Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 29. apríl 2021 Mál nr. S - 678/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Smár a Fannar i Kristjánss yni Dómur Mál þetta, sem var dómtekið í dag , var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 26. nóvember 2020, á hendur Smára Fannari Kristjánssyni, kt. , , Akureyri, - og fíkni efni: I. Með því að hafa laugardagskvöldið 3. október 2020, ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti, undir áhrifum ávana - og fíkniefna, (í blóðsýni sem tekið var úr ákærða vegna rannsóknar málsins mældist amfetamín 250 ng/ml.) og undir áhrifum áfengis (í s ama blóðsýni mældist alkóhólmagn 0,60 0/00) austur Víðivelli á Akureyri og norður Reynivelli, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 49. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. Með því að hafa greint kvöld þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans á ofangreindri bifreið verið með í vörslum sínum 0,47 grömm af amfetamíni. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og f íkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. gr. og 100. gr. nefndra umferðarlaga. Jafnframt er gerð krafa um að ákærði sæti upptöku á efni því ,sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 44.634 samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr . 14. gr. 2 Ákærði sótti ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum að leggja dóm á málið að ákærða fjarverandi, enda varðar brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a - lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Sakaferill ákærða skiptir hér máli að því leyti að hann var þann 1. október 2014 dæmdur í 6 mánaða fangelsi, þar af þrír mánuðir skilorðsbundnir í þrjú ár, m.a. fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna . Þá var hann sviptur ökurétti í fjóra mánuði . Þann 19. febrúar 2015 var hann dæmdur til að greiða 140.000 króna sekt fyrir m.a. fíkniefnaakstur . Ákærði var sviptur ökurétti í tvö ár. Skilorðsdómurinn var látinn haldast. Á kærði var dæmdur þann 22. mars 2017 í 90 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, m.a. fy rir að aka undir áhrifum fíkniefna og var ákærði sviptur ökurétti í eitt ár. Var tekið fram að refsingin væri hegningarauki við dóminn frá 19. febrúar 2015 . Að lokum hlaut ákærði dóm þann 1. jú lí 2020 fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Var refsing ákveðin 30 daga fangelsi og ákærði sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði er nú sakfelldur fyrir að aka sviptur ökurétti , undir áhrifum fíkniefna og áfengis , auk þess að hafa í vörslum sínum fíkniefni. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í 60 daga. Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er ævilöng svipting ökuréttar áréttuð. Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 skal ákærði sæta uppt öku á þeim efnum er í dómsorði greinir. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, 107.986 krónur. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Smári Fannar Kristjánsson, sæti fangelsi í 60 daga. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Gerð eru upptæk 0,47 grömm af amfetamíni. Ákærði greiði 107.986 krónur í sakarkostnað .