Viðmiðunarreglur
fyrir héraðsdómstóla varðandi refsingar á smærri brotum gegn lögum um ávana- og fíkniefniI.
Þegar um er að ræða kaup efnanna kannabis, amfetamíns, LSD, MDMA og kókaíns og aðra öflun þeirra til eigin nota í smáum stíl skal miða við grunnsektir samkvæmt leiðbeiningum/fyrirmælum Ríkissaksóknara til lögreglustjóra RS-2/2009.

II.
Fari sektarfjárhæð fram yfir 300.000 krónur, samkvæmt ofangreindum leiðbeiningum, er miðað við neðangreinda stuðla. Miðað er við að um fyrsta brot sé að ræða og að í málinu séu ekki fyrir hendi refsilækkunar- eða refsihækkunarástæður. Eingöngu er um viðmiðunarstuðla að ræða.

III.

Vörslur, kaup og önnur öflun til eigin nota

Viðmiðunarstuðlar:

Kókaín, frá 33 g allt að 100 g

1,5-2,5 fangelsisdagar fyrir hvert gramm eða hluta af grammi

MDMA, frá 33 töflum allt að 100 töflum                          

1,5,-2,5 fangelsisdagar fyrir hverja töflu eða hluta af töflu

Amfetamín, frá 36 g allt að 100 g                                      

1,5-2 fangelsisdagar fyrir hvert gramm eða hluta af grammi

LSD, frá 36 skömmtum allt að 100 skömmtum                

1,5-2 fangelsisdagar fyrir hvern skammt eða hluta af skammti

Kannabis

90-200 g                   30-45 daga fangelsi
201-400 g                 45-60 daga fangelsi
401-600 g                 60-90 daga fangelsi
601-1000 g               3ja mánaða fangelsi

 

 

Þannig samþykkt í dómstólaráði
23. janúar 2015Símon Sigvaldason
formaður dómstólaráðs (sign)