• Lykilorð:
  • Dráttarvextir
  • Einkahlutafélög
  • Endurgreiðslukrafa
  • Kröfuréttur
  • Prókúra
  • Riftun
  • Skiptastjóri
  • Skuldamál
  • Sönnun
  • Sönnunarbyrði
  • Vinnulaun

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 10. maí 2019 í máli nr. E-2377/2018:

A

(Sveinbjörn Claessen lögmaður)

gegn

B

(sjálfur ólöglærður)

 

 

I.

Dómkröfur o.fl.:

Mál þetta var höfðað 27. ágúst 2018 og dómtekið 24. apríl 2019. Stefn­andi er þrota­bú A., [...,...]. Stefndi er B,  [..., ...]. 

Stefnandi krefst þess aðallega að stefnda verði gert að greiða stefnanda 11.713.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð­­­­tryggingu af 150.000 krónum frá 12. desember 2015 til 26. desember 2015, af 350.000 krónum frá þeim degi til 28. desember 2015, af 1.350.000 krónum frá þeim degi til 29. desember 2015, af 1.550.000 krónum frá þeim degi til 26. janúar 2016, af 1.800.000 krónum frá þeim degi til 24. febrúar 2016, af 2.800.000 krónum frá þeim degi til 1. mars 2016, af 3.000.000 króna frá þeim degi til 3. mars 2016, af 3.183.000 krónum frá þeim degi til 30. mars 2016, af 3.383.000 krónum frá þeim degi til 31. mars 2016, af 3.533.000 krónum frá þeim degi til 5. apríl 2016, af 4.483.000 krónum frá þeim degi til 14. apríl 2016, af 4.683.000 krónum frá þeim degi til 24. apríl 2016, af 4.753.000 krónum frá þeim degi til 19. maí 2016, af 4.953.000 krónum frá þeim degi til 4. júní 2016, af 5.153.000 krónum frá þeim degi til 7. júní 2016, af 5.363.000 krónum frá þeim degi til 24. júní 2016, af 6.363.000 krónum frá þeim degi til 28. júní 2016, af 6.963.000 krónum frá þeim degi til 13. júlí 2016, af 7.163.000 krónum frá þeim degi til 19. júlí 2016, af 7.463.000 krónum frá þeim degi til 23. júlí 2016, af 7.613.000 krónum frá þeim degi til 25. nóvember 2016, af 7.713.000 krónum frá þeim degi til 8. desember 2016, af 7.913.000 krónum frá þeim degi til 19. desember 2016, af 8.113.000 krónum frá þeim degi til 11. janúar 2017, af 8.463.000 krónum frá þeim degi til 20. janúar 2017, af 8.663.000 krónum frá þeim degi til 21. janúar 2017, af 8.863.000 krónum frá þeim degi til 30. janúar 2017, af 8.963.000 krónum frá þeim degi til 22. febrúar 2017, af 9.163.000 krónum frá þeim degi til 25. febrúar 2017, af 9.263.000 krónum frá þeim degi til 3. mars 2017, af 9.413.000 krónum frá þeim degi til 14. mars 2017, af 10.113.000 krónum frá þeim degi til 22. mars 2017, af 10.213.000 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2017, af 10.313.000 krónum frá þeim degi til 17. apríl 2017, af 10.413.000 krónum frá þeim degi til 24. apríl 2017, af 10.513.000 krónum frá þeim degi til 27. apríl 2017, en af allri fjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags.

Til vara gerir stefnandi í fyrsta lagi kröfu um riftun á eftirfarandi ráðstöfunum stefnanda til stefnda, samtals að fjárhæð 11.713.000 krónur:

Nr.

Dags.

Skýring

Fjárhæð, kr.

1.

12. desember 2015

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

150.000

2.

26. desember 2015

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

 

3.

28. desember 2015

Peningaúttekt hjá gjaldkera í Arion banka Austurvegi 10, 800 Selfossi (tekið af debetkorti)

1.000.000

4.

29. desember 2015

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

5.

26. janúar 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

150.000

6.

26. janúar 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

100.000

 

7.

24. febrúar 2016

Peningaúttekt hjá gjaldkera í Arion banka, Bíldshöfða 20, 110 Rvk (tekið af debetkorti)

1.000.000

8.

1. mars 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

200.000

9.

3. mars 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

183.000

10.

30. mars 2016

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

11.

31. mars 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

150.000

12.

5. apríl 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

950.000

13.

14. apríl 2016

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

14.

24. apríl 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

70.000

15.

19. maí 2016

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

16.

4. júní 2016

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

17.

7. júní 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

210.000

 

18.

24. júní 2016

Peningaúttekt hjá gjaldkera í Arion banka, Bíldshöfða 20, 110 Rvk (tekið af debetkorti)

1.000.000

19.

28. júní 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

600.000

20.

13. júlí 2016

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

21.

19. júlí 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

300.000

22.

23. júlí 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

150.000

23.

25. nóvember 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

100.000

24.

8. desember 2016

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

25.

19. desember 2016

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

200.000

26.

11. janúar 2017

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

350.000

27.

20. janúar 2017

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

28.

21. janúar 2017

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

200.000

29.

30. janúar 2017

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

100.000

30.

22. febrúar 2017

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

31.

25. febrúar 2017

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

100.000

32.

3. mars 2017

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

150.000

33.

14. mars 2017

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

500.000

34.

14. mars 2017

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

200.000

35.

22. mars 2017

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

100.000

36.

4. apríl 2017

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

100.000

37.

17. apríl 2017

Millifærsla á reikning stefnda nr. xxx-xx-xxxxxx (netbanki)

100.000

38.

24. apríl 2017

Hraðbankaúttekt Höfðaútibúi Bíldshöfða 20

100.000

 

39.

27. apríl 2017

Peningaúttekt hjá gjaldkera í Arion banka, Bíldshöfða 20, 110 Rvk (tekið af debetkorti)

1.200.000

 

Í öðru lagi krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum 11.713.000 krónur með dráttar­vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 17. júní 2018 til greiðslu­dags.

Í bæði aðal- og varakröfu er þess krafist að stefnanda verði dæmdur máls­kostn­aður úr hendi stefnda, að mati dómsins.

Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi en til vara krefst hann sýknu af kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi ómaksþóknunar og málskostnaðar úr hendi stefnanda.

Kröfu stefnda um frávísun málsins var hafnað með úrskurði héraðsdóms 21. janúar 2019.

 

II.

Málsatvik:

Með bréfi Tollstjóra, sem skiptabeiðanda, til Héraðsdóms Reykjavíkur, sem barst 5. október 2017, var þess krafist að bú A yrði tekið til gjald­­­­­þrotaskipta. Í bréfi skipta­beiðanda var tekið fram að um væri að ræða innheimtu á hendur skuldara vegna ógreiddra opin­berra gjalda, samtals að fjárhæð 2.781.050 krónur. Krafa skipta­beið­anda var tekin fyrir á dómþingi 29. nóvember sama ár. Ekki var sótt þing af hálfu skuld­­­ara þrátt fyrir að kvaðning hefði verið réttilega birt. Var málið tekið til úrskurðar að kröfu skipta­beiðanda. Með úrskurði héraðsdóms 13. des­ember 2017 var lagt til grundvallar að skil­yrðum 1. tölul. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. væri fullnægt. Að því virtu var bú fyrrgreinds félags tekið til gjaldþrotaskipta. Samhliða var Sveinbjörn Claessen lögmaður, skipaður skipta­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­stjóri í þrotabúinu. Frestdagur við skiptin miðast við 5. október 2017. Stefndi var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins og jafnframt eini starfs­maður þess og eigandi.

Stefndi mætti til skiptastjóra 9. janúar 2018 til skýrslugjafar. Við þá skýrslu­­töku gerði stefndi meðal annars grein fyrir starfsemi félags­ins, aðkomu hans að rekstrinum, verkefna-, eigna- og skuldastöðu o.fl. Stefndi bar um að X bókhalds­þjónusta hefði annast færslu bókhalds og færi með vörslur á bók­halds­­­­­gögnum félags­ins. Með tölvu­skeyti skiptastjóra til fyrrgreindrar bók­­­haldsþjónustu 9. janúar 2018 var óskað eftir af­hend­ingu á bókhaldsgögnunum. Með svarskeyti sama dag var meðal annars upplýst að bókhaldsgögnin væru ekki hjá bókhaldsþjónustunni og að hún hefði ekki fært bókhald fyrir félagið.

Skiptafundur var haldinn 8. mars 2018 en til þess fundar var boðað með aug­lýs­ingu í Lögbirtingablaði 19. des­ember 2017. Í fundargerð greinir meðal annars að á fund­­­inum hafi verið lögð fram marg­vís­­leg gögn, meðal annars krafa skiptabeiðanda um gjald­þrota­­skipti, innköllun 15. des­ember 2017, kröfuskrá, ein kröfulýsing, yfirlit banka­­­­reikn­inga hins gjaldþrota félags o.fl. Enginn kröfuhafi hafi mætt til fundarins. Í fundar­­gerðinni greinir einnig að skipta­stjóri hafi verið búinn að senda skiptabeiðanda erindi með tölvuskeyti 28. febrúar 2018 og upplýst um meintar úttektir og ráðstafanir fyrir­­­svars­manns hins gjald­þrota félags á banka­reikningum. Þá hafi í tölvuskeytinu verið ósk­­að eftir afstöðu skipta­­­beið­anda um framhald á skiptum búsins með tilliti til endur­­heimtu á fjárhæðum sem búið var að greiða út af bankareikningum. Jafnframt greinir í fundar­gerð­inni að engin svör hafi fengist frá skiptabeiðanda fyrir skipta­fund­inn vegna fyrr­­greinds erindis og að annar skiptafundur myndi verða haldinn 5. apríl 2018. Í fundar­gerð skipta­­fundar 5. apríl 2018 greinir meðal annars að skipta­beiðandi hafi enn ekki tekið afstöðu til erindisins frá 28. febrúar 2018 og að skiptafundi væri frestað í sex vikur að beiðni skipta­­beiðanda. Í fundargerð skiptafundar 17. maí 2018 greinir meðal annars að skipta­stjóri hafi lagt fram bréf frá skiptabeiðanda, dagsett 16. maí 2018, um aukinn skipta­­kostnað, en enginn kröfuhafi hafi mætt til fundarins. Þá greinir í fundar­gerð­inni að skiptabeiðandi hafi samþykkt að ábyrgjast kostnað skipta­stjóra vegna riftunar- og innheimtuaðgerða gagnvart stefnda sem fyrrum fyrirsvars­manns hins gjald­­­­þrota félags og að skipta­­stjóri myndi aðhafast í samræmi við það, fyrst með send­ingu riftunar­bréfs til stefnda og í framhaldi með höfðun riftunarmáls á hendur honum yrði ekki brugðist við af hans hálfu.

Með bréfi skiptastjóra til stefnda 17. maí 2018 var vísað til þess að skiptastjóri hefði undir höndum yfirlit bankareiknings hins gjaldþrota félags. Tekið var fram að af yfir­­litinu mætti ráða að á tímabili frá 12. desember 2015 til 27. apríl 2017 hefðu nánar til­greindar fjár­hæðir verið teknar út af reikningi félagsins, ýmist með millifærslum á reikn­­­­ing stefnda, með út­tektum úr hraðbönkum eða með úttektum hjá gjaldkera, sam­tals að fjárhæð 11.513.000 krónur. Í bréfinu var jafnframt tekið fram að skiptastjóri teldi, með hliðsjón af þeim gögnum sem hann hefði undir höndum, að úttektirnar hefðu verið framkvæmdar af stefnda í krafti stöðu hans sem framkvæmda­stjóra, stjórnar­­­­­­­­­­­­­­manns og eiganda hins gjaldþrota félags og að fjárhæðin hefði verið tekin til pers­ónu­legra nota þar sem engar aðrar skýringar lægju fyrir í gögnum skipta­stjóra. Þessu til viðbótar var meðal annars vísað til framkomins misræmis um bók­haldsgögn félags­ins og að þau gögn gætu skýrt stöðu málsins frekar. Þá var tekið fram að um­ræddar greiðslur væru riftanlegar á grundvelli 131., 134. og/eða 141. gr. laga nr. 21/1991. Auk þess var krafist, með vísan til 1. mgr. 142. gr. sömu laga, að stefndi greiddi þrotabúinu fjárhæðina til baka, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, fyrir 28. maí 2018, eða með því að semja um greiðsluna eða koma á framfæri athugasemdum og frek­­­ari upp­lýsingum til skiptastjóra. 

Sveinbjörn Claessen, lögmaður og skiptastjóri stefnanda, gaf aðilaskýrslu við aðal­­meðferð, auk vitnanna C lög­manns, og D, dóttur stefnda.

 

III.

Helstu málsástæður og lagarök stefnanda:

Varðandi aðalkröfu þá byggir stefnandi í fyrsta lagi á almennum reglum kröfu­réttar um endurgreiðslu lánveitinga, hvort sem slíkar lánveitingar eru lög­mætar eða ekki, sem og á grundvelli 79. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Skipta­stjóri telur að ekki verði með nokkru móti séð af bókhaldi, rekstrargögnum eða á grundvelli ann­arra upplýsinga, sem séu skiptastjóra tiltækar, að hinir umkröfðu fjár­munir hafi verið nýttir í þágu reksturs hins gjaldþrota félags. Þvert á móti bendi allt til þess að stefndi hafi nýtt fjármunina í sína eigin þágu, án nokkurrar tengingar við hags­muni stefn­­anda. Að mati stefnanda skipti í raun ekki máli fyrir niðurstöðu málsins hvað til­einkun stefn­anda á fjármunum stefnda verði kölluð. Nærtækast sé þó að líta á ráð­staf­anir­nar sem lán, enda sé ekki til úrlausnar í málinu hvort um fjárdrátt eða annars konar refsi­verða háttsemi hafi verið að ræða.

Stefnandi telur augljóst að umræddar lánveitingar séu í andstöðu við fortakslaust ákvæði 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994 sem kveði á um bann við lánveitingum einka­hluta­­­­félags til hluthafa. Stefnandi vísar til þess að stefndi hafi verið eini hluthafi hins gjaldþrota félags, auk þess sem hann hafi verið framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og eini starfsmaður þess. Hann hafi því haft alla þræði félagsins í hendi sér. Með því að til­­­­einka sér fjármunina án nokkurrar sýnilegrar tengingar þeirra við rekstur og þarfir stefn­anda verði ekki unnt að líta á ráðstafanirnar með öðrum hætti en sem ólögmætt hlut­­­hafalán. Ákvörðun um úthlutunina og ástæður hennar þurfi að koma greini­lega fram í skjölum og fundargerðum stjórnar, sbr. 8. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Engin gögn liggi hins vegar fyrir um tilgang umræddra ráðstafana. Stefnandi byggir á því að það beri að endurgreiða ólögmætt hluthafalán með dráttar­­­­­­­­­­­­vöxtum, sbr. 4. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Sá sem taki ákvörðun um ólög­mætt hluthafalán eða hrindi því í fram­kvæmd sé einnig greiðsluskyldur, sbr. 5. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Endur­greiðslu­skyldan hvíli því ótvírætt á stefnda. Verði talið að tileinkun stefnda á fjár­mun­um stefnanda hafi falið í sér ólögmætar lán­veit­ingar þá beri á grundvelli framan­greindra sjónarmiða að fallast á aðalkröfu stefnanda. Þá tekur stefnandi fram að vaxta­krafa vegna aðalkröfu byggist á 4. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994.

Hvað varðar aðalkröfu þá byggir stefnandi einnig á því að verði af einhverjum ástæðum talið að umræddar ráðstafanir hafi falið í sér lögmætar lánveitingar til stefnda þá hvíli endur­greiðslu­skyldan eftir sem áður á stefnda á grundvelli almennra reglna kröfuréttar um endur­greiðslu lánveitinga. Eftir atvikum megi þá fallast á vaxtakröfu sem fram komi í síðari hluta varakröfu stefnanda, enda verði þá að líta svo á að krafa um endur­greiðslu láns­ins hafi verið gerð með bréfi stefnanda þann 17. maí 2018. Að því virtu beri að reikna dráttar­vexti mánuði frá dagsetningu bréfsins. Þá byggir stefn­andi jafn­framt aðalkröfu sína á 108. gr. laga nr. 138/1994 um skyldu stofnenda, stjórnar­­manna o.fl. í einkahlutafélagi til að bæta fél­agi það tjón sem þeir hafa valdið í störfum sínum, hvort sem það hafi verið gert af ásetn­ingi eða gá­­leysi. Þessu til við­bótar, varðandi aðal­­­­kröfu, byggir stefnandi á almennum reglum skaðabótaréttar. Til stuðn­­ings vara­kröfu byggir stefnandi á því að um sé að ræða riftanlegar ráðstafanir á grundvelli 131., 134. og 141. gr. laga nr. 21/1991 og stefndi hafi verið nákominn félag­inu í skiln­ingi 3. gr. sömu laga. Þá beri stefnda að greiða fjármunina til baka til félags­ins með dráttar­vöxtum á grundvelli 1. og 3. mgr. 142. gr. sömu laga. Um laga­rök að öðru leyti vísar stefnandi til 73. gr. laga nr. 138/1994, auk almennra reglna kröfu- og skaðabótaréttar. Þá vísar stefnandi til 32., 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 varðandi varnarþing og kröfu um málskostnað. Með hliðsjón af úrlausn málsins þykja ekki efni til að greina nánar frá máls­ástæðum og lagarökum stefnanda að þessu leyti, sbr. e-lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 10. gr. laga nr. 78/2015.

 

Helstu málsástæður og lagarök stefnda:

Stefndi reisir sýknukröfu á því að hann hafi rekið einkahlutafélagið A og verið eini starfsmaður félagsins, framkvæmdastjóri þess, stjórnar­maður og eigandi. Félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðs­dóms Reykjavíkur 13. desember 2017. Sveinbjörn Claessen lögmaður hafi verið skip­aður skiptastjóri búsins. Skiptastjóri hafi boðað stefnda til fundar á skrifstofu sinni 9. janúar 2018 sam­kvæmt 81. gr. laga nr. 21/1991 til að veita upplýsingar um búið. Stefndi hafi mætt til fundar og veitt umbeðnar upplýsingar. Á þeim fundi, sem skráður er í skýrslu skiptastjóra, hafi komið fram að engar nýlegar skuldir hefðu verið gerðar upp og stefndi hefði greitt sér laun innan eðlilegra marka. Stefndi hafi staðfest efni skýrslunnar með undirritun sinni. Skiptastjóri hafi einnig skrifað undir skjalið, auk C lögmanns. Stefndi byggir á því að skýringar þær sem hann veitti skiptastjóra á fyrrgreindum fundi um greiðslur til stefnda hafi verið að þær hefðu verið vegna starfa hans fyrir félagið. Stefndi mótmælir öllum öðrum skýringum og mála­tilbúnaði stefn­anda varðandi umræddar greiðslur frá félaginu til stefnda, hvaða nöfnum sem þær kunna að vera nefndar.

Um lagarök vísar stefndi til laga nr. 138/1994 og almennra reglna kröfu- og skaða­­­bótaréttar. Þá vísar stefndi til laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. síðari breytingar. Einnig vísar stefndi til laga nr. 21/1991, sbr. síð­­ari breytingar, auk laga nr. 91/1991 og stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.

 

IV.

Niðurstöður:

Ágreiningslaust er í málinu að þrjátíu og níu greiðslur fóru fram á tímabili frá 12. des­ember 2015 til 27. apríl 2017 sem runnu af banka­reikn­ingi stefnanda til stefnda, samtals að fjárhæð 11.713.000 krónur, þar af fjórar peningaúttektir hjá gjald­kera sam­tals að fjárhæð 4.200.000 krónur, átján úttektir í hraðbanka, samtals að fjár­hæð 3.000.000 króna og sautján millifærslur í netbanka á bankareikning stefnda, sam­tals að fjár­hæð 4.513.000 krónur. Stefnandi byggir meðal annars á því að umræddar greiðslur hafi verið ólögmæt lán einkahlutafélags til stefnda sem framkvæmdastjóra o.fl. og þau beri að greiða til baka til félagsins með dráttar­vöxtum. Stefndi kannast við að um­ræddar greiðslur hafi runnið til hans en hann byggir á því að um hafi verið að ræða launa­­­­greiðslur til hans frá félaginu. Bókhaldsgögn félags­ins styðji það og þau megi finna hjá bók­halds­þjón­ustufyrirtæki­ sem hafi fært bókhald fyrir félagið.

Meðal málsgagna er vottorð ríkisskattstjóra úr fyrirtækjaskrá, dagsett 19. febrúar 2019, þar sem meðal annars kemur fram að stefndi hafi verið stjórnarmaður, fram­kvæmdastjóri og prókúruhafi hins gjaldþrota einkahlutafélags samkvæmt stofnsam­þykkt­um þess frá 19. febrúar 2015. Þá greinir einnig í vottorðinu, um endur­skoð­anda/skoðunarmann einkahlutafélagsins, að bókhaldsþjónustan X. hafi verið skoð­unar­maður félagsins og að D hafi verið varaskoðunar­maður þess. Í máli þessu liggur fyrir að skipta­­­­stjóri leit­­aðist, í að­drag­anda máls­höfðunarinnar, við að afla bók­halds­­gagna þrota­­­­bús­ins, án árangurs. Stefndi, sem var áður fyrir­­svars­­maður, eigandi og eini starfs­maður hins gjald­­þrota einka­hluta­félags, vísaði á fyrr­greinda bókhalds­þjón­ustu þegar hann gaf skýrslu hjá skipta­­­­stjóra 9. janúar 2018. Bar hann um að bókhaldsþjónustan hefði séð um bók­hald félags­­ins og að þar mætti finna bókhaldsgögnin. Framburður stefnda um færslu bók­halds og vörslur bók­halds­gagn­anna samrýmist hins vegar ekki skriflegu svari sem skipta­­stjóri afl­aði frá fyrr­greindri bókhaldsþjónustu í fram­haldi af skýrslutöku af stefnda sama dag. Af því svari, sem stafar frá fyrrgreindum D, fram­kvæmda­stjóra umræddrar bók­halds­þjónust­u og varaskoðunarmanni hins gjald­þrota félags, verður ráðið að bókhalds­þjón­ustan hafi ekki komið að færslu bók­halds fyrir félagið frá stofnun þess í byrjun árs 2015. Að þessu virtu verður ráðið að fyrr­greindur fram­burður stefnda og mála­tilbún­aður hans fyrir dómi um færslu bók­halds og vörslur á bók­halds­gögnum hins gjald­þrota félags byggist ekki á nægjanlega traust­­um grund­velli. Er því ekki unnt að byggja á þeim skýr­ingum við úrlausn máls þessa og verður stefndi lát­inn bera hall­ann af því við sönn­­unar­matið.

Meðal málsgagna eru færsluyfirlit, úttektarnótur o.fl. sem skiptastjóri aflaði frá Arion banka hf., viðskiptabanka hins gjaldþrota félags, sem sýna að umræddir fjár­munir runnu til stefnda með fyrrgreindum greiðslum á umræddu tímabili. Engin gögn liggja fyrir sem sýna fram á eða gera líklegt að fjármunir þessir hafi verið nýttir í þágu félags­­­­­­­ins. Engin gögn liggja fyrir sem staðfesta, gera líklegt eða styðja þann mála­tilbúnað stefnda að um hafi verið að ræða launagreiðslur til hans. Engir launaseðlar hafa verið lagðir fram né heldur gögn um staðgreiðslu tekjuskatts af meintum launum eða greiðslur til líf­eyris­­­sjóðs vegna hinna meintu launagreiðslna. Stefndi verður látinn bera hallann af þessu og eru staðhæfingar hans um fyrrgreindar launagreiðslur því ósann­­aðar. Að mati dóms­ins bendir allt til þess að bankareikn­ingur félagsins og þeir fjár­­munir sem þar komu inn hafi verið nýttir í þágu stefnda sjálfs eins og um væri að ræða hans eigin bankareikning og hann hafi ekki haldið bókhald vegna reksturs félags­ins. Stefndi hefur ekki fært fram sönnur fyrir hinu gagnstæða og verður hann látinn bera hallann af því.

Að öllu framangreindu virtu, og þar sem annarra gagna nýtur ekki við, verður lagt til grundvallar að stefndi hafi, með því að nýta sér stöðu sína hjá umræddu einka­hluta­félagi, og sem prókúruhafi á umræddan bankareikning félagsins, veitt sjálfum sér lán frá félaginu með umræddum greiðslum andstætt því sem til var ætlast samkvæmt 1. mgr. 79. gr. laga nr. 138/1994. Um skyldu til endurgreiðslu slíkra ólög­mætra lána með dráttarvöxtum fer eftir 4. og 5. mgr. sömu lagagreinar og almennum reglum kröfu­réttar. Verður því fallist á aðalkröfu stefnanda með dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. 

Eftir niðurstöðu málsins og í samræmi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem telst með hliðsjón af umfangi og rekstri málsins fyrir dómi hæfilega ákveðinn 1.200.000 krónur.

Af hálfu stefnanda flutti mál þetta Sveinbjörn Claessen lögmaður. Stefndi, sem er ólöglærður, flutti mál sitt sjálfur.

Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

 

D Ó M S O R Ð:

     Stefndi, B, greiði stefnanda, þrotabúi A ehf., 11.713.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. nr. 38/2001 um vexti og verð­­­­tryggingu af 150.000 krónum frá 12. desember 2015 til 26. desember 2015, af 350.000 krónum frá þeim degi til 28. desember 2015, af 1.350.000 krónum frá þeim degi til 29. desember 2015, af 1.550.000 krónum frá þeim degi til 26. janúar 2016, af 1.800.000 krónum frá þeim degi til 24. febrúar 2016, af 2.800.000 krónum frá þeim degi til 1. mars 2016, af 3.000.000 króna frá þeim degi til 3. mars 2016, af 3.183.000 krónum frá þeim degi til 30. mars 2016, af 3.383.000 krónum frá þeim degi til 31. mars 2016, af 3.533.000 krónum frá þeim degi til 5. apríl 2016, af 4.483.000 krónum frá þeim degi til 14. apríl 2016, af 4.683.000 krónum frá þeim degi til 24. apríl 2016, af 4.753.000 krónum frá þeim degi til 19. maí 2016, af 4.953.000 krónum frá þeim degi til 4. júní 2016, af 5.153.000 krónum frá þeim degi til 7. júní 2016, af 5.363.000 krónum frá þeim degi til 24. júní 2016, af 6.363.000 krónum frá þeim degi til 28. júní 2016, af 6.963.000 krónum frá þeim degi til 13. júlí 2016, af 7.163.000 krónum frá þeim degi til 19. júlí 2016, af 7.463.000 krónum frá þeim degi til 23. júlí 2016, af 7.613.000 krónum frá þeim degi til 25. nóvember 2016, af 7.713.000 krónum frá þeim degi til 8. desember 2016, af 7.913.000 krónum frá þeim degi til 19. desember 2016, af 8.113.000 krónum frá þeim degi til 11. janúar 2017, af 8.463.000 krónum frá þeim degi til 20. janúar 2017, af 8.663.000 krónum frá þeim degi til 21. janúar 2017, af 8.863.000 krónum frá þeim degi til 30. janúar 2017, af 8.963.000 krónum frá þeim degi til 22. febrúar 2017, af 9.163.000 krónum frá þeim degi til 25. febrúar 2017, af 9.263.000 krónum frá þeim degi til 3. mars 2017, af 9.413.000 krónum frá þeim degi til 14. mars 2017, af 10.113.000 krónum frá þeim degi til 22. mars 2017, af 10.213.000 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2017, af 10.313.000 krónum frá þeim degi til 17. apríl 2017, af 10.413.000 krónum frá þeim degi til 24. apríl 2017, af 10.513.000 krónum frá þeim degi til 27. apríl 2017, en af allri fjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags.

       Stefndi greiði stefnanda 1.200.000 krónur í málskostnað.

 

 

 

                                                                                    Daði Kristjánsson (sign.)