Héraðsdómur Vesturlands Dómur 14. desember 2021 Mál nr. S - 231/2021 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Rúnar i I . Kristjánss yni Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 8. nóvember 2021 á hendur ákærða, Rúnari I . Kristjánssyni, kt. ... , Frakkastíg 8c, Reykjavík . Málið var dómtekið 9 . desember 20 21 . Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir umferðarlagab rot, en að hafa mánudaginn 30. ágúst 2021 ekið bifreiðinni NO942, sviptur ökuréttindum, um Innesveg við Grundaskóla á Akranesi, með allt að 47 km hraða á klukkustund, að teknu tilliti til vikmarka, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 km á klukkustund. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr. og 2. mgr. sbr. 5. mgr. 37. gr. sbr. 95. gr. umferðalaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust j átað að hafa framið þa u brot sem honum er u gefi n að sök í ákæru og er játning hans studd sakargögnum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir broti n , sem réttilega er u fær ð til refsilaga í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hefur ákærð i frá árinu 201 3 gengist undir sex lögreglustjórasáttir fyrir brot gegn fíkniefna - og umferðarlögum . Með brotum sínum nú hefur ákærð i í þriðja sinn gerst sek ur um akstur sv ipt ur ökurétti, en ítrekunaráhrif vegna fyrri mála hafa ekki fallið niður. Að öllu virtu þykir refsing ákærð a hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi. Engan sakarkostnað leiddi af rannsókn og rekstri málsins. Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður u pp dóm þennan. 2 D Ó M S O R Ð: Ákærð i , Rúnar I . Kristjánsson , sæti fangelsi í 30 daga. Guðfinnur Stefánsson