Héraðsdómur Vesturlands Dómur 28. september 2020 Mál nr. S - 54/2020 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari ) g egn Ómar i Erni Guðmundss yni ( Einar Oddur Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 20 . febrúar 20 20 á hendur ákærða, Ómari Erni Guðmundssyni , kt. ... , Reynihrauni 6 , Borgarbyggð . Málið var dómtekið 2 8 . september 20 20 . Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir eignaspjöll og húsbrot með því að hafa að kvöldi miðvikudagsins 5. febrúar 2020 brotið upp dyr og ruðst heimildarlaust inn í íbúð að ... , Borgarbyggð, og valdið skemmdum á dyraumbúnaði við verknaðin n. Telst þetta varða við 231. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu hefur A... , kt. ... , lagt fr am skaðabótakröfu og krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða 28.044 kr. í skaðabætur og 30.000 kr. í málskostnað, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 12.febrúar 2020 til þess dags að mánuður er liðinn frá birti ngu kröfunnar, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Í þinghaldi þann 28 . september sl. var af hálfu ákæruvaldsins fallið frá þeim þætti ákæru að ákærði hafi ruðst heimildarlaust inn í íbúð að ... umrætt sinn. Þá var einnig fallið frá heimfærslu brot sins til 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Með ákæru dagsettri 13 . jú l í 20 20 var sakamál, sem fékk númerið S - 188 /20 20 hjá dóminum, höfðað af Lögreglustjóranum á Vesturlandi á hendur ákærða o g var það mál sameinað þessu máli. eignaspjöll með því að hafa að kvöldi laugar dagsins 16 . maí 2020 sparkað í hægri framhurð bifreiðarinnar 2 OBN10 , þar sem bifreiðin var staðsett við Brákarbraut 3 í Borgarnesi, og með því valdið skemmdum á hægri framhurð bifreið arinnar en sjáanlegar rispur í lakki voru fyrir ofan hurðahún . Telst þetta varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í þinghaldi þann 28. september sl., var gerð breyting á ákæru dags 13. júlí 2020 með þeim hætti að atvikalýsing í ákæru verði svohljóðandi fyrir eignaspjöll með því að hafa að kvöldi laugardagsi ns 16. maí 2020 sett annan fót sinn í hægri framhurð bifreiðarinnar OBN10, þar sem bifreiðin var staðsett við Brákarbraut 3 í Borgarnesi, og með því valdið skemmdum á hægri framhurð bifreiðarinnar en sjáanlegar rispur í lakki voru fyrir ofan hurðahún . Á kærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök í ákærum og er játning hans studd sakargögnum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu ve rður ákærði sakfelldur fyrir brotin, sem réttilega eru færð til refsilaga í ákæru. Samkvæmt fyrirliggjandi sakavottorði var ákærði hinn 12 . desember 201 9 dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og áfengislögu m. Með þeim brotum sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir rauf hann skilorð fyrrgreinds dóms. Með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga ber að taka upp refsingu samkvæmt þeim dómi og dæma með í þessu máli þannig að ákærða verður gerð refsing í einu lagi, að teknu tilliti til 77. gr. laganna. Við ákvörðun refsingar ákærða er þess að gæta að það horfir honum til málsbóta að hann hefur greiðlega gengist við brotunum. Að öllu því virtu sem hér hefur verið rakið þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fange lsi í þrjá mán u ð i . Í samræmi við samþykki ákærða verður hann dæmdur til að greiða brotaþola skaðabætur eins og sú krafa er sett fram í ákæru dags 20. febrúar 2020. Verða dráttarvextir reiknaðir frá 2 0 . mars 20 20 , en þá var mánuður liðinn frá því ákærða var kynnt krafan, sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Þá verður ákærða gert að greiða brotaþola málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn svo sem greinir í dómsorði 3 Loks verður ákærða, með vísan til 235. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88 /2008, gert að greiða þóknun verjanda síns, bæði á rannsóknastigi og fyrir dómi, sem þykir hæfilega ákveðin, að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem greinir í dómsorði. Annan sakarkostnað leiddi ekki af rannsókn og meðferð málsins. Guðfinnur Stefánsson, aðs toðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Ómar Örn Guðmundsson , sæti fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði greiði A... 2 8 . 044 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 5. febrúar 20 20 til 2 0 . mars 20 20 , en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 3 0.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði þóknun verjanda síns, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, 861 .1 80 krónur og ferðakostnað verjandans, 54 . 0 54 krónur. Guðfinnur Stefánsson