• Lykilorð:
  • Bókhaldsbrot
  • Virðisaukaskattur

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjaness 28. febrúar 2018 í máli nr. S-525/2018:

Ákæruvaldið

(Sigríður Árnadóttir aðstoðarsaksóknari)

gegn

Sigurði Valgeiri Jósefssyni

(Elva Ósk Wiium lögmaður)

 

Mál þetta, sem dómtekið var 18. febrúar, er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 11. október 2018, á hendur Sigurði Valgeiri Jósefssyni, kt. 000000-0000, [...], fyrir „meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald og fyrir peningaþvætti:

A

Sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins SEY, kt. 000000-0000, nú afskráð.

1. Með því að hafa eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins vegna uppgjörstímabilanna janúar-febrúar rekstrarárið 2012 til og með maí-júní rekstrarárið 2013 og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var eða bar að innheimta í rekstri félagsins vegna sömu uppgjörstímabila í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 10.067.859 sem sundurliðast sem hér greinir:

Árið 2012

janúar - febrúar

kr.

1.023.277

mars - apríl

kr.

920.665

maí - júní

kr.

1.309.973

júlí - ágúst

kr.

746.780

september - október

kr.

1.090.189

nóvember - desember

kr.

1.714.607

kr.

6.805.491

Árið 2013

janúar - febrúar

kr.

1.213.188

mars - apríl

kr.

1.068.960

maí - júní

kr.

980.220

kr.

3.262.368

Samtals

kr.

10.067.859

2.   Fyrir að hafa ekki fært tilskilið bókhald fyrir félagið í samræmi við kröfur laga nr. 145/1994 um bókhald og vanrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna starfsemi félagsins á rekstrarárunum 2012 og 2013.

3.  Fyrir að hafa nýtt ávinning af brotum skv. 1. tölulið A liðar ákæru, samtals kr. 10.067.859, í þágu félagsins.

 

B

Sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins T-Stáls, kt. 000000-0000, nú afskráð.

1. Með því að hafa eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins vegna uppgjörstímabilanna júlí-ágúst rekstrarárið 2013 til og með september-október rekstrarárið 2014 og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var eða bar að innheimta í rekstri félagsins vegna sömu uppgjörstímabila í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 9.074.939 sem sundurliðast sem hér greinir:

Árið 2013

júlí - ágúst

kr.

1.525.283

september - október

kr.

1.539.435

nóvember - desember

kr.

1.206.150

kr.

4.270.868

Árið 2014

janúar - febrúar

kr.

824.670

mars - apríl

kr.

511.403

maí - júní

kr.

976.268

júlí - ágúst

kr.

1.290.453

september - október

kr.

1.201.277

kr.

4.804.071

Samtals

kr.

9.074.939

 

2.  Fyrir að hafa ekki fært tilskilið bókhald fyrir félagið í samræmi við kröfur laga nr. 145/1994 um bókhald og vanrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna starfsemi félagsins á rekstrarárunum 2013 og 2014.

3.  Fyrir að hafa nýtt ávinning af brotum skv. 1. tölulið B liðar ákæru, samtals kr. 9.074.939, í þágu félagsins.

 

C

Sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélagsins Íslóns, kt. 000000-0000, nú afskráð.

1. Með því að hafa eigi staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins vegna uppgjörstímabilanna mars-apríl til og með nóvember-desember rekstrarárið 2015 og fyrir að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var eða bar að innheimta í rekstri félagsins vegna sömu uppgjörstímabila í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 3.847.560 sem sundurliðast sem hér greinir:

Árið 2015

mars - apríl

kr.

1.720.320

maí - júní

kr.

510.720

júlí - ágúst

kr.

519.480

september - október

kr.

394.800

nóvember - desember

kr.

702.240

kr.

3.847.560

Samtals

kr.

3.847.560

 

2.  Fyrir að hafa ekki fært tilskilið bókhald fyrir félagið í samræmi við kröfur laga nr. 145/1994 um bókhald og vanrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna starfsemi félagsins á rekstrarárinu 2015.

3.  Fyrir að hafa nýtt ávinning af brotum skv. 1. tölulið C liðar ákæru, samtals kr. 3.847.560, í þágu félagsins.

Brot ákærða samkvæmt 1. tölulið A liðar, 1. tölulið B liðar og 1. tölulið C liðar ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

Brot ákærða samkvæmt 2. tölulið A liðar, 2. tölulið B liðar og 2. tölulið C liðar ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 36. gr. og 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald.

Brot ákærða samkvæmt 3. tölulið A liðar, 3. tölulið B liðar og 3. tölulið C liðar ákæru teljast varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.“

Ákærði kom fyrir dóm og játaði sök samkvæmt ákæru. Með játningu sinni, sem fær stoð í gögnum málsins og ekki þykir ástæða til að draga í efa, er hann sannur að sök og hefur unnið sér til refsingar en háttsemi hans er rétt færð til refsiheimilda í ákæru.

Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði ekki sakaferil sem hér skiptir máli. Af hálfu ákærða var byggt á því að hann hefði sýnt mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins. [...]

Ákærði játar sök. Brot hans eru framin í rekstri þriggja félaga á árunum 2012 til 2015 og snúast samtals um tæplega 23 milljónir króna. Munu félögin nú öll afskráð. Ekki er unnt að líta svo á við úrlausn málsins að staðið hafi verið skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða að málsbætur séu miklar. [...]

Þegar á framanritað er horft verður ákærði dæmdur til að sæta fangelsi í tíu mánuði og greiða 69 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Rétt þykir að fullnustu fangelsisrefsingarinnar verði frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð. Greiði ákærði ekki fésektina innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins sæti hann fangelsi í 360 daga. Ákærða verður loks gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Elvu Óskar Wiium lögmanns, 179.180 krónur með virðisaukaskatti og 252.960 króna annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvalds fór Sigríður Árnadóttir saksóknarfulltrúi með málið. Þorsteinn Davíðsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

 

D Ó M S O R Ð

 

Ákærði, Sigurður Valgeir Jósefsson, sæti fangelsi í tíu mánuði og greiði 69 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Fullnustu fangelsisrefsingarinnar skal frestað og niður skal hún falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Greiði ákærði ekki fésektina innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins sæti hann fangelsi í 360 daga.

Ákærði greiði 179.180 króna þóknun skipaðs verjanda síns, Elvu Óskar Wiium lögmanns, og 252.960 króna annan sakarkostnað.

 

Þorsteinn Davíðsson