• Lykilorð:
  • Áfengislagabrot
  • Ávana- og fíkniefni
  • Brot gegn valdstjórninni
  • Gripdeild
  • Húsbrot
  • Líkamsárás
  • Miskabætur
  • Nytjastuldur
  • Umferðarlagabrot
  • Vopnalagabrot
  • Þjófnaður
  • Sakhæfi
  • Brot gegn lögreglusamþykkt

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur þriðjudaginn 11. september 2018 í máli nr. S-511/2018:

Ákæruvaldið

(Katrín Hilmarsdóttir saksóknarfulltrúi)

gegn

X

(Einar Oddur Sigurðsson lögmaður)

 

            Mál þetta sem dómtekið var 14. ágúst sl. var höfðað með ákærum útgefnum af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 17. júlí og 1. ágúst 2018 og héraðssaksóknara 25. og 30. júlí 2018 á hendur X, kt. [...], [...], [...]. Málin voru sameinuð og fer héraðssaksóknari með málið samkvæmt ákvörðun ríkissaksóknara 7. ágúst sl., sbr. 3. og 5. mgr. 21. gr. og 143. gr. laga nr. 88/2008.

 

            Í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 17. júlí 2018 eru ákærða gefin að sök „eftirtalin hegningar- og sérrefsilagabrot, framin í Reykjavík nema annað sé tekið fram:

 

                                                                        I.

Fíkniefnalagabrot með því að hafa:

1)      Mánudaginn 14. nóvember 2016 haft í vörslum sínum 0,98 g af maríhúana sem ákærði geymdi í úlpu og lögregla fann við leit í kjölfar afskipta af ákærða að [...].

2)      Sunnudaginn 13. ágúst 2017 haft í vörslum sínum 1,05 g af kókaíni sem ákærði geymdi í buxnavasa og lögregla fann við leit á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, í kjölfar afskipta af ákærða sem frá er greint í 15 tl. ákæru.

3)      Laugardaginn 14. apríl 2018 haft í vörslum sínum 0,48 g af maríhúana sem ákærði geymdi í sokkum og lögregla fann við leit á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í kjölfar afskipta af ákærða sem frá er greint í 9 tl. ákæru.

            Telst framangreind háttsemi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.

 

                                                                        II.

Umferðarlagabrot með því að hafa:

4)      Miðvikudaginn 7. desember 2016 ekið bifreiðinni [...] um Hverfisgötu, óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og ávana- og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar (í blóði mældist vínandi 1,64‰, kókaín 35 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 6,4 ng/ml).

5)      Laugardaginn 7. janúar 2017 ekið bifreiðinni [...] um Sæbraut, óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og ávana- og fíkniefna (í blóði mældist vínandi 1,86‰ og tetrahýdrókannabínól 2,6 ng/ml) en ákærði missti stjórn á bifreiðinni við gatnamót Sæbrautar og Laugarnesvegar.

6)      Fimmtudaginn 2. febrúar 2017 ekið bifreiðinni [...] um Álfhólsveg í Kópavogi, óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar (í blóði mældist amfetamín 185 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,7 ng/ml ).

7)      Sunnudaginn 5. febrúar 2017 ekið bifreiðinni [...] um Lækjagötu, við Menntaskólann í Reykjavík, óhæfur um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn skömmu síðar (í blóði mældist amfetamín 115 ng/ml, kókaín 25 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 5,8 ng/ml).

            Telst framangreind háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., umferðarlaga nr. 50/1987 og háttsemi í 4 og 5. tl. telst einnig varða við 1., sbr. 3. mgr. 45. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. laganna.

 

                                                                        III.

Vopnalagabrot, með því að hafa:

8)      Laugardaginn 7. janúar 2017 haft í vörslum sínum, á almannafæri, útdraganlegan vasahníf með 8 sm löngu blaði en lögregla fann hnífinn við leit leit á ákærða í kjölfar afskipta sem frá er greint í 5 tl. ákæru.

            Telst framangreind háttsemi varða við 1. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998.

 

                                                                        IV.

Brot gegn áfengislögum og lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg, með því að hafa:

9)      Laugardaginn 14. apríl 2018, á Hverfisgötu við Vatnsstíg, sakir ölvunarástands, verið með óspektir og valdið hneykslan á almannafæri með því að áreita og veitast að vegfarendum sem þar áttu leið um.

            Telst framangreind háttsemi varða við 21. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998 2. mgr. 3. gr., sbr. 1. mgr. 30. gr., lögreglusamþykktar fyrir Reykjavíkurborg nr. 1097/2008.

 

                                                                        V.

Þjófnaðarbrot sem hér segir:

10)  Föstudaginn 3. mars 2017, stolið derhúfu að verðmæti kr. 5.995,- í verslun Smash í Kringlunni.

11)  Föstudaginn 3. mars 2017, stolið gallabuxum að verðmæti kr. 11.900,- í verslun Gallabuxnabúðinnarinnar í Kringlunni.

12)  Föstudaginn 3. mars 2017, reynt að stela jakka að verðmæti kr. 22.900,- í verslun Útilífs í Kringlunni. Í mátunarklefa verslunarinnar fjarlægði ákærði þjófavörn af jakkanum, með þeim afleiðingum að jakkinn rifnaði, en öryggisverðir höfðu afskipti af ákærða á leið út úr klefanum.

13)   Miðvikudaginn 16. maí 2018, stolið matvöru að fjárhæð kr. 1.748,- í verslun N1 við Hringbraut í Reykjavík.

            Telst háttsemi í 10., 11 og 13. tl. varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en háttsemi samkvæmt 12. tl. við 1. mgr. 244. gr., sbr. 20. gr. laganna.

 

                                                                        VI.

Gripdeild með því að hafa:

14)  Mánudaginn 30. október 2017, á Hótel Miðgarði, Laugavegi 120, tekið ófrjálsri hendi tvær rauðvínsflöskur, að andvirði kr. 10.400,- og gengið með út án þess að greiða fyrir.

15)  Sunnudaginn 6. maí 2018, á Eyja Guldsmeden hotel við Brautarholt 10, tekið ófrjálsri hendi rauðvínsflösku, að andvirði kr. 7.200,- og gengið með út án þess að greiða fyrir.

            Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

                                                                        VII.

Nytjastuld, umferðar- og lögreglulagabrot með því að hafa:

16)  Þriðjudaginn 23. janúar 2018, í heimildarleysi tekið bifreiðina [...] þar sem að hún stóð fyrir utan verslun 10-11 við Laugalæk, Reykjavík og í framhaldi ekið henni óhæfur um að stjórna henni örugglega (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 1,3 ng/ml) um Laugalæk, Sundlaugarveg, Suðurlandsbraut og þaðan suður Vegmúla, við Hallarmúla, þar sem lögregla gaf ákærða fyrirmæli um að nema staðar með forgangsljósum lögreglubifreiðarinnar. Ákærði sinnti í engu fyrirmælum lögreglu, sem þá gaf ákærða hljóðmerki um að stöðva bifreiðina, heldur jók hraða bifreiðarinnar og ók vestur Ármúla og að gatnamótum við Háaleitisbraut þar sem rautt ljós logaði fyrir umferð í akstursstefnu ákærða. Ákærði ók þá bifreiðinni á móti umferð um Háaleitisbraut og svo suður Safamýri að gatnamótum við Háaleitisbraut, þar sem ákærði ók norður Háaleitisbraut, yfir vegkant sem þar er og inn á bifeiðastæði við hús nr. 151-155 þar sem hann missti stjórn á bifreiðinni. Í kjölfarið hljópst ákærði á brott og sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að nema staðar en lögregla handtók ákærða skömmu síðar.

            Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. og 3. mgr. 5. gr., 1. mgr. 36. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 19. gr., sbr. 41. gr. lögreglulaga nr. 90/1996.

 

                                                                        VIII.

Húsbrot, með því að hafa:

17)  Miðvikudaginn 31. janúar 2018, í heimildarleysi ruðst inn á heimili fyrrum stjúpmóður sinnar, A, kt. [...], að [...], með því að brjóta gler í útidyrahurð fjölbýlishússins og í kjölfarið sparkað upp hurð að íbúðinni, með þeim afleiðingum að hurðin brotnaði.

18)  Sunnudaginn 6. maí 2018, í heimildarleysi ruðst inn á heimili fyrrum stjúpmóður sinnar, A, kt. [...], með því að brjóta gler í útidyrahurð fjölbýlishússins og í kjölfarið farið inn í íbúðina og þar innandyra sparkað upp hurð að herbergi hálfbróður síns, B, kt. [...], sem þar var sofandi, með þeim afleiðingum að hurðin brotnaði.

            Telst framangreind háttsemi varða við 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

                                                                        IX.

Líkamsárásir, með því að hafa:

19)  Sunnudaginn 13. ágúst 2017, utan við veitingastaðinn Ölsmiðjuna við Lækjargötu 10, Reykjavík, veist að C, kt. [...], með því að kýla hann nokkrum hnefahöggum og skallað hann í höfuðið. Afleiðingar árásar ákærða voru þær að C hlaut kúlu á höfuð og gleraugu hans brotnuðu.

20)  Miðvikudaginn 16. maí 2018, við Brúartorg 1 í Borgarnesi, með því að hafa sparkað og slegið D, kt. [...], ítrekað í líkama, gripið um og snúið upp á litla fingur vinstra handar D, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut lítinn afrifuflaska aðlægt grunni á miðkjúku litla fingurs vinstri handar auk þess sem fingurinn fór út lið.

21)  Sunnudaginn 27. maí 2018, á veitingastaðnum Ölveri, Álfheimum 74, ráðist á E, kt. [...] með því að kýla hann með krepptum hnefa í andlit. Afleiðingar árásar kærða voru þær að E hlaut brot vinstra megin í kjálka, í afturvegg á kinnbeinsholu vinstra megin og í bæði bol og kinnbeinsboga kinnbeins vinstra megin.

            Telst framangreind háttsemi samkvæmt 19. tl. varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981 og háttsemi samkvæmt 20. og 21. tl. við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981.

 

            Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Loks er krafist upptöku á haldlögðum hníf, sbr. III. kafla ákæru, samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 og upptöku á 1,05 g af kókaíni og 1,46 g af maríhúana samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. I. kafla ákæru.

 

Einkaréttarkröfur:

            Vegna 12. tl. ákæru gerir Finnur Árnason, kt. [...], fyrir hönd Haga, kt. [...], kröfu um að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 22.990 auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 9. mars 2017 og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðar dráttarvaxta samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Að auki er gerð krafa um greiðslu lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar.

            Vegna 20. tl. ákæru gerir Halldór Hrannar Halldórsson lögmaður, f.h. D, kt. [...], þá kröfu að ákærða verði gert að greiða honum 600.000 kr. með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 16. maí 2018 og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða kr. 51.300,- með 4,5% ársvöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 16. maí 2018 og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist þókunar úr ríkissjóði vegna starfa skipaðs réttargæslumanns samkvæmt málskostnaðarreikningi sem lagður verður fram við aðalmeðferð málsins ef til hennar kemur eða að mati dómsins. Verði ekki fallist á skipun réttargæslumanns er þess til vara krafist að ákærða verði gert að greiða brotaþola málskostnað, auk virðisaukaskatts, að mati dómsins vegna lögmannsaðstoðar við að hafa bótakröfuna uppi.

            Vegna 21. tl. ákæru gerir Björn Jóhannesson lögmaður þá kröfu, f.h. E, kt. að ákærða verði dæmdur til að greiða E, kt. [...], skaða- og miskabætur samtals að fjárhæð kr. 1.674.121,- með vöxtum skv. 8. gr. sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 27. maí 2018 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar en með dráttarvöxtum frá þeim degi, skv. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða brotaþola málskostnað samkvæmt mati réttarins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.“

 

            Þann 1. ágúst sl. gaf lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út framhaldsákæru á hendur ákærða með skírskotun til 1. mgr. 153. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála þar sem ákærunni frá 17. júlí 2018 var þannig breytt að í framhaldi af kröfu um refsingu var bætt við varakröfu um að ákærða yrði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun eða vægari öryggisráðstöfunum, sbr. 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og orðalagi kröfugerðar skv. e-lið 1. mgr. 152. gr. laga um meðferð sakamála breytt í samræmi við þetta þannig að varakrafan verði svohljóðandi: „En til vara að ákærða verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun eða vægari öryggisráðstöfunum, sbr. 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006.“

 

            Í ákæru héraðssaksóknara frá 25. júlí 2018 eru ákærða gefin að sök „eftirfarandi hegningarlagabrot framin í Reykjavík á árinu 2018:

  1. Brot gegn valdstjórninni, með því að hafa að kvöldi sunnudagsins 18. febrúar, í lögreglubifreið sem lagt var við gatnamót Frakkastígs og Njálsgötu, hrækt í andlit lögreglumannsins F, sem var þar við skyldustörf, en hrákinn hafnaði í hægra auga hans.
  2. Sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa að kvöldi sunnudagsins 18. apríl, fyrir utan kaffihúsið M, [...], veist að G og slegið hann, með krepptum hnefum, nokkrum sinnum í líkama og höfuð, tekið glas og kastað eða slegið því í höfuð G, með þeim afleiðingum að hann hlaut tæplega 2 sm langan skurð á hvirflinum.
  3. Sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa að kvöldi mánudagsins 21. maí inni á Subway, Laugavegi 86, veist að H, kýlt hann, með krepptum hnefa, að minnsta kosti tvisvar í andlit og höfuð, haldið honum aftan frá og skallað hann tvisvar sinnum í aftanvert höfuð og eftir að hafa komið H í gólfið, haldið honum þar, potað í vinstra auga hans og þegar H reyndi að standa á fætur keyrt höfuð hans og vinstri hlið utan í vegg, haldið honum áfram í gólfinu, ítrekað potað í augu hans, sparkað með hægri fæti í andlit H, ítrekað kýlt með krepptum hnefum í andlit og höfuð hans og handleggi, er H reyndi að verjast og losa sig, og eftir að H stóð á fætur, veist aftur að honum og að minnsta kosti slegið hann einu höggi í höfuð með vinstra handarbaki, með þeim afleiðingum að H hlaut nefbeinabrot og mar yfir nefi, opið sár á munnholi og skurð á vör, 3-4 mm djúpur og 5-6 mm langur, mar vinstra megin yfir kjálka, eymsli yfir hálsi, mar yfir XI. rifi hægra megin við mið herðablaðslínu á baki, mar á baki, hrufl og mar á vinstri upphandlegg fyrir ofan olnbogabót, mar á öðrum og ótilgreindum hlutum framarms og heilahristing.

 

            Telst brot í ákærulið 1 varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot í ákæruliðum 2 og 3 varða við 2. mgr. 218. gr. sömu laga.

            Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Einkaréttarkröfur:

            Af hálfu H, kt. [...], er þess krafist að ákærði greiði honum kr. 600.000, auk útlagðs kostnaðar, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá tjónsdegi þann 21.05.2018 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Vísað er til 16. gr. laga um skaðabætur nr. 50/1993. Þá er gerð krafa um lögfræðikostnað.

            Af hálfu G, kt. [...], er þess krafist að ákærða verði gert að greiða honum skaða- og miskabætur samtals að fjárhæð kr. 800.000,- með vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 18. apríl 2018, en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., vaxtalaga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá þeim degi er ákærða er sannarlega kynnt krafan til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að ákærða verði gert að greiða G málskostnað að skaðlausu skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða mati réttarins, að viðbættum 24% virðisaukaskatti, fyrir að halda bótakröfu sinni í málinu.“

 

            Við aðalmeðferð málsins var ákæran leiðrétt að því er varðar 2. lið hennar þannig að atvikið hafi átt sér stað miðvikudaginn 18. apríl.

 

            Þann 30. júlí sl. gaf héraðssaksóknari út framhaldsákæru á hendur ákærða með skírskotun til 1. mgr. 153. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála þar sem ákærunni frá 25. júní 2018 var þannig breytt að í framhaldi af kröfu um refsingu er bætt við varakröfu um að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eftirfarandi viðbót er gerð á refsikröfu framangreindrar ákæru: „en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða annarra vægari ráðstafanna samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940“.

 

            Verjandi ákærða krefst þess að ákærði verði sýknaður af ákæruliðum 8, 9 og 20 í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og af ákæruliðum 1 og 2 í ákæru héraðssaksóknara. Til vara krefst hann þess að refsing verði felld niður vegna allra ákæruliða, en að því frágengnu krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa og að gæsluvarðhald ákærða komi til frádráttar refsingu. Þá krefst hann frávísunar bótakrafna vegna þeirra ákæruliða sem krafist er sýknu af, en annars verulegrar lækkunar allra bótakrafna. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði og þess að sakarkostnaður greiðist a.m.k. að hluta til úr ríkissjóði.

 

Málsatvik

            Ákærði hefur skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæruliðum 1 til 7, 10 til 19 og 21 í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 17. júlí sl. og í ákærulið 3 í ákæru héraðssaksóknara frá 25. júlí sl. Ákærði neitar sök vegna ákæruliða 8, 9 og 20 í fyrrnefndu ákærunni og vegna ákæruliða 1 og 2 í síðarnefndu ákærunni. Verða málavextir reifaðir að því er varðar þá háttsemi sem ákærða er gefin að sök í þeim liðum.

 

8. liður ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. júlí 2018

            Samkvæmt skýrslu lögreglu var ákærði handtekinn í kjölfar umferðaróhapps 7. janúar 2017 við inngang að [...]. Er færa átti ákærða í handjárn spurði hann lögreglumann hvort hann vildi ekki taka af sér vopnið fyrst og benti á hægri buxnavasa. Lögreglumaðurinn færði ákærða þá í handjárn og fjarlægði hníf sem hann hafði á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu, eftir dvöl í fangageymslu, afsalaði ákærði sér hnífnum.

            Meðal gagna málsins eru myndir af hnífnum sem um ræðir.

 

9. liður ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. júlí 2018

            Samkvæmt skýrslu lögreglu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi sem var að veitast að fólki við Hverfisgötu. Lögregla fann ákærða við Vatnsstíg þar sem hann var að áreita vegfaranda. Ekki var hægt að ræða við ákærða sökum annarlegs ástands og var hann því handtekinn. Lögregla ræddi við tilkynnanda sem sagðist hafa séð ákærða við Hverfisgötu þar sem hann hefði verið að berja hús að utan. Síðan hefði hann farið út á götu þar sem hann hefði sparkað í hjól hjólreiðamanns, sem hefði átt leið hjá, þannig að hann hefði fallið í götuna. Mennirnir hefðu átt orðaskipti og hjólreiðamaðurinn svo hjólað í burtu. Þá hefði ákærði mætt hópi erlendra kvenna og kýlt eina þeirra í öxlina. Hann hefði svo farið að gatnamótum Hverfisgötu og Vatnsstígs þar sem hann hefði reynt að stöðva umferð.

 

20. liður ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. júlí 2018

            Samkvæmt skýrslu lögreglu barst beiðni um aðstoð við að fjarlægja farþega úr strætisvagni við N1 í Borgarnesi að morgni 16. maí 2018. Er lögregla kom á vettvang var ákærði utan við vagninn ásamt vagnstjóranum D. Vagnstjórinn kvaðst hafa ekið strætisvagninum frá Reykjavík og ákærði hefði verið farþegi. Hann hefði ætlað að vísa ákærða úr vagninum í Borgarnesi þar sem hann hefði ekki greitt fyrir far lengra. Ákærði hefði neitað og brugðist illa við. Hann hefði því ætlað að hjálpa honum út úr vagninum en ákærði hefði þá gripið í litla fingur vinstri handar og líklega brotið hann. Fram kemur að vagnstjórinn hafi verið með sjáanlega aflögun á litla fingri vinstri handar. Ákærði hefði skýrt frá því að hann hefði greitt fyrir lengra far og hann hefði verið sofandi er vagnstjórinn hefði ráðist á hann. Hann kannaðist ekki við að hafa ráðist á hann eða veitt honum áverka. Ákærði virtist vera undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og lagði áfengislykt frá vitum hans. Vitni á vettvangi, I, skýrði frá því að hún hefði séð atvikið. Ákærði hefði verið mjög æstur og ofbeldisfullur og látið höggin dynja á vagnstjóranum.

            Í fyrirliggjandi læknisvottorði J, heimilislæknis í Borgarnesi, frá 22. maí 2018 kemur fram að brotaþoli hafi leitað á heilsugæsluna 15. maí 2018 í kjölfar líkamsárásar. Við skoðun hafi komið í ljós að litli fingur vinstri handar hafi verið úr liði. Brotaþoli hafi fengið staðdeyfingu og liðhlaupið verið rétt. Hann hafi verið aumur í hendinni á eftir. Tekin hafi verið röntgenmynd sem hafi sýnt lítinn afrifuflaska aðlægt grunni á miðkjúku og mjúkvefjaaukningu aðlægt miðkjúkunni. Brotaþoli hafi fengið strapp og verið ráðlagt að hlífa hendinni næstu daga. Við skoðun 22. maí hafi hann enn verið verulega bólginn og með verki í hendinni.

            Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu samdægurs, 16. maí 2018. Kvaðst hann hafa séð ákærða sofandi í vagninum í Borgarnesi. Hann hefði hrist hann til að vekja hann og fljótlega séð að hann væri sofandi. Hann hefði reynt að koma ákærða út úr vagninum en hann hefði brugðist illa við, neitað að fara og slegið og sparkað til sín. Hann hefði varist höggunum og reynt að ýta ákærða út en ákærði hefði þá náð að grípa í litla fingur vinstri handar hans og beyglað hann þar til fingurinn hefði farið úr liði og brákast. Hann væri ekki með aðra áverka en væri mjög kvalinn í fingrinum.

 

1. liður ákæru héraðssaksóknara dags. 25. júlí 2018

            Samkvæmt skýrslu lögreglu barst tilkynning um að ungur maður væri að ganga í skrokk á eldri manni í verslun. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang var þeim bent á árásarmanninn, sem væri að ganga í burtu. Þeir fóru á eftir honum og handtóku þar ákærða. Ákærði streittist fyrst á móti handtökunni en róaðist svo. Árásarþolinn kom út úr versluninni og stóð á götuhorni við hlið bifreiðarinnar. Þegar verið var að færa ákærða inn í aftursæti lögreglubifreiðarinnar sneri hann sér að öðrum lögreglumanninum og hrækti beint í andlit hans. Hann sagði að hann hefði ætlað að hrækja á árásarþolann. Þá kvaðst hann vera smitaður af alnæmi. Hann hrækti aftur inni í bifreiðinni en hrákinn fór þá einungis í hettu hans sem lögreglumaður hafði sett fyrir andlit hans til að koma í veg fyrir að hann gæti hrækt á þá. Lögreglumaðurinn sem fékk hrákann á sig fór á slysadeild til aðhlynningar.

            Í læknisvottorði K, sérfræðings á slysa- og bráðadeild Landspítala, frá 13. júlí 2018 vegna lögreglumannsins F kemur fram að hann hafi komið á slysadeild 18. febrúar 2018 þar sem hann hafi fengið hráka í hægra auga frá manni sem hann hefði verið að handtaka. Hann hefði óttast að viðkomandi væri smitaður af HIV og hefði hún sett sótthreinsandi vökva í augað. Við skoðun á auganu hafi sést eilítill roði en engin sár eða verkur. Blóðsýni hafi verið sent til rannsóknar með tilliti til HIV og lifrarbólgu C. Ný prufa hafi verið tekin 10. júní 2018. Rannsóknarniðurstöður hafi verið eðlilegar, þ.e. engin merki um smit. Þá muni árásarmaðurinn ekki hafa reynst vera smitaður af HIV.

 

2. liður ákæru héraðssaksóknara dags. 25. júlí 2018

            Að kvöldi 18. apríl 2018 barst lögreglu tilkynning um slasaðan mann í Veltusundi eftir líkamsárás. Brotaþoli, G, hafi greint frá því að hann hefði verið fyrir utan kaffihúsið M að [...] að reykja. Hann hefði hitt þar mann sem hann þekkti ekki og farið að ræða við hann. Hann hefði svo snúið sér við og maðurinn þá slegið sig í höfuðið, sennilega með glasi. Brotaþoli hafi verið með skurð á hnakka og verið fluttur á slysadeild. Skömmu síðar hafi borist tilkynning um hver árásarmaðurinn væri.

            Brotaþoli mætti til lögreglu 27. apríl 2018 til að kæra líkamsárás á hendur sér. Hann skýrði svo frá að hann hefði verið að halda upp á afmælið sitt á kaffihúsinu M þetta kvöld. Hann hefði farið út að reykja og séð þar ákærða sem hann hefði ekki þekkt, en hefði séð inni í boðinu. Vinir hans hefðu vitað hver ákærði væri. Hann hefði reynt að hefja viðræður við hann en ákærði hefði verið fáskiptinn og lengi að svara. Hann hefði svo beðið um að vera látinn í friði. Brotaþoli kvaðst þá hafa snúið sér að félögum sínum og sagt þeim að hann ætlaði inn aftur. Hann hefði þá fengið þungt högg á hnakkann og sortnað fyrir augum. Það næsta sem hann muni sé að vera á hlaupum og ákærði á eftir honum. Hann hefði komið á Ingólfstorg að leita að lögreglu og síðan farið inn á veitingastað og hringt þaðan. Lögregla hefði kallað til sjúkrabifreið sem hefði flutt hann á slysadeild. Hann hefði reynst vera með opinn skurð á hnakka sem þurft hefði að sauma. Auk þess hefði hann haft einkenni heilahristings. Hann hefði verið með svima og lélegt jafnvægi frá því að árásin átti sér stað.

            Í læknisvottorði L, sérfræðilæknis á slysa- og bráðamóttöku Landspítala, greinir að brotaþoli hafi komið í sjúkrabifreið. Hann hafi verið með um 2 cm skurð á hvirflinum eftir líkamsárás með glasi eða flösku. Lítið hafi blætt úr skurðinum og ekki hafi verið aðrir áverkar. Sárið hafi verið deyft og saumað. Brotaþoli hafi komið aftur 25. apríl 2018. Hann hafi verið með kvíða og aðkenningu af höfuðverk og svima. Sárið hafi virst vera að gróa með eðlilegum hætti og saumarnir hafi verið teknir. Hann hafi verið hvattur til að nýta sér áfallahjálp.

 

            Þann 3. júlí 2018 var N geðlæknir dómkvaddur til geðrannsóknar á ákærða í því skyni að leiða í ljós hvort hann hefði verið fær eða alls ófær um að stjórna gerðum sínum í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 á þeim tíma er framangreind atvik áttu sér stað eða eftir atvikum hvort ætla mætti að refsing gæti borið árangur, sbr. 16. gr. sömu laga. Í matsgerð hans, frá 30. júlí sl., er aðstæðum ákærða lýst, rakin sjúkraskrá hans af geðdeild Landspítala frá 8. apríl 2017 til 28. maí 2018 og gerð grein fyrir geðskoðun. Í samantekt kemur fram að ákærði hafi verið í mikilli neyslu ýmissa efna allt frá 15 ára aldri og hafi verið á götunni í nær þrjú ár. Hann hafi farið um fimmtán sinnum í meðferð. Hann hafi stutta sem enga vinnusögu og hafi verið á félagslegum bótum frá 18 ára aldri. Hann sé með margra ára sögu um andfélagslegt athæfi með innbrotum og fleiru. Á síðastliðnu rúmu ári hafi borið meira á ranghugmyndum, paranoid-hugmyndum og fleiru slíku hjá honum. Hann hafi í nokkur skipti verið lagður inn á geðdeild Landspítala og á köflum haft mjög sérkennilegar ranghugmyndir og einnig miklar aðsóknarranghugmyndir. Hann sé oft á tíðum viss um að verið sé að tala til hans og niðurlægja hann. Hann skýri sjálfur margar þeirra árása sem hann hafi staðið fyrir með slíkum hugmyndum.

            Það sé athyglisvert að í lok september 2017 hafi ákærði misst stjórn á sér á geðdeild Landspítalans. Þurft hafi að kalla til varnarteymi og nauðungarsprauta ákærða. Í febrúar 2018 hafi hann kýlt samsjúkling sinn sem honum hafi fundist vera að tala niður til sín. Hann hafi sagst greina það af ýmsum smáatriðum sem hann hefði ekki verið tilbúinn til að skýra frekar.

            Ranghugmyndir ákærða virðist að einhverju leyti koma í framhaldi af neyslu, en þó séu hugmyndir hans mjög formaðar á köflum. Ættingjar hans lýsi stöðugum og vaxandi ranghugmyndum, stundum án neyslu, undanfarið ár. Vandamál hans séu margþætt. Hann eigi við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Hann hafi misnotað ýmis efni og lyf sem sum séu þekkt að því að valda ofskynjunum. Hann eigi við mikinn félagslegan vanda að etja, hafi verið á götunni í um þrjú ár og sé búinn að bíta af sér allan stuðning. Hann hafi endurteknar ranghugmyndir og ráðist á aðra algjörlega að tilefnislausu, til viðbótar við andfélagslegt athæfi. Hann hafi það á tilfinningunni að hann sé niðurlægður og talað niður til hans. Hann sé stundum að svara í sömu mynt og telji að hann ráðist aldrei á aðra nema fullt tilefni sé til.

            Það sé erfitt og jafnvel ómögulegt að greina á milli þess hvort geðrofshugmyndir ákærða séu eingöngu framkallaðar af fíkniefnum eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm sé að ræða. Ljóst sé að verði ekki gripið inn í muni athæfi hans halda áfram og þá hugsanlega með alvarlegum afleiðingum. Nauðsynlegt sé að meðhöndla ákærða í langan tíma á geðdeild og meta aðstæður hans frekar. Þótt hann hafi ekki virkar ranghugmyndir núna tengist hann mjög sérkennilega. Hann sé hægur í hugsun og virki tómlegur og hafi að auki lítið frumkvæði og sé sinnulaus. Sjúkdómsgreiningar hans séu margs konar, langvarandi misnotkun á áfengi og ýmsum efnum, andfélagsleg hegðun um langt árabil og loks á síðasta ári greinilegur geðrofssjúkdómur.

            Það er niðurstaða matsmanns að ákærði hafi verið í geðrofsástandi að minnsta kosti í hluta þeirra tilvika sem um ræðir, ekki síst þegar hann hafi ráðist á aðra að tilefnislausu. Ekki sé hægt að svara því hvort geðrofsástandið sé framkallað af misnotkun lyfja eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm sé að ræða. Sjúkdómurinn hafi gert ákærða illa færan til að stjórna gerðum sínum í sum þau skipti sem um sé að ræða. Mikill vafi leiki á því hvort refsing geti borið árangur, sbr. 16. gr. almennra hegningarlaga. Matsmaðurinn leggur til að ákærði verði dæmdur til öryggismeðferðar á deild 15 á geðdeild Landspítala. Til þess að svo megi verða þurfi að svipta hann sjálfræði til allt að tveggja ára. Nauðsynlegt sé að fylgjast náið með ákærða og meðhöndla hann í mun lengri tíma en hægt sé að gera á venjulegum geðdeildum.

 

Framburður ákærða og vitna fyrir dómi

            Ákærði greindi frá því varðandi 8. lið ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 17. júlí 2018 að hann hefði fundið hnífinn skömmu áður. Hann kannaðist ekki við hnífinn á mynd. Varðandi 9. lið ákærunnar kvaðst hann ekki muna eftir neinu af því sem honum væri gefið að sök en myndi þó eftir því að hafa verið handtekinn. Varðandi 20. lið ákærunnar greindi hann frá því að umrætt sinn hefði honum verið hent út úr strætisvagni. Hann hefði lent í smávægilegum átökum við vagnstjórann en hefði þó hvorki sparkað í hann né slegið hann heldur hefðu þeir ýtt hvor á annan. Hann hefði ekki séð neina áverka á vagnstjóranum. Að því er varðar 1. lið ákæru héraðssaksóknara frá 25. júlí 2018 kvaðst hann ekki hafa hrækt á lögreglumanninn, heldur hefði hann hrækt út í loftið. Hann myndi vel eftir þessu atviki. Hann teldi að hrákinn hefði lent á búningi lögreglumannsins en hann hefði þó ekki séð það nákvæmlega. Það gæti verið að hann hefði ætlað að hrækja á mann sem hann hefði verið í átökum við fyrr um kvöldið. Varðandi 2. lið ákærunnar kvaðst hann ekki kannast neitt við þetta atvik og ekki muna eftir því að hafa verið þarna.

            Vitnið P lögreglumaður greindi frá handtöku ákærða vegna ákæruliðar 8 í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 17. júlí 2018. Hann kvað ákærða hafa haft frumkvæði að því að vísa á hnífinn með því að spyrja hvort hann vildi ekki taka vopnið sem hann væri með. Hann hefði fundið hnífinn í hægri buxnavasa ákærða.

            Vitnið Q kvaðst hafa veitt ákærða athygli það skipti er um ræðir í ákærulið 9 er hann hefði gengið niður Hverfisgötu. Ákærði hefði verið með föt og hjólabretti meðferðis. Hann hefði séð hann sparka í hjól þannig að hjólreiðamaðurinn hefði fallið til jarðar. Ákærði hefði átt orðaskipti við hjólreiðamanninn sem hefði síðan farið af vettvangi. Hann hefði einnig slegið í öxl konu í hópi útlendinga, sem hefði átt leið hjá. Ákærði hefði svo stöðvað bifreið og átt orðaskipti við ökumanninn. Ákærði hefði verið í slæmu ásigkomulagi og virst vera undir áhrifum einhvers. Vitnið hefði hringt í lögregluna og séð hana koma og handtaka ákærða.

            Vitnið R lögreglumaður kvaðst hafa brugðist við tilkynningu um mann sem væri að áreita vegfarendur. Maður hefði komið til hans, bent á ákærða og sagt hann vera að trufla umferð. Hann hefði líka greint frá sparki í hjólreiðamann. Ákærði hefði staðið á horni Hverfisgötu og Vatnsstígs. Hann hefði verið í mjög annarlegu ástandi og átt erfitt með að tjá sig um hvað hann væri að gera. Hann hefði verið með mikið af drasli meðferðis og fundist hefðu fíkniefni á honum. Lögreglumaðurinn hefði hins vegar ekki orðið vitni að því að ákærði hefði áreitt neinn, heldur hefði hann staðið við bifreið, sem hefði ekið í burtu þegar hann hefði komið.

            Vitnið D kvaðst hafa ekið strætisvagni í Borgarnes. Hann hefði stöðvað vagninn og tæmt hann. Ákærði hefði verið í vagninum og neitað að fara út þótt hann hefði ekki borgað fyrir lengra far. Hann hefði tekið undir handlegg ákærða og ætlað að færa hann út. Ákærði hefði þá orðið illur og sýnt mótþróa og hann hefði því þurft að ýta honum út. Ákærði hefði þá togað í fingur hans með þeim afleiðingum að hann hefði farið úr liði og bein brotnað í hendinni. Fingurinn hefði verið bólginn á eftir og hann hefði haft verki í honum. Fingurinn nýtist honum nú ekki neitt og fullur bati sé ólíklegur. Hann kvað ákærða ekki hafa sparkað í sig eða slegið.

            Vitnið J læknir greindi frá því að hún hefði verið á vakt þegar brotaþolinn D hefði komið. Fingur hans hefði verið farinn úr liði og brotinn. Hann hefði greint frá því að maður undir áhrifum hefði veitt honum áverkann. Fingur brotaþola hefði litið illa út og beygst út á hlið. Honum hefði verið brugðið en hann hefði ekki hlotið aðra áverka. Brot eins og það sem hann hefði hlotið greri stundum illa og hún vissi til þess hann ætti enn við vanda að stríða vegna þessa.

            Vitnið I kvaðst hafa séð farþega fara úr strætisvagninum þar sem hún hefði verið að bíða eftir vagni. Hún hefði svo séð bakdyr vagnsins opnast og tvo menn þar inni, vagnstjórann og ungan mann. Vagnstjórinn hefði greinilega verið að vísa unga manninum út en hann hefði ekki viljað fara. Hún hefði séð þá báða halda í handriðið við tröppurnar við dyrnar. Ungi maðurinn hefði reynt að losa hendur vagnstjórans og hefði slegið á þær. Hún kvaðst hins vegar ekki hafa séð nein spörk. Það hefði svo tekist að koma manninum út. Hún hefði séð lögreglumann tala við unga manninn og séð vagnstjórann sýna lögreglumanni fingurinn á sér. Hún hefði því gert ráð fyrir því að eitthvað hefði komið fyrir hann.

            Vitnið S lögreglumaður kom á vettvang. Hann kvað brotaþola D hafa verið með aflagaðan fingur og greint frá því að ákærði hefði gripið í fingurinn og brotið hann. Ákærði hefði ekki kannast við að hafa veist að honum og hefði kallað hann öllum illum nöfnum. Hann hefði sýnilega verið undir áhrifum. Hann hefði greint frá því að hann hefði ekki viljað fara út þar sem hann hefði verið búinn að borga. Vitni á biðstöðinni hefði greint frá því að ákærði hefði veist að vagnstjóranum.

            Vitnið F lögreglumaður kvaðst, vegna ákæruliðar 1 í ákæru héraðssaksóknara, hafa fengið tilkynningu um ungan mann sem væri að ganga í skrokk á eldri manni. Hann hefði farið á vettvang og þegar ungi maðurinn, ákærði, hefði verið leiddur í lögreglubifreiðina hefði hann fengið hráka í andlitið frá honum. Ákærði hefði sagt að hann hefði ætlað að hrækja á manninn sem hann hefði verið að slást við. Ákærði hefði verið rólegur en skyndilega snúið sér til hliðar og hrækt. Hann hefði virst vera undir áhrifum lyfja, hægur í svörum og illa áttaður á því sem hefði verið í gangi.

            Vitnið T lögreglumaður sinnti útkallinu ásamt F. Hann kvað ákærða hafa verið að ganga í burtu er þeir hefðu komið og handtekið hann. Þeir hefðu farið með hann til baka að lögreglubifreiðinni. Hann hefði þá snúið sér að þeim og hrækt framan í F. Ákærði hefði sagt að hann hefði ætlað að hrækja á hinn manninn. Sá maður hefði staðið um fjóra til fimm metra frá þeim. Ákærði hefði verið undir áhrifum og í miklu andlegu ójafnvægi.

            Vitnið G kvaðst hafa verið að halda upp á afmæli sitt á M þegar atvik í ákærulið 2 í ákæru héraðssaksóknara hefðu átt sér stað. Hann hefði séð mann þar og kynnt sig, en maðurinn hefði ekki sagt mikið. Hann hefði svo farið út að reykja ásamt tveimur vinum sínum og maðurinn hefði komið þar til þeirra. Hann hefði spurt hann hvort allt væri í lagi. Maðurinn hefði svarað því að hann ætti ekki að vera að pæla í sér. Skömmu síðar hefði vinur hans beðið hann að koma inn. Hann hefði snúið sér við og ætlað inn en þá hefði ákærði ráðist að honum. Hann hefði fengið á sig þung högg og séð grátt. Sjónin og heyrnin hefðu bjagast. Höggin hefðu verið fleiri en eitt og öll komið á höfuðið. Hann hefði ekki alveg vitað hvað hann hefði fengið í höfuðið, en hugsanlega hefði það verið glas. Hann hefði verið með sár eftir atlöguna. Hann hefði hlaupið undan manninum niður að Ingólfstorgi í von um að finna lögreglu þar. Honum hefði liðið illa eftir þetta og verið með kvíða. Það hefði gert atvikið alvarlegra að það hefði átt sér stað á vinnustað hans. Hann hefði átt erfitt með að hugsa ekki um þetta í vinnunni. Hann lýsti árásarmanninum þannig að hann hefði verið [...].

            Vitnið U, vinur brotaþola G, kvað G hafa verið að ganga inn þegar honum hefði verið ýtt í tröppur og hann síðan sleginn aftan frá. Hann hefði fengið þung högg og árásarmaðurinn hefði gripið glas og slegið í höfuð hans. G hefði staðið upp og hlaupið í burtu. Árásarmaðurinn hefði verið [...]. Hann hefði verið mjög þögull og erfitt hefði verið að átta sig á ástandi hans. G hefði verið búinn að spyrja hann hvort allt væri í lagi og hann hefði svarað því til að hann skyldi ekki spá í sig.

            Vitnið V kvaðst hafa verið í afmæli G. Hún hefði séð árásarmanninn sitja og horfa á G og hefði svo farið út að reykja með G og U. Árásarmaðurinn hefði komið og staðið úti. Hann hefði horft einkennilega á G en ekki tekið eftir þeim hinum. G hefði spurt hann hvort ekki væri allt í lagi. Hann hefði ekki svarað fyrr en nokkru síðar og hefði sagt að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af sér. G hefði sest hjá honum í stiganum. Hann hefði snúið sér frá og þá hefði árásarmaðurinn skyndilega farið að berja hann. Höggin hefðu verið þó nokkur og þau hefðu verið þung. Hann hefði gripið þykkt vatnsglas og slegið hann með því og glasið hefði brotnað. G hefði náð að hlaupa í burtu. Árásarmaðurinn hefði verið [...]. Hann hefði [...]. Hann hefði verið eins og í öðrum heimi, hugsanlega undir áhrifum fíkniefna.

            Vitnið Y lögreglumaður mætti á vettvang vegna atviksins við M. Hann kvaðst hafa hitt brotaþola sem hefði greint frá því að hafa verið barinn með glasi. Hann hefði sagt frá því að hafa rætt við einhvern sem hann þekkti ekki, snúið sér við og þá fengið högg, hugsanlega með glasi. Hann hefði verið í góðu ástandi en með skurð á höfðinu.

            Vitnið L læknir kvað brotaþola G hafa komið á slysa- og bráðamóttöku með sár á höfuðleðri. Hann hefði verið saumaður og hefði komið aftur nokkrum dögum síðar til saumatöku. Sárið hefði þá verið gróið. Hins vegar hefði atvikið haft mikil áhrif á hann andlega. Hann hefði sýnt mikil kvíðaeinkenni í báðum komunum og hefði þegið áfallahjálp.

            Vitnið N geðlæknir greindi frá geðmati sínu á ákærða. Hann lýsti sögu hans og kvað ástand hans fara versnandi. Ákærði hefði legið nokkrum sinnum á geðdeild undanfarið ár. Þar hefði komið í ljós að hann hefði á köflum sérkennilegar ranghugmyndir og miklar aðsóknarranghugmyndir. Erfitt væri að festa hendur á hve mikið af þessu væri orsakað af lyfjum, en hann hefði verið í mikilli neyslu í mörg ár. Hugmyndirnar virtust fara vaxandi og hann væri ekki alltaf undir áhrifum lyfja þegar hann fengi þær. Þá væru hugmyndirnar stundum mikið formaðar, sem sé sjaldgæft ef bara er um lyfjageðrof að ræða. Tvö alvarleg atvik hefðu komið upp á geðdeild; einu sinni hefði varnarteymi þurft að sprauta ákærða og einu sinni hefði hann ráðist að samsjúklingi, að því er virtist algerlega að tilefnislausu, en vitni hafi verið að atburðinum. Það sé niðurstaða hans, þó að erfitt og hugsanlega ómögulegt sé að festa hendur á þessu, að ákærði sé að öllum líkindum með undirliggjandi geðrofssjúkdóm sem lyfin hafi getað flýtt fyrir að kæmi fram. Hann þurfi langan tíma á geðdeild til að hægt sé að átta sig nánar á veikindum hans. Hann hafi tvívegis stungið af frá geðdeildinni. Það þurfi því að svipta hann sjálfræði til þess að hægt sé að sækja hann í slíkum tilfellum.

            Erfitt hafi verið að ná sambandi við ákærða þar sem hann hafi ekki gefið mikið af sér. Eins og lýst sé nákvæmlega í sjúkraskrá hans lýsi ákærði líkamlegum breytingum þar sem honum hafi verið byrlað vaxtarhormón. Hann sé hræddur við þetta og telji jafnvel að hann hafi verið svæfður og sprautaður með einhverjum sjúkdómi. Hann hafi fleiri slíkar aðsóknarhugmyndir. Í lok maí á þessu ári hafi verið talað um að svipta hann sjálfræði en ekki hafi orðið af því. Í sumum tilvikum virðist sem hann fari í geðrof án neyslu. Ekki sé að finna mikið af upplýsingum um lyfjamælingar á honum, en þegar hann hafi verið mældur hafi ekki verið um háar tölur að ræða. Svo virðist sem neysla hans hafi verið meiri árin 2015 og 2016 en í kjölfarið hafi geðrofshugmyndir farið að koma fram. Í geðrofsástandinu sé hann árásarhneigður. Það hafi gerst á geðdeildinni í augsýn vitna og sé hliðstætt öðrum árásum sem lýst sé í málsgögnum. Stjúpbróðir hann hafi lýst vaxandi ýktum einkennum, oft á tíðum án neyslu.

            Það sé niðurstaða hans að ákærði hafi verið ósakhæfur í hluta þeirra tilvika er um ræði. Svo virðist vera í alvarlegustu tilvikunum og hægt sé að fullyrða að svo hafi verið þegar hann hafi ráðist að mönnum að tilefnislausu. Hann upplifi einhver niðurlægjandi skilaboð frá öðrum, sem aðrir í kringum hann geri ekki. Í öðrum tilvikum sé ekki beint hægt að segja að eins sé statt um ákærða, t.d. þegar hann hafi ráðist að strætisvagnsstjóra sem hafi ætlað að henda honum út. Matsmaðurinn telji að refsing muni alls ekki koma að gangi. Ákærði hafi verið hættulegur öðrum mönnum á köflum og allar líkur séu á því að hann verði það áfram. Ekki sé útilokað að hann geti fengið nokkurn bata. Matsmaðurinn leggi til að ákærði verði dæmdur til öryggisgæslu þannig að hann muni dvelja þar að minnsta kosti í nokkra mánuði og sæta eftirliti eftir það.

 

Niðurstaða

            Ákærða eru í máli þessu gefin að sök brot í samtals 24 ákæruliðum. Ákærði hefur játað skýlaust að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæruliðum 1 til 7, 10 til 19 og 21 í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 17. júlí sl. og í ákærulið 3 í ákæru héraðssaksóknara frá 25. júlí sl. og er játning hans studd sakargögnum. Verður hann sakfelldur fyrir þau brot og eru þau rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni.

 

8. liður ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. júlí 2018

            Í þessum ákærulið er ákærða gefið að sök vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum á almannafæri útdraganlegan vasahníf með 8 cm löngu blaði sem fannst við leit á honum. Ákærði neitar sök, en kveðst hafa fundið hnífinn skömmu fyrr. Samkvæmt skýrslu lögreglu benti ákærði sjálfur á hnífinn í vasa sínum þegar hann var handtekinn. Lögreglumaður kom fyrir dóminn og staðfesti að hafa fundið hnífinn á ákærða eftir ábendingu hans. Þá féllst ákærði á að afsala sér hnífnum við skýrslutöku hjá lögreglu. Samkvæmt framangreindu er sannað að ákærði hafði hnífinn í vörslum sínum á almannafæri og varðar háttsemi hans við 1. mgr. 30. gr., sbr. 36. gr., vopnalaga nr. 16/1998.

 

9. liður ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. júlí 2018

            Ákærða er gefið að sök brot með því að hafa, sakir ölvunarástands, verið með óspektir og valdið hneykslan á almannafæri með því að áreita og veitast að vegfarendum sem þar áttu leið um. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst muna eftir að hafa verið handtekinn umrætt sinn, en kannaðist ekki við það sem honum var gefið að sök. Vitni kom fyrir dóminn og greindi frá því að hafa séð ákærða veitast að fólki, m.a. sparka niður hjólreiðamann og slá til konu. Lögreglumaður sem kom á vettvang varð hins vegar ekki var við slíka háttsemi. Þótt framburður vitnisins sem tilkynnti um háttsemi ákærða sé skýr og trúverðugur verður hann ekki einn og sér lagður til grundvallar sakfellingu ákærða gegn eindreginni neitun hans. Er því ekki komin fram lögfull sönnun þess að ákærði hafi gerst sekur um það brot sem honum er gefið að sök í þessum ákærulið og verður hann því sýknaður.

 

20. liður ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. júlí 2018

            Í þessum ákærulið er ákærða gefið að sök að hafa sparkað og slegið strætisvagnsstjóra ítrekað í líkamann og gripið um og snúið upp á litla fingur vinstra handar hans. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa lent í átökum við vagnstjórann en þeir hefðu einungis ýtt hvor á annan og hann hefði ekki viðhaft þá háttsemi sem lýst er í ákærunni. Brotaþoli sagði fyrir dómi að ákærði hefði hvorki sparkað í hann né slegið hann. Einungis hefði verið um það að ræða að ákærði hefði gripið í fingur hans og veitt honum áverka. Það er í samræmi við framburð vitnis á vettvangi sem kvaðst hafa séð ákærða veitast að höndum vagnstjórans. Með framburði þeirra, sem nánar er rakinn hér að framan, auk framburðar lögreglumanns sem sá áverka vagnstjórans eftir átökin, er sannað að ákærði greip um fingur brotaþola og veitti honum þá áverka sem í ákæru greinir. Læknir sem tók á móti brotaþola eftir atvikið gerði nánari grein fyrir áverkunum. Um alvarlegt brot var að ræða. Samkvæmt framangreindu verður ákærði því sakfelldur fyrir það sem honum er gefið að sök í þessum ákærulið, að því undanskildu að ekki er sannað að hann hafi sparkað í og slegið brotaþola, og varðar brot hans við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

1. liður ákæru héraðssaksóknara dags. 25. júlí 2018

            Í þessum lið ákærunnar er ákærða gefið að sök valdstjórnarbrot með því að hafa hrækt í andlit lögreglumanns sem var við skyldustörf. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa hrækt umrætt sinn en taldi hrákann ekki hafa lent í andliti lögreglumannsins, þótt hann vissi það ekki nákvæmlega. Þá hélt hann að hann hefði ætlað að hrækja á annan mann. Með framburði þeirra tveggja lögreglumanna sem handtóku ákærða þetta skipti er sannað að ákærði hrækti í andlit lögreglumannsins. Báðir lögreglumennirnir báru um að ákærði hefði sagt á vettvangi að hann hefði ætlað að hrækja á annan mann. Sá maður stóð nokkuð frá og því útilokað að hrákinn hefði getað lent á honum. Lögreglumennirnir voru hins vegar með ákærða í tökum að færa hann inn í lögreglubifreið. Með framangreindri háttsemi hefur ákærði því gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

2. liður ákæru héraðssaksóknara dags. 25. júlí 2018

            Í þessum lið er ákærða gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás með því að hafa veist að brotaþolanum G og slegið hann með krepptum hnefum nokkrum sinnum í líkama og höfuð og tekið glas og kastað eða slegið því í höfuð G, með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á hvirfli. Ákærði neitar sök og kveðst ekki kannast við að hafa verið á staðnum.

            Brotaþolinn G lýsti því að ákærði hefði veitt sér þung högg á höfuðið og hann hefði hugsanlega fengið í sig glas sem hann hefði hlotið skurð eftir. Hann kvaðst ekki hafa vitað hver árásarmaðurinn væri. Tvö vitni voru að atvikinu og lýstu þau atlögunni með sama hætti þannig að ákærði hefði veitt brotaþola þung högg í höfuðið, m.a. með glasi. Öll vitnin lýstu árásarmanninum með sambærilegum hætti og passar lýsingin við ákærða. Þá liggur fyrir í gögnum málsins að gestir á skemmtistaðnum þetta kvöld þekktu ákærða og tilkynntu lögreglu að hann væri árásarmaðurinn. Með framangreindu telst sannað að ákærði hafi veist að brotaþolanum G og slegið hann í höfuðið, m.a. með glasi, og varðar brot hans við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga.

 

            Ákærði er fæddur í [...]. Samkvæmt sakavottorði hans hefur hann tvisvar sinnum gengist undir lögreglustjórasátt vegna fíkniefnalagabrota. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 5. júní sl. Hann hefur nú verið fundinn sekur um fjölmörg brot sem framin voru frá því undir lok árs 2016 og eru sum hver þeirra alvarleg. Hér að framan var greint frá geðrannsókn N, geðlæknis og dómkvadds matsmanns. Eins og þar greinir hefur ákærði búið við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Virðist sem ástand hans hafi farið verulega versnandi undanfarið ár og hann eigi að líkindum við geðrofssjúkdóm að etja. Er það niðurstaða læknisins eftir ítarleg viðtöl við ákærða, rannsókn á sjúkraskrá hans á geðdeild og samtöl við aðstandendur að nokkurn tíma þurfi til að meta stöðu ákærða. Ljóst sé að ástand hans hafi verið slíkt, a.m.k. í hluta tilvika, að 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eigi við um hann. Svo sé að minnsta kosti þegar hann ráðist að fólki án nokkurs tilefnis. Hann upplifi þá skilaboð til sín sem aðrir verði ekki varir. Læknirinn telur víst að refsing muni ekki bera árangur og telur þörf á að vista ákærða á öryggisgeðdeild, en víst sé að hann sé hættulegur öðrum gangi hann frjáls.

            Framangreind niðurstaða dómkvadds matsmanns er í samræmi við lýsingar vitna fyrir dóminum og gögn málsins, sem benda eindregið til þess að ákærði sé haldinn ranghugmyndum, rangtúlki aðstæður og veitist að fólki án tilefnis. Það er álit dómsins, með hliðsjón af öllu framangreindu, að ákærði hafi á þeim tíma sem um ræðir verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum, sbr. 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, í það minnsta í hluta tilvika. Verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins. Ákæruvaldið krefst þess til vara að ákærða verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun eða vægari öryggisráðstöfunum samkvæmt 62. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt því ákvæði má, ef 15. eða 16. gr. almennra hegningarlaga eiga við um hagi ákærða, ákveða í dómi, ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis, að gerðar skuli ráðstafanir til að varna því að háski verði af manninum. Ef ætla má að vægari ráðstafanir, svo sem trygging, bann við dvöl á ákveðnum stöðum eða svipting lögræðis, komi ekki að notum má ákveða að honum sé komið fyrir á viðeigandi hæli. Það er niðurstaða dómkvadds matsmanns að ákærði geti verið hættulegur öðrum eins og staða hans er nú og nauðsynlegt sé að hann sæti meðferð við veikindum sínum og áframhaldandi eftirliti. Þykir því nauðsynlegt, vegna réttaröryggis, að ákærði sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þá þykir rétt að á þeim tíma gangist ákærði undir viðeigandi meðferð vegna veikinda sinna. Skal meðferðin vera undir eftirliti yfirlæknis öryggis- og réttargeðdeildar og er ákærða skylt að hlíta viðeigandi meðferð, hvort sem hún er í formi viðtala eða lyfjagjafar, þ.m.t. í sprautuformi, allt eftir nánari ákvörðun yfirlæknis hverju sinni.

            Með vísan til lagaákvæða er greinir í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 17. júlí sl. verður ákærði sviptur ökurétti í tvö ár.

            Þá verður, með vísan til lagaákvæða er greinir í ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 17. júlí, gerður upptækur hnífur, 1,05 g af kókaíni og 1,46 g af maríjúana sem hald var lagt á við rannsókn málsins.

 

            Af hálfu Haga hf.er krafist skaðabóta að fjárhæð 22.990 krónur vegna 12. liðar ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, auk vaxta. Ákærði hefur játað brot sitt í þessum ákærulið og mótmælir kröfunni ekki sérstaklega. Verður því fallist á hana eins og nánar greinir í dómsorði, en bótakrefjandinn hefur ekki sótt þing, heldur sækjandinn fyrir hans hönd, verður honum því ekki dæmdur málskostnaður úr hendi ákærða.

            Af hálfu brotaþolans D er krafist skaðabóta að fjárhæð 651.300 krónur vegna ákæruliðar 20. Krafan sundurliðast þannig að 600.000 krónur eru vegna miska og 51.300 krónur í þjáningabætur. Fyrir liggur staðfesting vinnuveitanda á því að brotaþolinn hafi verið fjarverandi frá vinnu í 27 daga, frá atvikinu og þar til 12. júní 2018. Verður því fallist á kröfuna. Þá á brotaþoli rétt til miskabóta úr hendi ákærða með vísan til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Eins og fram hefur komið glímir brotaþolinn enn við vanda vegna árásarinnar. Þykja miskabætur hans hæfilega ákveðnar 500.000 krónur með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði.

            Af hálfu brotaþolans E er krafist skaðabóta að fjárhæð 1.674.121 króna vegna ákæruliðar 21. Samkvæmt læknisvottorði fyrir brotaþolann hlaut hann slæmt brot af árás ákærða og hefur þurft að gangast undir aðgerðir vegna þess. Þá er ekki enn fyrirséð hvort hann hefur hlotið varanlegan skaða. Krafan sundurliðast þannig að 10.591 króna er vegna útlagðs kostnaðar, 63.530 krónur vegna þjáninga og 1.600.000 krónur vegna miska. Brotaþoli hefur lagt fram gögn vegna útlagðs kostnaðar og verður hann tekinn til greina. Krafa um þjáningabætur miðast við sjúkrahúslegu og veikindi brotaþola í kjölfar aðgerða og verður hún jafnframt tekin til greina. Þá á brotaþoli rétt til miskabóta með vísan til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabætur til hans hæfilega ákveðnar 750.000 krónur. Ber krafan vexti eins og nánar greinir í dómsorði.

            Af hálfu brotaþolans G er krafist miskabóta að fjárhæð 800.000 krónur vegna liðar 2 í ákæru héraðssaksóknara. Fram er komið að brotaþolinn hefur glímt við talsverðar andlegar afleiðingar vegna árásarinnar. Þykir hann eiga rétt til miskabóta með vísan til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga sem þykja hæfilega ákveðnar 400.000 krónur með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði.

            Af hálfu brotaþolans H er, vegna 3. liðar ákæru héraðssaksóknara, krafist miskabóta að fjárhæð 600.000 krónur, auk útlagðs kostnaðar að fjárhæð 17.070 krónur. Ákærði hefur fallist á greiðslu útlagðs kostnaðar. Þá á brotaþolinn rétt á miskabótum með vísan til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Samkvæmt gögnum málsins voru afleiðingar af árás ákærða talsverðar. Þykja miskabætur til hans hæfilega ákveðnar 400.000 krónur og ber krafan vexti eins og nánar greinir í dómsorði.

           

            Í samræmi við 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála greiðist allur sakarkostnaður úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, 2.555.339 krónur, og þóknun réttargæslumanna brotaþola, Halldórs Hrannars Halldórssonar lögmanns, 325.190 krónur, Björns Jóhannssonar lögmanns, 326.550 krónur, Smára Hilmarssonar lögmanns, 210.800 krónur og Kára Valtýssonar lögmanns 250.000 krónur. Við ákvörðun þóknunar lögmanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts.

            Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Katrín Hilmarsdóttir saksóknarfulltrúi.

            Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm.

 

                                                              D Ó M S O R Ð :

            Ákærði, X, er sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins.

            Ákærði sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

            Ákærði greiði Högum hf. 22.990 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. mars 2017 til 17. ágúst 2018, en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

            Ákærði greiði D 551.300 krónur ásamt vöxtum af 500.000 krónum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 16. maí til 17. ágúst 2018 og 4,5% ársvöxtum af 51.300 krónum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 á sama tíma, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags.

            Ákærði greiði E 824.121 krónu með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., laga nr. 38/2001 frá 27. maí til 17. ágúst 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

            Ákærði greiði H 417.070 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 21. maí 2018 til 30. ágúst 2018 en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga til greiðsludags.

            Ákærði greiði G 400.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 18. apríl til 30. ágúst 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.

            Ákærði er sviptur ökurétti í tvö ár.

            Ákærði sæti upptöku á hníf, 1,05 g af kókaíni og 1,46 g af maríjúana.

            Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Einars Odds Sigurðssonar lögmanns, 2.555.339 krónur, og þóknun réttargæslumanna brotaþola, Halldórs Hrannars Halldórssonar lögmanns, 325.190 krónur, Björns Jóhannssonar lögmanns, 326.550 krónur, Smára Hilmarssonar lögmanns, 210.800 krónur og Kára Valtýssonar lögmanns, 250.000 krónur.