• Lykilorð:
  • Ávana- og fíkniefni
  • Hegningarauki
  • Fangelsi
  • Skilorðsbundnir dómar
  • Umferðarlagabrot
  • Upptaka
  • Útivist
  • Ökuréttarsvipting

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 14. febrúar 2018 í máli nr. S-10/2018:

Ákæruvaldið

(Einar Laxness aðstoðarsaksóknari)

gegn

Önnu Sigríði Jóhannesdóttur

 

       Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 9. janúar 2018, á hendur Önnu Sigríði Jóhannesdóttur, kt. 000000-0000, Holtsflöt 4, Akranesi, fyrir eftirtalin brot framin á árinu 2017 á höfuðborgarsvæðinu nema annað sé tekið fram: 

 

1. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 16. apríl  ekið bifreiðinni YO-081 undir áhrifum ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja, óhæf til að stjórna ökutæki örugglega, (í blóði mældist amfetamín 380 ng/ml, alprazólam 70 ng/ml, kódein 75 ng/ml, nítrazepam 20 ng/ml. og zópiklón 270 ng/ml) af Nýbýlavegi norður Reykjanesbraut í Kópavogi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr,  allt  sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006.

 

2. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 26. júní ekið bifreiðinni YO-081 undir áhrifum ávana- og fíkniefna, óhæf til að stjórna ökutæki örugglega, (í blóði mældist amfetamín 405 ng/ml, MDMA 25 ng/ml) við Fífuhvammsveg við Smáralind í Kópavogi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og án þess að hafa ökuskírteini meðferðis.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006.

 

3. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa að kvöldi föstudagsins 14. júlí ekið bifreiðinni YO-081 undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og slævandi lyfja, óhæf til að stjórna ökutæki örugglega, (í blóði mældist amfetamín 690 ng/ml, alprazólam 7,0 ng/ml, kódein 60 ng/ml, og zópiklón 35 ng/ml og í þvagi var metamfetamín) við gatnamót Suðurlandsbrautar og Grensásvegar í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006.

 

4. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 20. júlí  ekið bifreiðinni YO-081 undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og slævandi lyfja, óhæf til að stjórna ökutæki örugglega, (í blóði mældist amfetamín 7 ng/ml, og kókaín í þvagi) frá Kringlunni að versluninni 10/11 við Miklubraut í Reykjavík, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærðu.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006.

 

5. Fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 12. ágúst ekið bifreiðinni YO-081 undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og slævandi lyfja, óhæf til að stjórna ökutæki örugglega, (í blóði mældist amfetamín 210 ng/ml, alprazólam 25 ng/ml, kókaín 25 ng/ml, metamfetamín 115 ng/ml, díaszepam 410 ng/ml, klónazepam 10 ng/ml, nordíazepam 430 ng/ml, zópkíklón 35 ng/ml, og 7-amínóklónazepam 15 ng/ml) á Akrafjallsvegi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn jafnframt haft í vörslum sínum 1,11 g af amfetamíni, sem lögregla fann í tösku ákærðu.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 13, 1985 og lög nr. 68, 2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíknefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 848, 2002.

 

6. Fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 2. september ekið bifreiðinni DE-957 undir áhrifum ávana- og fíkniefna, óhæf til að stjórna ökutæki örugglega, (í blóði mældist amfetamín 545 ng/ml og metýfenídat 45 ng/ml), suður Hvalfjarðagöng, Vesturlandsveg að Þingvallavegi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og jafnframt haft í vörslum sínum 0,62 g af amfetamíni, sem lögregla fann í buxnavasa ákærðu.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 13, 1985 og lög nr. 68, 2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíknefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 848, 2002.

 

 

7. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 3. september ekið bifreiðinni YO-081 undir ávana- og fíkniefna, og slævandi lyfja, óhæf til að stjórna ökutæki örugglega, (í blóði mældist amfetamín 260 ng/ml, brómazepam 50 ng/ml, fenazepam 15 ng/ml, klónazepam 10 ng/ml, MDMA 130 ng/ml, metýlfenídat 60 ng/ml, og nordíazepam 100 ng/ml) á bifreiðastæði við lögreglustöðina á Vínlandsleið í Grafarholti í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006.

 

8. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 4. september ekið bifreiðinni DE-956 undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og slævandi lyfja, óhæf til að stjórna ökutæki örugglega, (í blóði mældist amfetamín 285 ng/ml, alprazólam 40 ng/ml, zópiklón 135 ng/ml, fenazepam 10 ng/ml, klónazepam 4,0 ng/ml, MDMA 30 ng/ml,  og nítrazepam 60 ng/ml) á bifeiðastæði við lögreglustöðina Vínlandsleið í Grafarholti í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006.

 

9. Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 7. september ekið bifreiðinni DE-956 undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og slævandi lyfja, óhæf til að stjórna ökutæki örugglega, (í blóði mældist amfetamín 315 ng/ml, brómazepam 270 ng/ml, díazepam 160 ng/ml, fenazepam 7,0 ng/ml, nítrazepam 140 ng/ml, nordíazepam 130 ng/ml, oxazepam 45 ng/ml og zópiklón 10 ng/ml) á bifreiðastæði við Korputorg í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006.

 

10. Fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot, með því að hafa mánudaginn 11. september ekið bifreiðinni DE-956 undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og slævandi lyfja, óhæf til að stjórna ökutæki örugglega, (í blóði mældist amfetamín 470 ng/ml, alprazólam 350 ng/ml, og brómazepam 70 ng/ml) við Vesturlandsveg við Langatanga í Mosfellsbæ, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og jafnframt haft í vörslum sínum 0,93 g af amfetamíni, sem lögregla fann eftir leit í seðlaveski ákærðu.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr., 45. gr. a, og 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66, 2006 og við 2. gr., sbr., 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 13, 1985 og lög nr. 68, 2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 848, 2002.

 

       Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44, 1993 og 18. gr. laga nr. 66, 2006, að 2,66 g af amfetamíni sem lagt var hald á, verði gert upptækt samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233, 2001. 

 

       Ákærða sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a-lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins.

       Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

 

       Ákærða er fædd í maí 1978. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 9. janúar 2018, var hún sakfelld fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og umferðarlögum með dómi Héraðsdóms Vesturlands, uppkveðnum 6. október 2017. Var hún dæmd í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þau brot sem ákærða er sakfelld fyrir í þessu máli voru framin fyrir uppkvaðningu framangreinds dóms og verður ákærðu því dæmdur hegningarauki nú, samkvæmt ákvæðum 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. og 77. gr. sömu laga.

       Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni þessa máls þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

       Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærða svipt ökurétti í 5 ár frá birtingu dóms þessa að telja.

       Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 2,66 g af amfetamíni, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins.

       Ákærða greiði 1.993.691 krónur í sakarkostnað.

       Lilja Rún Sigurðardóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn.

 

 

                                                D Ó M S O R Ð:       

       Ákærða, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, sæti fangelsi í 45 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

       Ákærða er svipt ökurétti í 5 ár frá birtingu dómsins að telja.

       Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 2,66 g af amfetamíni.

       Ákærða greiði 1.993.691 krónur í sakarkostnað.

 

Lilja Rún Sigurðardóttir