• Lykilorð:
  • Játningarmál
  • Sekt dæmd og fangelsi sem vararefsing
  • Svipting ökuréttar

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjaness fimmtudaginn 9. maí 2019 í máli nr. S-186/2019:

Ákæruvaldið

(Haukur Gunnarsson saksóknarfulltrúi)

gegn

Vidas Beliauskas

I

Mál þetta, sem þingfest var 23. apríl 2019 og dómtekið sama dag, höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 5. mars 2019 á hendur Vidas Beliauskas, kt. 000000-0000, til heimilis að [...], fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, með því að hafa:

 

1.      „Föstudaginn 8. ágúst 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast til þess réttindi og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 1,28‰) um Hringbraut í Reykjavík og aftan á bifreiðina [...] við Hringbraut 77, þar sem akstri lauk.

M. 007-2018-052708

 

2.      Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast til þess réttindi og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 1,68‰) á Höfðabakka í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Höfðabakka við Fálkabakka.

M. 007-2018-055401

 

3.      Laugardaginn 8. september 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast til þess réttindi og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 2,42‰) um Vesturlandsveg í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Kjalarnesi til móts við Esjuna.

M. 007-2018-060861

 

4.      Sunnudaginn 21. október 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast til þess réttindi suður Reykjanesbraut í Kópavogi, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Reykjanesbraut við Smáralind.

M. 007-2018-071784

 

5.      Þriðjudaginn  13. nóvember 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast til þess réttindi á Vesturhólum í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Vesturhólum við Lundahóla.

M. 007-2018-079386

 

6.      Laugardaginn 17. nóvember 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast til þess réttindi á bifreiðastæði við Stangarhyl 3 í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.

M. 007-2018-79405

 

7.      Mánudaginn 19. nóvember 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast til þess réttindi og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 1,69‰) vestur Reykjanesbraut í Hafnarfirði, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Hafnarfjarðarvegi við Hraunholtsbrekkur.

M. 007-2018-079359

 

8.      Mánudaginn 10. desember 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast til þess réttindi austur Arnarbakka í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.

M. 007-2018-084093

 

9.      Þriðjudaginn 11. desember 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast til þess réttindi og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 2,12‰) vestur Miklubraut í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Miklubraut við Háaleitisbraut í Reykjavík.

M. 007-2018-084172

 

10.  Laugardaginn 15. desember 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast til þess réttindi og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 1,29‰) austur Sæbraut við Snorrabraut í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.

M. 007-2018-085273

 

Teljast brotin varða við 1. mgr. 48. gr. en að auki varða brot í 1., 2., 3., 7., 9. og 10. lið við 1., sbr. 3. mgr. 45. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.“

 

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006.

Ákærði kom fyrir dóminn og játaði skýlaust brot sín. Var því farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 og það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu, en um atvik málsins er látið nægja að skírskota til ákæru, sbr. 4. mgr. 183. gr. sömu laga. Krafðist ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa.

II

Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við framlögð sakargögn, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða.

Ákærði er fæddur í nóvember [...] og hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo vitað sé. Ákveðst refsing hans sekt að fjárhæð 1.400.000 krónur og komi 48 daga fangelsi í stað sektarinnar greiðist hún ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Þá ber að svipta ákærða ökurétti í fimm ár.

Samkvæmt framlögðum reikningum nemur sakarkostnaður vegna lögreglurannsókna alls 199.871 krónu, og verður ákærði dæmdur til greiðslu þeirrar fjárhæðar, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.

Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn.

 

D ó m s o r ð:

  Ákærði, Vidas Beliauskas, greiði 1.400.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í 48 daga.

Ákærði er sviptur ökurétti í fimm ár frá birtingu dómsins.

Ákærði greiði 199.871 krónu í sakarkostnað.

 

Ingimundur Einarsson