• Lykilorð:
  • Ávana- og fíkniefni
  • Eignaspjöll
  • Fjársvik
  • Hegningarauki
  • Húsbrot
  • Nytjastuldur
  • Svipting ökuréttar
  • Umferðarlagabrot
  • Vopnalagabrot
  • Þjófnaður

 

D Ó M U R

Héraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2019 í máli nr. S-270/2019:

Ákæruvaldið

(Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari)

gegn

Hrafnkeli Dwight Batson

(Ólafur Karl Eyjólfsson lögmaður)

 

       Mál þetta, sem dómtekið var 2. maí síðastliðinn, var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, útgefinni 19. mars síðastliðinn, á hendur Hrafnkeli Dwight Batson, kt. 000000-0000, [...], Reykjavík, „fyrir eftirfarandi hegningar- og sérrefsilagabrot:

 

                                                                                                                                                                            I. 

Fjársvik með því að hafa þann 7. maí 2018 blekkt starfsmann í versluninni Iceland að Vesturbergi 8 með því að nota greiðslukort A, kt. 000000-0000, í auðgunarskyni í þeim tilgangi að komast yfir vörur að fjárhæð kr. 1.999 og með því vakið og/eða styrkt villu starfsmannsins um að ákærði væri hinn eini og sanni eigandi greiðslukortsins.

 

       Telst þetta var við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

                                                                                                                                                                         II. 

Umferðarlagabrot með því að hafa laugardaginn 27. janúar 2018 ekið bifreiðinni [...] með útrunnin ökuréttindi og undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 0,67‰) um Hafnarfjarðarveg við Skeiðarás uns lögregla gerði honum að stöðva akstur skammt frá.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. sem og 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

                                                                                                                                                                      III. 

Umferðarlagabrot með því að hafa laugardaginn 12. maí 2018 ekið bifreiðinni [...] með útrunnin ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist Alprazólam 26 ng/ml, Amfetamín 1000 ng/ml, Díazepam, Gabapentín 7,1 ug/ml, Klónazepam 51 ng/ml, MDMA 45 ng/ml, Nordíazepam 31 ng/ml og í þvagi mældist Amfetamín, MDMA, Metamfetamín og Gabapentín) norður Barónstíg við Laugaveg uns lögregla gerði honum að stöðva akstur skammt frá.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. sem og 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

                                                                                                                                                                       IV. 

Húsbrot og tilraun til þjófnaðar með því að hafa föstudaginn 4. maí 2018 í heimildarleysi klifrað yfir girðingu á afgirtu atvinnu- og athafnasvæði Vöku í Skútuvogi í Reykjavík í þeim tilgangi að stela munum sem þar voru geymdir en ákærði tók til fóta er hann varð lögreglu og öryggisvarða var. Ákærði var eltur uppi og hantekinn. Var hann búinn að hylja andlit sitt með klút. Þá hafði hann meðferðis hníf, lyf og fíkniefni.

 

       Telst þetta varða við 231. gr. og 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

                                                                                                                                                                          V. 

Fíkniefna- og vopnalagabrot  með því að hafa á sama stað og tíma og greinir í ákærukafla IV. haft í vörslum sínum hníf með lengri blaðlengd en 12 cm og 0,22 grömm af kókaíni sem lögregla haldlagði við leit á ákærða.

 

       Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni
nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 og
a.-lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998.

 

                                                                                                                                                                       VI. 

Umferðarlagabrot með því að hafa föstudaginn 9. mars 2018 ekið bifreiðinni [...] með útrunnin ökuréttindi og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist Alprazólam 42 ng/ml, amfetamín 330 ng/ml, Díazepam 830 ng/ml, kókaín 185 ng/ml, MDMA 50 ng/ml, Nordíazepam 510 ng/ml og í þvagi mældist Amfetamín, MDMA og kókaín Metamfetamín) vestur Funhöfða móts við hús nr. 13 uns lögregla gerði honum að stöðva aksturinn skammt frá.

 

       Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. sem og 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

                                                                                                                                                                    VII. 

Fíkniefnalagabrot með því að þriðjudaginn 11. september 2018 að Stórakrika 2 í Mosfellsbæ hafa haft í vörslum sínum 2,05 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á við leit á ákærða.

 

       Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni
nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 og
a.-lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998.

 

                                                                                                                                                                 VIII. 

Nytjastuld og eignaspjöll sem og umferðarlagabrot með því að hafa sunnudaginn 26. ágúst 2018 ekið léttu bifhjóli (vespu) óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna (í blóði mældist Amfetamín 910 ng/ml, Díazepam 56 ng/ml, Kókaín 30 ng/ml, Nordíazepam 32 ng/ml og Klónazepam 7,2 ng/ml) í heimildarleysi undan lögreglu, án þess að verða við merkjagjöf og fyrirmælum lögreglu um að stöðva akstur frá Flesjakór að Fjallakór í Kópavogi uns ákærði ók fram af syllu og eyðilagði vespuna. Vespan hafði verið tekin ófrjálsri hendi í Vesturbergi í Breiðholti.

 

       Telst þetta varða við 1. mgr. 257. gr. og 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. og 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

 

                                                                                                                                                                       IX. 

Þjófnað og nytjastuld með því að hafa föstudaginn 30. nóvember 2018 farið í leyfisleysi inn í starfsmannarými Olís við Langatanga og stolið þaðan veski og lyklum að bifreiðinni [...] frá starfsmanni. Ákærði ók frá vettvangi á bifreiðinni án heimildar og hélt að [...] hvar hann stal þar úr geymslu hjálmi að verðmæti kr. 15.000 sem og verkfærum og dekkjum að verðmæti kr. 354.052.

 

       Telst þetta varða við 244. gr. og 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

 

                                                                                                                                                                          X. 

Húsbrot og eignaspjöll með því að hafa mánudaginn 5. nóvember 2018 í félagi við þekktan aðila ruðst í heimildarleysi inn á heimili B og C að [...] og á leið sinni út úr húsinu brotið  rúðu í sameign hússins. Þá braut ákærði jafnframt rúðu í útidyrahurð í sameign hússins.

 

       Telst þetta varða við 231. gr. og 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

 

       Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006. Jafnframt til upptöku á ofangeindum 2,05 grömmum af amfetamíni og 0,22 grömm af kókaíni skv. 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 en einnig framangreindum hníf skv. 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998.“

 

       Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið brot þau sem honum eru gefin að sök í ákærunni og er játning hans studd sakargögnum.  Það eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.  Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin sem eru réttilega færð til refsiákvæða í ákærunni, nema hvað þjófnaðarbrot sem lýst er í IV. ákærukafla varðar við 244. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 20. gr. sömu laga.

       Eftir að ákærði varð 18 ára hefur hann verið dæmdur, 17. október 2018, í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og umferðarlagabrot. Þá var hann sviptur ökurétti í eitt ár frá 16. janúar 2019. Samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga verður dómurinn tekinn upp og dæmdur með þessu máli. Refsing ákærða verður ákveðin samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga. Þá er hún hegningarauki, sbr. 78. gr. sömu laga, við framangreindan dóm, nema hvað tvo síðustu ákæruliðina varðar. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin átta mánaða fangelsi. Með hliðsjón af því að hér er um hegningarauka að ræða, játningu ákærða og ungum aldri skal refsingin bundin skal skilorði eins og í dómsorði segir.

       Þá verður ákærði sviptur ökurétti í eitt ár frá 16. janúar 2020 að telja.

       Fíkniefni og hnífur verða gerð upptæk eins og krafist er og nánar greinir í dómsorði.

       Loks verður ákærði dæmdur til að greiða sakarkostnað og málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, sem ákvörðuð er að meðtöldum virðisaukaskatti í dómsorði.

 

       Arngrímur Ísberg héraðsdómari kveður upp dóminn.

 

D ó m s o r ð:

       Ákærði, Hrafnkell Dwight Batson, sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveim árum frá deginum í dag að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

       Ákærði er sviptur ökurétti í eitt ár frá 16. janúar 2020 að telja.

       Upptæk skulu vera 2,05 g af amfetamíni, 0,22 g af kókaíni og hnífur.

        Ákærði greiði 682.060 krónur í sakarkostnað og málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ólafs Karls Eyjólfssonar lögmanns, 252.960 krónur.                                                                                           

Arngrímur Ísberg