Héraðsdómur Vesturlands Dómur 3. febrúar 2021 Mál nr. S - 138/2019: Ákæruvaldið (Dröfn Kjærnested aðstoðarsaksóknari) gegn X (Þorgils Þorgilsson lögmaður) og Y (Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður) Dómur I. Mál þetta, sem dómtekið var 8. janúar sl., er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 8. ágúst 2019, á hendur ákærðu, X... , kt. ... , ... , ... , og Y... , kt. ... , ... , ... . hegningarlögum og barnaverndarlögum framin í félagi, miðvikudaginn 19. desember 2018, utandyra við sumarhús, að ... í ... , gegn A... , kt. ... , fyrrum sambýliskonu ákærða X. .. , B... , kt. ... og D... , kt. ... , sonum A... og ákærða X... , sem þá voru fimm og átta ára gamlir, og dóttur A... , E... , kt. ... , þá ársgömul; Á hendur ákærðu Y... fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og ólögmæta nauðung, á hendur ákærða X... fyrir bro t í nánu sambandi og á hendur ákærðu báðum fyrir brot gegn börnum, með því að hafa veist að A... með ofbeldi og ólögmætri nauðung, tekið af henni spjaldtölvu en bæði ákærðu kýldu A... ítrekað í höfuð og líkama, rifu í hár hennar og líkama, spörkuðu og stöp puðu ítrekað á líkama hennar og ákærða Y... sparkaði að minnsta kosti einu sinni í höfuð A... , en með þessari atlögu var lífi, heilsu og velferð A... ógnað á alvarlegan hátt, ásamt því að hún var sérstaklega sársaukafull og meiðandi og var vanvirðandi, ógnandi og ruddaleg gagnvart ofangreindum börnum A... , sem horfðu á atlöguna ásamt sambýlismanni hennar. Af atlögunni hlaut A... kúlu hægra megin á hnak ka, mar á báðum upphandleggjum, hrufl á vinstri framhandlegg og báðum hnjám, klórför á hægri framhandlegg, litlar rispur víðsvegar um líkama, þreififieymsli í 2 hálshrygg, lendhrygg, millirifjavöðvum og kvið og verki við djúpa innöndun í framanverðum brjóstk assa. Telst brot ákærðu Y... varða við 2. mgr. 218. gr. og 225. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og brot ákærða X... við 1. sbr. 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga og 1. og 3. mgr. 99. g r. barnaverndarlaga, en til vara við 1. mgr. 218. gr. b og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A... , kt. ... , er gerð krafa um að ákærðu verði in solidum gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.000.000, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 19. desember 2018 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr . 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærðu verði in solidum gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar fram lögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á Ákærði X... krefst þess að verða sýknaður af öllum liðum ákæru og að bótakröfu verði vísað frá dómi. Til vara krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa v erði lækkuð verulega. Loks krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda, verði greiddur úr ríkissjóði. Ákærða Y... krefst þess að verða sýknuð af öllum liðum ákæru og að bótakröfu verði vísað frá dómi. Til vara krefst hún vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsing verði þá bundin skilorði að öllu leyti, auk þess sem hún verði sýknuð af bótakröfu eða hún að öðrum kosti lækkuð verulega. Loks krefst ákærða þess að allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarla un skipaðs verjanda, verði greiddur úr ríkissjóði. 3 Mál þetta var tilbúið til aðalmeðferðar í lok desember 2019, en að ósk sakflytjenda var aðalmeðferð inni frestað utan réttar meðan beðið var niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 54/2019, varðandi sönnunargild i framburðar barna í Barnahúsi, og síðan einnig vegna áhrifa Covid - 19. II. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst tilkynning til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu um líkamsárás við sumarbústað að ... í ... miðvikudaginn 19. desember 2018, kl. 16.59. Er lögreglumenn komu á vettvang tók brotaþoli á móti þeim en ákærðu voru farin á brott. Með brotaþola í sumarbústaðnum var sambýlismaður hennar, F... , og dóttir þeirra, E... , ásamt sonum brotaþola og ákærða X... , þeim B... og D... . Greindi brotaþoli frá því að barnsfaðir hennar, ákærði X... , hefði komið að bústaðnum til að ná í spjaldtölvu sem sonur þeirra notaði. Kom fram hjá henni að aðdragandi þess hefði verið sá að hún hefði fundið í tölvunni myndir af syninu m B... nöktum og spurt ákærða út í þessar myndir. Hefði ákærði þá heimtað að fá tölvuna frá henni en hún verið búin að neita því. Ákærði hefði svo bankað upp á í sumarbústaðnum og viljað fá tölvuna. Er þau hefðu verið stödd fyrir utan bústaðinn hefði ákærð i reynt að taka tölvuna af henni með valdi og synir þeirra tveir horft á. Hún hefði haldið á tölvunni í fanginu og beygt sig fram. Ákærða Y... hefði þá komið að og þau bæði veitt henni ítrekuð högg og spörk. Þau hefðu svo náð af henni tölvunni og farið í b urtu. Ákærðu X... og Y... voru handtekin skömmu síðar og flutt á lögreglustöðina á Akranesi þar sem þau voru vistuð í fangaklefa. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð, dags. 20. desember 2018, ásamt ljósmyndum vegna áverka brotaþola þar sem meðal annars ke mur fram að hún var með mar á báðum upphandleggjum, klórför og hrufl á framhandleggjum og hrufl á báðum hnjám. Einnig litlar rispur á kvið, leggjum og milli brjósta eftir að hafa farið í runna. Á hnakkanum var hún með kúlu og eymsli víða við þreifingu. Ein nig liggja fyrir vottorð sálfræðinga um sálfræðimeðferð brotaþola og ákærðu Y... , auk áverkavottorða ásamt meðfylgjandi ljósmyndum vegna beggja ákærðu. Þá liggja og fyrir endurrit og upptökur af símtali F... og brotaþola við 112 og fjarskiptamiðstöð lögreg lunnar. Dómari gekk á vettvang fyrir upphaf aðalmeðferðar málsins ásamt sakflyjendum, ákærðu og brotaþola og skoðaði aðstæður. III. 4 Skýrslur fyrir dómi Ákærði X... lýsti atvikum þannig að hann hefði komið á staðinn, án vitneskju brotaþola, í þeim tilgangi að sækja tölvu sem sonur þeirra hefði haft afnot af. Kvaðst hann hafa lagt bifreiðinni, gengið upp að bústaðnum og beðið brotaþola um að fá að sjá myndir í tölvunn i, sem hún hefði talað um en hann ekki séð. Þau hefðu svo gengið niður með bústaðnum að bíl þar sem tölvan hefði verið geymd. Á leiðinni til baka hefði brotaþoli gengið hægra megin við ákærða og haldið á tölvunni í hægri hendi sinni. Kvaðst hann hafa ætlað að teygja sig í tölvuna er hún þá gripið utan um hönd hans, hent sér afturábak og dregið hann með sér. Kvaðst hann telja að hún hefði lent á bakinu og hann ofan á henni. Hann hefði svo reynt að standa upp með því að styðja báðum höndum niður en hún hefði Y... hefði þá heyrt lætin og komið þarna að. Kom fram hjá ákærða að F... hefði staðið þarna nálægt og sagt brotaþola að láta þau fá tölvuna. Hefðu hann og ákærða Y... þá náð tölvunni af brotaþola, farið með hana út í bíl og ekið í burtu. Ekkert ofbeldi hefði átt sér stað heldur hefðu þau bara tekið tölvuna af brotaþola. Neitaði ákærði því að hafa sparkað eða kýlt í brotaþola og kvaðst ekki hafa séð ákærðu Y... gera neitt slíkt heldur. Spurður hvernig bro taþoli hefði getað fengið þá áverka sem lýst var við læknisskoðun kvaðst hann telja að hún hefði líklega hlotið þá við að kasta sér í jörðina á malarstíginn. Kannaðist hann hvorki við að synir hans hefðu verið að biðja þau um að hætta átökum umrætt sinn né að hann hefði í reiði sinni traðkað á brotaþola. Þá hafnaði hann því einnig að hann hefði haldið brotaþola niðri á meðan ákærða Y... hefði sparkað í höfuð hennar. Kvaðst hann ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna vitni hefðu lýst atvikum á þennan hát t. Ákærða Y... neitaði því að hafa ráðist að brotaþola í greint sinn. Lýsti hún atburðum þannig að brotaþoli hefði hringt í ákærða X... og tjáð honum að sonur þeirra hefði verið að taka óviðeigandi myndir af sjálfum sér á heimili foreldra ákærða. Ákærði h efði orðið mjög sár við þetta og viljað sjá myndirnar í tölvunni. Hefðu þau því ákveðið að sækja tölvuna. Kvaðst hún hafa staðið fyrir utan bílinn að veipa er hún heyrði læti og hljóp þangað. Þegar hún kom að hefðu ákærði og brotaþoli bæði verið í jörðinni en F... staðið upp við bústaðinn. Ákærði X... hefði svo staðið upp en brotaþoli þá enn legið í jörðinni og haldið á tölvunni. Kvaðst hún þá hafa ætlað að taka af henni tölvuna en brotaþoli þá togað í hettuna á úlpunni hennar með þeim afleiðingum að hún he fði dottið niður á hnén. Því næst hefði brotaþoli kýlt hana í andlitið. Sagðist hún hafa beðið brotaþola um að 5 sleppa sér og þau síðan farið af staðnum. Aðspurð kvaðst ákærða ekki hafa tekið eftir því hvort synir ákærða hefðu sagt eitthvað umrætt sinn. Þá kvaðst hún enga skýringu hafa á því hvernig brotaþoli hefði getað fengið þá áverka sem lýst væri í áverkavottorði. Kvaðst hún ekki telja að brotaþoli hefði fengið þá í þeirra samskiptum, enda hefði hún ekki slegið, togað eða sparkað í eða traðkað á brotaþo la. Þá sagðist hún ekki heldur hafa séð ákærða X... slá eða sparka í brotaþola. Spurð um mar á efri vör hennar sjálfrar, sem lýst væri í áverkavottorði, kvaðst hún telja að það hefði hlotist af höggi frá brotaþola, en áverka á hné hefði hún líklega fengið við að detta á hnén. Aðspurð kvað hún ákærða hafa verið í sjokki er þau óku burt af staðnum, þau hefðu ekki átt von á því að erfitt yrði að fá tölvuna. Brotaþoli kvaðst í aðdraganda umrædds atburðar hafa rætt það við foreldra ákærða að sonur þeirra hefði verið að skoða klám í spjaldtölvu sinni og taka myndir af sjálfum sér á kynferðislegan hátt, en þær myndir væru í tölvunni. Hefði hún beðið þau um að hafa eftirlit með honum þegar hann væri í tölvunni á heimili þeirra. Faðir ákærða hefði hins vegar ásakað hana um að vera að ljúga þessu og viljað sjá þessar myndir til að fá staðfestingu á því að svo væri ekki. Ákærði hefði svo í umrætt sinn óvænt heimsótt hana og viljað fá að sjá spjaldtölvuna. Hún hefði þá farið að sækja tölvuna út í bíl. Þegar hún svo h efði verið á leiðinni til baka og ætlað að sýna honum myndirnar hefði ákærði reynt að rífa tölvuna af henni. Hefðu þau togast á um tölvuna en þá stuttu síðar hefði ákærða einnig komið þar að til að reyna að ná tölvunni af henni. Hefði ákærða komið aftan að henni, hálfpartinn ýtt henni niður og lagst yfir hana. Kvaðst brotaþoli hafa legið á grúfu með tölvuna undir sér og tölvan legið svo þétt upp að rifjunum á henni að hún hefði átt erfitt með að anda og tölvan við það brotnað. Þegar hún hefði verið komin n iður í jörðina hefði hún séð mjög lítið hvað gerðist, en fundið fyrir ákærðu ofan á sér og ákærða vera að reyna toga tölvuna úr höndunum á sér. Kvaðst hún hafa náð að losa aðra höndina og reynt þá að kýla ákærðu Y... af sér. Kvaðst hún aðspurð ekki vita hv ort hún hefði kýlt ákærðu í munninn. Sjálf hefði hún fengið högg á hnakkann frá ákærðu og fengið þar kúlu. Ákærði X... hefði hins vegar ýtt meira í hana með fótunum. Kvaðst hún í raun ekki vita hvort hún hefði fengið spark í sig eða hnefahögg. Hún hefði öl l verið rispuð eftir þetta en mikill gróður hefði verið þarna og jarðvegurinn gróf möl og ekkert ólíklegt af hún hefði hlotið rispur af þeim sökum. Lýsti hún því að á þessum tíma hefðu synir hennar verið á pallinum við húsið öskrandi og grátandi og beðið á kærðu um að hætta. 6 Sambýlismaður hennar, F... , með dóttur þeirra í fanginu hefði ætlað að ná ákærða af F... við það bakkað frá. Ákærðu hefði svo tekist að ná af henni tölvunni og þá farið strax af staðnum. F ... hefði þá verið búinn að hringja í lögregluna og hún komið á staðinn stuttu eftir að ákærðu voru farin. Kvaðst brotaþoli hafa farið með þeim og gefið skýrslu á lögreglustöðinni. Kvaðst hún hafa verið lengi að jafna sig bæði líkamlega og andlega eftir þe nnan atburð. Hún hefði upplifað ótta og haft miklar áhyggjur af krökkunum. Kvað hún syni þeirra ekki vera búna að jafna sig og væri oft erfitt að fá þá til að fara til föður síns, sérstaklega vegna ákærðu Y... , og hefðu þeir báðir þurft sálfræðimeðferð í k jölfar atburðarins. Spurð hvers vegna ákærði hefði ekki fengið tölvuna kvað hún son þeirra hafa átt tölvuna og hún ekki viljað láta tölvuna frá sér. Ákærði hefði aldrei beðið hana um tölvuna heldur reynt strax að rífa tölvuna af henni. Henni hefði fundist skiljanlegt að ákærði vildi sjá umræddar myndir í tölvunni og hún því ætlað að sýna honum þær. Hins vegar hefði ekki komið til greina að hann fengi að taka tölvuna með sér. Þá sagði hún föður ákærða ekki hafa beðið hana um tölvuna áður en þessir atburðir á ttu sér stað. F... lýsti atvikum þannig að þau brotaþoli hefðu verið nýlega komin á staðinn er ákærði X... kom þangað án þess að gera boð á undan sér. Hann hefði beðið um að fá að sjá einhverja mynd í spjaldtölvunni, en brotaþoli þá svarað því til að töl van væri úti í bíl og farið þangað að sækja hana. Kvaðst vitnið hafa setið á gólfinu að leika sér við krakkana, en þegar brotaþoli hefði verið kominn út hefði dóttir þeirra verið að reyna að komast út líka og hann þá tekið hana upp og gengið út á pall. Han n hefði þá séð hvar ákærði og brotaþoli hefðu mæst á miðri leið rétt neðan við pall hússins og hefði hún þar verið að sýna ákærða myndina. Ákærði hefði þá reynt að taka tölvuna af brotaþola en ekki náð því. Brotaþoli hefði svo verið kominn niður á jörðina, ofan á tölvuna, en vitnið kvaðst ekki vita hvort hún hefði lagst niður eða dottið. Ákærði hefði áfram reynt að taka tölvuna af henni og verið þá ofan á brotaþola en einnig reynt að nota fæturna til að yfirbuga hana og ná tölvunni. Ákærða Y... hefði þá kom ið þarna að og bæði ákærðu þá verið yfir henni, hann yfir fótum hennar en hún yfir höfðinu og að hann taldi sparkað í brotaþola. Kvaðst hann þá hafa farið að ákærða X... og ýtt honum frá en ákærði þá snúið sér að honum og ógnandi að honum. Sagðist vitnið hafa verið með eins árs barn sitt í fanginu, sjokkerast við þetta og bakkað, en drengirnir hefðu staðið á palli 7 hringt í lögregluna. Flj ótlega eftir það hefðu ákærðu náð tölvunni af brotaþola og hlaupið í burtu. Lögreglan hefði svo komið á staðinn skömmu síðar en ákærðu þá verið farin á brott. Aðspurt kvaðst vitnið hafa beðið brotaþola á meðan á þessu átökum stóð að láta ákærðu fá spjaldtö lvuna, þannig að átökunum myndi ljúka. Vitnið kvaðst ekki hafa séð ákærðu slá eða veita brotaþola hnefahögg heldur hefðu þau aðallega notað lappir og hendur til að rífa í hana alveg á fullu. Vitnið minnti að ákærða Y... hefði sparkað í höfuð, öxl eða háls brotaþola þegar hún hefði komið að, en þorði þó ekki að fullyrða að hún hefði gert það af ásetningi eða hvort hún hefði einungis rekist í brotaþola. Spurt um þann framburð sinn hjá lögreglu að ákærðu hefðu bæði sparkað og stappað á brotaþola og rifið á ful lu í hana meðan hún lá niðri sagði vitnið að það hefði bara verið eitt spark. Spurt um afleiðingar atburðarins sagðist vitnið hafa séð að brotaþoli hefði verið með mikið mar út um allt, án þess að muna nákvæmlega hvar, auk þess sem hún hefði talað um verki í höfðinu eða hálsinum. Þá hefði andlegt ástand hennar verið slæmt í kjölfarið. Þetta hefði einnig verið erfitt fyrir strákana fyrst á eftir. Allir verið mjög hvekktir og verið í barnaverndarviðtölum og sálfræðiviðtölum. Aðspurt kvaðst vitnið ekki hafa up plifað umrætt atvik þannig að líf og heilsa brotaþola hefði verið í hættu umrætt sinn. Emil Sigurðsson og Helgi Pétur Ottesen lögreglumenn lýstu því hvernig aðstæður voru þegar lögreglan kom á vettvang. Kom m.a. fram hjá Emil að brotaþoli hefði sagst haf a fundið fyrir höggum og spörkum án þess þó að geta lýst því mikið nánar. Inga María Sigurðardóttir læknir kvaðst hafa skoðað brotaþola að kveldi 19. desember 2018. Við skoðun hefði brotaþoli reynst vera með mar á báðum upphandleggjum, klórför á framhand legg hægra megin og hrufl eftir endilöngum vinstri framhandlegg. Hún hefði einnig verið með litlar rispur á líkamanum, að hún teldi eftir runna, og rispur á milli brjósta, á kvið og á leggjum, auk hrufls á hnjám. Loks hefði brotaþoli verið með kúlu hægra m egin á hnakkanum og þreifieymsli bæði yfir háls - og lendhrygg. Taldi hún áverkana hafa verið nýlega og getað komið heim og saman við þá lýsingu sem brotaþoli hefði gefið af því sem gerðist. Varðandi kúlu sem var á höfði brotaþola taldi hún langlíklegast að hún hefði hlotist af höggi. 8 Guðrún María Svavarsdóttir læknir lýsti því að hún hefði skrifað útgefið áverkavottorð um ákærðu Y... eftir upplýsingum í sjúkraskrá. Spurð hvort áverkar sem lýst er í vottorði gætu átt við þá lýsingu sem ákærða hefði gefið á atvikum kvað hún svo vera. Bjarki Stefánsson læknir kvaðst hafa skoðað brotaþola daginn eftir umræddan atburð. Hann hafi endurmetið áverkamerki og þau hefðu að mestu verið eins og þau sem lýst hefði verið kvöldið áður. Kvað hann áverkana geta komið heim og saman við lýsingu brotaþola á því sem átt hefði sér stað. IV. Skýrsla fyrir dómi var tekin af B... og D... , sonum brotaþola og ákærða X... , í Barnahúsi 7. janúar 2019. B... X... hann var að halda mö mmu niður, þá kom Y... og sparkaði mömmu í hausinn og þau voru að kýla mömmu mína, það va - aði pabba og lemdi mömmu líka. Þau voru bara að reyna að D... X... pabbi minn, hann vildi sjá eina mynd og sagði við hana. Og ég sagði við hann, við söknum hans báðir. Og þá lét mamma mín ekki fá tölvuna. Svo fór hún og X... pabbi minn halti henni niðr i. Og Y... sparkaði í hausinn hennar, kýla hana. Og svo tók Y... V. Niðurstaða Í ákæru er ákærðu Y... gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás og ólögmæt nauðung, ákærða X... gefið að sök brot í nánu sambandi og ákærðu báðum gefið að sök að hafa brotið gegn barnaverndarlögum með því að hafa veist að brotaþola með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hafi þau tekið af henni spjaldtölvu, kýlt hana ítrekað í höfuð og líkama, rifið í hár hennar og líkama og sparkað og stappað ítrekað á líkama hennar. Jafnframt er ákærðu Y... gefið að sök að hafa sparkað að minnsta kosti einu sinni í höfuð brotaþola. Hafi þau með þessari atlögu ógnað lífi, heilsu og velferð brotaþola á alvarlegan 9 hátt, auk þess sem atlagan hafi verið vanvirðandi, ógnandi og ruddaleg gagnvart börnum brotaþola sem á hana hafi horft. Bæði ákærðu hafa eindregið hafnað öðrum sakargiftum en þeim að hafa tekið af brotaþola tölvuna í greint sinn og könnuðust þau ekki við að hafa s éð hitt gera neitt annað en það. Kvaðst ákærði X... einungis hafa ætlað að teygja sig í tölvuna í hönd brotaþola, en hún þá gripið utan um hönd hans, hent honum afturábak og dregið hann með sér. Ekkert ofbeldi hefði átt sér stað heldur hefðu þau bara tekið tölvuna af brotaþola. Var framburður ákærðu Y... á þann veg að þegar hún hefði ætlað að taka tölvuna af brotaþola hefði brotaþoli togað í hettuna á úlpu hennar og hún við það dottið niður á hnén. Hefði brotaþoli síðan kýlt ákærðu í andlitið. Brotaþoli b ar hins vegar fyrir dómi að ákærði hefði reynt að rífa tölvuna af henni en til að koma í veg fyrir það hefði hún haldið tölvunni þétt upp að brjóstkassanum og lagst niður með hana á grúfu. Bæði ákærðu hefðu þá komið að henni og þjarmað að henni til að ná a f henni tölvunni. Hefði hún við það fengið einhver högg á hnakkann en vissi þó ekki hvort hún hefði fengið í sig spark eða hnefahögg. Taldi hún að það hefðu fremur verið hnefahögg í hnakkann frá ákærðu Y... en ákærði X... hefði líklega ýtt meira í hana með fótunum. Sambýlismaður brotaþola, sem kvaðst hafa fylgst með atburðarásinni frá upphafi, kvað brotaþola hafa verið að sýna ákærða myndir í tölvunni en hann þá reynt að taka tölvuna af henni, án árangurs. Hefði ákærði svo haldið því áfram eftir að brotaþ oli hefði verið kominn niður á jörðina, á grúfu yfir tölvuna. Ákærða hefði svo einnig blandað sér í málið og þau notað bæði fætur og hendur til að þvinga brotaþola til að afhenda sér tölvuna. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa séð þau slá brotaþola en minnti að ákærða Y... hefði sparkað í höfuð, öxl eða háls brotaþola þegar hún hefði komið að. Hann var þó ekki viss um að hún hefði gert það af ásetningi eða einungis rekist í brotaþola. Eins og fyrr segir lýsti eldri sonur brotaþola og ákærða atburðum á þann v eg í Barnahúsi: X... hann var að halda mömmu niður, þá kom Y... og sparkaði mömmu í hausinn og þau gerðist kvaðst hann hafa verið inni í sumarbústaðnum. Hann var svo spurðu r nánar út í 10 g X... pabbi minn halti henni niðri. Og Y... sparkaði í hausinn hennar, kýla hana. Og svo tók Y... í huga ungan aldur þeirra þegar atvik urðu, en sá eldri var þá átta ára o g sá yngri nýorðinn fimm ára. Þannig er ekki víst að svo ungir drengir eigi auðvelt með að greina á milli þess sem þeir sáu sjálfir og þess sem þeir heyrðu um talað í kjölfar atburðarins. Þá verður og til þess litið við þetta mat að fyrir liggur að sá annm arki var á skýrslutökunni af drengjunum tveimur að þeim var við upphaf skýrslutöku ekki gefinn kostur á að skorast undan að gefa skýrslu fyrir dómi á grundvelli 1. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála á þeim forsendum að rannsókn málsins bein dist að föður þeirra, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 54/2019. Að virtu framangreindu, og þegar einnig er litið til vottorða og vættis lækna vegna þeirra áverka sem greindust á brotaþola strax í kjölfar atburðarins, þykir fram komin sönnun um að ákærði X ... og síðan einnig ákærða Y... hafi veist að brotaþola í greint sinn með ofbeldi og ólögmætri nauðung í því skyni að ná af henni umræddri spjaldtölvu. Telst sannað að þau hafi í þessu skyni rifið í líkama hennar og ýtt við henni með höndum og fótum, auk þ ess sem ákærða hafi veitt henni eitt högg með sparki, án þess þó að sannað þyki, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hafi af ásetningi sparkað í höfuð brotaþola í greint sinn. Þá telst hvorki sannað að ákærðu hafi rifið í hár brotaþola né að líf i, heilsu og velferð brotaþola hafi verið ógnað á alvarlegan hátt með atlögu ákærða. Þykir sannað að brotaþoli hafi við atlöguna hlotið þá áverka sem í ákæru greinir. Samkvæmt þessu verða bæði ákærðu sakfelld fyrir líkamsárás gagnvart brotaþola en ákærða Y ... einnig sakfelld fyrir að beita brotaþola ólögmætri nauðung. Teljast líkamsárásir beggja ákærðu þess eðlis að þær verða felldar undir ákvæði 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, enda þykja þær ekki það alvarlegar eða þess eðlis að þær varði, í tilvi ki ákærða X... , við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 218. gr. b í sömu lögum eða til vara við 1. mgr. 218. gr. b og 2. mgr. 218. gr. sömu laga, eða í tilviki ákærðu Y... við 2. mgr. 218. gr., eins og gert er ráð fyrir í ákæru. Þá telst brot ákærðu Y... einnig varða við 225. gr. almennra hegningarlaga. Loks verður á það fallist með ákæruvaldinu að slík aðstaða hafi verið uppi við atlögu ákærðu gagnvart brotaþola, að börnum hennar viðstöddum, að brot 11 beggja ákærðu verða jafnframt felld undir ákvæði 1. og 3. mgr. 99. gr . barnaverndarlaga nr. 80/2002. Samkvæmt fyrirliggjandi sakavottorðum hafa ákærðu ekki áður verið fundin sek um refsiverðan verknað. Að virtum þeim brotum sem ákærðu hafa verið sakfelld fyrir þykir refsing þeirra hvors fyrir sig hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga. Þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 verða bæði ákærðu dæmd til að greiða brotaþola óskipt miskabætur að fjárhæð 250.000 krónur ásamt vöxtum, eins og greinir í dómsorði. Um þóknun verjenda og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem hvort tveggja ákveðst að meðtöldum virðisaukaskatti, og útlagðan sakarkostnað fer svo sem í dómsorði greinir. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, X... , sæti fangelsi í 60 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða, Y... , sæti fangelsi í 60 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákær ðu, X... og Y... , greiði brotaþola, A... , óskipt 250.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 19. desember 2018 til 8. mars 2019, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þei m degi til greiðsludags. 12 Ákærði X... greiði helming af 950.000 króna málsvarnarlaunum og 33.000 króna aksturskostnaði skipaðs verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns, og helming af 170.000 króna þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi, Stefáns Karls K ristjánssonar lögmanns. Hinn helmingurinn greiðist úr ríkissjóði. Ákærða Y... greiði helming af 1.150.000 króna verjandaþóknun og 33.000 króna ferðakostnaði skipaðs verjanda síns, Þorbjargar I. Jónsdóttur lögmanns . Hinn helmingurinn greiðist úr ríkissjóð i. Ákærði X... og ákærða Y... greiði óskipt helming af 550.000 króna þóknun og 16.500 króna ferðakostnaði skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns. Hinn helmingurinn greiðist úr ríkissjóði. Ákærðu, X... og Y... , greiði óskipt 114.370 króna útl agðan sakar kostnað ákæruvalds. Ásgeir Magnússon