DÓMUR 2 9 . nóvember 2019 Mál nr. E - 1304 /2018: Stefnandi: íslenska ríkið (Hlynur Jónsson lögmaður ) Stefndu: Seltjarnarnesbær ( Árni Árnason lögmaður ) Dómari: Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari 2 DÓMUR Héraðsdóms Reykjavíkur 2 9 . nóvember í máli nr. E - 1304 /2018: ís lenska ríkið ( Hlynur Jónsson lögmaður ) gegn Seltjarnarnesbæ ( Árni Ragnar Árnason lögmaður ) I. Dómkröfur Mál þetta var þingfest 26. apríl 2018 en tekið til dóms 30 . október 2019 að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi er íslenska ríkið en stefndi Seltjarnarnesbær, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 102.158.396 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 , um vexti og verðtryggingu , frá 28. maí 2014 til greiðsludags, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna , auk málskostnaðar að skaðlausu. Stefndi krefst þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda, auk málskostnaðar. II. Málsatvik Tildrög málsins eru þau að 27. september 2007 var undirritaður samningur um stofnkostnað, byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands og me nningartengda starfsemi. Aðilar samningsins voru menntamálaráðuneytið, f.h. stefnanda, stefndi , Læknafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Í 1. gr. samningsins er kveðið á um stofnkostnað og framlög samningsaðila. Segir þar að Alþingi hafi á fjárlögum f yrir árið 2007 heimilað að fasteignin Byg g garðar 7 á Seltjarnarnesi verði seld á markaðsvirði og söluandvirðinu ráðstafað til að reisa safnbyggingu fyrir Lækningaminjasafn Íslands í námunda við Nesstofu á Seltjarnarnesi. Samkvæmt ve rð mati, dags. 3. maí 200 7, var söluandvirði eignarinnar áætlað 110.000.000 og var stefndi kaupandi eignarinnar. Í samningnum segir jafnframt að fasteignin Bygggarðar 7 hafi verið keypt fyrir erfðafé Jóns Steffensens, prófessors, sem arfleiddi Læknafélag Íslands að tilte k num 3 eign um með erfðaskrá 1990 og fyrir sérstakt framlag Læknafélags Íslands. Segir í samningnum að Læknafélag Íslands hafi 16. ágúst 2000 fært Þjóðminjasafni Íslands, f.h. menntamálaráðuneytisins, fasteignina til umsjónar og ráðuneytinu jafnframt 12.676 . 975 kr. en þeirri fjárhæð hafi verið varið til endurbóta á fasteigninni Byg g görðum 7 til hagsbóta fyrir Nesstofusafn. Í 3. mgr. 1. gr. samningsins er síðan kveðið á um það að Seltjarnar ne sbær taki að sér og beri ábyrgð á að reist verði ný safnbygging fyrir Lækninga minjasafn Íslands á safnasvæðinu við Nesstofu á Seltjarnarnesi samkvæmt gildandi aðalskipulagi Seltjarnarness 2006 til 2024, sbr. nánar 2. gr. samningsins. Í því f elist að Seltjarnesbær sjái ,,al farið um og ber ábyrgð á öllum kostnaðarþáttum vegna framkvæm Í framhaldinu segir í 4. mgr. 1. gr. samningsins að heildarkostnaður við safnbygginguna s é áætlaður um 345.000.000 kr. samkvæmt kostnaðaráætlun sem skiptist þannig að 110.000.000 kr. , söluandvirði Bygggarða 7, renni óskert til safnbyggingar, au k þess sem Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur leggi hvort um sig fram 25.000.000 kr. eigi síðar en 31. desember 2007. Þá leggi menntamálaráðuneyti til samtals 75.000.000 kr., í þremur jafnháum greiðslum, 31. desember 2007, 1. janúar 2009 og 1. ja núar 2010, með fyrirvara um samþykki Alþingis. Loks leggi Seltjarnarnesbær til 55.000.000 kr. eigi síðar en 1. mars 2008 og aðrar 55.000.000 kr. 1. janúar 2009, auk lóðar fyrir safnbygginguna við Nesstofu sem ekki teljist til stofnkostnaðar. Þá skuli Seltj arnarnesbæ heimilt að leita eftir frjálsum framlögum styrktaraðila til byggingarinnar sem koma muni til frádráttar á hlutdeild Seltjarnarnesbæjar í stofnkostnaði. Í 2. gr. samningsins mælt fyrir um að ,,miðað [sé] við að reist verði safnbygging sem verði 1.266 fermetrar, þar af [séu] 320 fm. ætlaðir fyrir geymslukjallara undir safnmuni og skuli safnbyggingin grundvölluð á verðlaunateikningum Yrkis arkitekta Í 2. gr. er einnig sett fram framkvæmda - og tímaáætlun en þar er lagt til grundval l ar að safnið skuli v era risið og fullfrágengið eigi síðar en 1. september 2009. Fjallað er um hlutverk og stjórn Lækningaminjasafns Íslands í 3. gr. samningsins. Segir þar að stefndi annist rekstur og stjórn safnsins þegar starfsemi þess hefjist í nýju húsnæði en menntamálaráðuneyti skuli greiða árlegt framlag til Seltjarnarnesbæjar til að styrkja rekstur safnsins, sbr. 5. gr. samningsins. Í síðastnefnda ákvæðinu kemur fram að menntamálaráðuneyti muni, með fyrirvara um samþykki Alþingis, tryggja að 4 framlög ríkisins á samingstímanum verði 9.300.000 kr. á ári frá og með 1. september 2009 eða þar til safnið taki til starfa í nýju húsnæði. Í 7. gr. samningsins segir síðan: ,,Komi til þess að Seltjarn ar nesbær óski eftir að nýta safnbygginguna undir aðra starfsemi en Lækningaminjasafn Íslands skal Seltjarnesbær, nema um annað semjist við menntamálaráðuneyti og Læknafélag Íslands, leysa bygginguna til sín. Skal þá Seltjarnarsbær endur greiða ríkissjóði þá fjármuni sem lagðir hafa verið í safnbygginguna af erfðafé Jóns Steffensens í formi söluandvirðis fasteignarinnar að Bygggörðum 7, sbr. 1. gr. , og skal þeim fjármunum varið í þágu læknaminjasafns skv. nánara samkomulagi menntamálaráðun eytis og Læknafélags Íslands. Jafnframt skal endurgreiða stofnframlag menntamálaráðuneytis , Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíokur skv. 1. gr. og skulu fjárhæðir uppfærðar m.v. byggingarvísitölu í þeim mánuði sem framkvæmdir við safnbygginguna hef Í 11. gr. samningsins var kveðið á um að samningurinn skyldi taka gildi við undirritun og gilda til 31. de sember 2012. Þar kom einnig fram að endurskoðun samningsins skyldi verða lokið a.m.k. hálfu ári fyrir lok gildistíma hans. Í byrjun árs 2008 var safnstjóri ráðinn og næstu árin var byggingin uppsteypt og henni komið í fokhelt ástand. Af gögnum málsins verður hins vegar ráðið að fulltrúum aðila hafi fljótlega orðið ljóst að kostnaður við að ljúka byggingun ni yrði mun meiri en upphaflega var áætl að. Áttu málsaðilar af þessu tilefni ítrekaða fundi árin 2009 2012 vegna framkvæmdakostnaðar við bygginguna sem var kominn verulega fram yfir það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Í málinu liggur fyrir bréf bæjarstjóra stefnda til Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi mennta - og menningarmálaráð herra , dags. 12. desember 2012 . Í bréfinu sagði meðal annars svo: ,,Ég leyfi mér að vísa til síðasta fundar okka r 26. nóv. sl. með stjórn Lækningaminjasafns Íslands. Á þeim fundi kom fram beiðni af þinni hálfu um að meirihluti bæjarstjórnar léti í ljós skoðun sína á því hvert Seltjarnarnesbær vild i stefna með Lækningaminjasafnið. Um forsögu málsins og þá valkosti se m bæjarfélagið stendur frammi fyrir vísa ég til bréfs sem ég sendi yður um málið dags. 2. maí sl. Þar var minnt á að fyrirliggjandi samningur milli menntamálaráðuneytisins, Læknafélags Íslands , Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafn um stofnkostnað, byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands og menningartengda starfsemi rennur út nú í árslok. Ljóst er að meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar telur að rekstur Lækningaminjasafnsins eigi að vera á hendi ráðuneytisins, enda sé um að ræða ábyrgðasafn í þágu þjóðarinnar allrar. Þá er einnig ljóst að það rekstrarframlag ráðuneytisins sem tilgreint er í samningum mun aðeins duga fyrir litlum hluta af 5 þeim heildarkostnaði sem fyrirsjáanlegur er við rekstur jafn sérhæfðs safns og Lækningaminjasa fns og af þeir ri stærðargráðu sem um ræðir. Kostnaður umfram þetta framlag myndi því að öllu óbreyttu falla á Seltjarnarnesbæ. Núverandi samningur um Lækningaminjasafnið rennur út þann 31. des. 2012. Meirihluti bæjarstjórnar hefur tekið þá ákvörðun, sem h elgast af þróun og stöðu málsins, að standa ekki að endurnýjun gildandi samnings hvað varðar rekstur safnsins, og því mun bærinn ekki bera ábyrgð á rekstri safnsins frá framangreindu tímamarki. Því óskum við eftir að komast að samkomulagi og hafa náið sam ráð og samstarf við mennta - og menningarmálaráðuneytið um að flytja ábyrgðina af rekstri Lækningaminjasafns Ísland yfir á ráðuneytið. Á fundi okkar 26. nóv. sl. kom fram, að mögulegur viðbótarkostnaður við þá byggingu sem unnið hefur verið að fyrir Læknin gaminjasafn Íslands er talinn vera nálægt 400 m.kr. umfram þann heildarkostnað sem áætlaður var í samningnum (sjá einnig kostnaðarmat frá því í júlí sl.) Samkvæmt samning n um ber Seltjarnarnesbær ábyrgð á umræddri byggingu, og menntamálaráðuney tið hefur þeg ar lagt fram þá fjármuni sem því ber skv. samningnum vegna þessa stofnkostnaðar; þar sem engin ákvæði er að finna í samningnum um skiptingu mögulegs viðbótarkostnaðar við bygginguna, mundi hann að óbreyttu falla allur á bæjarfélagið. Þeirri skoðun hefur v axið mjög fiskur um hrygg að fyllilega réttmætt og eðlilegast sé að bygging lækningaminjasafnsins sé borin uppi og safnið verði rekið af ríkinu sem eitt af höfuðsöfnum þjóðarinnar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur því ákveðið að leita til mennta - og menning armálaráðuneytisins með eftirfarandi. 1. Að ráðuneytið taki yfir rekstur Lækningaminjasafns Íslands frá 1. janúar 2013 . 2. Að mennta og menningarmálaráðuneyti og Seltjarnarnesbær hefji viðræður um að finna þeirri byggingu sem hefur verið ætluð undir Lækninga minjasafn Íslands nýtt og verðugt hlutverk; - hönnun hennar yrði löguð að hinu nýja hlutverki eftir því sem þörf yrði á, áður en framkvæmdum yrði haldið áfram og lokið. - Gerður verði nýr samningur milli aðila um slíkt hlutverk og skiptingu kostnaðar vegn a þeirra framkvæmda, sem taldar yrðu nauðsynlegar. Mögulega yrði þá í samstarfi við samtök lækna jafnframt gerðar ráðstafanir til að Lækningaminjasafn Íslands yrði áfram til staðar í viðráðanlegri, breyttri og smærri mynd en gert var ráð fyrir, þegar ráðist var í nýbygginguna. - Finnist ekki slíkt hlutverk, verði gert samkomulag um ráðstöfun Í bréfinu segir í kjölfarið að það sé von bæjarstjórans að sem fyrst yrði gefinn kostur á að fara yfir tillögur sem settar eru fram í bréfinu með því markmiði að fundin verði raunsæ stefna í málinu sem taki mið af breyttum aðstæðum, ásamt þeirri staðreynd að um sé að ræða safn í þágu þjóðarinnar allrar. Þá þurfi meirihluti bæjarstjórnar fljótlega að tilkynna opinberlega þá niðurstöðu sí na að ekki sé lengur 6 vilji til að reka Lækningaminjasafnið og stefndi hafi beðið mennta - og menningarmálaráðuneytið að yfirtaka rekstur þess. Ráðuneytið svaraði þessu bréfi með bréfi, dags. 14. desember 2012 . Í bréfinu sem er undirritað af þáverandi ráðhe rra og ráðuneytisstjóra kemur fram að ráðuneytið harmi þá ákvörðun Seltjarnarsbæjar að endurnýja ekki samning um rekstur Lækningaminjasafns Íslands og óska eftir því að ráðuneytið muni taka yfir rekstur safnsins en að ráðuneytið muni að ,,sjálfsögðu virða Í framhaldinu fór ráðuneytið hins vegar fram á að yfirtaka ráðuneytisins á rekstri Lækningaminjasafnsins yrði háð eftirfarandi skilyrðum: skuldbindingum safnsins til þess tíma er ráð uneytið tekur við rekstri þess. 2. Að Seltjarnarnesbær segi upp með löglegum fyrirvara öllum bindandi samningum vegna safnsins miðað við 1. janúar 2013 (þar með töldum samningum við starfsfólk) og beri fjárhagslega ábyrgð á greiðslum sem kunna að leiða af þeim uppsögnum. 3. Að Seltjarnarnesbær geri ekki tilkall til neins hluta fjárveitinga sem Í framhaldinu er vikið að þeirri ósk bæjarstjóra að ráðuneytið og Seltjarnarnesbær hefji viðræður um að finna byggingu nni sem hafi verið ætluð undir Lækningaminjasafn Íslands nýtt og verðugt hlutverk, þar sem stefnt yrði að því að hönnun byggingarinnar yrði löguð að nýju hlutverki eftir þörfum , áður en framkvæmdum yrði haldið áfram og lokið. Lýsir r áðuneytið því í bréfinu að það sé að sjálfsögðu reiðubúið til slíkra viðræðna, og mælir með því að þær verði teknar upp eftir áramót. Síðan segir í bréfinu: ,, Finnist hins vegar ekki slíkt hlutverk er ljóst að gera verður samkomulag um ráðstöfun byggingarinnar með öðrum hætti, og þá semja um fjárhagslegt uppgjör aðila samningsins frá 27. september 2007 vegna þeirrar ráðstöfunar. Vegna hins skamma fyrirvara sem verður á yfirtöku ráðuneytisins á ábyrgð á rekstr i Lækningaminjasafnsins er ljóst að ráðuneytið hefur ekki tök á að móta hugmyndir um framtíð og rekstrarform umræddrar starfsemi áður en að því kemur. Því er líklegt að safninu verði lokað fyrst um sinn en stefnt verður að því að sýning lækningaminja verði opnuð með einhverjum hætti síðar. Stefndi svaraði ráðuneytinu með bréfi þann 16. janúar 2013 þar sem óskað var eftir fundi með ráðuneytinu við fyrsta tækifæri til að ræða þá möguleika sem ráðuneytið nefndi í bréfi sínu og í framhaldi af því yrði tekin ákvörðun um hvort 7 gerður yrði nýr samningur milli aðila um málið og skiptingu mögulegs kostnaðar vegna þeirra framkvæmda, sem taldar yrðu nauðsynlegar. Af gögnum málsins verður ráðið að minnihluti bæjarstjórnar stefnda hafi fært til bókar vegna afgreiðslu á tillögu minnihluta vegna Lækningaminjasafns á bæjarstjórnarfundi 16. janúar 2013. Í bókuninni segir: Við hörmum þá ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Seltjarnarness að hætta viðþátttöku í uppbyggingu Lækningaminjasafns við Nes og hverf a þannig einhliða frá samningi sem Seltjarnarnesbær, menntamálaráðherra, Þjóðminjasafns Íslands. Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur undirrituðu 27. september 2007, þvert á opinbera menningarstefnu Seltjarnarness í safnamálum. Þessi ákvörðun mei rihlutans mun leiða til þess að ekkert verður úr áformum um uppbyggingu Lækningaminjasafns á Seltjarnarnesi á okkar forsendum og í tengslum við menningarstarf í bæjarfélaginu. Nú er verið að leggja safnið niður og loka og sýningarmunirnir munu trúlega verð a geymdir í geymsluhúsnæði við Bygggarða næstu misserin. Safngripirnir munu verða hluti af safnkosti Þjóðminjasafnsins. Samhliða þessari ákvörðun liggur ekki fyrir nauðsynlegt mat á þeirri stöðu sem ákvörðun meirihlutans kann að setja bæjarfélagið í, s.s. hvað varðar kröfur samstarfsaðila um endurgreiðslu þess fjár sem þeir hafa lagt í verkefnið fram að þessu, en ríkið og læknafélögin hafa lagt 125 milljónir í verkefnið. Þetta eru umtalsverðir fjármunir og með ákvörðuninni verða að líkindum einnig þeir fjár munir sem Seltjarnarnesbær hefur lagt í uppbyggingu safnsins að engu. Á sama fundi var fært til bókar af hálfu meirihluta í bæjarstjórn: Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að leggja niður Lækningaminjasafn Íslands sem er B - hluta stofnun í eigu bæjarin s, sbr. stofnskrá sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 14. maí 2009 og staðfest af safnaráði samkvæmt safnalögum nr. 106/2001. Niðurlagning safnsins skal miðast við 31. janúar 2013. Stjórn safnsins sem skipuð er fimm mönnum samkvæmt 7 gr. stofnskrá skal leyst frá störfum frá og með 31. janúar 2013. Um ráðstöfun safnmuna skal farið eftir ákvæðum 12. gr. safnalaga nr. 141/2011 og 1. mgr. 16. gr. stofnskrár safnsins og munir safnsins þannig renna til Þjóðminjasafns Íslands, þar sem safnkosturinn skal áfram m ynda heildstætt safn lækningaminja. Í apríl 2014 skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um Lækningaminjasafn Íslands í tilefni af því að stofnsamningurinn frá 27. september 2007 hefði runnið út og stefndi hefði lýst þeirri afstöðu sinni að endurnýja ekki samni nginn. Að mati Ríkisendurskoðunar þurftu stjórnvöld að bregðast við tveimur málum í þessu sambandi. Annars vegar hvernig standa skyldi að fjárhagslegu uppgjöri við stefnda 8 vegna þeirra stofnframlaga (75 m.kr.) sem ríkissjóður lagði bæjarfélaginu til á árun um gæti efnt þá kvöð sem það tók á sig þegar það samþykkti árið 2000 að þiggja erfðafé Jóns Steffensen prófessors, sem Læknafélag Íslands varðveitti, og nýta það í þágu lækningaminjasafns í Nesstofu á Seltjarna rnesi. Ríkisendurskoðun fjallaði um endurgreiðsluákvæði 7. gr. samningsins á bls. 26 í skýrslu sinni til Alþingis en þar segir: Íþróttafélög bæjarins hafa þó fengið þar aðstöðu hluta úr ári til íþróttaiðkana. Þá hafa verið settar þar upp ljósmynda - og leiksýningar. Ljóst er samt að bærinn ætlar ekki að nýta bygginguna í samræmi við ákvæði samningsins, þ.e. þar verður ekki til húsa sjálfstætt lækningaminjasafn á vegum bæjarfélagsi ns. Að mati Ríkisendurskoðunar geta ríki og læknafélögin því krafist endurgreiðslu þess stofnfjár, 75 m.kr., sem þau létu af hendi rakna til byggingarinnar með þeim vísitöluhækkunum sem samningurinn gerir ráð fyrir. Engar formlegar kröfur hafa enn sem komi ð er verið lagðar fram né heldur hafa viðræður um slíkt farið fram milli samningsaðila. Það er mat Ríkisendurskoðunar að stjórnvöldum beri, með hliðsjón af 7. gr. samningsins, að leita eftir samningum við Seltjarnarnesbæ um endurgreiðslu þess stofnfjár sem Á bls. 7. í skýrslu Ríkisendurskoðunar er enn fremur fjallað um viðbrögð mentna - og menningarmálaráðuneytisins við ábendingum Ríkisendurskoðunar en þar segir m.a: Vanda þarf til samninga Frá þeim tíma sem liðinn er frá því að samningur um stofnkostnað, byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands var gerður árið 2007 hefur ráðuneytið endurskoðað og breytt umtalsvert allri gerð samninga á menningarsviðinu, m.a. á grundvelli ráðlegginga Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. Til grundvallar nýjum samningum hefur síðustu ár verið notað ákveðið sniðmát sem miða skal við til að tryggja að samningsákvæði séu skýr og afdráttarlaus. Í þeim samningum sem gerðir hafa verið frá því slík s niðmát voru tekin í notkun er að finna sérstaka kafla um ábyrgð, upplýsingagjöf, eftirlit, samskipti samningsaðila, viðurlög við vanefndum o.s.frv. Þann 28. apríl 2014 skrifaði menn t a - og menningarmálaráðuneytið stefnda bréf þar sem vísað var til fyrri s amskipta um málefni Læk ningaminjasafns Íslands og ábendingar Ríkisendurskoðunar um að ljúka þyrfti fjárhagslegu uppgjöri við Seltjarnarnesbæ vegna samningsins. Í bréfinu segir meðal annars: 9 ,,Mennta - og menningarmálaráðuneytið metur það svo að ríkið hafi ekki önnur not fyrir nýja safnbyggingu við Nesstofu en fyrirhuguð er samkvæmt samningi, dags. 27. september 2007, þ.e. fyrir Lækningaminjasafn Íslands. Þar sem Seltjarnarnesbær hefur tilkynnt og hætt rekstri Lækningaminjasafns Íslands er rétt að bærinn le ysi til sín fyrirhugaða byggingu fyrir Lækningaminjasafn Íslands og geri upp við mennta - og menningarmálaráðuneytið og læknafélögin í samræmi við ákvæði 7. gr. samnings við Seltjarnarnesbæ, dags. 27. september 2009, um Lækningaminjasafn Íslands. Stefndi svaraði bréfinu 9. júlí 2014 þar sem endurgreiðslu stofnfjárins var hafnað og vísaði til þess að Seltjarnarnesbæ bæri engin skylda til að leysa til sín bygginguna og endurgreiða stofnframlagið til stefnanda á grundvelli 7. gr. samnings aðila. Á haustmánuð um 2016 funduðu allir þeir aðilar sem komu að samningnum frá 27. sept ember 20 0 7 reglulega með það að markmiði að finna framtíðarnot fyrir bygginguna. Í því sambandi undirrituðu fulltrúar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur viljayfirlýsingu með s tefnda og Listasafni Íslands, dags. 14. okt óber 2016 , þar sem eftirfarandi kom m.a. fram: ,,Það er einlægur vilji allra aðila viljayfirlýsingar þessarar að byggingarframkvæmdum við húsið verði fram haldið en þær hafa legið niðri í nokkur ár. Sökum þess fa gna aðilar því að viðræður standa nú yfir á milli Seltjarnarnesbæjar og ríkisins sem ganga út á kaup ríkisins á fasteigninni enda er markmið viðræðnanna að húsið verði klárað og þar verði menningar - og Þann 17. okt. 2016 skrifaði stefndi bréf til mennta - og menningarmálaráðherra til að upplýsa ráðherra um stöðu viðræðna stefnda við ríkið varðandi kaup ríkisins á byggingunni. Kom þar fram að viðræðurnar hefðu gengið út á það að íslenska ríkið keypti faste ignina fyrir starfsemi Listasafns Íslands og að búið væri að útbúa drög að kaupsamningi sem væri til skoðunar í fjármálaráðuneytinu. Stefndi sendi sams konar bréf til fjármála - og efnahagsráðherra sama dag . Þann 22. desember 2016 voru samþykkt fjárlög ísl enska ríkisins fyrir árið 2017. Í grein 6.25 í kafla fjárlaganna um kaup og leigu fasteigna veitti Alþing i framkvæmdavaldinu heimild til að ganga til samninga við Seltjarnarnesbæ um kaup ríkisins á Safnatröð 5, Seltjarnarnes i. Ágreiningslaust er í málinu a ð Safnatröð 5 er heitið á húsnæði Lækningaminjasafns Íslands. 10 Þann 30. desember 2016 sendi safnstjóri Listasafns Íslands tölvupóst á alla aðila stofnsamningsins um Lækningaminjasafn Íslands og greindi frá því að hann hefði haft samband við fjármálaráðuneyt ið þar sem fram hefði komið að málið varðandi kaupin á fasteigninni hefði verið sett á bið þar til búið væri að mynda nýja stjórn. Stefndi sendi í framhaldinu bréf til þáverandi forsætisráðherra , dags. 1. mars 2017 , þar sem málinu var fylgt eftir. Ekki var ð af því að stefnandi keyp t i byggingu Lækningaminjasafnsins. Þann 25. október 2017 sendu Veritas lögm e nn, f.h. stefnanda , bréf til stefnda þar sem krafist var endurgreiðslu á stofnframlagi stefnanda úr hendi stefnda. Stefndi svaraði bréfinu með bréfi , dag s. 14. nóvember 2017. Þar sagð i að Seltjarnarnesbær hefði aldrei óskað eftir því að taka bygginguna undir aðra starfsemi en Lækningaminjasafn Íslands og því væri bænum ekki skylt að endurgreiða stofnframlögin og að hann hygðist ekki gera það. Enn fremur sagði í bréfinu að kröfubréfið kæmi stefnda verulega á óvart enda hefðu allir aðilar að stofnsamningnum frá 27. september 2007 unnið að því í sameiningu að finna safnahúsinu nýtt hlutverk. Stefndi hefði því haft réttmætar væntingar um það að rík ið væri af heilum hug að vinna að framgangi málsins á grundvelli viljayfirlýsingarinnar. Þann 18. apríl 2018 sendi stefndi bréf á nýjan mennta - og menningarmálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir málinu í stuttu máli og óskað eftir fundi með viðkomandi r áðherra til að ræða framhaldið. Ekki hefur orðið af slíkum fundi. Með bréfi, dags. 2. október 2018, til Læknafélags Íslands, Læknafélags Reykjavíkur, og mennta - og menningarmálaráðuneytisins boðaði Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri stefnda , umrædda aði la til fundar 18. október 2018 , ,vegna bæjarstjórinn boðaði til fundarins til að fara yfir ,,stöðuna á þessu verkefni og þau sjónarmið sem uppi eru um húsnæðið. Í kjölfari ð mun stefndi hafa sent framangreindum aðilum bréf , ásamt fjármálaráðuneytinu, dags. 4. desember 2018, þar sem fram kom að fulltrúi stefnda hefði á fundinum kynnt að áhugi væri fyrir því af hálfu stefnda að senda út auglýsingu þar sem kannað yrði hvort ei nhver myndi vilja kaupa eða leigja húsnæðið að Safnatröð 5 á Seltjarnarnesi sem nú stæði autt. Í bréfinu segir síðan: 11 eftir því að hinkrað yrði lítið eitt með auglýsinguna til að fundarm enn gætu kynnt málið fyrir sínu fólki. Auglýsingin verður nú send til birtingar, hún birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 6. desember nk. og Fréttablaðinu laugardaginn 8. desember nk. Ítrekað skal það sem kynnt var á fundinum að það að auglýsingin fer út þýðir ekki á nokkurn hátt að bærinn sé að óska eftir því að taka húsbygginguna undir aðra starfsemi heldur verður tekið við öllum fyrirspurnum sem koma í framhaldi af auglýsingunni og þær kynntar sérstaklega fyrir læknafélögunum og ráðuneytunum. Í framhal di af því er Með bréfum Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags Íslands til stefnda, dags. 5. desember 2018, var túlkun stefnda á niðurstöðu fundarins mótmælt. Í bréfunum kemur fram a ð það hafi verið skýr afstaða beggja félaganna að ekki yrði tekin afstaða til óskar stefnda um sölu á húseigninni nema fyrir lægi formlegt og skriflegt erindi þar. Slíkt erindi hefði hins vegar ekki borist fyrr en með bréfi stefnda, dags. 4. desember 2018, og mótmæltu félögin þeim skamma fyrirvara sem þeim hefði verið gefinn til að taka afstöðu til málsins. Þá mótmæltu félögin þeirri túlkun að sem fram kæmi í bréfi stefnda um að það að taka húseignina til sölumeðferðar jafngilti ekki því að stefndi væri að taka húsbygginguna undir aðra starfsemi. Að svo búnu ítrekuðu félögin fyrri beiðnir sínar til stefnda um uppgjör framlaga þeirra til stofnkostnaðar byggingarinnar og stefndi gerði þegar grein fyrir þeim viðburðum sem haldnir hefðu verið í húsinu sem og yfi rliti um alla notkun hússins frá 1. janúar 2013 þegar formleg starfsemi Lækningaminjasafnsins hefði verið lögð niður með ákvörðun stefnda. Í auglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu 6. desember 2018 segir meðal annars svo: ,,Seltjarnarnesbær auglýsir ti l sölu fasteignina Safnatröð 5 á Seltjarnarnesi. [...] Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboðum í fasteignina að Safnatröð 5 en langtímaleiga kemur einnig til greina. Innsend tilboð þurfa að innihalda ítarlega greinargerð um þá starfsemi sem tilboðsgjafar hyggjast hafa í húsinu en á svæðinu gildir deiliskipulag s em markar nokkuð hvaða starfsemi má fara fram í því. [...] Frekari gögn og upplýsingar má fá á skrifstofu Seltjarnarnesbæjar auk þess sem hægt er að nálgast upplýsingar um aðal - og deiliskipulag á www.seltjarnarnes.is. 12 Tilboðum skal skila skilað á Bæjar skristofu Seltjarnarness, Austurströnd 2 fyrir kl. 12:00 þann 31. janúar 2019. Seltjarnarnesbær áskilur Mennta - og menningarmálaráðuneytið svaraði erindi stefnda frá 4. desember með b réfi 4. janúar 2019. Í bréfinu ítrekaði ráðuneytið þá afstöðu sem lýst hefði verið á fundi aðila 18. október 2018 um að engar forsendur væru til þess að samþykkja áform stefnda munnlega á fundinum og nauðsynlegt væri að ráðuneytið fengi formlegt erindi frá stefnda um að óska eftir sölu á fasteigninni að Safnatröð 5. Þá var mótmælt þeim skilningi stefnda að tveggja daga svarfrestur til að svara bréfinu fæli í sér þegjandi samþykki ráðuneytisins fyrir söluferli á fasteigninni. Loks vísaði ráðuneytið til þess að þar sem ágreiningur um skyldu stefnda til að endurgreiða stofnframlag væri til meðferðar fyrir dómstólum teldi ráðuneytið ekki forsendur til að fjalla um erindi stefnda fyrir en að fenginni niðurstöðu dómstóla. Við upphaf aðalmeðferðar 30. október sl. gekk dómari á vettvang ásamt lögmönnum aðila og skoðaði safnbygginguna sem um ræðir í málinu. Við aðalmeðferð málsins gáfu nokkur vitni skýrslu og verða skýrslur einungis raktar að því marki sem þær kunna að hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins. Í skýrslu Sigurbjörns Sveinssonar, fyrrrverandi formanns Læknafélags Íslands, fyrir dóminum, lýsti hann aðdraganda að gerð samning sins sem undirritaður var 27. september 2007 um stofnun Lækningaminjasafns, að Læknafélag Íslan d s og Læknafélag Reykjavíkur hefðu árið 2007 heitið 25 milljónum til verkefnisins, hvort félag um sig. Aðspurður um endurgreiðsluákvæði 7. gr. samningsins, þ.e. ef stefndi vildi nýta húsnæðið í aðra starfsemi, kvað Sigurbjörn ákvæðið hafa verið sett í samninginn til að tryggja að samningaðilar L æknafélagsins ráðstöfuðu ekki fjármunum félagsins til annars en stofnunar lækningaminjasafns. Félagið hefði fengið þessa fjármuni í gegnum arf frá Jóni Steffensson , prófessor, og sá arfur hafi verið bundinn skýrum kvöðum um að fjármunum yrði ráðstafað til stofunar lækningaminjasa fn sem yrði í Seltjörn. Birna Jónsdóttir sem sat í stjórn Læknafélags Íslands þegar samningur inn var gerður lýsti ástæðu m þess að ákvæði 7. gr. var sett inn í samning inn á þann veg að félagsmönnum hefði þótt mikilvægt að fjármunum yrði einungis ráðstafað til lækningaminjasafns en ekki varið til annarra verkefna. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, bar fyrir dóminum að Þjóðminjasafn hafi um margra ára skeið varðveitt lækningaminjar. Eftir að lögum var 13 breytt 2001 hafi stefndi Seltjarnarnesbær tekið við þessu hlutverki en Þjóðminjasafn Íslands lag t til húsakost. Aðspurð um hvort hún hefði komið að því undanfarin ár að finna húsnæðinu sem mál þetta lýtur að nýtt hlutverk þá kvaðst hún ekki hafa tekið virkan þátt í því að þarna yr ði listasafn. Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, árið 2016 sagði í skýrslutöku fyrir dómi að eftir því sem hann vissi best hefði íslenska ríkið skoðað að kaupa húsnæðið sem málið varðar undir starfsemi Listasafn Íslands, enda skor ti safnið mjög rými undir samtímalist. Halldór kvaðst hafa fengið vilyrði frá þáverandi menntamálaráðherra og fjármálaráðherra um að þeir styddu málið. Halldór kvaðst hafa haft samband við þáverandi formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur og þau hefðu ekki verið frábitin þeirri hugmynd að gefa eftir kröfur sínar um endurgreiðslu stofnframlags læknafélaganna, með því skilyrði að þau fengju afnot af húsnæðinu. Aðspurður um hvers vegna ekki hafi verið unnt að ná saman með aðilum haustið 2016 sa gði Halldór að um þetta hefðu verið átök innan menntamálaráðuneytisins og honum hefði verið legið á hálsi fyrir að tala beint við fjármálaráðuneytið. Að sögn vitnisins hefði Eiríki Þorlákssyni og Karítas Gunnarsdóttur, starfsfólki ráðuneytisins, þótt hann of kappsfullur og h onum bent á að hann heyrði undir þau. Halldór sagði hins vegar að fundur með Bjarna Benediktssyni, þáverandi fjármálaráðherra, hefði tekið af öll tvímæli um að ríkið væri tilbúið að styðja þetta mál og stjórnarandstaðan hafði ekki verið þessu mótfallin. Ekki hefði þó verið gengið frá neinu samkomulagi og að mati vitnisins hefðu stjórnarslit haustið 2017 haft afgerandi áhrif á að framgangur málsins varð ekki meiri. Friðrik Friðriksson, formaður safnstjórnar Lækningaminjasafns, kvaðst hafa ráðlagt stefnda að segja upp samningnum þar sem ekki hefðu verið rekstrarlegur forsendur fyrir því að reka safn í þeirri mynd sem upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Aðspurður um hlutverk sitt í starfshópi mennta - og menningarmálaráðuneytis sagði hann að markmið hópsins væri að meta hvað það myndi kosta að breyta húsnæði Lækningaminjasafnsins með tilliti til þess hvort þar gætu orðið höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Í því samhengi hefðu stofnframlög aðila og endurgreiðslur komið til skoðunar. I II. Málsástæður aðila Málsástæður stefnanda 14 Stefnandi byggir mál sitt aðallega á því að Seltjarnarnesbæ sé skylt að leysa bygginguna til sín í samræmi 7. gr. samningsins frá 27. september 2007 og endurgreiða ráðuneyt inu framlag sitt samkvæmt ákvæðinu. Í þessu sambandi vísar stefnandi til þess að fyrir lok gildistíma samningsins í desember 2012 tilkynnti stefndi einhliða að hann ætlaði ekki að framlengja fyrrgreindan samning frá 2007 . E innig hafi komið fram í máli stefnda að hugur hans stæði til að nýta bygginguna undir aðra starfsemi. Var sú afstaða ítrekuð í bréfi dags. 16. janúar 2013. Þá lagði stefndi niður Lækningaminjasafn Íslands þann 31. janúar 2013. Af hálfu stefnanda er bent á að í 7. gr. samningsins komi fram að ef til þess komi að stefndi ósk i eftir að nýta safnbygginguna undir aðra starfsemi en Lækningaminjasafn Íslands skuli hann leysa bygginguna til sín, nema um annað semjist við stefnanda og Læknafélag Íslands . Í samningnum segi að stefndi skuli þá endurgreiða stofnframlag ráðuneytisins sa mkvæmt 1. gr. samningsins og skuli fjárhæðir uppfærðar m.v. byggingarvísitölu í þeim mánuði sem framkvæmdir við safnbygginguna hófust. Stefnandi vísar einnig til þess að í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis vegna Lækningaminjasafns Íslands frá apríl 2014 komi fram að stefndi hafi nýtt bygginguna fyrir aðra starfsemi þar sem íþróttafélög bæjarins hafi fengið aðstöðu þar hluta úr ári til íþróttaiðkana og þar hafi enn fremur verið settar upp ljósmynda - og leiksýningar. Stefnandi telur samkvæmt framansögðu skýrt að þar sem stefndi ætli ekki að nýta bygginguna í samræmi við ákvæði samningsins, þ.e. að þar verði ekki til húsa sjálfstætt lækningaminjasafn á vegum bæjarfélagsins, sé honum því skylt að endurgreiða stefnanda framlag sitt með þeim skil málum sem koma fram í ákvæði 7. gr. Hvað sem ofangreindu líður er einnig á því byggt að stefndi hafi horfið frá ábyrgð sinni samkvæmt samningnum og að honum beri því að endurgreiða stefnanda sitt framlag. Í 1. gr. samningsins hafi komið fram að stefndi tæk i að sér og bæri ábyrgð á að reist yrði ný safnbygging fyrir Lækningaminjasafn Íslands á safnasvæðinu við Nesstofu á Seltjarnarnesi samkvæmt gildandi aðalskipulagi Seltjarnarness 2006 til 2024. Þá hafi komið fram að í því fælist að stefndi sæi alfarið um o g bæri ábyrgð á öllum kostnaðarþáttum vegna framkvæmdarinnar. Framlög aðila 15 samningsins voru svo nánar tilgreind í greininni og stóð stefnandi við öll ákvæði samningsins fyrir sitt leyti. Að mati stefnanda er ótækt að stefndi ætli skyndilega og einhliða a ð falla algjörlega frá ábyrgð sinni og skyldum samkvæmt samningnum. Stefnandi telur því að stefnda beri að endurgreiða þann kostnað sem hann hefur lagt til verkefnisins og eðlilegt sé að miðað sé við 7. gr. samningsins hvað varðar tilhögun og fjárhæð endur greiðslunnar. Stefnandi útlistar fjárhæð dómkröfu sinnar á þann veg að s amkvæmt endurgreiðsluákvæði samningsins skuli við endurgreiðslu miða fjárhæðir við byggingarvísitölu í þeim mánuði sem framkvæmdir við safnbygginguna hófust. Ráðuneytið hafi greitt al ls 75 milljónir króna til verkefnisins. Byggingarvísitala í maí 2014 var 601,1 og í september 2008 441,3 (miðað við grunn 1987). Sé miðað við byggingarvísitöluna í september 2008 þegar framkvæmdir hófust sé ljóst að endurgreiðslan til ráðuneytisins samkvæm t ákvæðinu ætti að vera 102.158.396 kr. auk dráttarvaxta frá 28. maí 2014 til greiðsludags. Málsástæður stefnda Krafa stefnda um sýknu byggist í fyrsta lagi á því að skilyrðið fyrir því að bærinn eigi að endurgreiða stofnframlög stefnanda sé ekki fyrir h endi. Stefndi vísar í þessu sambandi til 7. gr. samnings aðila frá 27. september 2007 en þar segi að ef til þess komi að Seltjarnarnesbær ,, óski eftir að nýta safnbygginguna undir aðra starfsemi en Lækningaminjasafn Íslands skuli Seltjarnarnesbær, nema um annað semjist við menntamálaráðuneyti og Læknafélag Íslands, leysa bygginguna til sí n . Þá segi í framhaldinu að jafnframt skuli ,, endurgreiða stofnframlag menntamálaráðuneytis, Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur samkv æmt 1. gr. og skulu fjárhæðir uppfærðar m.v. byggingarvísitölu í þeim mánuði sem framkvæmdir við Stefndi byggir á því að skilyrði 7. gr. samningsins sé á engan hátt uppfyllt og því beri að sýkna hann af kröfu stefnanda. Stefndi te lur að samkvæmt skilyrðinu og túlkun þess eftir orðanna hljóðan, þurfi stefndi að óska eftir því sérs taklega að nýta safnbygginguna undir aðra starfsemi en fyrir Lækningaminjasafn Íslands. Fyrir liggur að Seltjarnarnesbær hefur aldrei óskað eftir að nýta b ygginguna í aðra starfsemi og því sé skilyrðið ekki uppfyllt. 16 Stefndu telur stefnanda hafa sönnunarbyrði fyrir því að stefndi hafi óskað eftir að nýta safnbygginguna undir aðra starfsemi en fyrir Lækningaminjasafn Íslands. Þ að hafi stefnanda ekki tekist en da hafi stefndi aldrei óskað eftir því. Stefndi byggir jafnframt á því að ef það er einhver vafi um túlkun á framangreindu ákvæði beri að túlka samninginn honum í hag . Málatilbúnaður stefnda að þessu leyti helgast af því að hann telur stefnanda hafa haft yfirburði við samningsgerðina . Stefndi vísar til þess að stefnandi sé í raun íslenska ríkið sem sé ,, með heilan her af lögfræðingum í vinnu en stefndi er einungis lítið sveitarfélag sem hafði enga lögfræðinga á launaskrá þegar framangreindur samningur var gerður. Stefndi byggir einnig á því að hafa verði það túlkunarsjónarmið að leiðarljósi að stefnandi geti ekki byggt rétt á óljósu samningsákvæði, sem telja verður ósanngjarnt eða óhæfilega íþyngjandi fyrir stefnda. Stefndi byggir sýknukröfu sína í öðru l agi á því að hegðun aðila máls eftir að samningur var gerður gefi einnig vísbendingu um að túlka beri 7. gr. samnings aðila honum í hag. Til stuðnings þessari málsástæðu vísar stefndi í bréf stefnanda til stefnda sem , dags. 14. desember 2012 , en þar komi fram að það þurfi að ,,finna þeirri byggingu sem hefur verið ætluð undir Lækningaminjasafn Íslands nýtt og verðugt hlutverk, þar sem stefnt verði að því að hönnun byggingarinnar yrði löguð að nýju hlutverki eftir því sem þörf yrði á, áður en framkvæ mdum y rði haldið áfram og lokið. Þá segi í bréfinu að ráðuneytið sé ,, að sjálfsögðu reiðubúið til slíkra viðræðna, og mælir með að þæ r verði teknar upp eftir áramót ,, eðlilegt [sé] að gerður verði nýr samningur milli málsaðila um málið og skiptingu mögulegs kostnaðar vegna þeirra framkvæmda, sem taldar yrðu nauðsynlegar Stefndi vísar til þess að bréf ráðuneytisins hafi verið undirritað af Katrínu Jakobsdóttur sem þá gegndi embætti menntamálaráðherra. Stefndi byggir á því í þessu sa mbandi að aðilum hafi í sameiningu tekist að finna byggingunni nýtt hlutverk og því sé eðlilegt að gerður verði nýr samningur milli málsaðila um málið eins og boðað var í bréfi ráðuneytisins frá 14. des ember 2012. Viðræður aðila málsins um að ríkið keypti bygginguna fyrir Listasafn Íslands staðfest i þetta og megi í því sambandi nefna drög að kaupsamningi sem aðilar málsins gerðu sín á milli um kaupin, viljayfirlýsingu aðila málsins og læknafélaganna frá 14. okt óber 2016 og samþykki Alþingis fyrir kaupunum í fjárlögum ríkisins. Stefndi telur að með því að að draga stefnda endalaust á því að ganga frá kaupsamningnum um bygginguna og höfða mál þetta hafi stefnandi í raun vanefnt 17 yfirlýsingu sína í fyrrgreindu bréfi þar sem fram kom að eðlilegt sé að gerður ver ði nýr samningur milli málsaðila um málið ef nýtt hlutverk finnist undir bygginguna. Ef dómurinn telur framangreindar málsástæður ekki duga til að verjast endurgreiðslukröfu stefnanda byggir stefndi sýknukröfu sína á því að með vísan í 36. gr. laga nr. 7/ 1936 sé rétt að víkja til hliðar að hluta 7. gr. hins umþrætta samnings aðila frá 27. sept ember 2007. Þessi krafa stefnda lúti nánar tiltekið að því að víkja til hliðar þeim hlutum 7. gr. samningsins sem kveða á um endurgreiðslu stefnda á stofnframlagi til stefnanda. Þessi málsástæða stefnda byggist á því að það sé ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju af hálfu stefnanda að bera ákvæði 7. gr. samnings aðila fyrir sig í ljósi aðstæðna. Í þessu sambandi byggir stefndi á öllum þeim sjónarmiðum sem rakin hafa verið hér að framan. Þar var m.a. bent á að stefnandi hafi aldrei óskað eftir því að taka bygginguna undir aðra starfsemi og það að stefnandi hafði yfirburðaaðstöðu við samningsgerðina. Stefndi byggir hér einnig á þeim atvikum sem síðar komu til og þ á einkum því að stefnandi vildi að aðilar finndu byggingunni nýtt hlutverk sem þeir gerðu í sátt og samlyndi við læknafélögin . Þ egar það var í höfn telur stefndi ríkinu hafa borið að leysa til sín bygginguna eins og komið var inn á í tilvitnuðu bréfi ríkisins frá 14. des ember 2012. Það sé verulega ósanngjarnt ef ríkið ætlar ekki að standa við sinn hluta samningsins um að kaupa bygginguna eins og gefinn var ádráttur um og enn ósanngjarnara er ef ríkið ætlar síðan að neyða stefnda til að endurgreiða sér stofnframlagið eftir að hafa vanefnt samkomulag aðila eins og að framan var lýst. Að því er varðar málsástæður stefnanda þá telur stefndi aðallega byggt á því að stefnu að stefnda beri að endurgreiða stefnanda stofnframlagið á grundvelli 7. gr. samningsins . Þar sé því ranglega fram að í máli stefnda hafi komið fram að hugur hans stæði til að nýta bygginguna undir aðra starfsemi. Stefndi mótmælir þessu sem röngu og ósönnuðu enda hafi hann aldrei óskað eftir því að nýta bygginguna undir aðra starfsemi en fyri r Lækningaminjasafn Íslands þannig að endurkaupaákvæði 7. gr. samnings aðila hafi virkjast. Þá mótmælir stefndi fullyrðingu í stefnu um að stefndi hafi ítrekað beiðni sína um að leysa til bygginguna til sín í bréfi , dags. 17. janúar 2013. E kkert slíkt komi fram í bréfinu heldur er þar einungis verið að árétta að aðilar setjist sem fyrst niður til að finna byggingunni verðugt hlutverk. Að því er varðar tilvísun í skýrslu Ríkisendurskoðunar í stefnu og að þar komi fram að stefndi hafi nýtt bygginguna fyr ir aðra starfsemi þar sem íþróttafélög bæjarins 18 hafi fengið þar aðstöðu og að settar hafi verið þar upp ljósmynda - og leiksýningar telur stefndi að þarna sé farið frjálslega með staðreyndir. Engan veginn sé hægt að halda því fram að í þessu felist að bærin n hafi óskað eftir því að fá að nýta safnbygginguna undir aðra starfsemi en fyrir Lækningaminjasafn Íslands. Safnið hafi staðið nær autt frá upphafi enda um fokhelda eign á byggingarstigi að ræða þar sem ekki sé aðstaða til eins eða neins . Þannig sé t.d. e ngin salernisaðstaða í húsinu. Engar leik - eða ljósmyndasýningar haf i verið þar á vegum bæjarins. Íþróttafélög bæjarins haf i ekki heldur fengið þar aðstöðu fyrir utan eitt skipti þar sem golfklúbbur fékk að nota eitt afmarkað herbergi til að slá kúlum í ne t nokkra mánuði að vetrarlagi og var það gert í fullu samráði við stefnanda. Í stefnu sé einnig byggt á því að stefndi hafi horfið frá ábyrgð sinni samkvæmt samningnum og því beri að endurgreiða stefnanda sitt framlag. Stefndi mótmælir þessu og bendir á að samningur aðila frá 27. september 2007 hafi verið með takmarkaðan gildistíma samkvæmt 11. gr. samningsins og rann út þann 31. desember 2012. Stefndi hafi tilkynnt stefnanda ítrekað með góðum fyrirvara að samningurinn yrði ekki framlengdur. Í bréfi stefnan da til stefnda, dags. 14. desember 2012 , var uppsögninni ekki mótmælt, heldur einungis tekið undir það að nú skyldu aðilar fara í samvinnu með það að markmiði að finna byggingunni nýtt og verðugt hlutverk sem varð síðar raunin þegar allir aðilar samkomulag sins tóku undir að byggingin skyldi seld til ríkisins undir starfsemi Listasafns Íslands. Hafi þessi nýja málsástæða stefnanda um að stefndi hafi fallið frá ábyrgð sinni samkvæmt samningnum einhver tíman verið raunhæf, sé alveg ljóst að hún er löngu fallin niður fyrir tómlæti af hálfu stefnanda . Stefndi mótmæl ir einnig fjárhæð dómkröfunnar sérstaklega enda séu allar forsendur fyrir útreikningi hennar rangar. Í því sambandi bendir stefndi að í 7. gr. samnings aðila komi fram að fjárhæðir skuli uppfærðar m.v. byggingarvísitölu í þeim mánuði sem framkvæmdir við safnbygginguna hefjast. Í stefnu er því haldið fram að framkvæmdir hafi hafist í september 2008 og því miðað við byggingarvísitölu þess mánaðar sem er 441,3. Stefndi mótmælir þessari aðfer ðafræði og því að framkvæmdir við safnbygginguna hafi hafist í september 2008. Réttara sé að miða við byggingarvísitölu í þeim mánuði sem framkvæmdir við safnbygginguna sjálfa hófust en fyrsta greiðsla sé vegna vinnu Orkuveitu Reykjavíkur við heimlögn rafm agns þann 30. apríl 200 9. Þá hafi byggingarvísitalan verið 490,7. 19 Stefndi telur einnig að dómkrafan eins og hún er sett fram í lið 4.8 í stefnunni miði st við að byggingarvísitalan í september 2008 hafi áhrif á allar greiðslur stefnanda. Rétt sé að benda hé r á að greiðsla að fjárhæð kr. 25.000.000 hafi ekki komið fyrr en þann 1. janúar 2009 og greiðsla að fjárhæð kr. 25.000.000 borist ekki fyrr en þann 1. janúar 2010 . Stefndi telur það algjörlega fráleitt að stefnandi byggi dómkröfur sínar á því að framangr eindar greiðslur skuli hækkaðar með byggingarvísitölu aftur í tímann, þ.e. að miðað sé við vísitöluna í september 2008 enda fái það enga stoð í samningi aðila. Þann 1. janúar 2010 hafði stefnandi greitt kr. 75.000.000 og þá var byggingarvísitalan 501,1. Ré ttur útreikningur eigi því að vera 75.000.000 * (601,1/501,1) = 89.967.072 kr . Stefndi mótmælir einnig vaxtakröfum stefnanda sem röngum og vanreifuðum enda sé nær engin umfjöllun um það í stefnunni hvernig þær eru byggðar upp. Sé um það að ræða að stefnand i telji að hann hafi sannanlega krafið stefnda um greiðslu með bréfi sínu frá 28. apríl 2014 sé það á misskilningi byggt . Í tilvitnuðu bréfi sé ekkert byggt á því að bærinn hafi tekið bygginguna undir aðra starfsemi enda hafi ekki verið um slíkt að ræða. Þ ví hafi engin greiðsluskylda verið fyrir hendi. Stefndi bendir ennfremur á það að hann svaraði þessu bréfi með bréfi sínu, dags. 9. júlí 2014 , þar sem bent var á að engin greiðsluskylda væri fyrir hendi. Því hafi ekki verið mótmælt af hálfu stefnanda og ef tir að það bréf var sent út héldu áfram viðræður aðila málsins sem höfðu það að markmiði að finna byggingunni nýtt og verðugt hlutverk. IV. Niðurstaða. Fyrir liggur að málatilbúnaður stefnanda í málinu byggist í aðalatriðum á því að stefnd a beri skylda ti l að greiða kröfufjárhæðina í málinu með vísan til 7. gr. stofnsamningsins um Lækningaminjasafn Íslands frá 27. september 2007 . Ákvæði 7. gr. er tekið orðrétt upp í atvikalýsingu dómsins í kafla II hér að framan . Þar segir að ef til þess kemur að stefndi óski eftir að nýta safnbygginguna undir aðra starfsemi en Lækningaminjasafn Íslands [skuli stefndi] , nema um annað semjist við menntamálaráðuneyti og Læknafélag Íslands, leysa bygginguna til sín. Segir jafnframt í ákvæðinu að stefndi skuli þá endurgreiða ríkissjóði þá fjármuni sem lagðir hafa verið í safnbygginguna af erfðafé Jóns Steffensens í formi söluandvirðis fasteignarinnar að Bygggörðum 7 og að fjárhæðir skuli uppfærðar miðað við byggingarvísitölu í þeim mánuði sem framkvæmdir við safnbygginguna he fjast . 20 Þegar horft er til orðalags 7. gr. samningsins eins og hann verður túlkaður samkvæmt almennri málvenju verður ekki annað séð en að ákvæðið feli í sér rétt stefnda til að kaupa safnbygginguna sem samningurinn fjallar um gegn því að endurgreiða öðrum aðilum samningsins stofnframlög þeirra samkvæmt samningnum, uppfært miðað við byggingarvísitölu. Er þá litið til þess að orðasambandið ,,leysa til almennum málsskilningi , sbr. Í slenska orðabók sem út kom árið 2007, bls. 599. E kkert er komið fram í málinu um að aðilar hafi lagt annan skilning til grundvallar við gerð samningsins. Eins og rakið er í II. kafla námu u pphafleg framlög annarra aðila en stefnda samanlagt 235.000.000 kr. Í ljósi þess sem að framan er rakið verður að leggja til grundvallar við túlkun 7. gr. samningsins að sú greiðsluskylda sem þar er mælt fyrir um miðist efni sínu samkvæmt við það að Seltjarnarbær óski eftir því að ný ta sér samningsbundinn rétt sinn samkv æmt ákvæðinu til að kaupa safnbygginguna sem mál þetta snýst um. Af gögnum málsins og skýrslum aðila fyrir dómi verður ekki ráðið að stefndi hafi nokkru sinni nýtt sér þennan rétt. Þannig verður ekki fallist á erindi stefnda til menntamálaráðher ra , dags. 12 . desember 2012, feli sér yfirlýsingu u m að stefndi nýti sér kauprétt að byggingunni, enda lýsir erindið aðeins þeirri afstöðu stefnda við lok gildistíma samningsins að hann vilji ekki framlengja samninginn af sinni hálfu. Að mati dómsins ber svarbréf me nntamálaráðuneytisins frá 14. desember 2012 þess augsýnilega merki að ráðuneytið leit heldur ekki þannig á að stefndi hefði nýtt sér kauprétt sinn, enda er í bréfi ráðuneytisins vikið sérstaklega að því að semja verði um fjárhaglegt uppgjör aðila samningsi ns frá 27. september 2007 ef ekki tekst að finna byggingunni nýtt hlutverk. Þá telur dómurinn heldur ekki unnt að líta svo á að bréf stefnda til menntamálaráðuneytisins, dags. 16. janúar 2013 , hafi falið í sér að stefndi leysti til sín bygginguna samkvæmt framangreindu, enda hafði bréfið ekki að geyma yfirlýsingar um slíkt. Þótt stefndi óski eftir því að hefja viðræður við mennta - og menningarmálaráðuneytið um að finna byggingunni nýtt hlutverk jafngildir það ekki því að hann hafi leyst bygginguna til sín og þar með verið skylt að endurgreiða stefnanda stofnframlag sitt. Stefnandi hefur auk þess byggt á því að stefndi hafi í reynd nýtt bygginguna að Safnatröð 5 fyrir aðra starfsemi og þar með óskað þess að taka byggingunna til annarra nota í skilningi stofnsamningsins . Hefur stefnandi um það vísað til ummæla í 21 skýrslu Ríkisendurskoð u nar frá 2014 um að íþróttafélög í Seltjarnarnesbæ hafi fengið aðstöðu í húsinu hluta úr ári til íþróttaiðkana og þar hafi enn fremur verið settar upp ljósmynda - og leiksýningar. Stefndi hefur mótmælt þessum staðhæfingum og vísað til þess að byggingin hafi staðið nær auð frá upphafi enda sé um fokhelda eign á byggingarstigi þar sem ekki sé aðstaða til eins eða neins, m.a. sé engin salernisaðstaða í húsinu. Þá hefu r stefndi vísað til þess að engar leik - eða ljósmyndasýningar hafi verið í byggingunni á vegum bæjarins og eina dæmið um afnot íþróttafélaga á Seltjarnarnesi hafi verið fólgið í því að gólfklúbbur hafi fengið nota afmarkað herbergi til að slá kúlum í net n okkra mánuði að vetrarlagi og það hafi verið gert í fullu samráði við stefnda. Stefnandi hefur ekki mótmælt síðastgreindu staðhæfingunni. Eins og rakið er hér að framan að fór dómari á vettvang ásamt lögmönnum aðila í upphafi aðalmeðferðar. Að mati dómsin s var bersýnilegt við vettvangsgöngu að byggingin hafði ekki verið í reglulegri notkun. Þá hefur stefnandi ekki leitt sönnur að því í málinu að stefndi hafi tekið bygginguna til eigin notkunar. T ilvísanir stefnanda til skýrslu ríkisendurskoðunar um atvik m álsins að þessu leyti geta gegn mótmælum stefnda ekki leyst stefnanda ekki undan því að að færa fram fullnægjandi sönnu r fyrir staðhæfingum sínum eftir þeim leiðum, sem lög nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , bjóða. Með vísan til þessara atriða verður ekki talið að stefnanda tekist að sýna fram á að stefndi hafi á grundvelli afnota sinna af fasteigninni í reynd óskað eftir að nýta bygginguna undir aðra starfsemi og þar með leyst hana til sín. Er málsástæðu m stefnanda um þetta atriði því hafnað . Af mála tilbúnaði stefnanda verður jafnframt ráðið að stefnandi telji stefnda bera að endurgreiða stefnanda framlag sitt hvað sem líður málsástæðum stefnanda um 7. þar sem stefndi hafi horfið frá ábyrgð sinni samkvæmt samningnum samhengi v ísar stefnandi til þess að í 1. gr. samningsins hafi komið fram að stefndi tæki að sér og bæri ábyrgð á að reist yrði ný safnbygging fyrir Lækningaminjasafn Íslands á safnasvæðinu við Nesstofu á Seltjarnarnesi samkvæmt gildandi aðalskipulagi Seltjarnarness 2006 til 2024. Vísar stefnandi þá jafnframt til þess að fram hafi komið að í því fælist að stefndi sæi alfarið um og bæri ábyrgð á öllum kostnaðarþáttum vegna framkvæmdarinnar. Framlög aðila samningsins hafi síðan verið nánar tilgreind í 1. gr. en stefnandi hafi staðið við öll ákvæði samningsins fyrir sitt leyti. 22 Að því er varðar þessar málsástæður stefnanda telur dómurinn rétt að taka fram að í títt nefndum stofnsamningi frá 27. september 2007 er ekki fjallað um afleiðingar þess að stefndi efni ek ki skyldur sínar samkvæmt 1. gr. samningsins. Dómurinn fellst því ekki á sjónarmið stefnanda um að uppgjöri aðila beri að ráða til lykta samkvæmt 7. gr. samningsins enda er í því ákvæði einungis fjallað um þá aðstöðu ef stefndi leysir bygginguna til sín , e n dómurinn hefur þegar hafnað málsástæðum stefnanda um það atriði . Því er ljóst að til þess að leyst verði úr ágreiningi aðila um réttaráhrif samningsins og hvernig lögskiptum þeirra um bygginguna að Safnatröð 5 verði ráðið til lykta, þarf að horfa til ann arra atvika og réttarreglna , en stefnandi hefur ekki að neinu leyti reifað aðrar málsástæður til stuðnings kröfu sinni en þær sem koma fram í 7. gr. samnings aðila. Af þessum sökum verður að hafna málatilbúnaði stefnanda að öllu öðru leyti. Í ljósi þessara r niðurstöðu verður stefnanda gert að greiða stefnda allan kostnað af rekstri málsins, sbr. 1. mgr. 130. gr. Að teknu tilliti til umfangs málsins telst sá kostnaður hæfilega ákveðinn 875.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Kjartan Bjarni Björgvinsso n héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Vegna embættisanna dómara hefur dómsuppkvaðning farið tvo daga umfram lögbundinn fjögurra vikna frest frá því að málið var dómtekið en aðilar voru sammála um að ekki væri þörf á endurflutningi málsins, sbr. 1. mgr. 115 . gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð: Stefndi, Seltjarnarnesbær, er sýknaður af kröfu íslenska ríkisins í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 875.000 krónur í málskostnað. Kjartan Bjarni Björgvinsson (sign.)