1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness miðvikud aginn 6. nóvember 2018 í máli nr. S - 1 453 / 201 9 : Ákæruvaldið ( Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðar saksóknar i ) gegn Jónasi Orra Jóhannssyni (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) I Mál þetta, sem dómtekið var 30. október 201 9 , höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 12. september 2019 á hendur Jónasi Orra Jóhannssyni, kt. 000000 - 0000 , Ásbúð 31, Garðabæ, fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa fimmtudaginn 30. ágúst 2018, utandyra við sjúkrahúsið Vog á Stórhöfða í Reykjavík, slegið lögregluþjón númer [...] , sem var við skyldustörf, hnefahöggi vinstra megin í höfuð með þeim afleiðingum að lögregluþjónninn hlaut heilahristing, 1 sentimetra stórt s ár efst á ytra vinstra eyra og áverka á innra vinstra eyra sem olli þrýstingi og verk í eyranu og svimatilfinningu. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og ti l gre iðslu alls sakarkostnaðar. II Ákærði kom fyrir dóminn, játaði skýlaust sök og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krafðist hann þess að þóknun verjanda hans yrði greidd úr ríkissjóði að öllu leyti eða að hluta . Játning ákærða f ær stoð í gögnum málsins og er ekki ástæða til að draga í efa að hún sé sannleikanum samkvæm. Var því farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, og það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda haf ði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagatriði og ákvörðun viðurlaga. Samkvæmt því er sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og er þar rétt heimfærð til refsiákvæðis. Ákærði er fæddur í [...] . Sakavottorð, sem liggur frammi í málinu, hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar hans nú. Við ákvörðun refsingar verður til þess horft að ákærði veitti lögreglumanni sem var að gegna skyldustörfum þungt hnefahögg á höfuðið og var á rásin ofsafengin og fyrirvaralaus . Af árásinni h laut lögreglumaðurinn þær afleiðingar sem í ákæru greinir. Til málsbóta horfir hins vegar að ákærði játaði skýlaust brot sitt , kvaðst mjög iðrast 2 gjörða sinna og vildi biðja viðkomandi afsökunar á hegðun sinni. Kvaðst hann jafnframt lítið sem ekkert muna e ftir atvik inu þar sem hann var þá undir miklum áhrifum ávana - og fíkniefna [...] . Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði, en rétt þykir að binda hana skilorði eins og nánar greinir í dómsorði. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88 /2008 verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, en þar er um að ræða sakarkostnað lögreglu samkvæmt framlögðum reikningum , samtals 34.650 krónur, og þóknun skipaðs verjanda ákærða, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 172.360 krónur , að meðt öldum virðisaukaskatti . Ingimundur Einarsson héraðsdómari kv a ð upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, Jónas Orri Jóhannsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þess a haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 207. 0 10 krónur í sakarkostnað málsins, þar af 172.360 krónur í þóknun til skipaðs verjanda ákærða, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns. Ingimundur Einarsson