• Lykilorð:
  • Líkamsárás
  • Opinberir starfsmenn
  • Skilorð

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Norðurlands eystra miðvikudaginn 10. janúar 2018 í máli

nr. S-259/2017:

Ákæruvaldið

(Agnes Björk Blöndal fulltrúi)

gegn

Sævari Má Bjarkasyni

 

Mál þetta, sem var dómtekið í dag, höfðaði héraðssaksóknari hér fyrir dómi þann 9. nóvember sl. með ákæru á hendur Sævari Má Bjarkasyni, kt. ....;

„fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa að kvöldi miðvikudagsins 13. apríl 2016, á [...], slegið [A], einu höggi aftan við vinstra eyra með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli við þreifingu aftan og neðan við eyrað og niður eftir hálsvöðva og tak í vöðvanum við snúning og við að halla undir flatt til beggja hliða.

Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakar­kostnaðar.“

 

Ákærði sótti ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga að leggja dóm á málið að ákærða fjarverandi, enda varðar meint brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a-lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er rétt heimfærð til refsiákvæðis.

Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á refsingu hans fyrir framangreint brot. Ákveðst hún fangelsi í tvo mánuði, skilorðsbundið eins og greinir í dómsorði.

Dóm þennan kveður upp Erlingur Sigtryggsson dómstjóri.

 

D Ó M S O R Ð :

Ákærði, Sævar Már Bjarkason, sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, samanber 4. gr. laga nr. 22/1955.