Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 27. september 2021 Mál nr. S - 189/2020 : Ákæruvaldið (Birgir Jónasson lögreglustjóri) g egn X ( Óskar Sigurðsson lögmaður ) Dómur I Mál þetta, sem tekið var til dóms 30. ágúst sl. var höfðað 21. október 2020 á hendur X , fæddum , til heimilis að , hafa, að kvöldi laugardagsins 4. júlí 2020, ekið bifreiðinni A um Reykjabraut við Svínavatn í Húnavatnshreppi án þess að hafa gild ökuréttindi og undir áhrifum Teljast brot ákærða varða við 1. mgr. 58. gr. og 1. mgr. sbr. 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlag a nr. 77,2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar, sbr. 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77, Ákærði k re f st aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög fre kast heimila. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður, þar meðtalin hæfileg málsvarnarlaun verjanda, greiðist úr ríkissjóði. II Atvik máls Í skýrslu sem vitnið B lögreglumaður ritaði kemur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um slæma umgengni fólk s sem var við veiðar í Svínavatni . Hún, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum, hafi ekið eftir Reykjabraut í átt að Svínavatni og veitt athygli bifreiðinni A sem ekið var nokkuð greitt á undan þeim. Bifreiðinni hafi verið ekið niður að vatninu, stöðvað við fe llihýsi sem þar var og ökumaðurinn hlaupið inn í fellihýsið. Lögreglumennirnir hafi farið að fellihýsinu og kallað til þeirra sem þar voru og þá hafi komið út maður sem hafi aðspurður sagt að hann hefði ekið 2 bifreiðinni. Í lögreglubifreiðinni hafi maðurinn , X , ákærði í máli þessu greint frá því að hann gæti ekki framvísað ökuskírteini þar sem hann væri sviptur ökuréttindum. ákærði handtekinn og honum kynnt réttarfarsákvæði. Í skýrs lunni kemur jafnframt fram að X hafi ekki bor i ð merki ölvunar og verið samvinnuþýður. Hann hafi gengist við því að hafa ekið bifreiðinni sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis. Farið var með ákærða á lögreglustöðina á Blönduósi þar sem hann undirrit aði upplýsingablað handtekinna manna. Í framhaldi af því var tekin af honum lögregluskýrsla og þá dró læknir úr honum blóð til rannsóknar. Að þessu loknu var ákærða ekið til baka. Við rannsókn á blóðsýni sem tekið var úr ákærða reyndist áfengismagn í blóð i hans vera III Framburður fyrir dómi Ákærði nýtti sér rétt sinn til að svara ekki spurningum um sakarefnið. Lögreglumennirnir B , D og E báru í öllum aðalatriðum á sama veg. Í framburði þeirra er aðdraganda málsins lýst með sama hætti og í frumský rslu lögreglu sem rakin er hér að framan. Þá báru þau öll að þau væru ekki viss um ákærði h afi ekið bifreiðinni en þau lýstu því að um 50 til 100 metrar hafi verið í bifreiðina A þegar hún stöðvaði og ökumaðurinn stökk út og hljóp inn í fellihýsið. Mjög sk ammur tími, 30 sekúndur til ein mínúta hafi liðið þar til ákærði kom út úr fellihýsinu. Ekkert vitnanna gat lýst klæðnaði ökumannsins en báru að ökumaðurinn hafi klætt sig úr peysu eða jakka á hlaupunum inn í fellihýsið. Þá bar vitnið D að ákærði hafi veri ð að klæða sig í peysu þegar hann kom út úr fellihýsinu. Vitnin töldu víst að ákærða hafi verið gerð grein fyrir réttarstöðu sinni í lögreglubifreiðinni og einnig við skýrslugjöf hjá lögreglu þó þetta komi ekki fram í lögregluskýrslum. Þá báru vitnin D og E að þau hafi verið viðstödd skýrslugjöf ákærða á lögreglustöðinni þrátt fyrir að þau hafi ekki undirritað hana sem vottar. Vitnið B bar að lögreglubifreiðin sem þau voru á hafi ekki verið útbúin upptökutæki til að taka upp í hljóði og mynd og þá hafi lögr eglumennirnir ekki verið með kveikt á búkmyndavélum. IV Niðurstaða Eins og í ákæru greinir er ákærða gefið að sök að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að gögn málsins sýni að ekki sé 3 skynsamlegur vafi um sekt ákærða. Ákærði reisir kröfu sína um sýknu á því að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna sekt hans. Vísar ákærði til þess að rannsókn málsins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála. Þá vísar hann til þess að dómstólum beri að byggja niðurstöðu sína á þeim gögnum sem fram eru færð fyrir dómi. Af framburði lögreglumannanna sem komu fyrir dóminn verður ráðið að enginn þeirra treysti sér til að fullyrða að ákærði h afi ekið bifreiðinni í umrætt sinn. Þá liggur fyrir að ekki voru teknar sk ýrslur af þeim sem voru í fellihýsinu og raunar er óljóst hversu margir voru þar inni. Að teknu tilliti til framburðar lögreglumannanna hér fyrir dómi er ekki óvarlegt að leggja til grundvallar að ákærði hafi á vettvangi gengist við akstrinum og jafnframt að hann hafi einnig gert það við skýrslugjöf á lögreglustöð. Ekki er ágreiningur um niðurstöðu mælingar á áfengismagni í blóði ákærða. Ákærði neitaði sök við þingfestingu málsins og þá neitaði hann að svara spurningum um sakarefnið við aðalmeðferð. Hefur h ann því dregið játningu sína hjá lögreglu til baka en engar skýringar gefið á því hvers vegna hann gekkst við akstri bifreiðarinnar hjá lögreglu. Rannsókn lögreglu á málinu var afar takm ö rkuð og lauk henni í raun strax eftir skýrslugjöf ákærða á lögreglust öð. Í VII kafla laga um meðferð sakamála er mælt fyrir um rannsókn sakamála. Í 53. gr. laganna segir m.a. að markmið rannsóknar sé að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé að henni lokinni fært að ákveða hvort sækja skuli mann til sakar, sv o og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferðar fyrir dómi. Þar er jafnfram mælt fyrir um að þeir sem rannsaka sakamál skuli vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Í 54. til 57. gr. er að finna frekari fyrirmæli um rannsókn máls. Þannig er í 54. gr. kveðið á um að allra tiltækra gagna um verknað skuli aflað, m.a. að finna sjónarvotta. Í þessu máli er augljóst að þeir sem í fellihýsinu voru vissu hver ökumaður bifreiðarinnar var en lögreg la lét hjá líða að taka af þeim skýrslur. Raunar létu lögreglumennirnir hjá líða að taka fólkið tali og könnuðu þeir ekki hvaða fólk þar var. Þar sem lögreglumennirnir stóðu ákærða ekki að akstri í umrætt sinn nýtur í raun takmarkaðra sönnunargagna í málin u. Að teknu tilliti til þess áfengismagns sem mældist með áfengismæli á vettvangi mátti lögreglu vera ljóst að ákærði var undir töluverðum áhrifum áfengis. Í skýrslum lögreglu er ekki vikið að ölvunarástandi ákærða umfram það sem áður er getið og fram kemu r í frumskýrslu. Samkvæmt 3. 4 mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 651/2009 um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu o.fl. segir að að jafnaði skuli ekki yfirheyra sakborning sem talinn er vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og alls ek ki sé um alvarlegt brot að ræða eða þegar takmarkaðra sönnunargagna nýtur við. Sé það gert skuli þess getið í skýrslunni og ástandi hans lýst sem nákvæmast. Þar sem ákærði var ekki staðinn að akstri var fullt tilefni til að taka af honum skýrslu á ný og þá var einnig nauðsynlegt að taka skýrslur af þeim sem voru í fellihýsinu. Rannsókn lögreglu á málinu var því ófullnægjandi. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Ef ákærði ber á annan hátt fyrir dómi en hjá lögreglu er dómara heimilt, samkvæmt 1. mgr. og 2. mgr. 109. gr. laganna, að taka tillit til þess sem fram kemur í lögregluskýrslu ef hann telur breyttan framburð fyrir dómi ótrúverðugan en sakfelling verður hi ns vegar ekki reist á skýrslugjöf hjá lögreglu einni og sér, sbr. t.d. dóm Hæastaréttar í máli nr. 657/2012. Ekki verður framhjá því horft að ákærði var undir allokkrum áhrifum áfengis þegar hann var yfirheyrður af lögreglu og þótt hann hafi ekki gefið nei nar skýringar á því hvers vegna hann gekkst þá við akstrinum geta ýmsar ástæður verið fyrir því. Að mati dómsins leiða verulegir annmarkar á rannsókn málsins og það að ekkert vitni bar að það hafi séð ákæra aka bifreiðinni til þess að sekt hann telst ekki nægilega sönnuð. Þegar horft er til verulegra annmarka á rannsókn málsins, þessa að ekkert vitni bar um akstur ákærða hefur ákæruvaldinu ekki tekist að axla sönnunarbyrðina um sekt ákærða sem á því hvílir sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála. En líkt og áður greinir dugar játning ákærða hjá lögreglu ein og sér ekki til sakfellingar hans. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Að fenginni þess a ri niðurstöðu ber með vísan til 2. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála að fella allan sakarkostnað á ríkissjóð þar með talin málsvarnarlaun og 72.820 króna ferðakostnað verjanda ákærða . Málsvarnarlaun ákveð a st að teknu tilliti til umfangs málsins og tímaskýrslu lögmannsins og að teknu tilliti til virðisaukaskatts eins og í dómsorði greinir. Af hálf ákæruvaldsins sótti málið Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 5 Dómsorð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður þar með talin 777.480 króna málsvarnarlaun og 72.820 króna ferðakostnaður verjanda ákærða, Óskars Sigurðssonar lögmanns, greiðist úr ríkissjóði. Halldór Halldórsson