í bíl og beðið bílstjórann að rúnta aðeins með sig. Þeir hafi séð ákærða við gömlu rútustöðina , vitnið hoppað út og þeir ákærði svo gengið saman gegnum sundið milli Subway og Bautans. Ákærði hafi harðneitað a ð hafa tekið úlpurnar. Lögregla hafi svo komið og handtekið ákærða við veiðibúðina. Vitnið kvaðst vera viss um að það hafi verið sami maður sem hann elti og var svo handtekinn . Þá kvaðst hann þekkja ákærða í dómsalnum, þó að hann hafi á þeim tíma litið ver r út og verið í mjög slæmu ástandi . Vitnið kvaðst hafa fengið úlpurnar aftur óskemmdar. E ftir á hafi hann velt því fyrir sér hvort hinn maðurinn í versluninni hafi verið þar með ákærða til að draga athygli starfsfólksins frá ákærða, slíkt sé alþekkt. 14 Vitni ð E kvaðst hafa verið við vinnu í versluninni umræddan dag ásamt vitninu D . D hafi verið við kassa en hún frammi í búð. Hún hafi nálgast mann sem var að skoða vörur og spurt hvort hún gæti hjálpað. Hana minni að þetta hafi verið síðasti dagur útsölu og sag t honum það. Hann hafi sagst ætla að hugsa málið og haldið áfram að skoða. Hún hafi þá rætt við annan viðskiptavin en svo ætlað að tala aftur við manninn. Þá hafi hún litið út um glugga á verslun in ni og séð hann ganga burt með úlpur á herðatr jám . Hún hafi beðið eftir að sjá hvort hann færi til vinstri eða hægri, og síðan hlaupið til D og látið hann vita. D hafi hlaupið á eftir honum og komið aftur eftir um klukkustund með tv ær úlpu r . Aðspur t kvaðst vitnið ekki vera viss um hvort ákærði , s em hún sá í dómsalnum, væri sami maðurinn og tók úlpurnar, hann hafi verið með grímu í versluninni . Niðurstaða 7 15 Ákærði kvaðst ekki muna eftir atvikum þennan dag að öðru leyti en að hafa vaknað í fangaklefa. Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum lögreglu sést maður ganga frá Skipagötu að gönguleið yfir í Hafnarstræti, með tvær úlpur á herðatrjám , slíta af þeim merkimið a og henda frá sér . Þá sést sami maður hlaupa yfir Kaupvangsstræti til suðurs og vitnið D á eftir. Loks má sjá þá koma saman til baka yfir Kaupangsstræti, li tlu austar , lögreglu koma þar að , og handtaka manninn. Fyrir liggur að það var ákærði sem var handtekinn í umrætt sinn . Með vísan til framangreinds, mynda á upptöku m úr verslun Icewear og framburðar vitn anna D og E þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í þessum ákærulið. Verður hann því sakfelldur og er brotið rétt heimfært til refsiákvæðis í ákæru. Ákæra dags. 8. desember 2021 Málavextir 16 Elko ehf. sendi lögreglu kæru, dags. 15. október 2021, vegna þjófnaðar á þráðlausum heyrnatólum. Með fylgdu upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi verslunarinnar, kvittun af andvirði vörunnar, og myndir af geranda og atvikum. Lögregla taldi sig þekkja geranda nn sem ákærða og var hann yfirheyrður um málið þegar hann var handtekinn í tilefni af öðru máli sem ekki er hér til meðferðar. Hann kvaðst ekki kannast við sjálfan sig á þessum myndum og kvað um að ræða mann sem hefði millinafnið F . Framburðir ákærða og v itna fyrir dómi 17 Ákærði kvað þetta bara vera bull, hann hafi ekki stolið í verslunum. Fyrirliggjandi myndir séu ekki af honum heldur manni sem heitir F og hafi gert allt vitlaust í bænum . Hann hafi skömmu áður ráðist á ákærða með skóflu. Þá eigi ákærði ekki heyrnartól eins um um ræðir. 18 Lögreglumaður nr. 0210 kvað kæru hafa borist lögreglu með myndum úr öryggis myndavél. A ugljóst sé af myndum úr öryggismyndavélum verslunarinnar að um ákærða sé að ræða , og fleiri lögreglumenn hafi verið sammála vitninu um það . Ákærði hafi við skýrslutöku sagt að þetta væri aðili með millinafnið F , en ekki munað neitt frekar um þann mann. Aðspurður kvaðst vitnið kannast við F , hann væri minni en ákærði. Kvaðst vitnið vera sannfært um að þetta væri ekki F á myndinni. Vitnið kvaðst aðeins hafa skoðað myndirnar en ekki rannsakað frekar hvort heyrnatólunum hafi verið stolið. Niðurstaða 19 Ákærði neitar sök. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu. Engin vitni voru að þjófnaðinum og heyrnatólin fundust ekki í fórum ákærða. Byggir ákæran í raun aðeins á upptökum úr myndav é lum verslunarinnar sem dómurinn telur ekki svo skýrar að því verði slegið föstu að þar hafi ákærði verið á ferð . Er það álit dómsin s að ekki sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þann verknað sem lýst er í ákæru , sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga . Verður ákærði því sýknaður af þessum ákærulið. Ákæra dags. 1. desember 2021, liður I Málavextir 8 20 Samkvæmt skýrslu lögreglu kom maður á lögreglustöð f immtudaginn 30. september 2021 til að tilkynna að gaskútur sem var tengdur við grill í garði hans við væri horfinn. Rætt var við starfsmann Olís, sem hafði skömmu áður tilkynnt þar hafi sami maður inn komið tvo daga í röð til að skila gaskút . Í annað skiptið hafi hann fengið inneignarnótu en í hitt skiptið hafi ekki verið tekið við kútnum þar sem hann hafi verið annar r ar gerðar en Olís selji. Lögregla þekkti manninn sem ákærða, á upptökum úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar. Var hann yfirheyrður 5. október og kannaðist þá við að hafa farið með umrædda kúta í verslunina en ekki að hafa stolið þeim, hann hafi keypt þá a f tveimur Pólverjum og ekki vitað að þeir væru stolnir. Framburðir ákærða og vitna fyrir dómi 21 Ákærði kvaðst hafa verið á ferð á vespu og keyrt nærri Hagkaup. Tveir P ólverjar , sem hann þekki ekki, hafi flautað á hann og boðið honum tvo gaskúta til kaups á 4.000 krónur samtals . Hann hafi gengið að tilboðinu og séð fyrir sér að hagnast á því að skila þeim. Hann kvaðst ekki hafa velt fyrir sér að kútarnir gætu verið stolnir. Aðspurður um á stæð u þess að hann skildi inneignarnótu eftir í verslun Olís kvað hann þ að hafa verið vegna þess að viðbrögð starfsmanns hafi verið með þeim hætti að hann hafi áttað sig á að hann væri í klípu . 22 Vitnið G , stöðvarstjóri hjá Olís, kvaðst ekki hafa verið að störfum þegar atvik urðu. Starfsmenn hafi hringt í hana því þar hafi komi ð maður með kút með smellu á, sem sé óvanalegt, og slangan virst haf a verið skorin frá. Starfsmenn hafi þó tekið við kútnum og látið hann fá inneignarnótu. Næsta dag hafi vitnið skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavél. Þar hafi maðurinn sést koma á vespu með gaskút milli fótanna. Hún hafi varað starfsmenn sína við manninum. Næsta dag hafi starfsmaður hringt í vitnið og tjáð henni að maðurinn væri komi nn aftur , og í þetta sinn með kút með skrúfgangi í stað smellu, sem þau taki ekki við. Starfsmaður hafi tjáð honum að þau tækju ekki við þessu og maðurinn hafi þá farið út og hent kútnum í á na , á bak við bensínstöðina. Starfsmaðurinn hafi hringt í lögreglu sem hafi komið og náð kútnum úr ánni . Vitnið hafi einnig komið á staðinn. Þegar hún hafi svo verið að f ara þaðan haf i starfsmaður hringt og tjáð henni að maðurinn hefði enn komið , og í þetta sinn til að versla fyrir inneignarnótu na . Vitnið hafi sagt starfsmanninum að afgreiða manninn mjög hægt því hún ætli að kalla lögreglu til. Starfsmaður inn hafi hins veg ar farið að spyrja manninn út í það hvar hann hafi fengið kútinn, og ákærði þá hlaupið út, sest á hjólið og ekið í burtu. Vitnið hafi ætlað að elta hann, en sé löghlýðin og hafi því misst af honum á rauðu ljósi. Ákærði hafi skilið inneignarnótuna eftir og því í raun náð um 3.000 krónum af Olís. Niðurstaða 23 Ákærði kannast við að það hafi verið hann sem kom með gaskút á bensínsölu Olís og fengið inneignarnótu fyrir . Hafði verið skorið á slönguna, þannig að smellufesting sem ekki fylgir kútnum sjálfu m var enn á honum . Ákærði k vaðst hafa hitt tvo ókunnug a Pólverja sem hafi staðið úti á bak við verslun Hagkaups með tvo gas kúta . Þeir hafi flautað á hann og boðið honum til kaups , og hann hafi gengið að því og svo farið með kútana í bensínsöluna sitt hvorn daginn . Er það álit dómsins að sú saga sé með miklum 9 ólíkindablæ. Þrátt fyrir það er til þess að líta að engin vitni voru að þjófnaðinu m og verður ákærði sýknaður af því að hafa stolið kútnum. Hann fór hins vegar með kútinn , sem hann mátti í það minnsta vita, að vær i illa fenginn, afhenti hann í bensínafgreiðslu Olís og tók við inneignarnótu fyrir. Verður hann því sakfelldur fyrir fjársvik, svo sem honum eru gefin að sök í ákæru og eru þar rétt heimfærð til refsiákvæðis. Ákæra dags. 1. desember 2021, liður II Málav extir 24 Þann 8. september 2021 var lögregla kölluð að , vegna óvelkomins manns sem neitaði að yfirgefa húsið. Inni svaf H í stól og var hann í annarlegu ástandi. Hann hafði með sér muni sem grunur lék á að væri þýfi, þ.m.t. streymiskortin sem mál þetta lý tur að. Lögregla fór í nokkrar tölvuverslanir og kom í ljós að slíkum kortum hafði verið stolið úr verslun HT - Tölvulistans daginn áður. Þekkti lögregla ákærða á upptökum úr öryggismyndavélum en við skýrslutöku kvaðst ákærði ekki kannast við sig á þessum up ptökum. Kortunum var skilað í verslunina. Framburðir ákærða og vitna fyrir dómi 25 Ákærði kvaðst ekkert vita um þetta mál. Eftir að hafa horft á myndir og myndskeið úr versluninni og fyrir utan Glerártorg kvað hann þetta ekki vera hann á myndunum . Hann myndi aldrei klæðast rauðum buxum. Aðspurður kvaðst hann oft koma á Glerártorg og hafa skipt við umrædda verslun. 26 Lögreglumaður nr. 9517 kvað streymiskortin hafa fundist, í umbúðum, í fórum annars aðila. Grunur hafi vaknað um að um þýfi væri að ræða. Vitnið ha fi farið í verslanir sem gætu haft slíkt í sölu og komið hafi ljós að slíkum kortum hafi stolið úr Tölvulistanum á Glerártorgi. Verslunin hafi átt myndskeið af þjófnaðinum og verið að undirbúa kæru. á myndum hafi mátt sjá klæðnað mannsins og af myndum fyri r utan á vespu. Ákærði hafi þekkst á þessum myndum. Niðurstaða 27 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu. Ákærði neitar sök. Engin vitni voru að þjófnaðinum og streymiskortin fundust ekki í fórum ákærða. Byggir ákæran í raun aðeins á upptökum og myndum, sem dómurinn telur ekki svo skýrar að á grundvelli þeirra einna, verði því slegið föstu að ákærði hafi stolið umræddum kortum. Er það álit dómsins að ekki sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þann verknað sem lýst er í ákæru, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga . Verður ákærði því sýknaður af þessum ákærulið. Ákvörðun refsingar, annarra viðurlaga og sakarkostn aðar 28 Samkvæmt sakavottorði á á kærði að baki nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2011. Ákærða var með tveimur sektargerðum sýslumanns á árunum 2011 og 2012 gert að greiða sektir til ríkissjóðs, annars vegar vegna ölvunaraksturs og hins vegar vegna öl vunaraksturs og fíkniefnabrots, og í bæði skiptin var hann sviptur ökurétti tímabundið. Þann 1. ágúst 2014 var ákærði dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir 10 líkamsárás og brot gegn valdstjórninni, en refsingin var skilorðsbundin til þriggja ára. Þann 9. febrúar 2015 var ákærði dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, sviptur ökurétti og fleiri umferðarlagabrot, auk brota gegn ávana - og fíkniefnalöggjöfinni og hegningarlögum, þ.á m. vegna þjófnaðar, skemmdarverka og l íkamsárásar. Dómurinn var hegningarauki við dóminn frá árinu 2014 og var skilorð hans tekið upp og dæmt með. Þann 29. apríl 2015 var ákærði dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir líkamsárás, en um hegningarauka var að ræða. Þá var ákærði 23. október 2015 dæ mdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn ávana - og fíkniefnalöggjöfinni, en þar var enn um að ræða hegningarauka við eldri dóma. Þann 3. október 2017 var ákærði dæmdur til sektargreiðslu fyrir brot gegn ávana - og fíkniefnalöggjöfinni, en um var að ræ ða vörslur á lítilræði af fíkniefnum og var það niðurstaða dómsins að reynslulausn, sem ákærða hafði verið 19. ágúst 2016, skyldi haldast. Þá var ákærði, þann 10. nóvember 2017, dæmdur fyrir brot gegn akstur undir áhrifum fíkniefna, að neita að neita að un dirgan gast rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum og akstur sviptur ökurétti. Var reynslulausn sem honum hafði verið veitt 19. ágúst 2016 dæmd upp. Var um hegningarauka að ræða og var ákærði dæmdur til að sæta fangelsi í tólf mánuði og ævilöng svipti ng ökuréttar áréttuð. Með dómi 26. júlí 2019 var ákærði dæmdur til sex mánaða fangelsisrefsingar og til greiðslu sektar fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot , meðal annars akstur undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti . Fangelsisrefsing ákærða þá var vegna umferðarlagabrota en hann var þá dæmdur fyrir fjórðu ítrekun vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og aðra ítrekun á akstri sviptur ökurétti. Loks var ákærði dæmdur í sex mánaða fangelsi 15. janúar 2020 fyrir sölu fíkniefna. Var þar um að ræða h egningarauka við dóminn frá 27. júlí 2019. 29 Ákærði er nú sakfelldur fyrir fjögur auðgunarbrot og vörslur fíkniefna. Ákærði var 15. janúar 2020 dæmdur fyrir innflutning og vörslur fíkniefna í söluskyni. Hefur sá dómur ítrekunaráhrif, sbr. 255. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. 30 Sjóklæðagerðin gerir kröfu um 338.000 krónur í bætur, auk vaxta. Hefur ákærði bakað sér bótaskyldu með háttsemi sinni og verður dæmdur til greiðslu skaðabóta. Af hálfu ákærða var fjárhæð kröfunnar mótmælt og vísað til þess annars vegar að hún byggi á smásöluverði en ekki innkaupsverði , og hins vegar þess að virðisaukaskattur sé þar meðtalinn. Bótakrafan miðast við smásöluver ð og er það í samræmi við almenna framkvæmd í málum af þessu tagi. Að mati dómsins endurspeglar smásöluverð tjón verslunarinnar . Hins vegar var athugasemdum varðandi virðisaukaskatt ekki andmælt af hálfu bótakrefjanda. Verður krafan því lækkuð um fjárhæð s em nemur virðisaukaskatti. Upphafstími dráttarvaxta miðast við þingfestingardag málsins. 31 B ótakröfu Elko ehf. verður vísað frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. 32 Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 skal ákærði sæta upptöku á þeim efnum er í dómsorði greinir. 33 Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu og 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008, verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.m.t. málsvarnarlaun 11 skipaðs verjanda sín s, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns sem gætti hagsmuna ákærða á rannsóknarstigi og fyrir dómi. H luti af málskostnaðaryfirliti verjanda ákærða lýtur þó að ákæru sem upphaflega var hluti máls þess a , en var afturk ölluð við upphaf aðalmeðferðar. Greið ast málsvarnarlaun lögmannsins því að hluta úr ríkissjóði, sbr. 2. mgr. 235. gr. almennra hegningarlaga , svo sem í dómsorði greinir . Málsvarnarlaun verjandans þykja hæfilega ákveðin 1.400.000 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum . Þá greiði ákærði dagpenin ga verjandans og útlagðan kostnað svo sem í dómsorði greinir . Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði , Sindri Páll Róbertsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði greiði Sjóklæðagerðinni ehf. 272.581 krónu, auk va xta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 27. október 2020 til 24. mars 2021, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Bótakröfu Elko ehf. er vísað frá dómi. Gerð eru upptæk ar 2 töflur a f ecstacy (MDMA), 2,72 grömm af marijúana , 1,97 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni og 5,17 grömm af amfetamíni . Ákærði greiði 1. 434.465 krónur í sakarkostnað, þ. e. 1.200.000 krónur af málsvarnar - launum skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns , sem í heild nema 1.400.000 krónum, 56.550 króna dagpeninga hans og 177.915 króna útlagðan kostnað .