• Lykilorð:
  • Húsbrot
  • Nytjastuldur
  • Fangelsi

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Norðurlands eystra 12. mars 2019 í máli nr. S-19/2019:

Ákæruvaldið

(Eyþór Þorbergsson fulltrúi)

gegn

Jóni Hilmari Thorleifssyni

 

Mál þetta, sem var dómtekið 7. mars sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 14. janúar 2019, á hendur Jóni Hilmari Thorleifssyni, [...],

 

„fyrir húsbrot og eignaspjöll, með því að hafa föstudaginn 11. maí 2018, ruðst í heimildarleysi inn í íbúð [...], með því að sparka upp hurð inn í íbúðina úr sameign hússins og sparka síðan upp hurð inn í hjónaherbergi íbúðarinnar, en afleiðingar þessar voru þær að útidyrahurðin skemmdist og hurðin inn í herbergið eyðilagðist.

Telst þetta varða við 1. mgr. 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“

 

Ákærði sótti ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum að leggja dóm á málið að ákærða fjarverandi, enda varðar brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a-lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða.

Sakarferill ákærða hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar nú. Er refsing hans ákveðin fangelsi í 30 daga. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna.

Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins.

Arnbjörg Sigurðardóttir settur héraðsdómari kveður upp dóminn.

 

D Ó M S O R Ð :

Ákærði, Jón Hilmar Thorleifsson, sæti fangelsi í 30 daga.