• Lykilorð:
  • Nytjastuldur
  • Skilorðsbundnir dómar
  • Skilorð
  • Umferðarlagabrot
  • Útivist
  • Þjófnaður

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 9. janúar 2019 í máli nr. S-628/2018:

 Ákæruvaldið

(Sigurður Pétur Ólafsson aðstoðarsaksóknari)

gegn

Lindu Daniels

 

 

Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 23. október 2018, á hendur Lindu Daniels, kt. 000000-0000, [...] fyrir eftirgreind hegningar- og umferðarlagabrot:

 

I.

Hegningarlagabrot:

 

1. Nytjastuld, með því að hafa fimmtudaginn 16. febrúar 2017 í heimildarleysi tekið bifreiðina [...] til eigin nota með því að í kjölfar þess að hafa fengið hana til reynsluaksturs frá [...] ekki skilað henni heldur nýtt áfram uns lögregla endurheimti bifreiðina tveimur dögum síðar.

 

2. Þjófnað, með því að hafa fimmtudaginn 13. apríl 2017 í Reykjavík stolið snyrtivörum að samtals andvirði 11.595 krónur úr verslun [...] við [...].

 

3. Þjófnað, með því að hafa miðvikudaginn 24. janúar 2018 í Reykjavík stolið mat- og snyrtivörum að samtals söluandvirði 1.396 krónur úr verslun [...].

 

4. Þjófnað, með því að hafa þriðjudaginn 13. febrúar 2018 í Kópavogi stolið snyrtivöru og skartgrip að samtals söluandvirði 7.598 krónur úr verslun [...] í Smáralind.

 

5. Þjófnað, með því að hafa miðvikudaginn 26. september 2018 í Reykjavík stolið fatnaði að samtals söluandvirði 5.438 krónur úr verslun [...].

 

6. þjófnað,  með því að hafa fimmtudaginn 27. september 2018 í Reykjavík stolið snyrtivörum að samtals söluandvirði 12.302 krónur úr verslun [...] í Mjódd.

 

Telst brot í 1. lið varða við 1. mgr. 259. gr. og brot í 2. til og með 6. lið við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

II.

Umferðarlagabrot, með því að hafa:

 

6. Fimmtudaginn 14. september 2017 í Reykjavík ekið bifreiðinni [...] óhæf um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í þvagi fannst kókaín og tetrahýdrókannabínólsýra) um [...] uns lögregla stöðvaði aksturinn.

 

Telst brot í 6. lið varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr. a., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006.

 

Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006.

Við fyrirtöku málsins 9. janúar 2019 féll ákæruvald frá kröfu um sviptingu ökuréttinda.

Ákærða sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a-lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins.

Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.

Ákærða er fædd í [...]. Hún hefur ekki áður gerst sek um refsivert brot. Með hliðsjón af sakarefni þessa máls og ákvæðum 77. gr. laga nr. 19/1940 þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin ákveðin fangelsi í 30 daga  en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

Ákærða greiði 152.901 krónur í sakarkostnað.

Benedikt Smári Skúlason, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn.

 

D Ó M S O R Ð:

Ákærða, Linda Daniels, sæti fangelsi í 30 daga  en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.

Ákærða greiði 152.901 krónur í sakarkostnað.

 

Benedikt Smári Skúlason