Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 28. nóvember 2019 Mál nr. S - 255/2019 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson fulltrúi) g egn Ingþór i Stueland Keranss yni ( Kári Valtýsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 1. nóvember sl., var höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 13. september 2019, á hendur Ingþóri Stueland Keranssyni, [...] , eftirtalin hegningar - og umferðarlagabrot: I. Með því að hafa fimmtudaginn 14. desember 2017, sett ökumannskort A , í ökurita vöruflutningabifreiðarinnar [...] og ekið á röngu ökumannskorti frá Laugum í Reykjadal, austur þjóðveg 1, uns hann ekur bifreiðinni (vagnlestinni) útaf veginum í Námaskarði í Sk útustaðahreppi. Telst þetta varða við 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 44. gr. a, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum og 1. mgr. 28. gr. og 3. mgr. 29. gr., sbr. 55. gr. reglugerðar nr. 605/20 10, um aksturs - og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit, með síðari breytingum II. Með því að hafa sama dag falsað nafn A undir tjónstilkynningu sem ákærði eða yfirmaður hans hjá fyrirtækinu sem átti vörubifreiðina skilaði inn til tryggingafél agsins VÍS, þar sem fram komu upplýsingar um tjónstilvikið. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda hans. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst . Verður dómur lagður 2 á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Varða brot hans samkvæmt ákærulið I við 1. mg r. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 28. gr. og 3. mgr. 29. gr. reglugerðar nr. 605/2010, en brot samkvæmt ákærulið II við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar han s . Refsing hans er ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar sem alls nemur 161.290 krónum, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda hans sem þykir hæfilega ákveðin 84.320 krónur , að teknu tilliti til virðisaukaskatts, og ferðakostnað hans, 12.770 krónur. Arnbjörg Sigurðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Ingþór Stueland Keransson, sæti fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærði g reiði 161.290 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda sín s, Kára Valtýssonar lögmanns , 84.320 krónur og ferðakostnað hans, 12.770 krónur .